Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Síða 30
Helgarblað 18.–21. júlí 201430 Fólk Viðtal blússandi sókn, eins og frægt er orðið. Eftir að oddviti flokksins í Reykja- vík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir, lýsti sig andsnúna byggingu mosku í Sogamýri rauk fylgið upp og andstæðingar moskunnar fylktu sér að baki framboðinu með þeim afleiðingum að flokkurinn fékk tvo menn kjörna. Aðspurður hvort þetta sé stefnubreyting innan flokksins sem honum hugnist segir Karl: „Nei. Við vorum á villigötum í þessu máli. Menn voru of lengi að kveða þetta niður og hefðu átt að tala skýrar. For- ysta flokksins kom alltof seint fram til að taka eindregna afstöðu gegn þessu. Menn áttu bara að stíga strax fram og segja: Þetta er ekki það sem við stöndum fyrir.“ Popúlistaflokkur? Mikið hefur verið ritað og rætt um að Framsóknarflokkurinn sé farinn að líkjast öfgafullum popúlistaflokk- um sem ryðja sér nú til rúms víðs vegar um Evrópu, veiðandi ófá at- kvæðin. „Ég er ekki sammála þeirri umræðu. En menn innan flokksins hafa hins vegar verið með yfirlýsingar sem ég er ekki sáttur við og slíkar yf- irlýsingar hafa auðvitað áhrif á flokk- inn í heild sinni. Ég hef alltaf litið á mig sem miðjumann í pólitík. Ég er ekki öfgamaður til hægri eða vinstri. Ég tel að sú miðjupólitík sem Fram- sóknarflokkurinn á að standa fyrir sé farsælust almennt séð. Flokkurinn þarf, ef ég á að vera alveg heiðarleg- ur, aðeins að fara að líta nær sjálfum sér og endurskoða ákveðnar áherslur. Ákveðnir einstaklingar innan flokks- ins eru kannski farnir að leita of mik- ið til hægri og eru jafnvel komnir hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn í ákveðnum málum. Flokkurinn sem slíkur er hins vegar ekki þar, hann er og á að vera miðjuflokkur.“ Karl er ekki aðeins ósáttur við mál- flutning sumra flokksmanna sinna heldur einnig vinnubrögðin á Al- þingi almennt. „Ég hef verið töluvert ósáttur við vinnubrögðin sem þar eru stunduð. Þar er miklum tíma sóað; umræðan í þinginu er mjög ómark- viss og stór hluti tímans fer í mjög lítið. Til þess að laga þetta þarf að breyta þingsköpunum verulega. Mín skoðun er sú að það þurfi að takmarka ræðu- tímann á Alþingi meira en hefur verið gert. Ef menn geta ekki komið því frá sér sem þeir þurfa að segja um mál á styttri tíma þá þurfa þeir bara að finna sér annað starf.“ Fámáll Sjálfur er Karl meðal þeirra þing- manna sem töluðu minnst á síð- asta þingi, eða aðeins 95 mínútur í heildina. „Sú umræða sem á sér stað í þingsal er popúlistaumræða dauð- ans. Þarna eru þingmenn að slá um sig til að fá fyrirsögn í DV eða Frétta- blaðinu daginn eftir. Til að gera það búa þeir til slagorð og annað slíkt, því það er auðveld leið til að komast í fyr- irsagnirnar. Þeir gamalreyndur vita hvernig á að gera þetta. Ég tel ekki ástæðu til að tjá mig um mál nema í fyrsta lagi að ég þekki þau sæmilega vel. Í öðru lagi tel ég að menn eigi að geta komið hlutunum frá sér í mjög stuttu máli. Gæði þingmanna verða aldrei metin út frá því hversu mik- ið þeir tala í þingsal, það er alveg á hreinu. Það er versti mælikvarði sem þú getur fundið.“ Í stað þess að karpa í pontu hefur Karl notað fyrsta veturinn í að koma sér inn í málin á þinginu. Hann seg- ist hafa orðið fyrir vonbrigðum með hversu veikburða löggjafarvaldið – þingið – sé gagnvart framkvæmda- valdinu, sem stjórni í raun öllu. „Framkvæmdavaldið hefur alltof mikil áhrif á alþingismenn og lítur á alþingismenn fyrst og fremst sem ein- hverja sem eiga að samþykkja hvað sem er sem frá ráðherrum kemur. Al- þingismenn þurfa að hafa og eiga að hafa miklu meiri vigt en þeir hafa. Það er fráhrindandi fyrir alþingismenn að leggja fram mál á Alþingi í dag því flest þeirra eru ekki samþykkt. Yfir 90 prósent þeirra mála sem samþykkt eru á Alþingi koma frá ráðherrum. Frumvörp alþingismanna, sem oft mikil vinna er lögð í, þau enda bara til hliðar.“ Aðstoðarmenn Aðspurður um leiðir til að breyta valdahlutföllunum segir Karl að al- þingismenn þurfi sjálfir að virkja sjálf- stæði sitt, til dæmis með því að vera duglegri að leggja fram frumvörp og önnur mál. Til þess að svo geti orðið er mikilvægt að þeir fái aðstoðar- menn. „Það er algjörlega nauðsyn- legt. Við þurfum að setja okkur inn í mörg hundruð mál, mjög flókin mál. Það er fullkomlega útilokað að ætlast til þess að alþingismenn hafi kunnáttu og þekkingu til þess að geta sett sig inn í öll þessi mál. Ég fullyrði það að í mjög mörgum og jafnvel flestum málum á Alþingi eru þing- menn að greiða atkvæði án þess að vita hverju þeir eru að greiða atkvæði með eða á móti.“ Besti leiðtoginn Þrátt fyrir þessar aðfinnslur kann Karl ágætlega við sig á þinginu og er ánægður með ríkisstjórnina. Sér- staklega Sigmund Davíð sem, ásamt Bjarna Benediktssyni, sé mestur leið- toga á Íslandi. „Það er náttúrlega mjög erfitt starf að vera forsætisráð- herra. Þú situr sífellt undir gagnrýni. Það er sífellt verið að minna á kosn- ingaloforð. En menn verða náttúr- lega að átta sig á því að kosningalof- orð eru gefin fyrir kosningar og síðan mynda flokkar samsteypustjórn. Þá verða þeir að finna jafnvægi á milli mismunandi loforða, og úr verður einhvers konar samsuða. Menn geta aldrei krafist þess að öll kosningalof- orð frá A til Ö séu uppfyllt. Ég tel hins vegar að það sem Sigmundi hefi tek- ist að gera á þessu ári – og allri ríkis- stjórninni – sé að ýta þessu þjóðfélagi áfram í rétta átt.“ Svigrúm í megrun Hér er Karl að vísa til loforða Fram- sóknarflokksins um að nota svig- rúmið svokallaða, sem átti að mynd- ast samhliða uppgjöri þrotabúa gömlu bankanna og nam ýmist 240 eða 300 milljörðum eftir því í hvaða kosningaþætti Sigmundur Davíð var, til að færa niður skuldir heimilanna. Raunir varð sú að 80 milljarðar úr ríkissjóði verða notaðir til verksins, sem eiga að vísu að koma í gegnum eyrnamerkta skattlagningu á þrota- búin. Karl hefði viljað meiri niður- fellingu. 300 milljarða? „Ég ætla ekkert að nefna neina upphæð ég er bara að segja að ég hefði viljað sjá hærri upphæð. Ég hefði viljað sækja meira fjármagn til þrotabúanna. Ég vona að það gerist í framtíðinni.“ Réttlæti Karls Ljóst er að fjöldi fólks fær niðurfell- ingu sem þarf ekki á henni að halda, jafnvel stóreignafólk. „Já, en þetta er bara sanngirnismál. Þú getur ekki bara tekið einhverja hópa út og sagt þessir þurfa á því að halda en hin- ir þurfa ekki á því að halda.“ Hvers vegna ekki? „Vegna þess að það varð forsendubrestur hjá hinum líka, hjá öllum hópnum eins og hann leggur sig. Þess vegna tel ég það sanngirnis- mál að allir hafi sama rétt, alveg sama hver fjárhagsstaða þeirra er.“ En er það almennt þannig, þegar ríkisvaldið dreifir fjármunum og þjón- ustu, að allir hafi sömu heimtingu til þeirra? Er það ekki einmitt þannig að þeir, sem þurfa á mestri aðstoð að halda, fá meira, en hinir, sem þurfa minna, fá minna? Hvers vegna er það öðruvísi núna? „Jú, en þetta er sér- stök aðgerð sem snýst um að leiðrétta ákveðinn forsendubrest. Þetta er ekki hefðbundinn útdeiling fjármuna eins og almennt á sér stað. Niðurstaða okk- ar var sú að þetta væri réttlætismál, að það ætti ekki að taka út ákveðna hópa.“ Annað kosningaloforð sneri að atkvæðagreiðslu um áframhald við- ræðna við Evrópusambandið, en um það vill Karl kjósa ólíkt eigin flokki. „Við eigum að leyfa þjóðinni að segja álit sitt á því hvort við höldum áfram með þessar viðræður.“ Kennitöluflakk þjóðarmein Á nýju þingi ætlar Karl meðal annars að beita sér fyrir auknu eftirliti með skattsvikum. „Ég hef mikinn áhuga á því að uppræta skattsvik, það er stórt mál. Við verðum að efla rannsóknar- deild skattstjóraembættisins með auknum fjárframlögum. Kennitölu- flakk er þjóðarmein og er búið að vera í ótal ár. Það er með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki tekið á því máli. Um er að ræða gífurlegar fjárhæðir og sömu menn eru að gera þetta í tugi skipta án nokkurra afleiðinga. Þetta gengur ekki.“ Ráðherra? Þessa dagana nýtur Karl sumarfrísins, einn á sólarströnd í Tyrklandi. Þrátt fyrir einveruna og, stundum, einmanaleikann sem fylgir lífi einstæðingsins horfir hann björtum augum til framtíðar. Hvað hún ber í skauti sér veit Karl ekki, en segist geta hugsað sér frekari frama í stjórnmálum. Ráðherrastól? „Ég hugsa að flestir hefðu áhuga á því ef það stæði til boða. En ég tek bara einn dag í einu.“ n m y n d S ig tR y g g u R A R i „Hann hafði áhyggjur af því að þess frétt gæti komið sér illa fyrir fréttastof- una; framlög til fréttastofunn- ar gætu minnkað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.