Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Side 44
Helgarblað 18.–21. júlí 201444 Menning N ú er maður alltaf í vörn í staðinn fyrir að vera í sókn,“ segir Ólafur Arnaldsson, tónlistarmaðurinn sem varð flestum Íslending- um kunnugur eftir að hann vann BAFTA-verðlaun, einungis 27 ára gamall, fyrir tónlist sína í sjónvarps- þáttunum Broadchurch. „Þetta er eiginlega búið að snúast við. Öll mín verkefni koma þannig að einhver annar komi til mín. Ég segi nei við 90 prósent. Maður er alltaf í einhverri vörn og að passa sig,“ segir Ólafur. „Fyrstu árin og þar til nú nýlega var þetta akkúrat öfugt. Maður var í endalausu harki að reyna að redda sér flottum verkefnum eða jafn- vel bara að selja miða á tónleik- ana sína. Maður þurfti endalaust að plögga sér og koma sér á framfæri. Nú vel ég bara hluti sem mér finnst skemmtilegir eða langar til að gera. Ég vel ekki verkefni af því þau eru vel borguð, ég vel það sem ég hef áhuga á,“ segir Ólafur. „Og nú reyni ég að velja ekki of mörg verkefni,“ bætir hann við en Ólafur hefur unnið baki brotnu síðustu ár. Alltaf ætlað í tónlist Ólafur byrjaði snemma að vasast í tónlist og vissi fljótt að þetta yrðu hans ær og kýr. „Ég var sendur í tón- listarskóla þegar ég var fimm ára. Ég lærði aðeins á píanó, en hætti því síðan og fór að læra á trommur. Það var alltaf píanó heima samt. Þótt ég hætti að læra á það var ég alltaf að spila á það og lærði sjálfur á píanó. Það var alltaf mikill hvati frá foreldr- um mínum að gera eitthvað kreatívt og skapandi,“ segir Ólafur þegar hann minnist tónlistarinnar sem umvafði æsku hans. „Ég var bara geðveikt lúðalegur krakki,“ segir Ólafur og hlær þegar hann er spurður hvers konar barn hann hafi verið. „Ég held ég hafi ver- ið mikið inni í mér. Ég tók nokkur ár þar sem ég var bara í tölvuleikjum og var ekki að spá í neitt í kringum mig. Þegar það hætti fór ég að spá bara í tónlist. Ég eyddi meira tíma út af fyrir mig heldur en flestir krakkar. Ég átti fáa en góða vini.“ Aðspurður hvenær hann vissi að hann ætlaði í tónlist segir Ólafur að hann hafi alltaf vitað það. „Það snerist meira um hvernig tónlistar- maður ég ætlaði að vera. Þegar ég var lítill ætlaði ég að verða trommari, svo ætlaði ég að verða upptökustjóri. Allt sem ég var að spá í var alltaf tengt tónlist,“ segir hann og fær sér sopa af fyrsta kaffibolla dagsins. Ísbrotið veitti innblástur Ólafur flutti til Kanada í eitt ár þegar hann var 15 ára gamall og hann seg- ir að þar hafi það orðið fullvíst hvers konar tónlistarferli hann ætlaði að stefna að. „Þá byrjaði að mótast þessi tónlist sem ég er að gera í dag.“ Hann minnist sérstaklega sigl- ingar til Nýfundnalands sem vendi- punkt inn á braut kvikmyndatón- listar. Fjölskyldan hafi siglt á ísbrjóti frá Halifax til þess að heimsækja vin. „Skipið braust í gegnum hafís á leiðinni. Ég gat ekkert sofið í skipinu og svaf ekkert alla nóttina. Ég sat uppi í glugganum og var að horfa á skip- ið brjótast í gegnum ísinn. Ég var að hlusta á lagið við Green Mile, sem er píanótónlist eftir Thomas Newman. Ég ákvað þá að ég ætlaði að gera kvik- myndatónlist. Ég ætlaði að stefna að því og hóf að gera tónlist í þeim geira,“ segir Ólafur sem fór þó ekki strax inn á það svið, heldur gaf út eigin plötur sem voru í ætt við kvikmyndatónlist. „Það var ekki fyrr en seinna, eftir að ég var búinn að gera nokkrar plötur, sem ég fór að gera tónlist fyrir kvikmyndir.“ Ólafur segir að það hafi verið í Kanada sem hann byrjaði að gera tónlist einn í stað þess að vera í hljóm- sveitum. „Þá fær maður loksins tæki- færi fyrir sínar eigin hugmyndir til að virkilega mótast. Maður finnur sinn eigin persónuleika. Ef maður er bara í hljómsveitum þá er maður alltaf bara hálfur persónuleiki,“ segir Ólafur sem kann vel við að vinna einn. „Ég er rosalega háður því að geta tjáð mig algjörlega án þess að neinn annar sé að skipta sér af því.“ Mig langar að geta skipt um skoðun og þurfa ekki að þræta um það við aðra. Stundum gerir maður eitthvað og langar svo að fara að gera eitthvað allt annað. Ég er svolítið háður því frelsi.“ Hafnað af tónlistarskólum „Allir ljúga og allir vita að allir eru að ljúga Ólafur Arnaldsson hefur gert það að sínu lifibrauði að brjóta niður veggi. Honum var hafnað af helstu tónlistarskólum heims en lét það ekki aftra sér frá ástríðu sinni fyrir kvikmyndatónlist. Með drifkraft að vopni hefur hann uppskorið eins og hann hefur sáð. Ólafur ræddi við Sölku Margréti Sigurðardóttur um uppleiðina, fórnir vegna fjarlægðar, hvernig hann lærði að neita og hvers vegna meginstraumurinn er markmið. „Þetta fer ekki saman, pen- ingar og list Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.