Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 45
Helgarblað 18.–21. júlí 2014 Menning 45 „Ekki þess virði að missa þau“ Ólafur segist ekki einangrast og upplifa tilfinningar einmanaleika við það að vinna einn enda vinnur hann reglulega með ýmsu fólki í ólíkum verkefnum. Hann segir slík- ar tilfiningar frekar tengjast fjar- veru. „Maður er rosa mikið í burtu og ég vinn rosa mikið. Ég er alltaf uppi í stúdíói og ef ég er ekki þar er ég á tónleikaferðalagi. Maður fjar- lægist það fólk sem er ekki næst manni.“ Ólafur segist hafa lært að leyfa sér ekki að fjarlægjast of mikið. „Það er ekki þess virði að ganga of langt með það. Ég hef örugglega stundum gleymt mér og verið bara að spá í músíkina og ekkert í vini og fjölskyldu. Nú er maður orðinn að- eins eldri og aðeins vitrari, þótt ég sé ekkert mjög gamall. En ég er bú- inn að vera að þessu í sjö ár og ég átta mig á því núna að maður verð- ur stundum að segja nei og vera bara heima með fjölskyldunni. Það er ekki þess virði að missa þau,“ seg- ir Ólafur sem viðurkennir að hann hafi misst nokkrar kærustur vegna of mikillar fjarveru. Hann slær þó á létta strengi. „Það er enginn í ævi- langri fýlu út í mig, svo ég viti.“ Lærir að segja nei Ólafur segist aldrei hafa viljað gefast upp enda hafi ferill hans alltaf farið hægt og bítandi upp á við. „Það hef- ur aldrei hvarflað að mér að gera eitt- hvað annað. Frá fyrstu tónleikunum mínum fékk ég eitthvert búst,“ segir Ólafur sem upplifði á þeim tíma að hvert einasta verkefni væri nýtt og stærra. „Maður getur ekki sagt nei. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég fór að vinna yfir mig og taka að mér of mörg verkefni og vera stanslaust að,“ segir Ólafur sem var hræddur um að missa tækifæri. Fljótt áttaði hann sig þó á því að hann þyrfti ekki að samþykkja allt. „Ég fattaði að það skiptir ekki öllu máli, það mun koma annað. Maður þarf að læra að segja nei við tækifærum. Ferill er bara einn hlutur af lífi manns, það er ekki allt lífið manns,“ segir Ólafur sem seg- ir að markmið sitt hafi aldrei verið heimsfrægð. Hann langi þó að ná til breiðs hóps. „Mainstream“ er markmið Ólafur segist ekki hræðast það að höfða of mikið til fjöldans, það sé markmið í sjálfu sér. „Nei ég hræðist það í rauninni ekki. Markmiðið er náttúrlega alltaf að búa til fallega Hafnað af tónlistarskólum tónlist, en hliðaráhugamál hjá mér er að kynna klassíska tónlist fyrir fólki sem myndi aldrei hlusta á hana. Hluti af því hlýtur að vera að gera hana aðeins meira „mainstream“ og aðeins meira kúl,“ segir Ólafur. Þegar ég byrjaði að gera klass- íska tónlist langaði mig að gera eitt- hvað sem hefur orðið fyrir áhrifum frá hljómsveitum eða tónblæ sem eru í gangi í dag, sem fólk heyrir í út- varpinu, þar á meðal „mainstream“ tónlist. Elektróníkin og allt þetta, blanda því við klassísku hljóðfærin og vinna með þetta þannig. Brjóta svolítið niður þessa veggi sem skilja að,“ segir Ólafur. „Það er popp, rokk, djass og alls konar öðrum megin, og svo er klassík hinum megin. Það er bara einn veggur og klassík er það eina sem er hinum megin við hann. Að vera „mainstream“ hræðir mig ekki því það er einhvern veginn mark- miðið, að gera þessa tónlist meira kúl. Og það hefur alveg tekist.“ Senan var föst í „no man's land“ Ólafur er í raun einn af brautryðj- endum nýrrar senu sem tókst eftir mikið hark við að brjóta niður hina áður fastmótuðu múra. „Þegar ég var að byrja gátum við aldrei feng- ið að spila í klassískum sölum. Sin- fóníurnar veittu okkur enga athygli. Þau trúðu ekki á þetta og töldu þetta ekki sanna klassík. Við gátum aldrei fengið spilun á klassískum útvarps- stöðvum og ekki heldur á popp-út- varpsstöðvum því við vorum of mikil klassík fyrir poppið. Þetta var hálf- gert „no man's land“.“ Ólafur segir að það hafi verið sin- fóníustjórnandinn Andre de Ridder sem hafi loks opnað dyrnar fyrir honum inn í senu klassískrar tón- listar. „Einn sinfóníuleikstjóri upp- götvaði þetta og bauð okkur að vinna með sinfóníu þar og þá opnaðist klassíska senan allt í einu. Núna síð- ustu tvö eða þrjú árin er ég búinn að vera að spila með fullt af sinfóníum og spila eiginlega alltaf í klassísk- um höllum, en áhorfendurnir eru úr poppinu og indíinu. Við erum algjör- lega búin að blanda þessu saman,“ segir Ólafur. „Sinfóníurnar eru loks- ins að fá að spila fyrir einhverja aðra en nákvæmlega sömu áhorfendurna og eru með áskrift í Hörpunni. Það er ótrúlega spennandi,“ bætir hann við. Komst ekki inn í tónlistarskóla Það tók Ólaf og aðra í sömu senu dá- góðan tíma að sanna virði tónlistar- innar, en í dag hafa ýmsir þurft að éta hattinn sinn. Í því samhengi er hon- um minnisstætt þegar hann sótti um í tveimur tónlistarskólum í Bretlandi. „Þegar ég var 18 ára langaði mig í klassískt tónsmíðanám og sótti um nokkra skóla. Sérstaklega tvo skóla í Bretlandi, Guildhall College of Music og Royal Northern College of Music. Í báðum skólunum var mér hafnað, meðal annars vegna þess að áherslur mínar voru ekkert sérstaklega klass- ískar. Skólunum fannst þetta ekki vera viðeigandi,“ segir Ólafur. „Í dag hafa báðir þessir skólar fengið mig til að vera gestaprófessor. Þetta hef- ur algjörlega snúist við,“ segir Ólafur og hlær. Sömu sögu er að segja af Berklee College of Music í Boston. „Fyrst var ég svolítið svona „in your face“ og fannst það kúl,“ segir Ólafur hreykinn. Hann tekur höfn- uninni ekki með sárindum í dag, heldur lítur á þetta sem sönnun þess hve margt hefur breyst á stuttum tíma. „Ef maður hefur átt einhvern part í þessu, að brjóta niður þennan vegg, get ég verið rosalega stoltur af því. Fólk áttar sig kannski ekki enn á því hvað er búið að gerast í klass- íska heiminum síðustu fimm árin, hvað hann er búinn að breytast mik- ið. Þetta er allt í einu orðið miklu opnara og fullt af fólki byrjað að hafa áhuga á klassískri tónlist.“ Aðspurður hvort að hann hafi þar með náð markmiði sínu er svar- ið marghliða. „Einu markmiði er náð. Maður má aldrei segja að öll- um markmiðunum sé náð, því hvað á maður að gera þá? Þá er maður bara búinn. Einu skrefi er náð,“ segir Ólafur skarpsýnn. Í sjokki yfir BAFTA Í vor vann Ólafur til BAFTA-sjón- varpsverðlaunanna fyrir frumsamda tónlist í bresku þáttunum Broad- church. Verðlaunin njóta mikillar virðingar og því er þetta stórkost- leg viðurkenning fyrir Ólaf. Eftir það skaust hann enn lengra upp á stjörnuhimininn og Íslendingar gáfu honum meiri gaum en áður, enda hafði Ólafur áður verið að mestu frægur erlendis. „Ég veit það ekki einu sinni. Ég var bara í einhverju sjokki. Ég trúði þessu ekkert og hélt ég væri ekki að fara að vinna,“ segir Ólafur um augnablikið þegar það var ljóst að hann hafi unnið verðlaunin. Hann hafi ekki búist við því þar sem hann sat yfirvegaður í sæti sínu í salnum. „Ég fór bara í algjört sjokk og var rosalega meyr og snortinn eftir á. Einhvers konar spennufall. En ég var fyrst og fremst þakklátur fólkinu sem hefur gefið mér þessi tækifæri,“ segir Ólafur en þetta var í fyrsta sinn sem hann hafði gert tónlist fyrir sjón- varpsþætti og því kom honum þetta mjög á óvart. „Ég hafði aldrei gert svona áður, ég vissi ekki einu sinni hvernig þetta myndi fara fram.“ Ólafur segist hafa verið leiddur í gegnum hvert fjölmiðlaviðtalið á fætur öðru eftir að hann tók við verð- laununum. Þegar hann loks sett- ist aftur náði hann að senda móð- ur sinni og föður smáskilaboð með fréttunum. Þættirnir Broadchurch unnu fjöl- mörg önnur verðlaun. „Það var rosa- lega góð stemning á borðinu okk- ar. Við fengum ekki flest verðlaun en fengum flestar tilnefningar. Þetta var mikill sigur fyrir þessa þætti. Við unnum líka besta þáttinn, sem eru aðalverðlaunin.“ Allir ljúga í Hollywood „Það er margt mjög bransalegt í þessum bransa. Sérstaklega í Hollywood,“ segir Ólafur spurður um hvernig hann upplifi alþjóðlega tón- listarheiminn. Hann kann betur við að vinna í Bretlandi en Bandaríkj- unum. „Það eru miklu minni pen- ingar þar og meiri sál í hlutunum, en í Hollywood snýst allt miklu minna um listina og meira um bransann sjálfan. Þú ferð til Los Angeles og þú finnur ekki að fólk sé að gera list, þú finnur bara fyrir fólki að bransast,“ útskýrir hann. Ólafur segist búa yfir ótal dæm- um þess efnis. Það er sérstak- lega eitt atvik sem hann segir mjög lýsandi fyrir Hollywood. „Fyrir þremur árum gerði ég samning við stærsta kvikmyndaumboðsfyrir- tækið í Hollywood, sem heitir CAA. Það fyrsta sem þau gerðu var að fá mig til að flytja þangað í tvo mánuði, svo þau gætu farið með mig út um allt og látið mig kynnast öllum. Láta mig komast inn í senuna og láta fólk vita hver ég væri,“ segir Ólafur sem kunni best við að eyða tíma með að- stoðarmönnum umboðsmanna á því flakki. Í einu teitinu hafi hann þó komist að þolmörkum. „Ég kynntist einhverju fólki og við vorum úti. Þau spurðu hvað ég gerði og ég sagðist vera að gera kvikmyndamúsík og væri með samning hjá CAA. Ég fann að enginn trúði mér. Öllum sem ég sagði hvað ég væri að gera, það trúði því enginn,“ segir Ólafur. „Svo tók vinur minn mig einu sinni á tal og sagði: „Óli, þú mátt ekki segja svona satt. Þú átt alltaf að bæta við 20 prósent, af því fólk mun sjálfkrafa taka af 20 prósent“,“ hefur Ólafur eftir vini sínum. „Allir ljúga, og þá er það orðinn standardinn að þegar þú segir eitthvað, þá mínus- ar fólk svona 20 prósent af og það er sannleikurinn. Til þess að vinna upp á móti því verður þú að ljúga og bæta 20 prósent ofan á það sem þú ert að gera, ef þú vilt segja því hvað þú ert raunverulega að gera,“ segir Ólafur og lætur blaðamann reka upp stór augu. „Allir ljúga, og allir vita að allir eru að ljúga. Þess vegna þurfa allir að ljúga,“ segir Ólafur hlæjandi. „Þegar ég sagði fólki að ég væri með samn- ing hjá CAA, túlkaði fólk það eins og ég þekkti einhvern hjá CAA,“ bætir hann við til útskýringar. Ólafur segist ekki hafa viljað taka þátt í þeim skrípaleik. „Nei, ég gerði það ekki, ég sagði bara nei. Þetta var það sem fékk mig til að vilja ekki fara aftur til L.A. Ég missti mjög fljótt áhuga á að vera þar, en planið var fyrst að flytja þangað.“ Vill semja heima Ólafur kýs að búa á Íslandi og semja tónlistina hér þótt hann sé með samninga erlendis. „Kannski er gott að vera ekki þar sem bransinn er. Ég get flogið til London eða L.A. til að fara á viðskiptafundi, en ég er ekki að blanda því saman við listina. Það er á allt öðrum stað. London og L.A. er þar sem við tölum um hlutina, en hérna gerum við hlutina,“ segir Ólaf- ur sem velur sjálfur að halda þessari fjarlægð, þótt mörgum í bransanum þyki það óvenjulegt. „Þetta fer ekki saman, peningar og list. Auðvitað er þetta samtvinn- að, maður þarf peninga til að gera list, en hugmyndirnar truflast af svona bransatali. Sérstaklega stress- ið sem fylgir því. Bisnessinn er ekki að gera hugmyndunum þínum neitt sérstaklega gott.“ Ástin og flökkulíf fara ekki saman Þrátt fyrir að vera formlega búsettur á Íslandi sleppur hann ekki við sí- felld ferðalög. Slíkt flökkulíf á það til að gera persónulega lífinu erfitt fyrir. „Maður er aldrei á sama stað nema í venjulega einn dag,“ svarar Ólafur til að útskýra makaleysi sitt. Hann seg- ist eiga erfitt með að vera í sambandi vegna anna og vegna þess hve mikið hann ferðast. Hann segist þó gjarn- an langa til að kynnast ýmsum betur en hann hefur tækifæri til. „Það ger- ist reglulega að maður kynnist ein- hverjum einhvers staðar í einhverri borg í einhverju landi. Og undir öll- um kringumstæðum í venjulegu lífi væri það manneskja sem þú myndir smella strax við og það yrði eitthvað úr. Það gerist að maður kynnist ein- hverjum, en svo fer maður. Það gerist mjög reglulega,“ segir Ólafur. „Maður verður rosalega leiður í tvo daga, en svo snýr maður sér að næsta hlut,“ segir Ólafur sem viður- kennir þó að hann taki þessu mögu- lega of léttvægilega. „Þetta er helsti gallinn við þetta starf, en ekki bara tengslamyndunin heldur líka að þú getur ekki búið til neina rútínu.“ Aðspurður hvort honum finnist starfið þess virði fyrir vikið er hann fljótur til svars. „Já. Í staðinn fæ ég að sjá allan heiminn og kynnast fullt af fólki. Mér finnst jákvæðara að hafa kynnst þessu fólki og misst það, held- ur en að hafa ekki kynnst því. Það er alveg þess virði,“ segir Ólafur sáttur. Langþráð kyrrseta Ólafur segir að senn líði að lok- um vegferðar linnulausra ferða- laga, í hið minnsta í bili. „Ég er búin að vera síðasta árið að kynna þessa plötu sem ég gerði í fyrra, sem var fyrsta platan hjá Universal og var svolítil sprenging hjá mér. Þetta er búið að vera mjög viðburðaríkt ár. Ég er búinn að ferðast um allan heiminn og kynna þetta en núna er að líða undir lok þessarar lotu,“ seg- ir Ólafur en hann hefur alls spilað 130 tónleika síðan platan kom út. Hann mun halda tónleika í Hörpu 18. september sem verða eins konar lokahóf. „Þetta eru síðustu tónleik- arnir undir þessum formerkjum.“ Eftir það ætlar Ólafur að taka líf- inu með meiri ró og einbeita sér að því að vinna tónlist fyrir aðra seríu Broadchurch. Hann segir að ekki sé von á annarri plötu frá sér í bráð því hann langar að einbeita sér að kvik- myndatónlist og túra minna. Kyrr- setan er vel til komin að sögn Ólafs, enda hefur hann hefur farið líkt og stormsveipur um heiminn síðasta árið. n „Jákvæð- ara að hafa kynnst þessu fólki og misst það, held- ur en að hafa ekki kynnst því Var fastur í „no man's land“ Ólafur fór óhefð- bundar leiðir að klassískri tónlist sem var ekki vel tekið í fyrstu. Mynd Hörður SVEinSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.