Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 56
Helgarblað 18.–21. júlí 2014 55. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Verður hann annars ber að neðan? Ætlar að deyja ber að ofan n Steinunn Ólína Þorsteins­ dóttir, leikkona og ritstjóri Kvennablaðsins, fór mikinn á Facebook­síðu sinni á miðviku­ dag og taldi upp hina ótrúlegustu hluti sem seldir eru í Costco. Má þar nefna sex humra á 115 dollara, 20 lendarstykki af nauta­ kjöti á 160 dollara og að lokum tvískipta líkkistu á aðeins 950 dollara. „Ég ætla að deyja ber að ofan. Er hægt að hafa bara neðri­opn­ un?“ spurði eiginmað­ ur hennar og leik­ ari með meiru, Stefán Karl Stefánsson. Tvífarar Jónínu n Jónína Benediktsdóttir skrif­ aði sérkennilegt innlegg á Face­ book­hópinn Markaðsnördar síðastliðinn sunnudag þar sem hún sagði frá upplifun sinni af úrslitaleik HM í fótbolta. „Sat áðan í fallegasta umhverfinu með fallegasta fólkinu að horfa á leikinn. Hugsaði allt í einu sem svo „Áfram Völsungug“ [sic] fór upp á herbergi að sofa,“ skrifaði hún þá. Nú á miðvikudag virðist hún gefa í skyn að tvífari hennar hafi skrifað innleggið. „Þetta hér er mín síða en svo poppa upp Jónína ben síður af og til en hafa ekkert með mig að gera,“ skrifaði hún. „Þetta er sama síða og þú skrif­ aðir frá um daginn,“ voru fyrstu viðbrögð við færsl unni. Snorklar við Disney-eyjuna n Greta Salóme Stefánsdóttir eyddi síðastliðnum þriðjudegi í að snorkla við eyjuna Castaway Cay sem er eyja sem Disney­fyrirtæk­ ið hefur leigt næstu hundrað ár af Bahamaeyjum. Eyjan var áður millilending fíkniefnasmyglara. Þar er Greta vegna sumarvinnu, en hún syngur og spilar á skemmtiferðaskipi Disney­fyrir­ tækisins fram í miðjan september­ mánuð. Af Facebook­síðu henn­ ar að dæma virðist Greta una sér vel í starfinu. Í sam­ tali við Vísi þar sem hún sagði fyrst frá starf­ inu greindi hún frá því að starfið gæfi vel í aðra hönd. Gítarinn er í geymslu Guðlaugur T. Óskarsson fékk Springsteen-gítarinn á 25 þúsund krónur G ötuvinurinn og tónlistar­ maðurinn JóJó segir að al­ gengustu spurninguna sem hann fær þegar hann skemmtir borgarbúum í Austurstræti um helgar vera hvað hafi orðið um gítarinn sem hann lánaði Bruce Springsteen þegar þeir spiluðu saman þrjú lög á Strikinu í Kaupmannahöfn árið 1988. Þetta segir hann í samtali við DV. „Þetta er aðalumræðan alltaf þegar ég er úti á nóttunni um helgar. Hann Eg­ ill Ólafsson hélt utan um sjóð sem átti að fara til styrktar Hörpunni, þetta var áður en Harpan var byggð. Það var sem sagt uppboð á gamla Grand Rokk­barnum. Ég ákvað að gefa þennan gítar á uppboðið til styrktar þessu tónleikahúsi, Hörpu,“ segir JóJó. Gítarinn seldist á tuttugu og fimm þúsund krónur. „Þetta þykir ekkert svo merkilegt hérna á Íslandi,“ segir JóJó. Hann bendir á að gott sé fyrir fólk að vita að fleiri hafi lagt til byggingar Hörpunnar en banka­ menn. Guðlaugur T. Óskarsson, eig­ andi varahlutaþjónustunnar G. T. Óskarsson, var sá sem átti hæsta boðið í gítarinn. Hann segist í sam­ tali við DV ekki spila á hann. „Hann er bara í geymslu. Það er búið að smíða utan um þetta, þetta er í gler­ kössum,“ segir hann. Hann segir að á sínum tíma hafi hann keypt þrjá gítara á uppboði, Springsteen­gítar­ inn og tvo frá Bubba Morthens. „Ég ætlaði að vera með þetta til sýnis á Eyrarbakka en svo hirti bankinn hús­ næðið þannig að það var ekki hægt að hafa neitt til sýnis. Svo þetta er allt saman hérna niðri í vinnu hjá mér.“ Spurður hvort hann safni gítörum segir Guðlaugur: „Ég tók þessa þrjá en svo hægði maður á sér því svo kom hrunið. Maður fer kannski að vakna aftur núna. Það getur vel verið að ég kaupi fleiri.“ n hjalmar@dv.is Spilaði með Springsteen JóJó segir að sífellt sé verið að spyrja hann hvað hafi orðið af gítarnum sem Springsteen spilaði á. Guð- laugur T. Óskarsson keypti hann á uppboði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.