Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Qupperneq 4
Helgarblað 26.–28. júlí 20144 Fréttir Allt fyrir bæjarhátíðina, útileguna og verslunar- mannahelgina FAXAFEN 11 • 108 REykjAvík • 534-0534 Þúsundir á Landsmóti Skáta Mikill fjöldi manns er um þess- ar mundir staddur á Landsmóti Skáta, sem haldið er á Hömrum á Akureyri. Mótið hefur staðið yfir í tæpa viku, en því lýkur á morgun, sunnudag. Gert var ráð fyrir að um 6.000–8.000 manns legðu leið sína á mótið. Dagskráin þar er fjölbreytt, í búðunum er til dæm- is boðið upp skipulagðar göngu- ferðir, eldun á hlóðum og barna- kvöldvökur. Einnig gefst gestum tækifæri á að taka þátt í hluta af almennri dagskrá landmótsins. Aðgangur að mótinu hefur verið opinn og hafa allir sem vilj- að getað komið og tekið þátt. Launavísi- tala hækkar Launavísitala í júní 2014 er 482,7 stig samkvæmt frétt á vef Hag- stofunnar og hækkaði hún um 0,5% frá fyrri mánuði. Síðast- liðna tólf mánuði hefur launa- vísitalan hækkað um 5,4%. Í launavísitölu júnímánaðar gæt- ir áhrifa kjarasamninga fjár- mála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga við nokk- ur stéttarfélög opinberra starfs- manna sem undirritaðir voru í maí og júní 2014. Vísitala neyslu- verðs lækkaði um 0,17% frá fyrra mánuði en hún er miðuð við verðlag í júlí 2014 er 422,1 stig (maí 1988=100). Vísitala neyslu- verðs án húsnæðis er 396,7 stig og lækkaði um 0,23% frá júní. Sumarútsölur gerðu það að verk- um verð á fötum og skóm lækk- aði um 11,6% en flugfargjöld hækkuðu hins vegar um 17%. Fékk viðurkennda stöðu flóttamanns n Yusuf fékk hæli eftir 14 ár á flótta n Flúði Afganistan þegar hann var sex ára É g fékk jákvætt svar í síðustu viku. Þetta er mjög gott, ég er virkilega ánægður,“ segir hinn 24 ára gamli Yusuf Mahdavi frá Afganistan en hann hefur fengið hæli á Íslandi og viðurkennda stöðu sem flóttamaður. Yusuf sem fékk jákvæðu fréttirnar í síðustu viku er himinlifandi yfir niðurstöð- unni og hyggst heimsækja skrifstofu Útlendingastofnunar á næstunni: „Ég þarf að láta taka mynd af mér svo ég geti fengið skilríki og kennitölu.“ Helga Vala Helgadóttir er lögmað- ur Yusufs en hún segir niðurstöðuna afar ánægjulega fyrir mann sem hefur verið á flótta frá sex ára aldri. „Þetta er í rauninni í fyrsta skipti síð- an hann var sex ára sem hans tilvist er viðurkennd.“ DV greindi frá því í janúar þegar Útlendingastofnun hafnaði hælisumsókn Yusufs á þeim forsendum að aðstæður í Afganistan væru betri en þegar hann flúði. Sú ákvörðun var kærð til innanríkis- ráðuneytisins sem hefur nú snúið henni. Faðir hans drepinn Yusuf flúði heimalandið þegar hann var sex ára. Talibanar réðust inn í þorpið hans í Wardak-héraði árið 1996 og drápu þorpsbúa. Í samtali við DV í vetur sagðist hann muna óljóst eftir atburðunum en að hann myndi aldrei gleyma því að þennan dag hefði faðir hans verið drepinn. Þá hvarf bróðir hans og hefur ekki sést til hans síðan. Yusuf, móður hans og systkinum tókst hins vegar að flýja úr þorpinu og til Íran. Yusuf bjó við bágan kost í Íran til ársins 2006 þegar dvalarkort hans var eyðilagt af Bazets- hermönnum. Hann flúði í gegnum Tyrkland til Evrópu þar sem hann þvældist á milli landa þar til hann kom hing- að til lands árið 2011 og sótti um hæli. Eins og fyrr segir hafnaði Útlendingastofnun hælisumsókn- inni þar sem ástandið í Afganistan væri ekki jafn slæmt og það var þegar hann flúði þaðan árið 1996. „Eftir að þeir sögðu mér að um- sókninni hefði verið hafnað þá varð ég mjög sár. Þetta hefur verið erfið- ur tími, ég hef grátið mikið, ég grét í heila viku,“ sagði Yusuf af þessu til- efni. Breytir miklu Það er afar sjaldgæft að þeir sem leiti hælis á Íslandi fái viðurkennda stöðu sem flóttamaður. Af þeim 137 sem sóttu um hæli á fyrstu níu mánuðum ársins 2013 fengu einungis níu hæli. Átta þeirra var veitt réttarstaða flótta- manna. Yusuf hefur fram að þessu verið með bráðabirgðadvalarleyfi en það mun nú breytast. Helga Vala segir niðurstöðuna breyta miklu fyrir skjólstæðing hennar. „Það tekur svolítinn tíma fyrir fólk að meðtaka svona upplýsingar en þetta þýðir að næstu fjögur árin fær hann að vera í friði. Hann fær fulla heimild til þess að vera á Íslandi og hann má vinna hér.“ Helga Vala gagnrýndi ákvörðun Útlendingastofnunar harðlega í sam- tali við DV síðastliðinn vetur. „Þegar við lítum síðan til þess að hann fór frá landinu fyrir sautján árum, þegar hann var sex ára, og að hann á engan að þar, þá er auðvitað ruglað að ætla að senda hann þangað aftur.“ Aðkast lögreglu Yusuf sagðist í samtali við blaðið vera orðinn langþreyttur á óvissu og bið. „Það er erfitt að vera hælisleitandi hvar sem maður er niðurkominn í heiminum. Það velur sér enginn þessa stöðu. Ég til dæmis, ég hef ekki séð móður mína, bróður eða systur í sjö ár, ég sakna fjölskyldu minnar óendanlega mikið.“ Hann sagðist finna til ótta við það eitt að hugsa til Afganistan: „Ég á bara minningar um stríð. Tali- banarnir voru hættulegir, mjög hættulegir. Pabbi fór upp á háaloft en þeir fundu hann þar og drápu hann en okkur tókst að flýja út úr húsinu og komast í burtu. Ég get ekki farið þangað aftur enda eru talibanarnir þar ennþá.“ Þess má geta að Yusuf var hand- tekinn á heimili sínu í desember þegar lögreglan leitaði að Tony Omos, hælisleitanda frá Nígeríu. Yusuf var færður í fangageymslur lögreglunnar þar sem hann mátti dúsa um nóttina að því er virðist að tilefnislausu. Þá sagði ein lögreglu- konan honum að fara heim til sín: „Farðu heim til þín, þú tilheyrir ekki þessum stað.“ Helga Vala hefur kært þessar aðfarir lögreglunnar til ríkis- saksóknara og er málið í rannsókn. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Loksins hæli Yusuf Mahdavi frá Afganistan hefur verið landlaus frá sex ára aldri. Nú sér hann loks fram á breytingar. Mynd Sigtryggur Ari „Þetta er í rauninni í fyrsta skipti síðan hann var sex ára sem hans tilvist er viðurkennd. Þáttaskil Helga Vala Helgadóttir er lögmaður Yusufs. Hún segir niðurstöðuna breyta miklu fyrir skjólstæðing sinn. Mynd Sigtryggur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.