Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 26.–28. júlí 201410 Fréttir REYNDU AÐ DÆMA HANN FYRIR HRYÐJUVERK n Íslensk ættaði hermaðurinn Vincent Crockford var nýlega dæmdur í átta ára fangelsi fyrir brot á vopnalögum V incent Crockford, hálf­ íslenskur hermaður, var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi í Bretlandi. Vincent var dæmdur fyrir að hafa haft í vörslu sinni ólögleg vopn, en í bíl hans fundust ýmis vopn, til dæmis afsagaðar hagla­ byssur, handsprengjur, skotfæri og efni til sprengjugerðar. „Þetta var ógnvekjandi vopnabúr,“ sagði dóm­ arinn í málinu. Faðir Vincents, Torfi Geir­ mundsson hársnyrtir, segir málið vera furðulegt. „Þetta er náttúr­ lega bara fáránlegt, mér finnst þetta mjög skrýtið. Þeir reyndu að fá hann dæmdan eftir upprunalega nafninu hans sem er Bashir Vincent Ali Geirmundsson, en dómarinn leyfði það ekki af því að hann heit­ ir Vincent Crockford. Hann tók upp nafn fósturföður síns. Það átti að reyna að koma einhverjum hryðju­ verkastimpli á þetta,“ segir Torfi, en hann er blóðfaðir Vincents. Handtekinn á lögreglustöðinni Hann segir að Vincent hafi ekki verið dæmdur fyrir hryðjuverk, en þá hefði hann fengið mun harðari dóm. Í stað þess var hann dæmdur fyrir vörslu á vopnum. Torfi segir þó að það hafi ekki verið sannað að hann hafi átt vopnin sem fund­ ust í bílnum. „Það var þessi túlk­ un á vörslu, því að bíllinn var löngu farinn úr hans forsjá. En hann var skráður á hann. Hann fannst á ruslahaugi með skotfærum og haglabyssu. En það voru engin fingraför eða neitt. Dómurinn er byggður eingöngu á því hvort þetta hafi verið í hans vörslu. Og á þess­ um hálfa mánuði voru þeir að rífast um hvað flokkast undir vörslu. Eru hlutir í þinni vörslu ef þú átt bíl ein­ hvers staðar á þínu nafni, þó að þú tilkynnir hann stolinn? Forsaga málsins er sú að Vincent fór í frí til Íslands og skildi bílinn sinn eftir á herstöðinni. Bíll­ inn var talinn yfirgefinn og var því fluttur á ruslahauga. Þetta gerðist í ágúst í fyrra, en það var ekki fyrr en mörgum dögum síðar sem vopnin í skottinu uppgötvast. Vincent kemur svo aftur til Bret­ lands og uppgötvar að bíllinn hans sé horfinn. Hann hélt að hon­ um hefði verið stolið og fór á lög­ reglustöð til að tilkynna stuldinn. Þar var hann hins vegar handtek­ inn á staðnum, grunaður um að ætla að fremja hryðjuverk. „Hann var búinn að vera í sextán daga á ruslahaug einhvers staðar. Allir gátu farið inn í hann og gert hvað sem var því hann var með brotinn glugga,“ segir Torfi. Torfi segir að vörn Vincents hafi snúist um það að það hefði hver sem er getað sett vopnin í bílinn. „Þetta hefði getað verið sett í bíl­ inn á þessum sextán dögum sem hann var ekki á herstöðinni. Þegar bílnum var hent á öskuhaugana var ekkert skoðað í skottið á honum. Þannig að það fannst ekki fyrr en mörgum dögum seinna.“ Ekki hægt að áfrýja dómnum Réttað var yfir Vincent á hæsta dómstigi Bretlands, The Crown, eða dómstóll krúnunnar og því er ekki hægt að áfrýja dómnum. Hann segir dóminn mikið áfall fyrir fjöl­ skylduna, sérstaklega vegna gríðar­ legs máls­ og lögfræðikostnaðar „Það kostaði 20 milljónir að verja hann. Þetta er þannig kerfi, það voru eiginlega þrír lögfræðingar. Af því að það þurfa að vera sér lög­ fræðingar sem reka mál fyrir The Crown.“ Torfi segir þetta hafa tekið mikið á og að ferlið hafi verið erfitt. Hann segir að Vincent hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu. Vincent hélt því fram að vopnunum hefði verið komið fyrir í bifreið sinni af „óvinum í hersveit sinni,“ en hann var sjálfur undirliðþjálfi. „Ef hann hefði viðurkennt eignina á þessu og verið samvinnuþýður hefði hann fengið miklu minni dóm. Hann benti á það dómarinn að að hluta til hefði þetta lögreglumál verið svo lengi í vinnslu því hann neitaði sök allan tímann og sagðist vera saklaus af því að eiga þetta. Og lögreglan túlkaði það þannig hann væri ósamvinnuþýður til þess að upplýsa málið. Ástæðan fyrir því að hann neitaði strax er náttúrlega sú að hann hafði ekki neitt að fela,“ segir Torfi. Leiðbeiningar um sprengjugerð skiptu sköpum Saksóknari byggði ákæruna einnig á gögnum sem fundust þegar tölva og sími Vincents voru skoðuð. Í fréttum um málið kemur fram að í tölvu hans hafi fundist gögn sem talin voru benda til þess að Vincent hygðist fremja hryðjuverk. Í tölvunni fannst eintak af bókinni The Anarchist's Cookbook, hand­ bók frá IRA sem og uppskrift að nítróglyserín­sprengju. Torfi segir þó að þessi gögn sanni ekki neitt. „Hann er náttúr­ lega hermaður og hann er að kynna sér hvernig … ef við snúum þessu yfir á blaðamann, blaðamaður sem væri að skoða upplýsingar um hvernig á að skrifa bók. Ég meina, ef þú ert hermaður og ert að leita að einhverjum upplýsingum á tölv­ unni er ekki þar með sagt …, áttu ekki að kynna þér það sem and­ stæðingarnir geta notað. Hann er atvinnuhermaður sem er búinn að vera að í öll þessi ár. Hann er bú­ inn að vera í níu mánuði allt í allt í Afganistan og auðvitað verða at­ vinnuhermenn að kunna skil á því sem þeir eru að fást við. Reyndar byggðist vörnin á því að það væri ekkert sannað að það hefði verið hann sem var að skoða þetta í tölv­ unni. Þó að einhver hafi notað tölv­ una hans til að skoða svona, þá var engin sönnun fyrir því að það hafi verið hann,“ segir Torfi. Hann segir það hafa komið sér á óvart að kviðdómurinn hafi verið fullviss um að enginn vafi lægi á sekt Vincents. „Dómarinn margundir­ strikaði það við þennan kviðdóm, sem taldi tólf manns, að hann yrði að vera þess fullviss að enginn vafi léki á sönnunargögnum. Og vafinn var bara svo mikill, fannst mér. Það var það sem vörnin byggðist á, það voru svo miklar ágiskanir. Því hann er á Íslandi þegar bíllinn er tekinn og settur á öskuhaugana. Hann var hérna heima á Íslandi í heila viku.“ Einsleitur kviðdómur Torfi segir einnig að kviðdómur­ inn hafi verið einsleitur og telur að það gæti hafa haft áhrif á dóminn. „Vincent er svolítið dökkur yfir­ litum og það var enginn Asíubúi eða svartur eða litaður í þessum kviðdómi. Og þetta var í Chelms­ ford, þar sem er mikið af lágstéttar­ fólki. Og ég setti nú út á þetta við „barristerinn“, en hann sagði að þeir [kviðdómurinn] bæru svo mikla virðingu fyrir hernum að þeir myndu aldrei dæma hann. En virðing fyrir hernum er held ég bara á lágu plani í Bretlandi. Það er auðvitað þetta tilgangslausa stríð í Afganistan og fólk er ekkert hlynnt þessu herbrölti.“ Atvinnuhermaður til margra ára Vincent hefur verið atvinnuher­ maður hjá breska hernum í mörg ár. Hann hefur farið þrisvar sinn­ um til Afganistan og einnig til Írak og Norður­Írlands. Árið 2003 birti Fréttablaðið grein um Vincent, þar sem sagt er frá því að hann verði líklega einn af þeim fyrstu sem „leggja til atlögu gegn Saddam Hussein og hersveitum hans ef og þegar innrásin verður gerð í Írak.“ Torfi sagði þá í viðtali við blaðið að honum litist ekki á. „Þetta leggst illa í mann á mínum aldri sem hef­ ur gengið margar Keflavíkurgöngur gegn her og styrjöldum,“ sagði Torfi í blaðinu. En Vincent fór þó aldrei í þessa ferð, vegna lagabreytinga sem kváðu á um að hermenn þyrftu að vera nítján ára til að mega fara, en Vincent var átján ára þegar inn­ rásin var gerð. Hann var þó sendur til Íraks í þrjá mánuði síðar. 21 árs í Afganistan Þegar hann var 21 árs var hann sendur til að berjast í Afganistan. Þar mátti litlu muna að hann yrði drepinn af talibönum, en hann sagði frá reynslu sinni í tímaritinu Mannlífi í septembermánuði árið 2006. Þar segir hann frá átökum sem hann lenti í þegar hann var á ferð ásamt hersveit sinni í Nowzad­ héraði í Afganistan. Hersveit hans drap 21 talibana í átökunum, en enginn breskur hermaður lét lífið. Vincent varð fyrir skoti í árásinni, en það fór betur en á horfð­ ist. Þegar bréfið birtist í Mann­ lífi var hálfbróðir Vincents, Mikael Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is „Það átti að reyna að koma einhverjum hryðjuverkastimpli á þetta Á vígvellinum Þessi mynd birtist árið 2006 í Mannlífi, þar sem bréf sem Vincent skrifaði um átök í Afganistan birtist. Ungur hermaður Hér er mynd af Vincent sem ungum hermanni, sem birt var í Frétta- blaðinu árið 2003, þegar Vincent átti að taka þátt í innrásinni í Írak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.