Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Page 11
Helgarblað 26.–28. júlí 2014 Fréttir 11 Torfason, aðalritstjóri tímarita hjá Íslendingaútgáfunni, sem gaf blað- ið út þá. Mikael gaf út bókina Sam- úel árið 2002 og var hún tileinkuð Vincent. Blaðamaður náði tali af Mikael og vildi fá viðbrögð hans við dómnum yfir bróður hans. Mikael neitaði að tjá sig um málið við DV og kallaði blaðamann lygara, vegna þess að hann starfaði fyrir blaðið. Drap talibana með sprengjuvörpu í Afganistan En grípum niður í frásögn Vincents í Mannlífi. „Bang! Ég dett aftur fyrir mig í reykjarmekki. Hef ekki hug- mynd um með hverju ég var skot- inn. Reyni að þreifa á mér og leita að blóði eða einhverjum fjandan- um. Það er kviknað í mér. Lee rífur í mig og dregur mig í skjól hjá veggn- um sem er nokkrum metrum frá okkur. „Það er kviknað í mér!“ öskra ég á hann en Lee sleppir mér ekki fyrr en við erum komnir í skjól og þá logar allt byssubeltið mitt sem liggur yfir bringuna á mér. Ég ríf það af mér og velti mér. Það kviknar í handleggjunum á mér líka og Lee horfir bara á mig. Skyndilega birt- ist Berry og er alveg í sjokki. Þeir hafa samt vit á því að snúa sér við um leið og mér tekst að slökkva í mér og byrja að skjóta á Talíban- ana,“ skrifar Vincent í Mannlíf. Það varð honum til happs að bys- sukúlan lenti í skothylki sem hann bar á sér, en ekki honum sjálfum. Seinna í bréfinu segir Vincent frá því þegar hann skýtur með LAW- sprengjuvörpu á óvininn. „Ég skipa honum að bakka og skýt beint á Talíbanana. Það kemur geðveikur hvellur og heilu trén falla og það rýkur úr öllu saman. Það hefur ekki verið mikið eftir af þeim sem stóðu þarna.“ Heimsækir son sinn Aðspurður hvað sé framundan hjá honum og aðstandendum Vincents segir Torfi að það sé bara að takast á við þetta. „Ég fer og heimsæki hann núna um verslunarmannahelgina, ég er búnn að panta tíma í fangels- inu og vil sjá hvernig hann hefur það. Hann er ennþá í Chelmsford og það er ekki vitað hvort hann verði þar áfram,“ segir hann. Torfi segir að af þessum átta ára dómi þurfi Vincent ekki að sitja inni nema um helming hans. Þar sem hann hefur setið inni frá því hann var handtekinn fyrir tæpu ári verður Vincent hugsanlega látinn laus eftir þrjú ár. n REYNDU AÐ DÆMA HANN FYRIR HRYÐJUVERK n Íslensk ættaði hermaðurinn Vincent Crockford var nýlega dæmdur í átta ára fangelsi fyrir brot á vopnalögum Vincent Crockford Vincent var dæmdur fyrir vörslu á ólögleg- um vopnum og fyrir vörslu vopna án leyfis. „Þetta var ógnvekjandi vopnabúr Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.