Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Síða 20
Helgarblað 26.–28. júlí 2014 Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 70 70FR JÁL S T, Ó HÁÐ DAG B L AÐ DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALNÚMER RITSTJÓRN ÁSKRIFTARSÍMI AUGLÝSINGAR Sandkorn 20 Umræða Böðlar Ísraelsríkis S igmundur Davíð Gunn­ laugsson forsætisráðherra á heiður skilinn fyrir skýra af­ stöðu til stríðsbrölts Ísraels­ manna á Gaza. Bréf Sig­ mundar til Benjamíns Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, felur í sér alvarlega viðvörun til Ísraelsmanna um að þjóðin sem studdi sjálfstæði Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum sé nú að fá nóg af ólýsanlegum fanta­ skap og stríðsbrölti sem kemur harðast niður á börnum og öðrum saklausum borgurum. Árum saman hafa Ísraelsmenn haldið Palestínu­ mönnum í herkví. Og undanfarið hafa þeir staðið fyrir blóðbaði þar sem lagt er til atlögu gegn hrjáðri þjóð með ofurefli. Heimsveldið Bandaríkin stendur að baki böðul­ skapnum. Í þeirra skjóli eiga sér nú stað það sem kallað er af mörgum stríðsglæpir. Vissulega á Ísrael sér þann mál­ stað að hryðjuverkasamtökin Hamas hafa haldið uppi stöðugum árásum. Þar er þó engu hægt að jafna saman afleiðingunum. Hundruðum saman hafa Palestínumenn fallið í valinn á meðan mannfall Ísarels er hverf­ andi. Sá stóri er að murka lífið úr þeim smáa. Blóðbaðið er beinlín­ is skelfilegt. Og þeir sem eru ábyrgir fyrir ómennskunni eru þjóð sem sjálf hefur sætt einhverjum grimm­ ustu ofsóknum á síðari tímum. Ekki þarf að rifja upp þær hörmungar sem Gyðingar gengu í gegnum þegar þeir voru hundeltir og myrtir um alla Evrópu. Í því ljósi er óskiljanlegt að þeir skuli sýna af sér þá ómennsku sem nú birtist heimsbyggðinni. Heggur sá er hlífa skyldi. Bréf forsætisráðherra Íslands hefur mikinn slagkraft. Stuðningur Íslendinga við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 skipti gríðarlegu máli. Ís­ lendingar höfðu til þess þrek og dug að standa upp og lýsa stuðn­ ingi við hina hrjáðu þjóð sem varð fyrir útrýmingarherferð Þjóðverja og bandamanna þeirra. Íslendingar tóku svipaðan slag síðar þegar Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra, stóð í stafni ríkis­ stjórnar sinnar og barðist fyrir sjálf­ stæði Eystrasaltsríkjanna gegn ógnarvaldi Sovétríkjanna. Viður­ kennt er að stuðningur Íslands og framganga Jóns Baldvins skipti gríðarlegu máli. Enda er Jón Baldvin virtur og heiðraður af heimamönn­ um fyrir vikið. Krafan um að Ísland slíti stjórn­ málasambandi við Ísrael vegna morðárásanna á Gaza fer vaxandi. Bæði Samfylking og Vinstri græn hafa sagt skýlaust að þetta sé eðli­ legt skref af Íslands hálfu. Bréf Sig­ mundar Davíðs ber með sér að stutt er í að pólitísk samstaða myndist um að grípa til slíkra aðgerða. Og menn skyldu vera þess minnugir að máttur smáþjóðanna getur verið gríðarlegur þegar stjórnvöld hafa til þess djörfung og dug og standa með þeim sem eiga undir högg að sækja. Það er nauðsynlegt að fara gegn þeim föntum sem drepa jöfn­ um höndum börn og hermenn. Þeir sem stjórna því að árásir eru gerðar á saklausa borgara eru sannkallað­ ir böðlar Ísraelsríkis. Bréfið frá Sig­ mundi Davíð felur í sér hárrétt fyrsta skref. Það þarf að tryggja frið á Gaza. Böndum þarf að koma á Hamas svo árásum þeirra linni. En fyrst og fremst þarf að tryggja að stríðsglæpir eigi sér ekki stað. Heimurinn má ekki sitja aðgerðalaus hjá. Íslenska þjóðin á að stíga þau skref sem þarf. Ef Ísraelsmenn halda áfram að drepa fólk í krafti hernaðarlegra yf­ irburða er ekkert annað til ráða en að refsa þeim með þeim ráðum sem Íslendingar hafa yfir að ráða. Þar má hvergi hvika. n Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari When you know it, you know it María Birta Bjarnadóttir giftist Ella Egilssyni á dögunum. – DV Framsókn molnar Framsóknarflokkurinn glímir við atgervisflótta í kjölfar hatursum­ ræðu gagnvart múslimum. Framganga Sveinbjargar Svein- björnsdóttur borgarfulltrúa í kosningabaráttunni í Reykjavík þótti vera með nokkrum endem­ um. Þá var þögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns í málinu æpandi og til vitnis um að hann væri sammála Sveinbjörgu. Á miðstjórnarfundi á dögunum átti formaðurinn fullt í fangi með að bæla niður andstæðinga sína sem vildu ólmir álykta gegn for­ dómum. Afleiðing ólgunnar er að flokkurinn er að molna niður. Skömm Davíðs Vangaveltur eru uppi um það hvenær Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, setjist í helgan stein og njóti himinhárra eftir­ launa sem fylgja langri þing­ setu og ráðherradómi. Fræg eru orðin mistök hans í Reykja­ víkurbréfi, þar sem hann sakaði Tryggva Gunnars- son, umboðs­ mann Alþing­ is, um að senda tölvupóst um allt með eindregn­ um skoðunum um andstæðinga Ice save­samninga og fleira. Í ljós kom að þetta var rangur Tryggvi og Davíð situr eftir með þá skömm að hafa úthúðað um­ boðsmanni að ósekju. Það hefði þurft einstaklega óupplýst frétta­ barn til að gera mistök af þessu tagi. Taugaveiklun innan 365 Smám saman er að koma í ljós hver áform 365 eru með ráðningu Sævars Þráinssonar sem forstjóra. Yfirvofandi sameining við Tal er vísbending um að fyrirtækinu sé ætlað að fara enn meira inn á fjarskiptamarkaðinn. Innan fjöl­ miðlahluta 365 er talsverð tauga­ veiklun og óttast fólk að fram undan séu harka­ legar aðgerðir til að hagræða og gera fyrirtækinu kleift að takast á við breytta tíma þar sem áskriftar­ sjónvarp er á undanhaldi. Ráðning Kristínar Þorsteinsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Baugs, sem útgef­ anda yfir Mikael Torfasyni aðal­ ritstjóra þykir vísbending um að tökin verði hert. Vandi Valdimars Yfirvöld á Vestfjörðum velta nú fyrir sér framhaldinu á máli Valdi- mars Lúðvíks Gíslasonar sem hefur viðurkennt ábyrgð á því að hafa brotið niður hús að næturþeli. Valdimar má búast við ákæru og síðan hörðum viðurlögum vegna húsbrots­ ins. Reiknað er með að hann gæti þurft að greiða meira en 20 milljónir króna í við­ gerðarkostnað. Það er ljóst að Valdimar er í vanda. Þetta var alveg glatað Guðmundur Þórarinsson, dagskrárstjóri ISTV, ræddi um bilun í útsendingu. – DV Fyrir alla þá sem hafa orðið fyrir ofbeldi María Rut Kristinsdóttir ræðir um Druslugönguna. – DV „Máttur smáþjóð- anna getur verið gríðarlegur F yrir margt löngu gerðist það að kría ein sem átti leið yfir heimsins höf, sá klett rísa úr sjó. Hún settist á gróður­ snauðan klettinn og dritaði. Aðrar kríur mættu á staðinn og varð til varpland þarna í klettóttri auðn­ inni. Staðurinn með hinu fyrsta driti varð að útsýnistindi, sem auðveldaði kríunum að fylgjast með óboðnum gestum inn á varp­ landið. Svo gerðist það með tímanum, að fræ fóru um loftin og einhver þeirra enduðu í dritkletti þeim sem kríurnar notuðu sem útsýn­ isstall. Af þessu spratt síðan gróð­ ur sem naut velsældar í nærandi driti kríanna. Aðrar fuglategundir komu á klett þennan og dritþúfan óx og dafnaði. Hún varð að grón­ um hól og síðan að grónu fjalli. Allt í kringum fjallið urðu til aðr­ ar dritþúfur og alltaf fjölgaði fugli sem vildi finna sér hreiðurstað í námunda við dritþúfurnar, þar eð þær þóttu svo fínar til útsýnis. Og þarna á þúfunum sátu fuglar sem drituðu hver í kapp við annan og smátt og smátt hækkaði tindurinn sem þeir sátu á. Þegar menn síðan komu á þennan stað, áttuðu þeir sig brátt á því, að hér myndi vera um lög­ mál að ræða; drit sem fær fræ og fræ sem fá drit, skapa gróðurþekju ef aðstæður eru hinar sæmileg­ ustu. Og hinir vísindalega þenkj­ andi menn; sem fundu upp lög­ málin, komu sér saman um að gefa úrgangi sínum hið myndarlegasta vægi. Þeir fundu sér skjólgóða staði, þar sem þeir gerðu þarfir sínar og treystu svo á virkni lög­ málsins um dritið og fræin. Arður úrgangsins skilaði sér. Mönnum þótti guðdómlegt að dreyma af­ fall sitt og átti slíkur draumur alla jafna að vera fyrirboði auðs. Menn töluðu um – í krafti lögmálsins – að eiga skít nóg af peningum, að eiga mikið undir sér og að ganga í hægðum sínum. Og menn uxu í áliti ef þeir áttu litfagrar dritþúfur. Og svo gerðist það að orð manna öðluðust gildi. Sagt var að afurð­ um sínum væri hver líkastur. Þeir menn sem töldust saurlífisseggir fengu sérstakan stall; efst á drit­ þúfunni og þóttu hin mestu mikil­ menni, einkum ef þeir áttu til nógu sóðalegt orðbragð og ekki þótti lakara að hafa illaþefjandi orðspor. Ísland sjálft er þúfan sem krían dritaði á hér forðum daga. Enn má sjá smærri þúfur sömu tegundar, sumar eru rétt að mótast, aðrar eiga sér sess. Arnarhóll er ágæt drithrúga, en til hliðar við hann er lítil dritþúfa og þar stendur í dag Stjórnarráð þjóðar sem þráir að eiga skít nóg af peningum. n Þótt víða sjáist vanrækt jörð; varla boðleg svínum, þá græðir vel sú góða hjörð sem gekk í hægðum sínum. Hin dásamlega dritþúfa Kristján Hreinsson Skáldið skrifar „ Ísland sjálft er þúfan sem krían dritaði á hér forðum daga. Enn má sjá smærri þúfur sömu tegundar, sumar eru rétt að mótast, aðrar eiga sér sess.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.