Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Blaðsíða 23
Helgarblað 26.–28. júlí 2014 Fólk Viðtal 23
Þetta eru þó ekki einu veikindin
sem hann hefur þurft að glíma við.
Á kvikmyndahátíð í Póllandi fyrir
þremur árum missti hann jafn-
vægisskynið.
Jafnvægisskynið fór
„Ég er alltaf að fá eitthvað furðu-
legt í sambandi við heilann. Ég var
á kvikmyndahátíð í Póllandi líka og
þá missti ég jafnvægið. Það er búið
að rannsaka heilann á mér dálítið
mikið, eða það litla sem eftir er af
honum,“ segir hann. „En þeir fundu
heldur ekkert út úr því. Það voru
helstu taugalæknar Evrópu sem
skoðuðu mig.“
Upphafið að veikindunum var
að hann fór að finna fyrir svima
sem á endanum varð svo mikill að
hann hélt ekki jafnvægi. Eftir sýn-
ingu á mynd hans Börn náttúrunn-
ar var farið með hann á spítala þar
sem hann undirgekkst rannsókn-
ir. „Pólsku læknarnir voru dálítið
„scary“, það var einn þarna sem
sagði strax við mig að ég væri með
heilaæxli, það var svo kannað bet-
ur og reyndist ekki vera,“ segir hann
og hristir höfuðið. „Þarna voru fær-
ustu taugalæknar Evrópu að skoða
mig en það kom ekkert út úr því. Ég
var settur á lyf við jafnvægisleysi og
tók þau í smá tíma og hef ekki fund-
ið fyrir þessu síðan,“ segir hann.
Átti að vera í vélinni
En var hann ekki hræddur um líf
sitt? „Nei, ég er ekki lífhræddur,“
segir hann sannfærandi. „Ef ég hefði
átt að fara þá hefði ég farið í turn-
unum,“ segir hann og á við World
Trade Center-tvíburaturnana. Frið-
rik átti bókað sæti í fyrri vélinni sem
flogið var á turnanna. „Ég breytti
flugáætluninni á síðustu stundu. Ég
átti að fljúga til L.A. á fund snemma
að morgni 11. september, en kvöldið
áður var ég staddur í Toronto og
bókaður í eitthvað norrænt partí um
kvöldið og vissi að ég myndi ekki ná
því að fara skemmta mér ef ég væri
að fara í flug strax um morguninn.
Þannig að ég hringdi í flugfélagið
til þess að athuga hvað það myndi
kosta mig að breyta miðanum. Það
kostaði 150 dollara og það er verð-
miðinn á líf mitt, 150 dollarar,“ seg-
ir hann.
Hugsaði hann lífið öðruvísi eftir
þennan atburð? „Ég hefði nú átt að
gera það en hef ekki gert það,“ segir
hann sposkur og fær sér kaffisopa.
Gott að vera í sveitinni
Friðrik sleit barnsskónum í verka-
mannabústöðunum við Stórholt,
skammt frá Framheimilinu. Þegar
hann var 10 ára flutti fjölskyldan
í Karfavog. „Ég er bæði Holtari og
Vogamaður þó að Einar Már Guð-
mundsson hafi gert okkur að Voga-
mönnum því hann skrifaði svo mik-
ið um það hverfi,“ segir hann og
vísar í bækur Einars.
„Þegar ég var níu ára þá var ég
sendur í sveit til ættingja minna
í Skagafirðinum, það bjargaði lífi
mínu. Foreldrum mínum fannst
svo óhollt að komast ekki úr sollin-
um í Reykjavík yfir sumartímann.
Fyrst var ég mjög óánægður með
að missa af fótboltanum yfir sumar-
tímann, því hann var líf manns en
svo vissi ég ekkert skemmtilegra,“
segir Friðrik.
Kvikmyndaáhuginn kom
snemma
Hann fékk ungur áhuga á kvik-
myndum og það varð áhugamál
sem átti eftir að vinda upp á sig. „Ég
hafði alltaf áhuga á kvikmyndagerð.
Það byrjaði í Menntaskólanum við
Tjörnina. Þá var starfræktur kvik-
myndaklúbbur í MR sem síðar varð
að kvikmyndaklúbbi allra mennta-
skólanna og Verslunarskólans og
ég var þar í stjórn. Ég hafði mjög
fljótt áhuga á listrænum mynd-
um og hafði aldrei neinn áhuga á
Hollywood,“ segir hann en ekki var
um auðugan garð að gresja í þeim
efnum á þessum árum. „Ég þurfti að
vinna að því sjálfur að finna mynd-
ir. Ég pantaði einhverjar hingað
til lands til þess að sýna í klúbbn-
um, svo voru líka mánudagsmynd-
ir í Háskólabíó og svo fór maður
fljótt að fara til útlanda til þess að
sjá myndir. Árið 1978 var ég síðan
starfsmaður kvikmyndahátíðar í
Reykjavík og hef verið viðloðandi
hana allar götur síðan.
Upp úr þessum menntaskólaklúbb
var svo Fjalakötturinn stofnaður
með aðkomu Háskóla Íslands með
Erling Ólafsson í broddi fylkingar.
Þar voru sýndar tvær myndir á viku
og var þetta mjög vel sótt og upp úr
því varð til mikil kvikmyndamenn-
ing hérna. Svo dalaði þetta og við
tóku mögur ár í kvikmyndahúsum
borgarinnar en núna er þetta allt að
lagast með tilkomu Bíó Paradísar og
Græna ljóssins.“
Var brjálaður út í skólann
Á unglingsárum fór hann að gera
myndir og þá með það að marki að
komast inn í kvikmyndaskóla er-
lendis. „Fyrsta opinbera myndin
var sýnd í sjónvarpi 1975 en ég hafði
áður gert 8 mm og 16 mm myndir
sem ég hafði sent í umsókn í skóla
á Ítalíu og þær komu aldrei aftur.
Hvorki þær né umsóknin skiluðu
sér þannig að ítalska póstþjónust-
an tók þarna í taumana,“ segir hann.
„Ég var brjálaður út í skólann á sín-
um tíma og fór aldrei og lærði kvik-
myndagerð formlega,“ segir hann.
Þrátt fyrir að hafa ekki numið
kvikmyndagerð þá hefur hann nú
aldeilis gert myndir líkt og alþjóð
veit. Sextán myndir í það heila;
stuttmyndir, heimildamyndir og
kvikmyndir í fullri lengd auk mynda
sem hann hefur framleitt og einnig
hefur hann tekið að sér að leika í
nokkrum.
Sérfræðingur í einhverfu
Er einhver mynd eftirminnilegri
en önnur? „Ég hef gert margar
sjálfsævisögulegar myndir. Mér þyk-
ir voða vænt að sjá þær kannski líka
vegna þess að þegar ég var yngri þá
hélt ég að ég myndi aldrei eiga pen-
ing til að gera þannig myndir.
Mér þykir mjög vænt um Börn
náttúrunnar út af leikurunum sem
voru öll góðir vinir mínir Sigríður
Hagalín, Gísli Halldórsson, Rúrik
Haraldsson og fleiri meistara. Og
sérstaklega þar sem þau eru far-
in þá er þetta góð minning,“ segir
hann. „Síðan er það Sólskinsdreng-
urinn sem breytti voðalega miklu
fyrir einn dreng, hann Kela, og von-
andi einhverja fleiri,“ segir hann en
í þeirri mynd var fylgst með baráttu
Kela, einhverfs drengs. „Sólskins-
drengurinn settist svolítið að hjá
mér því ég kynntist þar nýjum heimi
og eignaðist mikið af nýjum vinum.
Það voru mjög margir ánægðir með
myndina og hún opnaði umræðuna
um einhverfu að einhverju leyti,“
segir hann.
„Ég er orðinn sérfræðingur í ein-
hverfu og veit meira um hana en
margir sem eru að meðhöndla fólk.
Það er margt að í þessu kerfi. Það er
ekki nógu einstaklingsmiðað,“ segir
hann og augljóst að hann veit mikið
um málefnið. „Það hafa margir leit-
að til mín eftir að ég gerði myndina
og maður sér að það er svo margt
sem þarf að gera betur. Það vantar
oft á tíðum skilning og virðingu fyr-
ir einstaklingum sem eru með öðru-
vísi innréttaðan heila en svokallað
„normalt“ fólk.“
Með mikinn skrímslaáhuga
Núna vinnur hann hins vegar að
tveimur myndum; heimildamynd
um listmálarann Georg Guðna sem
lést langt fyrir aldur fram árið 2009
og svo kvikmyndina Staying Alive
sem fjallar um lesbíur og jarðarfarir.
Auk þess er hann með höfuðið fullt
af hugmyndum að myndum sem
bíða þess að verða að raunveruleika.
„Það eru allavega 10–12 myndir
sem ég á eftir að gera,“ segir hann.
Svo hefur hann líka mikinn áhuga
á skrímslum og gæti vel hugsað sér
að gera mynd um skrímsli. „Með
aldrinum er ég að færast meira inn
á hið dulræna svið í heilanum, þetta
ókannaða,“ segir hann leyndar-
dómsfullur. „Ég hef voða mikinn
áhuga á skrímslum, sæskrímslum.
Það hafa mjög margir á Íslandi séð
skrímsli, örugglega 500 Íslendingar
sem eru lifandi í dag. Það hafa náðst
myndir en þær er glataðar núna. Ég
hef hitt fólk sem hefur séð skrímsli
en ekki tekið mynd. Ég held það
sé bara tímaspursmál hvenær það
næst mynd af skrímsli. Ég held það
verði innan árs miðað við tæknina
sem er í dag, jafnvel bara í sumar.“
Miklir reimleikar
Trúir hann mikið á hið dulræna?
„Draugar hafa verið fylgifyrirbrigði
og tengjast allir gamansögum hjá
mér. Þeir hafa yfirleitt verið mjög
skemmtilegir þeir draugar sem ég
hef kynnst,“ segir hann og segist
hafa séð verur úr öðrum heimi þótt
hann telji sig ekki skyggnan.
„Ég er ekki skyggn og ekkert sér-
staklega næmur heldur. Ég átti einu
sinni hlut í jörð á Snæfellsnesi og í
bæjarhúsinu var mjög reimt. Það
fundu allir fyrir einhverju og ef við-
komandi var næmur þá þurfti hann
bara að fara heim og gat ekki verið
þarna. Þarna var allur andskotinn.
Það birtist alls konar fólk og verur á
öllum aldri. Þetta var rosalegt.“
Hann segist reglulega hafa séð
þar alls kyns verur sem voru ekki af
þessum heimi. Og hann var ekki sá
eini. „Þeir sem trúðu minnst á þetta
og komu þarna urðu allir varir við
eitthvað,“ segir hann.
Þeir sem voru það sem kallast
næmir fyrir þessu gátu ekki verið á
staðnum. „Sumir urðu fyrir ofsókn-
um. Versta ofsóknin var þegar írsk
kona kom með okkur Ara Kristins-
syni upp eftir til þess að skrifa
handrit. Við Ari fórum út á vatn
um kvöldið til þessa að sækja fisk
í soðið. Meðan við vorum í burtu
var sótt svo illa að henni að við
þurftum hreinlega að keyra hana í
bæinn. Hún gat ekki verið þarna,“
segir hann. „Þarna var örugglega
á ferðinni einhver skotta af öðrum
heimi sem er líklega eitthvað af-
brýðisöm. Svo er önnur eldri sem er
voðalega góðleg,“ segir hann bros-
andi. „Það er ýmislegt sem gerðist
þarna sem átti sér engar skýringar.
Ég passaði mig á að vera aldrei einn
þarna, ég var alltaf með óþægilega
tilfinningu“ segir hann.
Afahlutverkið skemmtilegt
Eins og áður sagði varð Friðrik sex-
tugur í byrjun sumars. Hann óttast
ekki Elli kerlingu. „Það er svo margt
gott sem kemur með aldrinum,“
segir hann. „Eins og barnabörnin.
Ég á eitt barnabarn sem er eins og
hálfs árs og svo er annað á leiðinni
í september,“ segir hann og stoltið
leynir sér ekki. Hann segist njóta sín
í þessu nýja hlutverki. „Ég er rosa-
lega góður afi. Þær mægður búa í
kjallaranum hjá mér, sú litla er alltaf
í góðu skapi og maður tímir varla að
fara af bæ,“ segir hann og brosir út
í annað en Friðrik á tvö börn með
fyrrverandi eiginkonu sinni. Son
sem er þrítugur og dóttur sem er 26
ára.
„Þetta líður samt rosalega hratt.
Mér finnst örstutt síðan ég var fer-
tugur.“
Lítið annað að gera en að
fá sér í glas
Hann viðurkennir að þó margt
breytist með árunum þá hafi hann
þó ekki mikið breyst að eigin mati.
„Ég er mikið á ferðinni og fer mikið
á hátíðir erlendis og sýningar. Ég er
búinn að fá fjórar eða fimm viður-
kenningar fyrir ævistarfið því það
halda allir að ég sé svo gamall,“ segir
hann og skellir upp úr.
Hneig niður í Ró„Það er búið
að rann-
saka heilann á
mér dálítið mikið,
eða það litla sem
eftir er af honum.
Tekur aldrinum vel Friðriki finnst ekki erfitt að eldast og segist eiga eftir að gera fjölda
mynda. MYND SIGTRYGGUR ARI
M
Y
N
D
S
IG
TR
Y
G
G
U
R
A
R
I