Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Qupperneq 24
Helgarblað 26.–28. júlí 201424 Fólk Viðtal Reyndar hefur flökkulífið fylgt honum lengi enda snýst líf kvik­ myndagerðarmannsins líka að miklu leyti um að koma myndun­ um á framfæri víða um heim. Frið­ rik sækir margar slíkar samkomur víðs vegar um heiminn. „Flökkulífið er ekki mjög fjölskylduvænt. Þetta er bara eins og að vera sjóari eiginlega. Nema það er kannski meira áfengi því maður er alltaf á kvikmynda­ hátíðum með tilheyrandi partíum og að fljúga einhver langflug. Það er ekkert annað að gera en að fá sér í glas,“ segir hann. Hefur hann átt í erfiðleikum með áfengi? „Mér finnst ekki en mörg­ um finnst það. Ég drekk ekki þegar ég er að undirbúa og skjóta myndir,“ segir hann og viðurkennir fúslega að honum finnist gaman að fá sér í glas. Það sé samt öðruvísi en áður „Það kemur kannski með aldrinum. Mér finnst þetta ekkert hefta mig og skilgreini mig ekki sem alka. Á þess­ um stærri kvikmyndahátíðum þá er maður alltaf í einhverjum kokteil­ boðum og alltaf í kringum vín, alltaf að sulla. En ég hef minnkað þetta, ég fer ekki lengur á barina til dæm­ is.“ Hann segist alveg finna fyrir því þegar hann kemur af slíkum hátíð­ um en þynnkan sé ekki lengi til stað­ ar. „Það er ein fótboltaæfing sem fer í vaskinn, maður svitnar þessu út og það er búið,“ segir hann hlæjandi. Stundum hagsmunaárekstrar Friðrik hefur verið í sambandi með framleiðandanum Önnu Maríu Karlsdóttur í um tuttugu ár. „Við höfum þetta eftir okkar hentisemi, stundum búum við saman og stundum ekki,“ segir hann. Þau deila augljóslega sama áhugamál­ inu, kvikmyndagerð. „Það er bæði gott og vont. Við unnum saman hjá Kvikmyndasamsteypunni, eigum sömu vini í útlöndum en það eru stundum hagsmunaárekstrar. Ég er að framleiða myndir í samkeppni við hana,“ segir hann. „Við erum að keppast um sama fjármagnið og svona,“ segir hann en tekur fram að allt sé þetta á góðum nótum. Erfitt ástand Þrátt fyrir að hafa starfað við kvik­ myndagerð í hátt í fjörtíu ár segist hann ekki hafa efnast vel á því. Verð­ ur maður ríkur á því að vera kvik­ myndagerðarmaður á Íslandi? „Nei, maður verður sí­blankari,“ segir hann. Friðrik var lengi í forsvari fyr­ ir Íslensku kvikmyndasamsteypuna sem varð gjaldþrota árið 2003. „Það var eitt stórt gjaldþrot þegar Íslenska kvikmyndasamsteypan fór en ég hef aldrei orðið persónulega gjaldþrota. Það var kannski óþarfi að fyrirtækið fór, þetta voru skuldir við einn banka, Landsbankann. Byrjaði að vera erfitt í kringum alda­ mótin. Englarnir voru til að mynda gerðir fyrir mjög lítið fé því maður var að nota peningana í annað. Ég væri til dæmis ríkur ef ég hefði bara gert mínar myndir og ekki ver­ ið að framleiða og vasast í að koma nýjum „talentum“ á framfæri. Þær myndir sem ég hef leikstýrt eru einu myndirnar sem skilað hafa hagn­ aði í samsteypunni. Það er erfitt að græða á þessu enda ekki markmið­ ið í sjálfu sér. Ef ég hefði eingöngu tekið ákvarðanir út frá einhverjum hugsanlegum gróða og aldrei tek­ ið áhættu með nýjum listamönnum ætti ég kannski meiri peninga eða eignir, en það var aldrei markmiðið í sjálfu sér,“ segir hann. „Síðan er bara ástandið eins og það er núna algjörlega vonlaust. Eins og Hross í oss, eftir Benedikt Erlingsson, sem ég framleiddi. Það er mynd sem hefur verið verð­ launuð og seld um allan heim. Það er mjög vel heppnuð mynd en enn sem komið er hafa bara 15 þúsund manns á Íslandi keypt sér miða á hana,“ segir hann. „Á heimamarkaði liggja mestu tekjurnar en það er annar ávinningur af dreifingunni erlendis sem skilar sér á svo margan annan hátt en í beinhörðum pen­ ingum í vasa framleiðandans eða annarra aðstandenda verksins,“seg­ ir Friðrik. „En ég trúi ekki öðru en að stjórn­ völd leysi úr þessu og hætti þessum hringlandahætti með Kvikmynda­ sjóð. Þessi túrismi er kvikmynda­ bransanum og annarri menningar­ starfsemi að þakka, allavega á pari við náttúruna. Ef Ísland var óþekkt áður þá er fólk ekki að koma hingað út af eldgosi. Þegar Tom Cruise, Clint Eastwood og Tarantio komu hing­ að … þeir setja ljósmynd á Twitt­ er og sex milljónir sem sjá þetta og margir sem deila. Það er alvöru land­ kynning, hún kemur í gegnum kvik­ myndabransann og þetta útlenda lið kemur ekki hingað nema vegna þess að hér er hægt að ganga að hæfu fólki,“ segir hann og heldur áfram: „Svo virðumst við vera að klúðra því með einhverju bulli. Erum núna að rukka 1.000 dollara fyrir nóttina á einhverju hosteli, það er ekki í lagi.“ Á mikið eftir Á hann sér einhverja draumamynd sem hann langar að gera? „Yfirleitt er það bara næsta mynd. Það er náttúrlega reyndar Óvinafagnaður eftir sögu Einars Kára sem er byggð á Sturlungu. Það yrðu þrjár mynd­ ir, þetta er alveg eins og Guðfaðir­ inn. Kostar formúu að gera svona ef maður vill gera það vel. Svo ætla ég að gera mynd eftir Svartfugli Gunnars Gunnarssonar. Það er dýrt líka og hún yrði tekin á íslensku, Óvinafagnað yrði maður að taka á ensku. Svona mynd­ ir eru dýrar og erfitt að fjármagna þær. Síðan langar mig líka að gera myndina um Bíbí, ég á réttinn að þeirri sögu,“ segir hann og vísar til ævisögu Bíbíar Ólafsdóttur miðils en Vigdís Grímsdóttir gerði sögu hennar skil í bók. „Annars veit ég bara að ég á eftir að gera fullt af myndum, ég á fullt eftir.“ n „Ef ég hefði átt að fara þá hefði ég farið í turnunum M Y N D S IG TR Y G G U R A R I Rokk í Reykjavík, 1982 Heimildamynd um íslensku tónlist- arsenuna á þessum árum. Margt af okkar fremsta tónlistarfólki var að stíga sín fyrstu spor á þessu sviði. Eftir frumsýningu myndarinnar varð sprenging í tónlistarlífi ungs fólk. Ungmenni þustu í hljóðfæraverslanir og keyptu hljóðfæri. Í myndinni má sjá meðal annars Björk Guðmunds- dóttur, Eyþór Arnalds, Bubba Morthens, Einar Örn Benediktsson og fleiri. Skytturnar, 1987 Fjallar um tvo hvalveiði- menn sem lenda í óreiðu í Reykjavík eftir að bann var lagt á hvalveiði. Með aðalhlut- verk fóru þeir Þórarinn Óskar Þórarinsson og Eggert Guðmundsson. Börn náttúrunnar, 1991 Falleg ástarsaga eldra fólks. Æskuvinir hittast á elliheimili og ákveða saman að strjúka á æsku- slóðir. Í aðalhlutverkum voru Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín. Bíódagar, 1994 Myndin gerist árið 1964 og aðalsöguhetjan er Tómas, 10 ára reykvískur strákur með hugmynda- flugið í lagi. Tómas og vinir hans heillast af hetjum og ævintýrum hvíta tjaldsins; kúrekar, hrollvekjur, Jesús Kristur, Adolf Hitler og meira segja íslensk Hollywood-stjarna skilja eftir varanleg merki á sálum ungra manna í mótun. En þegar Tómas er sendur í sveitina til sumardvalar upplifir hann átök milli borgarsamfélags í mótun og kyrrstæðs sveitasam- félags. Í sveitinni kynnist hann tröllum og berserkjum skagfirskra sveitamanna og hrífst af drifkraftinum sem í þjóðsögum býr. Á köldum klaka, 1995 Sagan segir frá Hirata (Masatoshi Nagase), ungum starfsmanni fisksölufyrir- tækis í Tókýó. Hann hefur náð góðum árangri í starfi og er á förum til Hawaii til að slaka á við golfiðkun í sól og hita þegar afi hans boðar hann á sinn fund. Afinn segir að Hirata verði að fara til Íslands til að fremja þar hefðbundna japanska minningar- athöfn við á eina í óbyggðum þar sem foreldrar hans drukknuðu í bílslysi sjö árum áður. Sam- kvæmt gamalli japanskri trú leita sálir hinna látnu að þeim tíma liðnum, aftur til þess staðar þar sem þeir fórust og verði ekki réttir helgisiðir framkvæmdir finna sálirnar aldrei frið. Hirata segist ekki trúa á þessi gömlu hindurvitni en fellst að lokum á að breyta ferðaáætlunum sínum og heldur til Íslands. Þar mæta honum meiri hremmingar og furður en hann gat látið sig dreyma um. Hann verður aldrei samur maður eftir ferðina til Íslands. En kannski fann sál hans frið. Djöflaeyjan, 1996 Djöflaeyjan er byggð á metsölubókum Einars Kárasonar (Þar sem djöfla- eyjan rís og Gulleyjan) og segir frá sorgum og sigrum stórfjöl- skyldu Karólínu spákonu. Amerísk áhrif tröllríða öllu; bílar, áfengi og rock 'n' roll er það eina sem kemst að hjá Badda, augasteini Karólínu spákonu og elsta barnabarni, og félögum hans, meðan Danni bróðir hans fylgist með herlegheitunum úr fjarlægð. Djöflaeyjan, sem gerist á miklum umbrotatímum í íslensku samfélagi, á árunum eftir seinna stríð, er saga um fjölskylduátök, vináttu, lífsbaráttuna, ástina og sorgina. Myndin er fyndin og jafnframt hádramatísk saga fjölskyldu sem reynir að halda velli í hörðum heimi. Í aðalhlutverkum eru Baltasar Kormákur, Gísli Halldórsson, Sigurveig Jónsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðs og Sveinn Geirsson. Englar alheimsins, 2000 Byggð á samnefndri bók Einars Más Guð- mundssonar. Saga Páls sem missir ungur tökin á lífinu þar sem hann berst við geð- sjúkdóm. Í myndinni er lýst af miklu inn- sæi heimi hins geðveika, einsemdinni og útskúfun, átökum hans við sjálfan sig og samfélagið. Ingvar E. Sigurðsson, Baltasar Kormákur, Björn Jörundur Friðbjörnsson og Hilmir Snær Guðnason leika aðalhlutverk. Sólskinsdrengurinn, 2009 Heimildamynd í leikstjórn Friðriks sem fjallar um Mar- gréti sem reynt hefur allt til þess að koma einhverfum syni sínum til hjálpar. Keli er ellefu ára og með hæsta stig einhverfu. Margrét heldur til Bandaríkj- anna með Kela þar sem hún kynnist vísindamönnum á sviði einhverfu og meðferðar við henni. Vegferðin út verður afdrifaríkari en hún gerði ráð fyrir. Mamma Gógó, 2010 Myndin er sjálfsævisöguleg og er að vissu leyti byggð á sögu Frið- riks og móður hans sem hefur verið með Alzheimer-sjúkdóminn í um 20 ár. Með aðalhlutverk fóru Kristbjörg Kjeld, Hilmir Snær Guðnason og Gunnar Eyjólfsson. Eftirminnilegar myndir Friðrik Þórs Friðrik Þór hefur gert fjöldann allan af myndum á sínum ferli: ýmist sem framleiðandi, handritshöfundur eða leikstjóri. Hér eru nokkrar þeirra:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.