Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Síða 32
Helgarblað 26.–28. júlí 201432 Sport Á fyrstu áratugum tuttugustu aldar fylgdu myndir af fótbolta­ mönnum með sígarettupökkum í Englandi. Dixie Dean, mesta hetja Everton fyrr og síðar, auglýsti síga­ rettutegundina Carreras Clubs. Og 1950 birtist andlit Stanley Matthews í sígarettuauglýsingum fyr­ ir tegundina Craven A, en hann var einn besti fótboltamaður Englands fyrr og síðar. Reyndar hægðu reyk­ ingar ekki á þessum stórkostlega leik­ manni því hann spilaði til fimmtugs. Fljótlega eftir miðja öld hurfu slíkar auglýsingar enda rann upp fyrir almenningi að reykingar eru krabbameinsvaldandi og al­ mennt óhollar. Það þótti ekki leng­ ur við hæfi að blanda reykingum og íþróttum saman. Samt komust mörg knattspyrnu­ goð upp með að kveikja sér í. Hér á síðunni eru nokkur dæmi. n Atvinnumennirnir sem reykja eins og strompar n Maradona, Wilshere, Zidane, Cruyff og fleiri stjörnur n Þjálfarinn reykti á hliðarlínunni E nski landsliðsmaðurinn Jack Wilshere, miðjumaður hjá Arsenal, var gómað­ ur með sígarettu á dögun­ um. Ljósmynd sýnir hann reykja í miðri sundlaugarveislu í Las Vegas. Arsène Wenger, stjóri Arsenal, er sagður reiður því hann hefur áður þurft að biðja Wilshere, sem er 22 ára, að reykja ekki. Wilshere sást líka reykja fyrir framan diskó­ tek á síðasta tímabili. Þá gagnrýndi Wenger lærisvein sinn opinberlega, sagði að reykingar og íþróttir færu ekki saman. Jack Wilshere er einn efnileg­ asti fótboltamaður Englands og von­ andi stundar hann ekki stórreykingar á næstunni eða leggur ferilinn í hættu með óholl­ ustu af öðru tagi. Margir reykt Wilshere er að sjálfsögðu ekki fyrsti frægi fót­ boltamaðurinn sem reykir. Fyrir nokkrum áratugum voru reyk­ ingar mun algengari í boltan­ um og sumir af þeim allra bestu keðjureyktu. Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Verum þjóðleg í sumar Helgi Hrafn Guðmundsson helgihrafn@dv.is Hollenski snillingurinn Johan Cruyff, einn allra besti fótboltamaður sögunnar, reykti pakka á dag allan ferilinn. Hann hafði mik­ il áhrif á íþróttina með leikstíl sínum og kænsku með Ajax, Barcelona og hollenska landsliðinu. Eftir að hann lagði skóna á hilluna sneri Cruyff sér að þjálfun og reykti á hliðarlínunni. Þegar hann þjálfaði stórlið Barcelona, fylgdi starfinu svo mikil streita að Cruyff jók reykingar sínar til muna. Árið 1991, þegar hann hafði verið við stjórn­ völinn í þrjú ár, þurfti hann að gangast undir stóra hjartaaðgerð. Hann lagði sígarettur á hilluna og fór að sjúga sleikipinna í staðinn. „Fótboltinn hefur gefið mér allt í þessu lífi; tóbakið var næstum búið að svipta mig því öllu,“ sagði Cruyff síðar. Einn sá besti reykti Brasilíski landsliðsfyrirliðinn Socrates leiddi stór­ kostlegt lið Brassa á HM 1982 á Spáni, en margir telja það með bestu fótboltaliðum sögunnar. Socrates var töframaður sem var frægur fyrir undraverðar sendingar og leikskilning. En hann var líka nokkurs konar svartur sauður í boltanum því hann var víð­ frægur fyrir stórreykingar og mikla áfengisdrykkju. Socrates var mikill hugsuður, skartaði þykku skeggi og sagði að helstu hetjur sínar væru þrjár: Fidel Castro, Che Guevara og John Lennon. Og þrátt fyr­ ir að vera atvinnumaður í fótbolta settist hann á skólabekk samhliða ferlinum og útskrifaðist sem læknir. Hann lagði skóna á hilluna 1989 og sneri sér að læknisstörfum. Hann skrifaði líka greinar í brasil­ ísk blöð um efnahagsmál og pólitík. Socrates lést að­ eins 57 ára að aldri árið 2011. Doktor Sókrates Andlit tóbaks Sígarettuauglýs- ing með hetjunni Stanley Matthews. Frægur strompur Argentínu- maðurinn Diego Maradona reykir stóra vindla. Hann var þó þekkt- astur fyrir neyslu kókaíns sem gerði á endanum út af við stórbrotinn fótboltaferil hans. Svælt í sundi Jack Wilshere reykir í veisluhöldum í sundlaug í Las Vegas í Banda- ríkjunum. Strompur á æfingu Jack Charlton, sem vann HM 1966 með Englandi, reykir á æfingu með Leeds United árið 1970. Reykt á ögurstundu Franski snillingurinn Zinedine Zidane reykti sígarettu í rólegheitum, stuttu áður en franska landsliðið mætti því portúgalska í undanúrslitum HM 2006. Reykti alla tíð Franski lands- liðsmarkvörð- urinn Fabien Barthez, sem lék með Manchester United á sínum tíma, reykti allan ferilinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.