Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Qupperneq 46
2 Tekjublaðið 26. júlí 2014
Topparnir greiða
mun meira en 2012
n Þau greiddu hæstu skattana árið 2013 n Útgerðarmenn fyrirferðamiklir
J
ón Árni Ágústsson er skatta-
kóngur Íslands árði 2013.
Hann greiddi alls tæplega 412
milljónir í skatta á árinu. Jón
Árni átti 13,3% hlut í lyfjafyr-
irtækinu Invent Farma sem hann
seldi árið 2013.
Líkt og undanfarin ár eru það út-
gerðarmenn og tengdir aðilar sem
eru fyrirferðamiklir á listanum yfir
þá sem greiða hæsta skatta. Af þeim
tíu einstaklingum sem greiða hæsta
skatta árið 2013 eru sjö útgerðar-
menn eða aðilar tengdir þeim.
Þá vekur athygli að þeir sem
greiða hæstu skattana fyrir árið 2013
greiða mun hærri upphæðir en árið
2012. Jón Árni greiðir til að mynda
412 milljónir en árið 2012 greiddi
Magnús Kristinsson mest eða 189
milljónir. Þeir tíu aðilar sem greiddu
hæstan skatt árið 2012 greiddu
samtals í kringum einn milljarð
króna. Þeir tíu sem greiddu mestan
skatt árið 2013 greiddu hins vegar í
kringum 2,3 milljarða. Þeir 30 sem
greiddu mestan skatt árið 2013
greiddu samtals 3,8 milljarða og en
2,3 milljarða árið 2012. n
Jón Árni Ágústsson
411.842.058 krónur
1
Jón Árni Ágústsson var í hópi
íslenskra fjárfesta sem keyptu
tvö spænsk lyfjafyrirtæki á Spáni
árið 2005. Fyrirtækin sérhæfðu sig í þróun
og framleiðslu samheitalyfja en það var
íslenska fyrirtækið Invent Farma sem keypti
fyrirtækin. Jón Ágúst Árnason var fyrir þessi
kaup stjórnarmaður í Omega Farma sem
hefði runnið inn í samsteypu samheita-
lyfjafyrirtækisins Actavis. Það var Friðrik
Steinn Kristjánsson lyfjafræðingur sem
leiddi kaupin á spænsku lyfjafyrirtækjunum
en hann var jafnframt stærsti hluthafinn
í Invent Farma. Í september í fyrra greindi
Viðskiptablaðið frá því að flestir hluthafar
í Invent Farma, að undanskildum Friðriki
Steini, hygðust selja hlut sinn. Jón Árni var á
meðal hlutahafa en Viðskiptablaðið greindi
frá því að deilur hefðu verið á milli Friðriks
Steins og flestra annarra hluthafa.
Guðbjörg M.
Matthíasdóttir
389.163.843 krónur
2
Útgerðarkonan úr Vestmanna-
eyjum hefur verið fastagestur á
listanum undanfarin ár. Hún var í
þriðja sæti yfir þá einstaklinga sem greiddu
hæstan skatt árið 2012 og er nú í öðru sæti
fyrir árið 2013. Þá var Guðbjörg skattadrottn-
ing Íslands árið 2009 þegar hún greiddi 343
milljónir. Guðbjörg greiddi árið 2013 rúmlega
tvöfalt meira í skatt en árið 2012, eða 389
milljónir nú en 136 þá. Guðbjörg rekur eina
stærstu útgerð landsins, Ísfélagið í Vest-
mannaeyjum, en útgerðin á mikinn kvóta.
Eignir hennar eru auk þess að miklu leyti í
ríkisskuldabréfum og því ekki hægt að segja
að Guðbjörg sé áhættusækinn fjárfestir. Hún
var nefnd í hópi 100 áhrifamestu kvenna
Íslands árið 2014 í tímariti Frjálsrar verslunar.
Guðbjörg samdi á árinu við slitastjórn Glitnis
um mál er varðaði riftun vegna hlutabréfa-
viðskipta sem hún átti við bankann örfáum
dögum fyrir hrun. Guðbjörg hefur síðustu ár
verið einn helsti hluthafi Árvakurs, útgáfufé-
lags Morgunblaðsins.
Ingibjörg Björnsdóttir
238.833.509 krónur
3
Ingibjörg er ekkja Árna Vilhjálms-
sonar heitins en hann lést vorið
2013. Árni var formaður stjórnar
HB Granda og fyrrverandi prófessor við við-
skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.
Þessi hái skattur sem Ingibjörg greiðir er
vegna sölu hennar á hlutnum í HB Granda
sem hún fékk í arð þegar Árni féll frá.
DV greindi meðal annars frá því að Ingibjörg
og systir Árna, Kristín Vilhjálmsdóttir, hefðu
orðið af allt að fimm milljörðum króna
þegar þær seldu Kristjáni Loftssyni hlutinn.
Kristján og viðskiptafélagar hans greiddu
um 2,6 milljarða króna fyrir 31,44 prósenta
hlut fjölskyldu Árna í HB Granda sem var
skráður í félagi hans Venusi. Í frétt DV um
málið kemur fram að hlutur Ingibjargar í HB
Granda var tvöfalt verðmætari en Kristján
og viðskiptafélagar greiddu fyrir hann en
Kristján átti forkaupsrétt. Hvatinn að við-
skiptunum kom hins vegar frá Ingibjörgu þar
sem hún virðist ekki hafa vilja eiga hlutinn
áfram eftir fráfall eiginmanns síns.
Ingibjörg er einn færasti dansari Íslands
en árið 2012 hlaut hún heiðursverðlaun
Menningarverðlauna DV fyrir framlag sitt
til danslistar. Um framlag hennar var sagt:
„Ingibjörg Björnsdóttir hefur í meira en
hálfa öld verið framfaraafl á sviði listdans,
listdanssmíða, listdanskennslu, dansfræða
og félagsstarfa á sviði listdans og enn þann
dag í dag stígur hún skref sem opna heim
danslistarinnar á einn eða annan hátt.
Hún hefur lengur en nokkur annar unnið að
margvíslegri eflingu listdans á Íslandi.“
Kristín Vilhjálmsdóttir
237.916.060 krónur
4
Kristín er systir Árna Vilhjálms-
sonar heitins fyrrverandi
formanns stjórnar HB Granda.
Árni átti stóran hlut í fyrirtækinu sem
og í fleiri fyrirtækjum í gegnum félag sitt
Venus. Kristín seldi Kristjáni Loftssyni
og viðskiptafélögum hans hlutinn líkt
og Ingibjörg en líkt og lesa má hér að
framan seldu þær hlutinn langt undir
raunverulegu virði. Þær töpuðu allt að
fimm milljörðum á sölunni.
Þorsteinn Már
Baldvinsson
211.152.221 krónur
5
Þorsteinn Már er einn ríkasti maður
Íslands en hann er einn stærsti
eigandinn og forstjóri Samherja.
Fyrirtækið á og rekur umfangsmikla útgerð
og sölufyrirtæki víða um heim. Einungis
um þriðjungur starfsemi fyrirtækisins er
á Íslandi. Þorsteinn greiddi mun meira í
skatt árið 2013 en árið 2012 þegar hann var
í áttunda sæti með um 85 milljónir króna.
Eignarhaldsfélag Þorsteins, Steinn, á
eignir upp á um þrjá milljarða og eru nánast
engar skuldir á móti. Þorsteinn hefur verið
áberandi í umræðunni út af Samherjamál-
inu svokallaða. Þorsteinn sagði í upphafi árs
í samtali við DV að hann hefði réttarstöðu
sakbornings í málinu en það snýst um meint
brot fyrirtækisins á gjaldeyrislagabrotum.
Málið tók nýja stefnu þegar dótturfyrir-
tæki Samherja lagði fram kæru á hendur
Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara.
Ingveldur var kærð fyrir vanrækslu í starfi
vegna úrskurðar um húsleit þegar hún veitti
Seðlabanka Íslands heimild til húsleitar hjá
Samherja í tengslum við rannsókn bankans
á meintum brotum á gjaldeyrislögum.
Helga S.
Guðmundsdóttir
185.711.288 krónur
7
Helga á helmingshlut í
eignarhaldsfélaginu Steini,
sem er einn stærsti hluthafinn
í Samherja. Helga á hlutinn á móti
fyrrverandi eiginmanni sínum, Þorsteini
Má Baldvinssyni.
Ingimundur Sveinsson
172.706.840 krónur
8
Ingimundur er arkitekt og rekur
Teiknistofu Ingimundar Sveins-
sonar á Barónsstíg í Reykjavík.
Guðmundur Kristjánsson
163.095.083 krónur
9
Guðmundur er einn eigenda
útgerðarfélagsins Brims hf. Og er
einnig framkvæmdastjóri þess.
Brim komst í fréttir í byrjun árs þegar það til-
kynnti að öllum 40 skipverjum á frystitogar-
anum Brimnesi RE hefði verið sagt upp.
Í tilkynningu frá félaginu sagði að rekstrar-
grundvöllur frystitogara hefði breyst mikið
á undanförnum árum og að með gríðarlegri
hækkun á veiðigjöldum hafi rekstrargrund-
völlur slíkra skipa brostið að mati félagsins.
Í samtali við DV í febrúar sagði Guðmundur
að veiðigjaldið legðist með mjög ósann-
gjörnum hætti á rekstrareiningar.
Sigurður Örn Eiríksson
103.507.662 krónur
10
Sigurður Örn býr í Garðabæ
og er tannlæknir að mennt.
Hann starfar einnig sem lektor
við tannlæknadeild Háskóla Íslands.
Sigurður er kvæntur Berglindi Björk
Jónsdóttur tónlistarkennara. Faðir
Berglindar er Jón Guðmundsson heitinn,
en hann rak um árabil fiskvinnsluna
Sjólastöðina í Hafnarfirði.
Kolbrún Ingólfsdóttir
98.824.957 krónur
11
Kolbrún er eiginkona Kristjáns
Vilhelmssonar, annars aðal-
eiganda útgerðarfélagsins
Samherja.
Stefán Hrafnkelsson
86.983.556 krónur
12
Stefán Hrafnkelsson, fram-
kvæmdastjóri, stofnandi
og fyrrverandi aðaleigandi
íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins
Betware, seldi sextán prósenta hlut
sinn í fyrirtækinu í nóvember 2013.
Austurríska fyrirtækjasamsteypan
Novomatic keypti fyrirtækið. Stefán
lærði rafmagnsverkfræði og tölvunar-
fræði við Háskóla Íslands á fyrri hluta
níunda áratugar síðustu aldar. Eftir það
lauk hann meistaragráðu í tölvuverk-
fræði við Washington-háskóla í Seattle í
Bandaríkjunum.
Kári Stefánsson
85.578.319 krónur
13
Síðasta ár hefur verið viðburðaríkt
í lífi Kára Stefánssonar, forstjóra Ís-
lenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið
komst í fréttir í vor þegar það hóf lands-
söfnun á lífsýnum landsmanna í tengslum
við rannsókn. Yfir 100.000 manns fengu
boð um þátttöku í samanburðarhópnum.
Þá tilkynnti fyrirtækið í apríl um rannsókn á
erfðafræði listhneigðar og fengu fjölmargir
íslenskir listamenn boð um þátttöku í rann-
sókninni. Kári var einnig heiðraður fyrir störf
sín í þágu Alzheimers-rannsókna, en hann
hlaut nýverið viðurkenningu bandarísku
Alzheimers-samtakanna fyrir grein sem
birtist í vísindatímaritinu Nature árið 2012
Arnór Víkingsson
84.421.624 krónur
14
Arnór er læknir að mennt og
sérhæfir sig í gigtarlækningum.
Arnór starfar á Landspítalanum og
einnig í Svíþjóð.
Chung Tung
Augustine Kong
77.307.871 króna
15
Chung Tung er starfsmaður
Íslenskrar erfðagreiningar. Hann
hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan
1996 og er stjórnandi á tölfræðisviði þess,
en hann er með doktorsgráðu í tölfræði frá
Harvard.
Hákon Guðbjartsson
77.124.324 krónur
16
Hákon Guðbjartsson hefur
starfað sem framkvæmdastjóri
upplýsingatæknisviðs hjá Íslenskri
erfðagreiningu allt frá stofnun fyrirtækisins
árið 1996.
Skúli Mogensen
76.597.722 krónur
17
Skúli hefur verið umsvifamikill í
viðskiptalífinu á Íslandi síðustu ár.
Skúli starfaði lengi fyrir fyrirtækið
OZ en eftir að hann hætti þar seldi hann
farsímafyrirtækinu Nokia hugbúnaðarlausn
og hagnaðist vel á því. Eftir það fjárfesti
hann hér á landi, meðal annars í MP banka
og flugfélagsins WOW air, en hann er for-
stjóri þess. WOW hefur dafnað mikið síðustu
misseri, en félagið hóf til að mynda áætlun-
arflug til Bandaríkjanna í vor. Skúli afsalaði
sér eignum sínum til Landsbanka Íslands
árið 2002. Hann hafði gengið í sérbanka-
þjónustu Landsbankans árið 2000, á meðan
bankinn var í eigu ríkisins, og fékk hann
lán í bankanum upp á 1.100 milljónir króna.
Nærri 500 milljónir króna voru afskrifaðar af
skuldum Skúla árið 2003 og var hann meðal
þeirra viðskiptavina bankans sem mestar
afskriftir fengu á þessum tíma.