Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Side 2
2 Fréttir 21. ágúst 2013 Miðvikudagur Lítil ánægja með veðrið n Íbúar Suðvesturkjördæmis óánægðastir en íbúar Norðausturkjördæmis ánægðastir V eðrið á suðvesturhorninu hef- ur verið mikið til umræðu í sumar og vilja margir meina að blíðviðrisdagarnir hafi verið helst til of fáir. Sú er að minnsta kosti raunin ef marka má könnun MMR á ánægju fólks með veðrið það sem af er sumri. Mikill munur var á afstöðu fólks eftir landshlutum og eðli máls- ins samkvæmt voru flestir þeirra sem voru ánægðir með sumarið búsettir í Norðvesturkjördæmi. Óánægð- astir voru íbúar Suðvesturkjördæmis. Könnun MMR fór fram á tímabilinu 9. til 14. ágúst síðastliðinn. Af þeim sem tóku afstöðu sögð- ust 86,6 prósent þeirra sem bú- sett voru í Norðausturkjördæmi að þau væru ánægð með veðrið í sum- ar, samanborið við 57 prósent íbúa Norðvesturkjördæmis, 38,3 prósent íbúa Suðurkjördæmis, 38,2 prósent í Reykjavíkurkjördæmunum og 28,4 prósent íbúa Suðvesturkjördæm- is. Á heildina litið sögðust 44,9 pró- sent vera frekar eða mjög ánægð með veðrið á Íslandi í sumar samanborið við 96,3 prósent í fyrra. Þá sögðust 86,8 prósent vera ánægð með sumar- fríið sitt nú borið saman við 92,9 pró- sent í september 2012. Íslendingar virðast enn sem fyrr al- mennt ánægðir með vinnuna sína og nágranna. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 90,6 prósent ánægð með ná- granna sína, borið saman við 91,7 pró- sent í september 2012 og 89,5 prósent sögðust ánægð með vinnuna sína, borið saman við 90,3 prósent í sept- ember 2012. Breytingarnar, frá fyrri könnunum MMR í september 2012, eru því ekki miklar. n einar@dv.is B elgíski bankinn Fortis hótaði að kyrrsetja skip Samskipa ef Ólafur Ólafsson fengi ekki að eiga fyrirtækið áfram árið 2009. Fortis var stærsti kröf- uhafi Samskipa og var í lykilstöðu í samningaferlinu um fjárhagslega endurskipulagningu skipafélags Ólafs Ólafssonar en annar kröfuhafi Sam- skipa var Arion banki. Arion banki vildi hins vegar helst ekki að Ólafur ætti Samskip áfram en þurfti á endan- um að verða við kröfum Fortis-bank- ans eftir að hafa verið stillt upp við vegg með áðurnefndum hætti. Þetta kemur fram í nýrri bók, Ísland ehf., eft- ir Magnús Halldórsson og Þórð Snæ Júlíusson sem kom út á þriðjudaginn. Í bókinni er fjallað um eftirhrunið svo- kallaða: Endurskipulagningu íslensks viðskiptalífs eftir hrunið 2008. Finnur Sveinbjörnsson var bankastjóri Arion banka á þessum tíma og segist hann kannast við þessa frásögn, sem raunar hafi komið fram áður að hluta. Ekki hefur hins vegar komið fram að Fortis hafi gengið svo langt að ætla að kyrrsetja skip Sam- skipa ef Ólafur fengi ekki að halda fyrir tækinu. Sú hótun mun hafa ráð- ið úrslitum í endurskipulagningarferl- inu: „Ég talaði alfarið fyrir bankann á þessum tíma og greindi frá því að Arion banki hefði verið í þessari stöðu: Að Fortis hefði stutt Ólaf og vilj- að vinna með honum áfram. Ég sagði að Arion banki hefði verið kominn í mjög erfiða stöðu og að bankinn hefði fórnað meiri hagsmunum fyrir minni ef ákveðið hefði verið að láta sverfa til stáls; það er að segja ef Arion banki hefði ákveðið að vinna ekki með Fort- is-bankanum með þeim hætti sem bankinn vildi.“ „Beita sér af hörku“ Í bókinni segir að vinna við endur- skipulagningu Samskipa hafi byrjað í upphafi árs 2009 og að Fortis hafi ver- ið í lykilstöðu í því ferli þar sem veð- staða fyrirtækisins hafi verið sterk. Svo segir um Fortis: „Hann hafði sterka veðstöðu þegar kom að rekstri Sam- skipa og starfsmenn bankans vildu auk þess vinna áfram með Ólafi Ólafs- syni. Þegar kröfuhafar sem komu að endurskipulagningu félagsins ræddu möguleikana sem í boði voru var áhersla lögð á það að Ólafur réði áfram för. Sú krafa kom frá starfsmönnum Fortis bankans. Fulltrúar Arion banka, sem einnig var stór lánveitandi Sam- skipa og hafði mikilla hagsmuna að gæta gagnvart Kjalari, lögðu fyrst og fremst áherslu á að vernda hagsmuni bankans vegna lána til Samskipa.“ Arion mun svo hafa reynt að beita sér gegn því að Ólafur ætti Samskip áfram og myndaðist þá spenna á milli vilja Fortis og íslenska bankans sem ekki var auðvelt að vinna úr þar sem aðilar voru á öndverðum meiði. Þá greip Fortis til þess ráðs að hóta því að kyrrsetja skip Samskipa í erlendum höfnum. Þessu er lýst svona í bók- inni: „Arion banki, undir stjórn Finns Sveinbjörnssonar, kom þeim skila- boðum skýrt á framfæri við starfs- menn Fortis að bankinn vildi ekki að Ólafur yrði áfram eigandi Sam- skipa. Starfsmenn Fortis sögðu á móti að það gengi ekki og að þeir vildu að Ólafur yrði áfram eigandi félagsins. Ef Arion banki myndi beita sér af hörku fyrir því að Ólafur yrði ekki áfram eig- andi þess, þá yrðu skip félagsins í er- lendum höfnum einfaldlega stöðvuð. Augljóst var að slíkt gæti ógnað rekstr- argrundvelli Samskipa og þannig kné- sett fyrirtækið, með tilheyrandi tjóni fyrir Arion banka og aðra kröfuhafa. Af þessum ástæðum var ákveðið að verða við kröfum Fortis sem féllu eins og flís við rass að hagsmunum Ólafs.“ Ólafur hélt Samskipum Miðað við þessa frásögn var Fortis reiðubúinn að tefla fjárhagslegum hagsmunum sínum í Samskipum í tvísýnu fyrir Ólaf Ólafsson því fastlega má reikna meða að skipafélagið hefði beðið fjárhagslegan skaða af slíkri að- gerð. Með þessum hætti, að tryggja sér stuðning mikilvægasta kröfuhafa Samskipa, náði Ólafur að halda fyrir- tækinu sem hann er oftast kenndur við. Ekki er hins vegar greint frá því í bókinni af hverju Fortis var reiðubú- inn að ganga svo langt í samningavið- ræðum við Arion fyrir hönd Ólafs en ljóst er að samskipti hans og belgíska bankans hljóta að vera afar góð fyrst bankinn var reiðubúinn að setja öðr- um banka afarkosti fyrir Ólaf. Ólafur átti síðar eftir að missa verð- mætar eignir eins og þriðjungshlut í útgerðarfyrirtækinu HB Granda yfir til Arion banka auk þess sem hann greiddi hluta af skuldum eignarhalds- félags síns, Kjalars, við bankann. Stór hluti krafna Arion banka á hendur fé- lagi Ólafs var hins vegar afskrifaður en ágreiningur var uppi á milli hans og bankans um uppgjör á gjaldmiðla- skiptasamningum. Ólafur hefur misst stærstan hluta af þeim fyrirtækjaeign- um sem hann átti fyrir hrun – Kaup- þingshlutinn, HB Granda, Icelandic Seafood – en heldur Samskipum enn- þá fyrir tilstuðlan Fortis-banka. n Hótaði að kyrrsetja Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Belgíski bankinn Fortis setti Arion banka í erfiða stöðu skip ólafs „Skip félagsins í erlendum höfnum einfaldlega stöðvuð. Blautt Rigning hefur sett strik í reikninginn hjá íbúum á Suður- og Suðausturlandi á meðan sólin hefur verið völd á Norður- og Austurlandi. Slæmar afleiðingar Kyrrsetning skip- anna hefði getað haft afar slæmar afleiðingar fyrir Samskip og þar með einnig Arion banka sem var einn af kröfuhöf- um félagsins. Hótun um kyrrsetningu Fortis hótaði að kyrrsetja skip Samskipa ef Ólafur Ólafsson fengi ekki að halda fyrirtækinu. MyNd Sigtryggur Ari Stuðningur dalar Stuðningur við ríkisstjórnina, stjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks, mælist nú 49,3 prósent samkvæmt niðurstöð- um könnunar sem MMR fram- kvæmdi dagana 9. til 14. ágúst síðastliðinn. 54 prósent studdu ríkisstjórnina þegar síðasta könnun fór fram í júlí. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar bæta Vinstri græn lítillega við sig fylgi. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 27,9 prósent samanborið við 29,7 pró- sent í síðustu mælingu. Fram- sóknarflokkurinn mælist nú með 18,1 prósents fylgi en mældist með 16,7 prósenta fylgi síðast. Björt framtíð mælist nú með 11,7 prósenta fylgi borið saman við 12,3 prósenta fylgi í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mælist nú með 7,1 prósents fylgi, borið saman við 8,4 prósent í síð- ustu mælingu. Lemstraður á ótryggðum bíl Drengur slasaðist á Kísilvegi í Þingeyjarsýslu í síðustu viku þegar bíll, sem hann var farþegi í, valt. Foreldrar hans, erlendir ferða- menn, leigðu bílinn sem bíla- leigubíl í gegnum bílaleigumiðlun á netinu. RÚV greinir frá. Bíllinn var leigður á síðunni Carrenters. is, en leigumiðlunin hefur ekki starfsleyfi. Þó svo að bílinn væri tryggður, var hann ekki tryggður sem bílaleigubíll og þar með ekki með gilda tryggingu fyrir slíku óhappi. Samgöngustofa gefur út starfsleyfi og ekkert fyrirtæki með heitinu Carrenters.is hefur slíkt starfsleyfi og því virðist sem starfsemin sé ekki heimil að sögn RÚV. Bíllinn var skoðaður eftir óhappið og er ökuhæfur. Í óhapp- inu viðbeinsbrotnaði drengurinn og lemstraðist. „Við höfum upp- lýsingar um marga bíla þar sem ferðafólk hefur verið að lenda í meiri og minni vandræðum vegna lélegs ástands á bílum sem það hefur verið að taka á leigu. Fólk hefur lent í mjög miklum vand- ræðum út af því,“ segir Sigurður Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Húsavík. Of mörg mál Fjöldi mála er alltof mikill hjá Hæstarétti segir Jón Steinar Gunnlaugsson, en í viðtali í morgunþættinum Bítinu sagði hann að hver dómari færi með allt að 300 mál. Jón telur að dómarar hafi ekki tækifæri til þess að kynna sér hvert mál vegna þessa. Jóni Steinari tald- ist til að árið 2010 þegar hann var enn dómari við Hæstarétt hafi hann verið með yfir 330 mál á sinni könnu, en bendir á að starfsdagar dómsins séu aðeins um 200 á ári. Hann hefur lengi lagt til að sett verði af stað milli- dómstig og telur að þannig geti Ísland haldið uppi raunveruleg- um Hæstarétti þar sem menn dæma um 60 til 80 mál á ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.