Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Page 26
Dularfullt
dauðsfall
Ekki hefur enn verið gefin út nokkur
dánarorsök leikkonunnar Lisu Robin
Kelly og hennar er ekki að vænta fyrr
en eftir nokkra mánuði þrátt fyrir að
krufningin hafi farið fram. Frá þessu
greinir fréttastöðin CNN.
Gera þarf flókna eiturefnagreiningu
vegna dauðsfallsins og tekur allt að 10
vikur að greina niðurstöðurnar.
Lisa Robin lék eitt aðalhlutverka í
þáttunum That 70´s Show. Hún lést í
svefni á meðferðarheimili í Kaliforníu,
43 ára að aldri.
K
vikmyndaheimurinn
blómstrar utan Hollywood.
DV tók saman áhugaverð-
ustu og söluhæstu kvik-
myndir utan Hollywood.
Indland: Chennai Express
Spennu- og ástamynd með gamaní-
vafi að hætti Bollywood með einni
helstu stjörnu bransans, Shah Rukh
Chan, sem rakaði inn 18 milljónum
dollara í frumsýningarvikunni.
Suður-Kórea: Cold Eyes
Þessi áhugaverði spennutryllir hal-
aði inn 5 milljónir eftir mánuð í sýn-
ingu og náði því inn meiri tekjum en
World War Z og The Lone Ranger.
Myndin er endurgerð Hong
Kong-myndar frá árinu 2007, Eye
in the Sky, en það viðist engu máli
skipta hvað vinsældirnar varðar.
Argentina: Foosball
Stærsta teiknimynd sögunnar í Suð-
ur-Ameríku hefur náð mikilli hylli og
aðsókn í Buenos Aires og fleiri borg-
um Argentínu. Í landinu öllu hafa
verið seldir miðar fyrir 11 milljónir
dollara.
Rússland: Legend No. 17
Í Legend No. 17 segir leikstjórinn
Nikolay Lebedev sögu íshokkíleik-
mannsins Valery Kharmalov. Sagan
er átakanleg og spennandi og Rússar
hafa streymt í bíó og keypt miða fyrir
30 milljónir dollara síðan myndin var
frumsýnd í apríl í vor. Aðeins þremur
Hollywood-myndum hefur vegnað
betur í landinu á árinu, Iron Man (44
milljónir dollara), Fast and Furious 6
(34 milljónir dollara) og Life of Pi (30
milljónir dollara).
Mexíkó: Nosotros Los Nobles
Nýstirnið Gary Gaz Alazraki leik-
stýrir þessari gamanmynd sem hef-
ur snúið öllu á hvolf í heimalandi
hans Mexíkó. Hún hefur rakað inn 26
milljónum dollara eftir 15 vikur í sýn-
ingu og sló í raun öll fyrri aðsóknar-
met þar í landi.
Japan: The Wind Rises
Hayao Miyazaki hefur gert há-
dramatíska teiknimynd sem byggð
er á lífi mannsins sem hannaði hinar
frægu Zero-stríðsflugvélar sem not-
aðar voru í seinni heimsstyrjöldinni.
Leikstjórinn hefur legið undir ámæli
frá þjóðernissinnum í Japan vegna
myndarinnar en aðrir landsmenn
taka henni fagnandi. Myndin hal-
aði inn 9,6 milljónir dollara á tveim-
ur dögum og felldi teiknimynd frá
Hollywood í allt öðrum flokki af stalli
sínum, Monsters University. Eft-
ir tvær vikur í sýningu eru tekjurn-
ar himinháar, 58 milljónir dollara og
aðsóknin er enn mikil.
Kína: Tiny Times
Sú allra söluhæsta um þessar mund-
ir utan Hollywood er myndin Tiny
Times í leikstjórn Guo Jingming.
Þroskasaga fjögurra ungra stúlkna
sem hefur komið Kínverjum ræki-
lega á óvart. Kínverjar ættu að veðja
oftar á konur því í kassanum eru 79
milljónir dollara og myndin hefur
verið í sýningu í aðeins um 8 vikur.
26 Fólk 21. ágúst 2013 Miðvikudagur
„Farið og takið myndir í Egyptalandi“
B
reski leikarinn Benedict
Cumberbatch var með skýr
skilaboð til ljósmyndara
sem sátu fyrir honum fyrir
utan tökustað Sherlock-sjón-
varpsþátta BBC.
„Farið og takið myndir í
Egyptalandi og sýnið heiminum
eitthvað sem er mikilvægt,“ stóð
á blaði sem hann hélt fyrir andliti
sér þegar hann steig út úr hjólhýs-
inu þar sem hann hafði aðstöðu.
Leikarinn Benedict Cumber-
batch er hvað þekktastur fyrir að
leika einkaspæjarann Sherlock
Holmes. Hann er rísandi stjarna
í heimalandi sínu og vakti strax
mikla athygli í hlutverki Steph-
en Hawking í sjónvarpsmynd
BBC árið 2004. Ferill hans hefur
verið blómlegur síðan. Hann lék
í kvikmyndinni Atonement 2007
og Tinker Tailor Soldier Spy árið
2011. Síðast vakti hann athygli í
hlutverki Khan Noonien Singh í
myndinni Star Trek: Into Dark-
ness sem frumsýnd var síðasta
vor.
Næst mega aðdáendur eiga
von á honum í hlutverki Julians
Assange í myndinni The Fifth
Estate. n
Söluhæstu myndir
utan Hollywood
n Tiny Times frá Kína söluhæst n Mikil gróska í kvikmyndagerð
n Benedict sendi ljósmyndurum tóninn
Skýr skilaboð Benedict er
greinilega illa við dægurþrasið
og vill að kastljósi fjölmiðla verði
beint að þarfari málefnum.
Chennai Express Bollywood-hittari
eins og þeir gerast bestir.
Cold Eyes Endurgerð Hong Kong-tryll-
isins Eye in the Sky hefur vakið lukku.
Foosball Stærsta
teiknimynd S-Ameríku
er vinsæl í Argentínu.
Legend No. 17 Rússar hrífast af mynd
um íshokkístjörnuna Valery Kharmalov.
Nosotros Los Nobles Það er vert að
fylgjast með leikstjóranum Gary Gaz frá
Mexíkó.
The Wind Rises Hayao Miyazaki gerði
mynd byggða á lífi manns sem hannað
Zero-stríðsflugvélar. Myndin er umdeild
en vinsæl.
Tiny Times Þroskasaga
fjögurra kvenna hefur slegið
rækilega í gegn í Kína.
Frægir
heilsugúrúar
1 Jane Fonda Margir Íslendingar lágu á stofugólfinu í skrautlegum
og þröngum leikfimifatnaði og glenntu
út fætur í undarlegustu stellingum eftir
leiðbeiningum Jane Fonda. Sú hin sama
hafði mikil áhrif á líkamsræktarbransann í
heiminum og skipar því efsta sæti listans.
2 David Lynch David hefur ferðast heimshornanna á milli og
þar á meðal til Íslands og
leiðbeint fólki í að bæta
líf sitt og annarra með
hugleiðslu. David trúir
því að lítill hópur fólks
sem stundar hugleiðslu
geti gert heiminn að
betri stað.
3 Suzanne Somers Sjónvarps-leikkonan úr Three ś Company er
einnig höfundur fjögurra
matreiðslubóka og um-
deildur höfundur bóka
um krabbamein og
öldrun. Mest þekkt er
hún fyrir að mæla með
hinu skondna líkams-
ræktartæki Thighmaster.
4 Gwyneth Paltrow Leikkonan hávaxna sló í gegn með matreiðslu-
bók sinni, My Fathers
Daughter, og síðan
þá hefur hún verið
óþreytandi í hlutverki
heilsugúrús og miðlar
boðskapnum á vefsíðu
sinni, GOOP, og í nýrri bók
sinni, It‘s All Good.
5 Miranda Kerr Ofurfyrirsætan Miranda Kerr stýrir nú nýjum þáttum
á Net-A-Porter þar sem hún deilir með að-
dáendum heilsuráðum og
gefur ráð um næringu.
Hún lofar mátt chia-
fræja, maca-dufts og
gefur uppskriftir að
uppáhaldsnæringar-
drykkjum sínum.
topp 5