Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Page 3
Fréttir 3Miðvikudagur 28. ágúst 2013 Flugvélin var í góðu standi n Innri rannsókn sýnir að allt var eins og best var á kosið þegar flugvél fórst á Akureyri Þ egar TF- ‐MYX fórst var viðhald vélarinnar sam- kvæmt áætlun og engin viðhaldsverk eða tækni- leg atriði útistandandi,“ segir í til- kynningu sem Mýflug sendi frá sér á þriðjudag. Þar kemur fram að áhöfn flugvélarinnar sem fórst á Akureyri þann 5. ágúst síðastliðinn var rétt þjálfuð og hæf til flugsins, flugvakt hafði verið stutt og nægur tími gefist til hvíldar fyrir áhöfnina. Þrír voru um borð í vélinni og létust tveir þegar hún brotlenti. Í tilkynningunni sem Mýflug sendi frá sér kemur fram að veður- aðstæður hafi verið hagstæðar og nægt eldsneyti hafði verið tekið til flugsins. Um er að ræða niðurstöðu frumrannsóknar flugfélagsins, en Mýflug tekur þó fram að aðrir séu hæfari en þeir til þess að fara með rannsókn flugslyssins, samanber rannsóknarnefnd flugslysa. Þetta er engu og síður niðurstaða innri rannsóknar, en af þessu er ekki hægt að álykta um orsakir slyssins. „Réttar niðurstöður fást trúlega ekki fyrr en Rannsóknarnefnd sam- gönguslysa skilar endanlegri niður- stöðu rannsóknar sinnar. Mýflug aðstoðar Rannsóknarnefndina eftir því sem hún telur að það geti orðið að gagni,“ segir Mýflug. Í síðustu viku undirritaði Mýflug samning um kaup á King Air B200- flugvél sem ætlað er að leysa vél- ina sem fórst, TF-MYX, af hólmi. Nýja flugvélin er smíðuð árið 1999 og segir Mýflug hana vera búna bestu tækjum sem völ er á. Eftir er að ljúka fjármögnun hennar, koma vélinni til landsins og inn- rétta hana til sjúkraflugs sem og skrá hana á flugrekstrarleyfi félags- ins. Segir Mýflug að það geti tekið tíma en vonandi komist hún í notk- un sem fyrst. n steinn Gunnarsson, varaformaður hennar. Aðspurður hvernig störf- um nefndarinnar hafi verið háttað eftir að ný ríkisstjórn tók við segir hann að nefndin hafi nær ekk- ert aðhafst. „Við fengum fljótlega skilaboð um að gera ætti algjört hlé á störfum samninganefndar- innar.“ Hann bendir á að fyrri ríkis stjórn hafi þegar verið búin að hægja á viðræðunum svo lítið hafi í raun breyst. Nýrri ríkisstjórn fylgdi fyrst og fremst sú breytingin að tæknileg vinna ýmissa sér- fræðinga er varðaði aðildarvið- ræðurnar var stöðvuð. Kostnaður ríkisins vegna að- ildarviðræðna við Evrópusam- bandið nemur hingað til um það bil 900 milljónum íslenskra króna. Af 16 samningaköflum hefur 11 verið lokað, en ekki hef- ur fengist niðurstaða í þeim köfl- um sem snúa að sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Verði fram- hald aðildarviðræðna borið und- ir þjóðina og ákveðið að halda þeim áfram má ætla að veruleg- ur aukakostnaður fylgi því hléi sem nú hefur verið gert. Að sögn þeirra sem DV ræddi við er líklegt að semja þyrfti um vissa kafla að nýju og jafnvel skipa nýja samn- inganefnd sem þyrfti tíma til að kynna sér málin. Árni Páll Árnason, formað- ur Samfylkingarinnar, sendi Gunnari Braga opið bréf á dögun- um og krafði hann svara um stöðu Íslands gagnvart Evrópusam- bandinu. Samkvæmt svari sem Árna Páli barst síðastliðinn föstu- dag hefur aðildarumsóknin ekki verið afturkölluð og telst Ísland enn umsóknarríki. Bendir Árni Páll á að þetta gangi í berhögg við nýleg ummæli utanríkisráð- herra um að Evrópusambandið líti ekki lengur á Ísland sem ríki í umsóknarferli. n Helga Vala gagnrýnir ráðherra Röng túlkun lögfræðiálits? Í lok síðustu viku lagði utanríkisráð- herra fram lögfræðilega álitsgerð fyrir utanríkismálanefnd vegna ákvörðunarinnar um hlé á aðildar- viðræðunum. Í álitinu er fjallað um lagalega þýðingu þingsályktana og er niðurstaða þess sú að þingsálykt- anir sem ekki byggjast á sérstakri heimild í lögum eða stjórnarskrá bindi stjórnvöld ekki umfram það sem af þingræðisvenjunni leiðir. DV ræddi við Helgu Völu Helgadóttur, héraðsdómslögmann, um málið. Henni finnst mikilvægt að athyglinni sé beint að þeirri spurningu sem lögð var fram í álitsgerðinni, en hlutverk lögfræðinganna var að útskýra „lagalega þýðingu þingsályktana í þeim skilningi hvort þær geti haft bindandi áhrif á stjórnvöld umfram það sem leiðir af þingræðisvenjunni“. Þetta kemur fram í upphafi álitsins. „Mikilvægt er að hafa í huga að verið er að leita svara við því hvort ályktanir séu bindandi fyrir stjórnvöld umfram það sem venja er vegna þingræðisreglunnar. Af málflutningi ráðherra undanfarna daga að dæma virðist hann ekki hafa fullan skilning á þessu,“ segir Helga Vala og bætir við: „Ef hann hefur á þessu skilning þá spyr maður sig hvort hann sé viljandi að reyna að greina rangt frá því sem fram kemur í ályktuninni. Þegar stjórnvöld hafa farið af stað með það sem ályktunin sagði til um get ég ekki séð að það gangi upp, í þingræðisríki þar sem Alþingi er skipað ákveðið vald, að stjórnvöld ákveði einhliða og án aðkomu þings að hætta við það sem hafið er.“ „Þetta er bara Ísland“ S taðan er sú að það er verið að flýta göngum á öllu svæð- inu,“ segir Hallfríður Ósk Ólafs dóttir, bóndi í Víðidals- tungu í Víðidal og formaður félags sauðfjárbænda í Vestur-Húna- vatnssýslu. Um helgina spáir óveðri um norðanvert landið, eða eins og segir á vef Veðurstofu Íslands: „Um er að ræða óveðurslægð sem spáð er að dýpki mjög hratt.“ Þar segir einnig „óvissa í braut lægðarinnar veldur óvissu“ um það hvaða landshluti verði verst úti. „Ennþá er full ástæða fyrir íbúa á N-verðu landinu að vera við öllu búnir.“ Gert er ráð fyrir norðan- og norð- vestanátt á laugardag; 15 til 23 metr- um á sekúndu og talsverðri eða mik- illi rigningu norðan til á landinu. Snjór getur fallið í meira en 200 til 300 metra hæð yfir sjó. Spáin minnir óneitanlega á aftakaveðrið í fyrra sem leiddi til þess að fé á Norðausturlandi fennti í kaf. Talið er að um þrjú þús- und kindur hafi drepist. Veðrið sem spáð er nú virðist ætla að ganga yfir á tiltölulega skömmum tíma. Hallfríður segir að það leggist aldrei vel í bændur að fá hret á þess- um tíma ársins. Við því hafi verið brugðist með því að skipuleggja göngur fyrr en ætlað var. „Við leggj- um í hann í Víðidalnum í dag [þriðju- dag, innsk. blm.],“ segir hún í samtali við DV. Hún segir að samkvæmt því sem hún hafi heyrt hafi gengið vel að manna göngur en að í sumum tilvik- um eigi að reyna að smala á skemmri tíma en venjulega. Hún bendir fólki, sem vill leggja bændum lið núna í vik- unni, að gefa sig fram við sveitarstjóra á viðkomandi svæðum. Hún viti til þess að kallað hafi verið eftir aðstoð í Austur-Húnavatnssýslu. Úlfaldi úr mýflugu Guðbrandur Björnsson er bóndi að Smáhömrum í Steingrímsfirði, sunn- an Hólmavíkur. Hann er formaður fé- lags sauðfjárbænda í Strandasýslu. Guðbrandur er þeirrar skoðunar að of mikið hafi verið gert úr veðrinu, í það minnsta miðað við nýjustu veðurspá. „Ég lít svo á að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Þetta er ekki sambærileg spá og í fyrra,“ segir hann. Vissulega verði veðrið vont en að fljótt muni draga úr óveðrinu – ef fer sem horfir. „Mér finnst ábyrgðarhluti hjá veður- fræðingunum að líkja þessu við veðr- ið í fyrra. Það veður sló í vikutíma, eða fast að því.“ Hann segir að útlit sé fyrir hærra hitastig en í fyrra og þar af leið- andi minni snjó. Guðbrandur segir að þar í sveit bíði menn rólegir þar til nær dregur. Bændur á svæðinu þurfi ekki nema einn dag eða góðan dagpart til að sækja megnið af sínu fé. Þeir bændur sem hann hefur talað við ætla al- mennt að halda að sér höndum. „Það er mjög vafasamt að blása þetta svona út með hliðsjón af því hvernig þessi spá er. Það dregur úr þessu inn- an sólarhrings. Ég vona að hún sé rétt núna.“ Sjálfur á Guðbrandur um 400 ær á fjalli – eða um 1.100 kindur með öllu. Ýmislegt getur gerst Hrafn Guðmundsson, veðurfræðing- ur á Veðurstofu Íslands, segir að út- lit sé fyrir að snjólínan núna verði hærri en í hvellinum í fyrra. Hann bendir hins vegar á að brugðið geti til beggja vona. Sá mikli kuldi sem varð í fyrra hafi ekki birst í spám fyrr en rétt áður en veðrið skall á. Því geti ýmis- legt gerst. „Allavega er mjög líklegt að það verði óveður – en það er spurning hvernig það lendir,“ segir Hrafn. Hann segir að veðrið virðist ætla að ganga hraðar niður en í fyrra, það sé jákvætt. Útlit sé fyrir að veðrinu sloti norð- austan til eftir hádegi á laugardag. Allt að 40 þúsundum á fjalli Viðbúnaðurinn í Húnavatnssýslum er meiri en á Ströndum. Jón Kristinn Sigmarsson, formaður félags sauð- fjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu, sagði í samtali við DV á þriðjudag að menn væru upp til hópa að undirbúa göngur. Svæðið væri það víðfeðm- asta á landinu og að á fjalli væru um 15 þúsund ær ásamt lömbum. Lík- lega um 30 til 40 þúsund kindur. Jón Kristinn sagði að menn gerðu ráð fyrir því að sleppa einum hluta svæðisins – þar sem tíminn væri knappur. Kollegi hennar vestan megin sýslu- marka, Hallfríður Ósk, segir að bænd- ur vilji í lengstu lög forðast að lenda í því sem gerðist á Norðausturlandi í fyrra. Hún segir þó að bændur trúi því varla að þetta verði eins slæmt og þá. Allt kapp verði þó lagt á að ná fénu úr hættu og engin áhætta verði tekin. Hún segir að á sumum bæjum sé slætti ekki lokið, vegna vætutíðar undanfarið, og að þetta sé þess vegna óheppilegt. Bændur séu hins vegar vanir því að laga sig að aðstæðum og mæta áföllum af ýmsum toga. „Þetta er ekki draumastaða en þetta er bara Ísland,“ segir hún, létt í bragði þrátt fyrir slæma veðurspá. n n Bændur í Húnavatnssýslum farnir á fjöll n Strandamenn bíða átekta „Mér finnst ábyrgðarhluti hjá veðurfræðingunum að líkja þessu við veðrið í fyrra. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Svona er veðurspáin Veðurstofan spáir því að versta veðrið verði þegar líður á föstudaginn. Eftir hádegi á föstudag gangi í norðvestan 18 til 23 metra á sekúndu norðvestan til, með mikilli rigningu. Norðvestan og vestan 15 til 23 metrar á sekúndu verða á Suðvestur- og Suðurlandi. Mun hægari vindur verður á austan- verðu landinu. Hiti verður frá einu stigi upp í tólf, hlýjast austast. Á laugardag verður áfram norðan- og norðvestanátt, 15 til 23 metrar á sekúndu fyrir hádegi en hægari vindur norðaustan til. Eftir hádegi verður vindurinn á bilinu 13 til 18 metrar á sekúndu að norðvestan, með rigningu á láglendi, annars slyddu eða snjókomu. Gert er ráð fyrir næturfrosti norðan til. Á sunnudag gengur veðrið alveg niður og snýst í suðaustan 8 til 13 metra á sekúndu með hlýrra lofti. Ær með lömb Víðast um norðanvert landið halda bændur og búalið til fjalla. Á Ströndum trúa menn að veðrið verði ekki eins slæmt og í fyrra. Mynd SIgtryggur ArI Bóndi Hallfríður Ósk í Víðidal segir að bændur taki enga áhættu og haldi því af stað í göngur. Mynd HAllfríður ÓSk tveir létust Slysið varð þann 5. ágúst síðastliðinn. Mýflug hefur nú lokið innri rannsókn á slysinu. Mynd Völundur JÓnSSon / AkureyrI VIkuBlAð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.