Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Blaðsíða 14
Þ au eru mörg fórnarlömbin á Íslandi. Fjöldi fólks glímir við fátækt, veikindi og bágan efnahag. Hrunið varð mörg­ um að fjárhagslegu fjörtjóni og í framhaldinu fór heilsan og lífs­ gæðunum hrakaði. Fátæktin er meiri og sárari en áður hefur sést í ís­ lensku samfélagi. Skjaldborgin um hina skuldugu sem síðasta ríkisstjórn boðaði kom í mýflugumynd. Undir­ liggjandi ástæða þess að samfélagið er undirlagt af harmsögum er sú að stjórnvöld klúðruðu málum með þeim afleiðingum að íslenskt efna­ hagslíf lenti í kaldakoli. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar­ dóttur fylgdi fyrirmælum Alþjóða­ gjaldeyrissjóðsins út í hörgul. Ríkir, fátækir, aldraðir og öryrkjar þurftu að herða sultarólina eins og allur al­ menningur. Hinir ríku voru kallaðir til með svokölluðum auðlegðarskatti sem gaf allt að sex þúsund milljónir í samneysluna. Neyðaraðgerða þurfti við eftir hrunið. En nú hefur væntan­ lega birt til. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar boðar að auðlegðar­ skatturinn verði ekki framlengdur. Milljarðarnir sem komu frá hinum auðugu eru ekki lengur nauðsyn­ legir. Þetta gerist í framhaldi þess að sama ríkisstjórn ákvað að aftur­ kalla ákvörðun um hækkað veiði­ gjald. Þeir afþakka himinháar tekjur í ríkiskassann. Það getur ekki þýtt nema eitt. Forsvarsmenn ríkisstjórn­ arinnar meta stöðuna þannig að neyðinni hafi verið bægt frá. Það er ekki lengur nauðsynlegt að viðhalda neyðaraðgerðum til að koma á jafn­ vægi í þjóðarbúskapnum. Tími leið­ réttinga er runninn upp. En er það svo? Margt bendir til þess að efnahagur Íslands standi sem fyrr á brauðfótum. Verstu spár gera ráð fyrir öðru hruni. Engar mælingar leiða í ljós að allt sé komið í lag nú fimm árum eftir hrunið. Þvert á móti er flestum ljóst að tvennt þarf að gera til að rétta af efnahaginn. Það þarf að skera nið­ ur útgjöld sem verður afar sársauka­ fullt. Og það þarf að auka tekjur af miklum krafti. Ríkisstjórnin hefur lagt á það áherslu að örva atvinnulífið með skattalækkunum á almenning og fyrir tæki. Og hún hefur boðað niður­ skurð á ýmsum sviðum. Það verður vandasamt í ljósi afnáms auðlegðar­ skattsins og sértæka veiðileyfagjalds­ ins. Allur niðurskurður verður nú settur undir það mæliker. Ríkisstjórninni sem afþakkaði milljarðana mun ekki líðast að ganga harðar að þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Það er kristaltært að samfélagið mun ekki sætta sig við að bognu bökin taki á sig byrðar sem aflétt hefur verið af hinum ríku. Það er ekki forsvaranlegt að bjarga fórnarlömbum auðlegðarinnar frá skattinum en halda áfram að pína þá sem minnst hafa á milli handanna. Eignalausa fólkið þarf miklu frekar á hjálp að halda en hinir auðugu sem margir hafa fundið til ábyrgðar sinnar og greitt viðbótarskattinn með glöðu geði. Og við skulum hafa það hugfast að auðlegðarskatturinn nær aðeins til þeirra sem eiga 75 milljónir króna eða meira í hreina eign. Það er ekki fólk sem lifir á bónbjörgum. Það kemur í ljós á næstunni hvort hagur Íslands er í slíkum blóma að það takist að rétta hag allra þeirra sem urðu undir í hruninu. Það er búið að líkna hinum ríku. Allir hinir eru í bið­ röðinni. Og þeir eru ekki að biðja um sterkari efnahag. Langflestir eru að­ eins að biðja um þak yfir höfuðið og að eiga fyrir nauðþurftum. Þar er bar­ áttan um brauðið efst á baugi en ekki bætta eignastöðu. Ríkisstjórn hinna ríku á næsta leik. Byrðum hefur verið aflétt af breiðu bökunum. Og þá er eins gott að lífskjör smælingja sam­ félagsins og millistéttarinnar séu á dagskrá og verði bætt verulega.n Sandkorn Örvænting n Örvænting er á með­ al samfylkingarfólks vegna þess að flokkurinn virðist ekki rétta úr kútnum undir formennsku Árna Páls Árna- sonar. Af þeim ástæðum er vilji til að reyna enn samein­ ingu á vinstri vængnum og smala þannig saman brot­ unum. Samfylking var á sín­ um tíma þannig tilraun en Steingrímur J. Sigfússon vildi ekki koma með og stofnaði VG. Seinna klofnaði Sam­ fylking þegar Róbert Mar shall gekk til liðs við gamla sam­ fylkingarmanninn Guðmund Steingrímsson og Björt framtíð varð til. Nú er uppi draumur um að smala öll­ um aftur undir regnhlífina. Össur þögull n Össur Skarphéðinsson, fyrr­ verandi utan­ ríkisráðherra, hefur lítið látið til sín taka í um­ ræðunni undanfarið um aðildar­ leysi að Evrópusambandinu og fleira. Össur er þekktur af baráttugleði sinni og hef­ ur í gegnum tíðinda staðið í mörgu stríðinu. Þögn hans þykir af einhverjum vera vís­ bending um að hann kunni að vera búinn að fá nóg af pólitík eftir hrun Samfylk­ ingarinnar í vor. Jólabók Sigmundar n Á meðal þeirra sem misstu vinnuna við hrun Samfylk­ ingarinnar er Sigmundur Ernir Rúnars- son. Hann hefur þó ekki látið þetta mikið á sig fá en nýtt vel tímann á biðlaunum til að skrifa bækur. Þeirra á með­ al er saga afrekskonunnar Vilborgar Örnu Gissurardóttur sem stendur öðrum íslensk­ um konum framar að afli og atgervi. Vilborg á að baki göngu á suðurpólinn og er nú að toppa nokkra hæstu tinda heims. Viðbúið er að þarna sé söluhá jólabók í fæðingu. Vigdís á Grænlandi n Óvenju rólegt hefur verið í kringum Vigdísi Haukdsdóttur, þingmann Framsóknarflokks­ ins og formann fjárlaganefnd­ ar, undanfarna daga. Vigdís vakti gríðarlega athygli fyrir skemmstu þegar hún bein­ línis hótaði RÚV niðurskurði eftir að fréttastofan fór rangt með ummæli hennar varð­ andi IPA­styrkina. Ástæðan fyrir lognmollunni í kringum Vigdísi er sú að hún hefur verið stödd á Grænlandi að undanförnu. Nú er Vigdís komin heim og má búast við að fjör fari að færast í leikinn að nýju. Núna er von Hef kysst konu sem kyssti Elvis Móðir Antons Mána hrærð yfir viðbrögðum við frásögn um einelti. – DV Ein af þeim sögum sem Helgi Björns mun segja á ferðalagi um landið í vetur. – DV Ríkisstjórn hinna ríku„Þeir afþakka himinháar tekjur „Þannig hefur ríkis- stjórnin verið föst í bakkgírnum fyrstu hund- rað daga tilveru sinnar Í júní stóð til að umhverfisráðherra undirritaði friðlýsingu Þjórsárvera í samræmi við náttúruverndaráætl­ un. Öllum að óvörum aflýsti ráð­ herrann undirritun skyndilega þó að búið væri að bjóða í kaffi til að fagna þessum merka áfanga. Ráð­ herra bar því við að taka þyrfti tillit til athugasemda frá Landsvirkjun og tveimur sveitarfélögum. Aflýsing kaffi­ boðsins vakti því illan grun um að nú ætti að stíga skref til baka. Svo fór að umhverfisráðherrann var ekki fyrr farinn af sviðinu en að inn gekk iðnaðarráðherra, glaðbeittur mjög, með ný áform um Norðlinga­ ölduveitu. Nú er Norðlingaölduveita raunar í verndarflokki rammaáætl­ unar og byggist það á tillögu verk­ efnastjórnar þó að einhverjir hafi haldið öðru fram, ranglega. Þessi at­ burðarás sýnir hins vegar að mark­ mið nýrrar ríkisstjórnar virðist fyrst og fremst vera að snúa við öllum verkum fyrri ríkisstjórnar, þar á meðal ramma­ áætlun. Þannig hefur ríkisstjórnin verið föst í bakkgírnum fyrstu hundrað daga til­ veru sinnar og ekki að undra að stuðn­ ingur við hana hafi rýrnað jafnt og þétt á meðan. Í kosningabaráttunni töluðu ríkisstjórnarflokkarnir um aðgerðir í skuldamálum heimilanna og létu að því liggja að þar mætti lyfta grettistaki á leifturhraða. En þegar sest var í valdastólana birtust aðrar áherslur. Aðaláhugamál ríkisstjórnarinnar er ekki að gera neitt nýtt heldur að snúa til fortíðar. Þannig var bakkað aftur inn í flokkspólitískt val á stjórn Ríkis­ útvarpsins. Þannig var bakkað með sérstakt veiðigjald – og í beinu fram­ haldi greiddu ýmsir útgerðarmenn sér hundruð milljóna í hagnað enda ekki lengur þjakaðir af því að þurfa að greiða þjóðinni þessa fjármuni fyrir nýtingu auðlindarinnar. Það var bakk­ að með hóflega skattahækkun á ferða­ þjónustuna – en um leið kvartað yfir því að ferðamenn væru ekki rukkaðir nægjanlega fyrir veru sína hér. Það er boðað að bakka með auðlegðarskatt­ inn. Og ef af nýjum virkjanaáformum verður er ljóst að það á að bakka með friðlýsingu Þjórsárvera sem myndi teljast slys á heimsvísu ef horft er til gróðurfars og náttúru á svæðinu. Áhrif afturhaldsins Það virðist líka eiga að hætta við fjár­ festingaáætlun fyrri ríkisstjórnar – þó að þeir sem nú skipa stjórnarflokk­ ana hafi einmitt kvartað undan skorti á fjárfestingu allt síðasta kjörtímabil. Það virðist eiga að bakka með nýja sýningu Náttúruminjasafns í Perlunni – þó að þingmenn allra flokka á síðasta kjörtímabili hafi verið sammála um að þetta þriðja höfuðsafn landsins sem sett var á laggirnar með framsýnum lögum árið 2007 þyrfti að fá aðstöðu til sýningarhalds og eðlilegrar starfsemi. Annars staðar er kyrrstaða – eins og t.d. í framkvæmdum við hús íslenskra fræða þar sem gárungar tala nú um nýtekna gröf íslenskra fræða. Þessi bakkgírskeyrsla er að sjálf­ sögðu ekki góð fyrir þjóðina sem vill endurreisn eftir kreppu. Margt af því sem hér hefur verið nefnt þjónar því mikilvæga hlutverki að styðja við þá endurreisn. Því miður virðist núver­ andi ríkisstjórn – eins og óöruggur unglingur í leit að sjálfsmynd – ekki hafa neinar leiðir til að skilgreina sig aðrar en þær að hún sé á móti síðustu ríkisstjórn. Því eyðir nýja stjórnin öllu sínu púðri í að snúa við ýmsum ráð­ stöfunum síðustu stjórnar sem engin óánægja var þó með hjá öðrum en valdaöflunum í núverandi stjórnar­ flokkum. Því miður hefur þetta afturhald ekki aðeins þau áhrif að búa til óþarf­ an vanda og óstöðugleika í ríkisfjár­ málum – þar sem nú þarf væntanlega aukinn niðurskurð til að mæta tekju­ skerðingu ríkisins – heldur ekki síður í mikilvægum málum á borð við nátt­ úruvernd og umhverfismál. Þannig virðist atvinnustefna nýrra stjórnvalda byggjast á gömlum hugmyndum þar sem teikn eru á lofti um að nú eigi að hefja nýja útsölu á íslenskri orku undir frekari álver þó að sá iðnaður eigi nú í miklum vanda. Gallinn við slíka aftur­ haldsstjórn er að hún getur haft óaftur­ kræf umhverfisáhrif, efnahagsáhrif og samfélagsáhrif. Það er ekki þjóðinni til heilla. Hér þarf fjölbreytta atvinnuupp­ byggingu í sátt við umhverfi og samfé­ lag og þangað eigum við að stefna. n Aftur til fortíðar Kjallari Katrín Jakobsdóttir formaður VG Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 28. ágúst 2013 Miðvikudagur Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is M y n D R A k El Ó Sk SiG U R ð A R D Ó t tiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.