Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2013, Síða 27
Fólk 27Miðvikudagur 28. ágúst 2013 „Ég er mjög sátt“ B úið er að velja keppendur í keppnina Ungfrú Ísland sem haldin verður á Broadway þann 14. september næstkom­ andi. Keppnin sem hefur legið í dvala undanfarin ár var gagnrýnd snemma í sumar og skráði mikill fjölda kvenna sig til keppni í mótmælaskyni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þing­ kona Samfylkingarinnar, var ein þeirra sem skráðu sig í keppnina, ásamt Guð­ rúnu Jónsdóttur, forstöðukonu Stíga­ móta, og Hildi Lilliendahl. „Vona að ég komist í keppnina. Ég þarf að byggja upp sjálfstraustið eftir kosningaósigur­ inn!“ sagði Sigríður um skráningu sína. Enginn mótmælandi keppir DV fékk sendan lista yfir þátttakendur í keppninni og þykir ljóst að engin þeirra kvenna sem skráðu sig í mótmælaskyni fékk inngöngu. Sigríður Ingibjörg þarf því að leita annarra meðala til að byggja upp sjálfs­ traustið. DV ræddi við þrjár stúlkur um æfinga ferlið, þær Öddu Maríu Óttars­ dóttur, Aldísi Athitayu Gísladóttur og Huldu Viktorsdóttur. Nánar verður fjallað um keppnina í helgarblaði DV. Læra að ganga Adda María Óttarsdóttir, 19 ára, segir æfingaferlið hafa farið hægt af stað. Nú æfi þær hins vegar stíft. Bæði í göngu og líkamsrækt. „Við erum byrjaðar á fullu í ræktinni og á gönguæfingum. Við mætum í lík­ amsrækt í World Class í Laugum. Svo erum við í klukkutímapásu og förum í spa og gufu. Við erum að læra að ganga og finna rétta taktinn. Næst á dagskrá er að fara á Broadway og setja upp sýn­ inguna.“ Adda María segist hafa verið boðuð í viðtal í sumar og hún spurð fjölmargra spurninga. „Ég var spurð hvort ég reyki, hver uppáhaldsfegurðardrottningin mín er, hvað foreldrar mínir gera og um áhugamál og stefnu í lífinu. Spurn­ ingarnar voru heilmargar.“ Hún gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem fram hefur komið. „Við fáum stuðning í því að vera ekkert að pæla of mikið í þessu. Auðvitað má svo fólk hafa sínar skoðanir, ég get lítið sett út á það.“ Aldrei liðið betur Aldís Athitaya Gísladóttir er 23 ára og með þeim eldri í keppninni. Hún starfar sem förðunar­ og naglafræðing­ ur og segir þátttökuna skemmtilega lífs­ reynslu. „Þetta er rosalega gaman, ólíkt öllu sem ég hef gert áður. Æfingarnar ganga vel. Við æfum bikiní­, tísku­ og kjólagöngu.“ Hún segir að í raun hafi henni aldrei liðið betur og þakkar það góðri ráð­ gjöf og líkamsrækt. „Ég sjálf get sagt að mér hefur aldrei liðið jafn vel. Ég fékk góða næringarráðgjöf sem ég fer eftir, ég borða oft yfir daginn, hollari mat en áður og hreyfingin hefur gert mér gott.“ Hún tekur undir með Öddu Maríu og segist sátt við keppnina. „Ég myndi aldrei taka þátt í keppni sem þessari ef ég þyrfti til dæmis að skrifa undir samning um útlit mitt og framkomu. Ég hef ekki gert neitt slíkt. Við erum allar stelpurnar orðnar nánar og upplifum lítið stress og enga pressu, við erum allar jafnar, það er enginn keppnisandi í rauninni,“ segir Aldís ánægð með keppnina. Keppt í bikiníi Hulda Viktorsdóttir, 19 ára nemandi í Verslunarskólanum, segist halda að keppnin sé skemmtilegt tækifæri. „Ég var boðuð í viðtal, einhver sendi inn ábendingu og ég mætti í hálfgert próf þar sem ég var spurð spurninga um keppnina og mig sjálfa. Mér finnst þetta skemmtilegt,“ segir hún og segir gagnrýni þá er kom fram í byrjun sum­ ars aðeins hafa vakið meiri athygli á keppninni. „Auðvitað hafa allir rétt á sínum skoðunum. Fólk má keppa í hverju sem er. Þetta er ekkert eins og var í gamla daga, það er verið að skoða svo margt annað. Þetta snýst ekki bara um fegurð, heldur líka viðhorfin til lífs­ ins og hvað þú ert að gera í lífinu.“ Ákveðið var að sleppa keppni á bikinífatnaði í Miss World. Þrátt fyr­ ir það keppa íslenskar stúlkur enn í bikinífatnaði. Finnst þeim það ekki skjóta skökku við. „Nei, okkur stelp­ unum finnst þetta vera partur af keppninni.“ n n Ekki keppt í bikiníi í Miss World n Þingmaður fær ekki að keppa n Þórunn færir út kvíarnar Þ órunn Högnadóttir ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Home Magazine sem hefur verið til í netútgáfu í nokkurn tíma og gengið vel að henn­ ar sögn kemur nú einnig út í prent­ útgáfu. Hún hefur fengið til liðs við sig ekki ómerkari ljósmyndara en Richard Powers en hann á efni í öllum helstu tímaritum í Evrópu, eins og Elle Decoration og RUM. „Mér finnst alltaf skemmtilegra að halda á blaðinu og skoða það þannig. Þá voru líka margir áskrifenda sem vildu fá að sjá efni tímaritsins á prenti. Það er gaman að fá viðbrögð fólks. Við erum komin með marga í áskrift bæði á prenti og á netútgáfunni og ég er mjög sátt við það.“ Netútgáfuna er enn hægt að nálg­ ast frítt á netinu, homemagazine.is, en tímaritin verða seld í vel völdum versl­ unum, til að mynda Epal og Freebird. Tímaritið er veglegt og fjallað um tísku, mat og gæði lífsins. „Við heim­ sækjum þrjár glæsikonur, Rachel Zoe, stílista fræga fólksins í Hollywood, kíkjum heim til Eddu í Kúltúr og skoð­ um fallegt heimili hjá Maggý í Fonts. Uppskriftirnar eru á sínum stað, ásamt frábærri umfjöllun um París, en þar skoðum við líka eitt flottasta hót­ el í París, La Maison. Linda Péturs­ dóttir sýnir okkur uppáhaldshlutina sína, svo skoðum við hausttískuna í nokkrum tískuvöruverslunum og fáum að vita hvað þarf að eignast fyrir haustið til að tolla í tískunni, og margt, margt fleira.“ n iris@dv.is Fékk þann stóra í sparifötunum Ásmundur Helgason bar af á bökkum Laxár í Aðaldal í vikunni þegar hann mætti í sparifötunum til veiða. Það borgaði sig að vera vel til fara því Ásmundur fékk stærðarinn­ ar lax. Veiðiverslunin Veiðiflug­ ur á Langholtsvegi setti mynd af Ásmundi og tröllinu á Face­ book­síðu sína sem hér sést með fréttinni. Ásmundur er, eins flest­ ir vita, tvíburabróðir Gunnars Helgasonar leikara en þeir veiða mikið saman. Svo mikið að þeir hafa gert um það sjónvarpsþátta­ röð. Vísir.is greindi frá því fyrr í sumar þegar Gunnar fékk sinn fyrsta lax í tæpt ár í Breiðdalsá. Gunnar sagði ástæðuna þá að hann hafi enn verið að jafna sig eftir að hafa veitt 25 punda dreka einmitt í Aðaldalnum árið áður. Stórhuga Þórunn leggur mikinn metnað í það sem hún tekur sér fyrir hendur. Mynd: dV Ehf / Sigtryggur Ari Klífur fjöll og metorðastiga Ásdís Ýr Pétursdóttir, sem ný­ verið var ráðin sviðsstjóri sam­ skiptaviðs Actavis á Íslandi, klífur ekki eingöngu metorðastigann heldur einnig hæstu fjöll heims. Ásdís er kona fjallageitarinnar Haraldar Ólafssonar pólfara en saman fóru þau upp á Kili­ manjaro, hæsta fjall Afríku, árið 2007 og stunda sportið saman af miklum áhuga. Klæðast bikiníi í Ungfrú Ísland Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Adda María „Spurningarnar voru heilmargar,“ segir Adda María. Aldís „Aldrei liðið betur,“ segir Aldís. hulda „Partur af keppninni,“ segir Hulda um það að keppendur klæðist bikiníi. Keppir ekki Sigríður Ingibjörg Inga- dóttir var ein þeirra kvenna sem skráðu sig til keppni. Nú er ljóst að engin þeirra sem skráði sig í mótmælaskyni hefur fengið inngöngu í keppnina. hörkuflott Tímaritið er nú fáanlegt á prenti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.