Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Síða 9
Fréttir 9Mánudagur 9. september 2013
É
g veit ekki endilega hvert mark-
mið mitt er með að skrifa þetta
en ég veit bara að þetta er að
naga mig inní mér og ég þarf að
koma þessu út,“ skrifar 16 ára stúlka,
Selma Björk Hermannsdóttir, í að-
sendri grein sem birtist á Bleikt.is um
helgina. Selma fæddist með skarð í
vör og hefur þurft að þola mikið ein-
elti vegna þess. „Ég fæddist með skarð
í vör hægra megin og án þess að ýkja,
þá get ég sagt það að ég er niðurlægð
og mér er strítt út af því allavega einu
sinni í mánuði alveg síðan ég man
eftir mér,“ segir hún.
„„Gleymdirðu að fæðast með
venjulegt andlit eða?“ var sagt við mig
í dag. Og í byrjun vikunnar var það:
„Hvaða djöfulsins fatli er þetta í and-
litinu á þér?““
Greinin hefur farið sem eldur í sinu
um netið en meðal þeirra sem deildu
greininni voru Jón Gnarr borgar stjóri.
Hann hrósar Selmu fyrir hugrekki.
„Hugrökk, falleg og gáfuð stúlka hún
Selma sem á eftir að ná langt í lífinu
með þessu jákvæða hugarfari. Fólk
er stundum hrætt við sterkar og sjálf-
stæðar manneskjur og reynir að finna
eitthvað að þeim af því það finnur til
minni máttar kenndar gagnvart þeim.
Takk fyrir að deila sögunni þinni.
Áfram Selma Björk, haltu þínu striki!“
sagði Jón.
Selma segir meðal annars í grein-
inni að litli bróðir hennar hafi einnig
þurft að þola árásir fyrir það eitt að
vera bróðir hennar. „Litli bróðir minn
sem er 4 árum yngri en ég var að labba
heim úr skólanum fyrir rúmlega 1 og
hálfu ári síðan þegar strákur sem er
1 ári eldri en ég fór að stríða honum
fyrir að eiga „ljóta stóru systur“. Bróð-
ir minn varð brjálaður og hljóp að
honum og ætlaði að „ráðast á hann“
og strákurinn henti honum í jörðina
og bróðir minn kom heim þennan
dag með blóð í hárinu eftir að hafa
skollið með hausinn í gangstéttina.“ n
Ung stúlka lögð í einelti
n Selma Björk fæddist með skarð í vör og hefur mátt þola árásir
Hugrökk stúlka Selma hefur mátt lifa
við langvarandi einelti vegna þess að hún
fæddist með skarð í vör. Hún tjáði sig af miklu
hugrekki um ofbeldið í pistli um helgina.
Ógæfumaður
sló ungling
Lögreglu barst tilkynning um
líkamsárás á Laugaveginum á
laugardagskvöld þar sem tveir
menn í annarlegu ástandi slógust
fyrir utan bar. Mennirnir eru góð-
kunningjar lögreglunnar og hafa
oft komið við sögu í málum þar á
bæ. Annar þeirra sló fjórtán ára
vegfaranda sem átti leið hjá. Báð-
ir mennirnir voru handteknir og
færðir í fangageymslur í kjölfarið.
Brotist var inn í apótek í Kópa-
vogi laust fyrir miðnætti á laugar-
dagskvöld. Rúða hafði verið brotin
en svo virðist sem innbrotsþjófur-
inn hafi ekki haft nokkuð upp úr
krafsinu því engu virtist hafa verið
stolið. Nokkrar tilkynningar bár-
ust um þjófnaði í Reykjavík og
Hafnarfirði í á laugardag en fimm
þjófnaðir voru tilkynntir frá klukk-
an 13 til klukkan 15. Stolið var úr
verslunum og gaskútum stolið við
heimili.
Fjárfesting
dregst saman
Hagstofa hefur gefið út helstu
efnahagstölur fyrir fyrstu sex
mánuði ársins. Ber þar helst að
nefna að landsframleiðsla jókst
um ríflega tvö prósent á fyrstu sex
mánuðum ársins 2013 að raun-
gildi borið saman við saman tíma
í fyrra. Það að útflutningur jókst
um rúmlega eitt prósent og að
innflutningur dróst saman um
tæp fimm prósent hefur öllum
líkindum haft sitthvað að segja.
Fjárfesting skrapp hins vegar tölu-
vert saman, réttara sagt um tæp
þrettán prósent. Það er þónokk-
ur viðsnúningur frá því í fyrra er
fjárfesting jókst um fimm prósent.
Tekið skal fram að sú fjárfesting
var nær öll í formi innfluttra skipa
og flugvéla.
Nýtt fjármagn
leysir vanda
Ólíklegt er að Landspítalinn geti
leyst úr vandanum á lyflækn-
ingasviði spítalans nema til komi
nýtt fjármagn. Þetta sagði Björn
Zoëga, forstjóri Landspítalans, í
kvöldfréttum RÚV á sunnudag.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigð-
isráðherra sagði á dögunum að
vilji til verka væri ekki síður mik-
ilvægur en peningar. Vöktu þau
ummæli nokkra athygli.
Óánægja lækna snýst ekki
síður um vinnuaðstöðu, skipulag
og menntunarmöguleika en
kaup og kjör hefur RÚV eftir
framkvæmdastjóra lyflækninga-
sviðs. Formaður Læknafélags Ís-
lands telur að læknar muni segja
upp en Björn hafði ekki heyrt
af því.