Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 9. september 2013 Mánudagur Leigumorðingi að verki? n Eitt ár frá óhugnanlegum morðum við Annecy-vatn í Frakklandi L eigumorðingi með reynslu úr hernum gæti haft myrt fjóra einstaklinga sem skotnir voru til bana af stuttu færi við Annecy-vatn í Frakklandi þann 5. september í fyrra. Morðin vöktu mikinn óhug enda framin í grennd við tiltölu- lega vinsælan ferðamannastað um hábjartan dag. Írakskur verk- fræðingur með breskt vegabréf, Saad Al-Hilli, eigin kona hans, Ikbal, og móðir hennar, Suhaila al-Allaf, voru myrt með köldu blóði um hábjart- an dag í bifreið sem þau ferðuðust í. Franskur hjólreiðamaður, Sylvain Mollier, var einnig skotinn til bana en dætur Al-Hillis, Zainab og Zeena, lifðu árásina af. Um eitt hundrað lögreglumenn, bæði frá Frakklandi og Bretlandi, hafa rannsakað málið nærri sleitu- laust undanfarið ár en enn sem komið er ekki tekist að hafa hendur í hári morðingjans. Um 800 manns hafa verið yfirheyrðir og hafa þær yfirheyrslur litlu skilað. Breska blaðið The London Even- ing Standard hefur eftir heimildar- manni innan lögreglunnar að flest bendi til þess að leigumorðingi hafi framið morðin. Vísar hann í trúverð- ugan framburð vitnis sem segir að leigumorðinginn komi frá landi við Balkanskagann og hafi fengið greitt sem samsvarar tæpum 320 þús- und krónum fyrir morðin. Mögu- lega hafi morðin tengst deilum um arf innan Al-Hilli-fjölskyldunnar en vitað var að Saad Al-Hilli og bróð- ir hans höfðu átt í deilum um eigur sem faðir þeirra átti. Bróðir Saads, Zaid Al-Hilli, var handtekinn vegna gruns um að hafa skipulagt morðið en honum hefur verið sleppt þar sem engar sannanir gegn honum liggja fyrir. n einar@dv.is Sundurskotinn Tuttugu og einni kúlu var skotið á bílinn. Þrír lágu í valnum auk hjól- reiðamanns sem talinn er hafa verið vitni. L loyd Phillips, 48 ára breskur kaupsýslumaður, hefur ver- ið dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir hrottalega nauðgun. Hann setti örvandi efnið BZP út í drykk 22 ára konu með þeim afleiðing- um að hún féll í ómegin. Maðurinn nýtti sér ástand hennar, og ók henni að hótelinu sem hann dvaldi á. Þar fékk hann lánaðan hjólastól undir því yfir- skyni að kærastan hans væri ofurölvi, sótti hana út í bíl og ók henni sem leið lá, í hjólastólnum, upp á herbergi þar sem hann nauðgaði henni rænulausri í níu klukkustundir. Á meðfylgjandi mynd úr öryggis- myndavél hótelsins má sjá hvar hann ekur stúlkunni meðvitundarlausri um ganga hótelsins, áður en hann misnot- aði hana með áðurnefndum hætti. Baðaði konur í lúxus Phillips þessi er þekktur kaupsýslu- maður í heimaborg sinni, South- ampton í Englandi. Hann á meðal annars auðmannasnekkju af dýrustu sort en hann rekur meðal annars lyfja- verslun og vefsíðu sem selur miða á viðburði. Hann tekur að jafnaði 10 þúsund pund á viku út úr rekstrinum, andvirði um tveggja milljóna íslenskra króna. Á vef Daily Mail er hann sagður stunda það að narra til sín yngri konur og baða þær í lúxus, ef svo má að orði komast. Engum sögum fer af því hvort hann hafi áður gerst brotlegur við lög. Kvöldið örlagaríka hafði hann ann- að í hyggju. Hann hafði mælt sér mót við ungu konuna og sótti hana heim til hennar undir því yfirskyni að hann ætlaði að bjóða henni á tónleika. Phillips gaf konunni skot og, til að skola því niður, dós af orkudrykknum Crunk Juice. Út í drykkinn hafði hann laumað BZP, efni sem hefur í grunninn ekki ósvipaða virkni og amfetamín, en getur við ofneyslu valdið flogum, köst- um eða meðvitundarleysi. Níu tíma nauðgun Konan bar fyrir dómi að hún myndi vel eftir því þegar maðurinn sótti hana, en lítið sem ekkert síðan, eftir því sem á bílferðina leið. Í stað þess að fara á tónleika ók Phillips henni að hóteli við Wembley-leikvanginn. Upptökur úr öryggismyndavélum sýndu glögglega að konan hélt ekki haus og gat enga björg sér veitt þar sem hann ók henni um hótelið í hjólastól sem hann hafði fengið að láni hjá starfsfólki hótels- ins. Fram kemur að konan hafi aldrei orðið árásarinnar vör meðan á henni stóð, ef frá er skilið að einu sinni um nóttina gat hún opnað augun og sá að á klukkunni stóð 03.48. Hún sagði að hún minntist þess að líkami hennar hafi verið undinn og hún hafi legið í óþægilegri stellingu. Annað myndi hún ekki. Þegar konan vaknaði, morguninn eftir, var nauðgarinn Phillips enn í herberginu. Hann sagði henni að þau hefðu stundað kynlíf saman alla síð- ustu nótt, að hennar frumkvæði. Hún sá að rúmið var útatað blóði. Smám saman, eftir að hann ók konunni heim, komst hún til fullrar meðvitundar og á hana fóru að renna tvær grímur. Hún var blá og marin víða um líkamann og var fárveik. Hún gat ekki notað salerni, var sár í munni og undir handarkrikum. Hún tók þá ákvörðun, næsta dag, að leita læknis. Eftir stutta skoðun hringdi læknirinn á lögregluna. „Viðbjóðsleg manneskja“ Fyrir dómi lýsti lögreglumaðurinn sem stýrði rannsókninni Phillips sem ófreskju sem líklegt væri að hefði nauðgað mörgum konum um ævina. Rannsóknin hafi leitt í ljós að ásetning- ur Phillips var einbeittur og verknað- urinn skipulagður. Phillips var fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni ítrekað en sýknaður af því að hafa vís- vitandi byrlað henni ólyfjan. Konan sagði eftir réttarhöldin að hún væri full viðbjóðs. „Hann er viðbjóðsleg mann- eskja og ég vona að hann deyi í fang- elsinu, svo hann geti ekki nauðgað fleirum.“ Hún segir að hún hafi fyllst viðbjóði þegar hann greindi henni frá atburðum næturinnar, eins og hún hefði samþykkt það sem fram fór. „Ég fékk sjokk þegar hann sagði að hann væri ánægður að sjá að henni liði ekki illa með það sem gerst hafði. Hann sagði svo við mig: „Sumar stelpur gætu hrópað: Nauðgun!““ Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í ellefu ára fangelsi en hann fékk líka dóm fyrir að selja ólögleg efni í lyfjabúðinni. Verslunin var tekin af honum og er í dag stjórnað af öðrum aðilum. n n Ók konunni rænulausri í hjólastól n Byrlaði henni ólyfjan Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Hrottaleg nauðgun kaupsýslumanns Óhugnaður Nauðgar- inn fékk lánaðan hjóla- stól til að keyra ofurölvi „kærustu“ sína. Vegnaði vel Lög- reglan segir að Lloyd Phillips sé líklegur til að hafa nauðgað mörgum konum á þennan máta. Mannskæð loftárás NATO Að minnsta kosti 15 manns létu líf- ið í loftárás NATO á héraðið Kunar í Austur-Afganistan um helgina, samkvæmt afgönskum öryggis- sveitum. Þar af voru um níu al- mennir borgarar. Talskona NATO segir þó að tíu uppreisnarmenn hafi fallið í árásinni og að hún hafi engar upplýsingar um það hvort einhverjir almennir borgarar hafi lfallið. Þetta kemur fram á BBC. Samkvæmt lögreglunni í Kunar var loftárásin gerð á trukk í þorp- inu Gambir stuttu eftir að sex ar- abískir og afganskir uppreisnar- menn stigu upp í bílinn. Í bílnum voru einnig konur og börn sem eru talin hafa fallið í árásinni. Forseti Afganistan, Hamid Karzai, bannaði afgönskum ör- yggissveitum að kalla eftir loftárás- um á afgönsk íbúðasvæði eftir að talið var að 10 óbreyttir borgarar hefðu látist í loftárás NATO í Kunar í febrúar. Herir Bandaríkjamanna og Afgana hafa barist hart gegn talí- bönum á þessu svæði síðustu tíu árin. Sakar Bandaríkin um samsæri Nicolas Maduro, forseti Vene- súela, segir að bandaríska ríkis- stjórnin vilji knésetja ríkisstjórn Venesúela með því að hefta að- gang almennings að mat, raf- magni og eldsneyti. „Ég hef gögn undir höndunum um fund í Hvíta húsinu og full nöfn þeirra sem voru viðstaddir,“ sagði Maduro á fjöldafundi í Aragua-héraði í gær. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. „Þeir halda að Venesúela muni riða til falls í október, svo lengi sem þeir skipuleggja það með því að hefta aðgang fólks- ins að mat, rafmagni, eldsneyti og hreinsunarstöðvum,“ sagði Maduro, sem heldur því fram að stjórnarandstaðan í Venesúela hafi framið skemmdarverk með hjálp Bandaríkjamanna sem gerði það að verkum að rafmagn í stór- um hluta landsins datt út í um fjórar klukkustundir. Á síðustu mánuðum hafa ráða- menn í Venesúela oft staðhæft að það sé samsæri í gangi gegn þeim af hálfu Bandaríkjastjórn- ar. Þá segist Maduro vera sann- færður um að Bandaríkjastjórn vilji ráða hann af dögum og tel- ur jafnvel líklegt að hún ætli að láta til skarar skríða á sama tíma og þeir ráðast inn í Sýrland. Þess má geta að fyrirrennari Maduros, Hugo Chavez, hélt því oft fram að leyniþjónustur Bandaríkjamanna hefðu ætlað að myrða hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.