Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Side 14
Sandkorn A ustur á fjörðum hitti ég mann sem þótti svo öfgafull­ ur í skoðunum að honum var hótað lífláti. Öfgarn­ ar fólust í andstöðu hans við Kárahnjúkavirkjun og baráttu fyrir vernd náttúrunnar. Skoðanirnar voru kannski ekkert svo öfgafullar í raun en þær gengu gegn ríkjandi viðhorfum á þessum stað á þessum tíma. Fyrir vik­ ið var honum vart vært í samfélaginu, hann missti vini og þurfti að þola meiningar um að hann vildi taka mat og framtíðarmöguleika af börnunum – og hótanir. Viðbrögðin við öfgunum, ef öfgar skyldi kalla, voru sem sagt ofsafengin og öfgafull. Saga hans er ekkert einsdæmi. Allt of algengt er að hér skapist eitt­ hvert ástand, sem minnir einna helst á sturlunarástand, fóðrað af ótta, reiði og fordómum. Fólk setur fram gagnrýni á viðteknar venjur eða viðhorf og viðbrögðin: í stað þess að fjalla um staðhæfingu, skoðun eða innihald gagnrýni staðhæfum við um, viðrum skoðanir gegn og gagnrýn­ um þann sem kvaddi sér hljóðs. Hvatir þess sem er talar eru tortryggðar, grafið er undan honum og reitt til höggs. Um­ ræðan verður ómálefnaleg, persónu­ leg og rætin. Fólk er dregið í dilka og stimplað svo auðveldara sé að afskrifa það – og öfgafullum einstaklingum þarf enginn að taka mark á. Annað dæmi: Tvær konur benda á að fullorðinn maður sem braut gegn ungri frænku sinni með á kynferðis­ legan hátt sé að fara að kenna við æðstu menntastofnun landsins og spyrja, er það í lagi? Önnur þeirra hefur verið áberandi að undanförnu fyrir femínísk viðhorf sem þykja svo öfgafull að það er nánast búið að gefa skotleyfi á hana. Hún þarf allavega að þola alls kyns níð reglu­ lega, ofbeldisóra og hótanir. Öfgarnar felast meðal annars í því að endurbirta vafasöm ummæli annarra, hvetja fólk til þess að draga börn ekki í dilka eftir æxlunarfærum þeirra og nú þetta. Það hvort Jón Baldvin Hannibalsson ætti að vera gestakennari við Háskóla Íslands var mál málanna í síðustu viku – enda eðlilegt að ræða gagnrýnina sem konurnar settu fram og hvort hún eigi rétt á sér eða ekki og þá af hverju. Eins er eðlilegt að ræða viðbrögð Há­ skólans sem hætti við að leyfa karlinum að kenna þar en forsvarsmenn skólans fóru undan í hálfgerðum flæmingi og bentu á gallaðar verklagsreglur í stað þess að færa rök fyrir þeirri ákvörðun. Engin tilraun var gerð til þess að skýra hvar mörkin liggja varðandi starfsmenn skólans. Eftir stendur karl sem líkir sjálfum sér við fórnarlömb nasismans því hann var ráðinn og rek­ inn áður en hann skrifaði undir samn­ ing, án þess að nokkuð nýtt kæmi fram. Og konurnar, þær voru sagðar öfga­ fullar. Í samantekt sem Ingimar Karl Helgason gerði á þeim orðum sem hafa verið látin falla í umræðunni koma eftirfarandi orð fyrir: geðveiki, kúgun, kvalalosti, gægjufíkn, heift, hefndar­ þorsti, talibanar, brennuvargar, ofstæk­ islið, öfgafullur minnihluti, ofstækis­ fullur sértrúarsöfnuður og pólitískur rétttrúnaður. Að auki sagðist einhver vilja beita þær ofbeldi fyrir að vera svona öfgafullar. Konurnar eru ekki hafnar yfir gagn­ rýni frekar en aðrir og sem betur fer spannst einnig málefnaleg umræða um gagnrýnina sem þær settu fram. En þessi leið, að skipa fólki í fylk­ ingar og gera lítið úr þeim sem eru á öndverðum meiði og þyrla upp ryki allt um kring fer að verða þreytandi og skil­ ur ekkert eftir sig nema tortryggni og andstæðar fylkingar – annaðhvort ertu með eða á móti. Umræðan er þörf en á meðan hún er föst í þessu fari er hún helst til þess fallin að þagga niður í þeim sem tala gegn ríkjandi viðhorfum og fæla aðra frá, sem ekki treysta sér til þess að taka slaginn. Það vill enginn sitja undir því að fólki langi til að æla á hann, hann sé vangefinn, vælandi og grenjandi út í eitt, vanþakklát og athyglissjúk öfga­ manneskja sem hati karla, skaðvald­ ur á leið inn á fæðingardeild með hreinsunareld sem ætti að geyma fingurinn í rassinum og halda kjafti, eins og Hildur Lilliendahl hefur þurft að gera, og það á enginn að þurfa þess heldur. n Blekktir kjósendur n Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er gríðarlegur vandi á hönd­ um nú þegar kannanir leiða í ljós að minnihluti kjósenda styður hana. Sjálfstæðis­ flokkurinn heldur að vísu sínu, enda kosningaloforð hans ekki skýjaborgum ofar eins og gerist hjá Framsókn. Jónas Kristjánsson, fyrrver­ andi ritstjóri, dregur ekkert af lýsingunum á blekkingum Framsóknar. „Blekktir kjós­ endur Framsóknar yfirgefa hana í hrönnum og neita jafnvel að hafa kosið Nígeríu­ bréfin,“ skrifar hann. Margt hugsanlegt n Augljóst er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis­ ráðherra hefur miklar áhyggj­ ur af stöðu sinni og valdataum­ um. Hann og aðstoðarmað­ ur hans eru á útopnuðu að mynda jákvæða athygli í kringum embættið. Fundurinn með Barack Obama er þaulnýttur. Sigmundur gaf til kynna að Obama væri honum einkar vinveittur og hugsanlega á leiðinni til Íslands. Þá yrðu hugsanlega gerðir mikilir við­ skiptasamningar við Banda­ ríkin, Íslandi til góða. Hvað veit Wade? n Hannes Hólmsteinn Gissurar- son prófessor er ekki einham­ ur þegar hann tekur sig til. Fyrir helgina ritaði hann stóra grein í Moggann þar sem hann saumar að Ro- bert Wade pró­ fessor og rek­ ur dæmi um þekkingarleysi hans á íslensku samfélagi. Þessi skrif eiga sér væntanlega rætur í því að sambýliskona Roberts, Sigurbjörg Sigurgeirs- dóttir, hefur verið óvægin við Hannes og fjallað opinberlega um dóma sem hann fékk fyrir að brjóta á eignarrétti. Hann­ es spyrt hvort Wade viti er að Davíð Oddsson, einn helsti valdamaður Íslands á síðari tímum, hafi verið alinn upp af einstæðri móður. Börn forstjórans n Eitt af bestu reknu fyrir­ tækjum landsins er Síldar­ vinnslan Neskaupstað sem hagnaðist um sjö milljarða í fyrra. Gunnþór Ingvason for­ stjóri hafði varað við því að veiðigjöldin myndu sliga út­ gerðina. Á almennum fundi birti hann mynd af börnum sínum með þeirri hvatningu að gjöldunum yrði breytt þannig að börnin ættu sér framtíð. Nú virðist sem börn­ unum hafi verið bjargað. Get með sanni sagt: 7-9-13 Ég er á góðum stað Þórlaug Ágústsdóttir er laus við krabbameinið. – DV Emilíana Torrini hugsar ekki mikið um fortíðina. – DV Sturlunarástandið É g átti kost á því á dögunum að heimsækja Grænland í fyrsta sinn. Upplifun mín var stórkost­ leg. Skilningur minn á mikilvægi staðsetningar Grænlands og Ís­ lands á landakorti heimsins jókst enn frekar. Færeyjar eru jafnframt á þess­ um mikilvæga stað í náttúruauðlinda tilliti. Það er hreint með ólíkindum hvað umræða um þessar náttúruauð­ lindakistur fór seint af stað. Í dag bein­ ast augu heimsbyggðarinnar í þessa átt. Á norðurslóð eru tækifærin óþrjót­ andi. Kuldinn, jöklarnir, ferskvatnið, fiskimiðin, námurnar, staðsetningin, siglingaleiðin og hugsanleg olía. Það ber allt að sama brunni. Þessi ríki hafa allt það sem heimsbyggðina vantar í nútíð og til langrar framtíðar. Sjálf­ stæði þessara þjóða er því mikilvægt. Ég tel að framkoma Dana við annars vegar Færeyinga í makríl­ deilunni og hins vegar við Græn­ lendinga í málefnum norðurskautsins hvetji þessar þjóðir til sjálfstæðis­ baráttu. Einkennilegt er að horfa upp á að Danmörk – sem er aðili að Evrópusambandinu – standi með ESB en ekki smáríkjunum sem landið er í ríkjasambandi við í gegnum kannski úrelt konungsríkjasamband. Á þessu sést hvað íslenska þjóðin var djörf að lýsa yfir sjálfstæði sínu 1944. Í þess­ um verknaði stjórnvalda í Danmörku kristallast tryggð ríkja sem eru í ESB við sambandið en ekki „innri hags­ muni“. Rétt er að minna á að Græn­ land er eina ríkið sem hefur sagt sig úr Evrópusambandinu – sem var einstök framtíðarsýn á sínum tíma. Efasemdamenn um Evrópu­ sambandið telja að úrsögn úr sam­ bandinu sé óframkvæmanleg í dag – en við sjáum hvað setur í málefnum Breta í því tilliti. Danir hafa augljós­ lega valið að standa frekar með ESB í stað smáríkjanna í Norður­Atlants­ hafi. Það eru miklar fréttir og líklega eru Danir ekki búnir að bíta úr nál­ inni með það. Þessar þjóðir á norðurslóð eiga allt sameiginlegt auk Noregs. Okk­ ur ber að vinna saman að sameigin­ legum hagsmunum – við eigum allt undir. Grænlendingar og Færeyingar líta mjög til okkar Íslendinga með samstarf í huga. Við eigum að sinna því kalli og á engan hátt megum við bregðast því trausti. Gleymum held­ ur ekki vinarþelinu sem Færeyingar sýndu okkur á haustdögum 2008 er þeir reiddu fram lán okkur til handa óumbeðnir. Smáþjóðir eiga að sýna samtakamátt og hafa áhrif á alþjóða­ vettvangi. Tækifærin eru okkar í breyttri heimsmynd. Ísland, Færeyjar og Grænland Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 9. september 2013 Mánudagur Leiðari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Kjallari Vigdís Hauksdóttir Þingkona Framsóknarflokksins „Á norðurslóð eru tækifærin óþrjótandi „Fólk er dregið í dilka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.