Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Qupperneq 20
20 Lífsstíll 9. september 2013 Mánudagur
Candy Crush Saga malar gull
n Notendur eyða 77,5 milljónum króna á dag
A
llir sem kynnst hafa snjall-
símaleiknum Candy Crush
Saga vita hversu hrika-
lega ávanabindandi hann
er og því ætti engan að undra að
leikurinn, sem er orðinn einn sá
vinsælasti sinnar tegundar, mal-
ar gull á degi hverjum. Vefsíðan
AppAdvice greindi frá því í vik-
unni að þróunaraðili Candy Crush
Saga, vefsíðan King.com, græði
633 þúsundir Bandaríkjadala á
dag í gegnum notendur leiksins,
en það jafngildir um 77,5 millj-
ónum íslenskra króna. Árlegur
gróði fyrirtækisins vegna Candy
Crush Saga nemur því allt að 230
milljónum dollara, eða rúmum 28
milljörðum króna.
Candy Crush Saga var gefinn
út fyrir Facebook í apríl 2012 og í
nóvember sama ár fyrir snjallsíma.
Vinsældir leiksins eru gríðarlegar
en hátt í átta milljónir manns spila
leikinn daglega auk þess sem á
hverjum degi bætast við nýjir not-
endur. Í mars 2013 tók leikurinn
fram úr FarmVille 2 sem vinsæl-
asti leikurinn á Facebook en þá
voru notendur leiksins orðnir 46
milljónir á mánuði.
Niðurhal á leiknum er ókeypis
en notendum stendur til boða að
kaupa ýmsar uppfærslur í leikn-
um, svo sem fleiri líf, fleiri aðgerð-
ir og aðgang að fleiri borðum svo
eitthvað sé nefnt. Slíkir möguleik-
ar virðast afar vinsælir hjá notend-
um leiksins því Candy Crush Saga
er nú tekjuhæsta snjallsímafor-
ritið í App Store. n
horn@dv.is Vinsæll Candy Crush Saga er afar vinsæll en daglegir notendur hans er hátt í átta milljónir.
Afi kveikti áhugann
n Jóhanna Vilhjálmsdóttir gefur út heilsubók n Æskuvinkona læknaðist af Chrons
E
lsku afi minn heitinn, Baldur
Johnsen læknir, var í raun sá
sem kveikti fyrst áhugann
hjá mér á náttúrulækning-
um,“ segir Jóhanna Vilhjálms-
dóttir sem hefur gefið út Heilsu-
bók Jóhönnu þar sem hún sýnir
fram á hvernig má bæta líf sitt með
breyttu mataræði. „Hann var mikill
vinur minn og ég hjálpaði honum í
ýmsu grúski þegar ég var unglingur.
Hann var einstakur áhugamaður um
plöntur og virkni þeirra. Hann var
með þeim fyrstu sem rannsökuðu
mátt fiskiolía og skrifaði um hann í
bókinni Heilbrigði úr hafdjúpunum,“
segir hún í formála bóka sinnar og á
greinilega ekki langt að sækja áhuga
sinn.
Í bókinni fjallar Jóhanna um ólíka
fæðuflokka, fitusýrur, vítamín, stein-
efni og margt annað og vísar í niður-
stöður rannsókna og greinir frá
reynslu fólks sem hefur fengið bata
við sjúkdómum með breyttum lífs-
stíl. Þeirra á meðal er Fanney Karls-
dóttir, æskuvinkona hennar, sem
greindist með Chrons-sjúkdóminn
aðeins 25 ára. Hér er að neðan er birt
brot úr reynslusögu Fanneyjar.
Engin lækning þekkt
Chrons má flokka sem sjálfsónæmis-
sjúkdóm en þessi sjúkdómur er
langvinnur sjúkdómur í meltingar-
færum. Æ fleiri greinast með þenn-
an sjúkdóm – aðallega ungt fólk frá
tvítugu til þrítugs og jafnvel undir
tvítugu. Sjúkdómseinkennin eru að-
allega kviðverkir og niðurgangur
eða hægðatregða. Stundum kemur
blóð með hægðum og einnig getur
þyngdartap og sótthiti fylgt sjúk-
dómnum. Langvarandi blæðing frá
þörmum getur leitt til blóðleysis og
sjúkdómurinn getur truflað vöxt og
þroska barna, meðal annars vegna
skorts á næringarefnum. Hefðbund-
in læknisfræði segir að engin lækn-
ing sé þekkt en meðferð hafi það
takmark að uppræta skort á næring-
arefnum, halda bólgubreytingum í
skefjum, lina verki og stöðva blæð-
ingu. Algengasti fylgikvilli Chrons-
sjúkdóms er garnastífla, sem verður
vegna þess hve þarmaveggirnir
þykkna mikið.
Meðferð sem hefðbundin læknis-
fræði býður upp á er inntaka á bólgu-
eyðandi lyfjum, sterum og sýklalyfj-
um. Allt eru þetta efni sem geta eftir
langvarandi inntöku leitt til alvarlegra
aukaverkana; sterar margfalda lík-
urnar á hjarta-og æðasjúkdóm-
um, sýklalyf veikja, m.a. ónæmis-
kerfið með því að skemma flóruna
í meltingarveginum og langvarandi
neysla á bólgueyðandi lyfjum get-
ur aukið líkur á blóðtappa og valdið
magasárum svo eitthvað sé nefnt.
Fanneyju var sagt að þetta væri
ólæknandi sjúkdómur og var hún
sett á steralyf til að byrja með. Eftir
það tók við meðferð á bólgueyðandi
lyfjum. Hún hóf samt strax að kynna
sér óhefðbundnar leiðir og fékk að-
stoð frá Kolbrúnu grasalækni til að
koma slímhúðinni í þörmunum í lag.
Fanney sneiddi hjá öllum unnum
mat. Hún hætti að borða hvít, unn-
in næringarsnauð kolvetni eins og
sykur og hvítt hveiti. Einnig tók hún
út ger og mjólk. Á meðan slímhúð-
in var að jafna sig sleppti hún ávöxt-
um og mjög trefjaríkju grænmeti
sem hún tók síðan aftur inn í fæðuna
eftir að hafa náð bata. Þegar heilsa
Fanneyjar var sem verst lifði hún að-
allega á ferskum grænmetissöfum.
Hún drakk einnig hristing daglega
og var uppistaðan spínat og lárpera
ásamt safa úr límónu og engifer.
Brokkólí þoldi hún síður en þolir það
vel í dag. Hún neytti einnig kjöts en
þó aðeins af lömbum sem eingöngu
voru alin á grasi. Eftir tvö ár hætti
hún á öllum lyfjum. n
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
„Hann var mikill
vinur minn og ég
hjálpaði honum í ýmsu
grúski þegar ég var
unglingur.
Hugmyndir að morgunmat
„Það er alveg ótrúlegur munur á því að
hefja daginn uppfullur af mikilvægum
næringarefnum sem endast lengi í stað
þess að hafa borðað unnið morgunkorn
sem fer á augabragði út í blóðið með
tilheyrandi sykurfalli og þreytukasti
skömmu síðar,“ segir Jóhanna í bók
sinni og leggur til nokkrar hugmyndir að
morgunmat.
Hafra- eða chia-
fræjagrautur
Gamli góði hafra-
grauturinn er fín leið
til að byrja daginn,
prótínríkur og uppfullur
af vítamínum og steinefn-
um. Ég hef undanfarið einnig notað chia-
fræ í staðinn fyrir haframjölið eða í bland.
Þau eru alveg einstaklega næringarrík,
prótínrík og uppfull af omega 3 fitusýrum.
Þeir sem aðhyllast basískt mataræði eða
kolvetnasnautt kjósa chia- eða hampfræ
frekar en hafragrautinn.
Ágætt er að hafa einhverja tilbreytingu í
þessu. Það má til dæmis setja möndlur,
valhnetur, fræ, ber og döðlur og rúsínur (í
hófi) út á grautinn. Þetta má jafnvel gera
kvöldið áður og láta þá haframjölið og/
eða chiafræin og það sem maður kýs að
hafa með því liggja í möndlumjólk (eða
þeirri mjólk sem maður kýs eða bara vatni)
yfir nóttina. Grauturinn er þá tilbúinn að
morgni dags og óþarfi að
elda hann.
Grænn hristingur
Svo má líka fá sér
hristing með grænu
salati, grænkáli, spínati
eða spergilkáli, lárperu, ávöxtum og/eða
berjum í morgunmat. Sumir kjósa að setja
mysu og/eða hampprótín út í svoleiðis
drykk til að fá meira prótín.
Möndluhristingur
Möndlumjólk með berjum,
smá banana og jafnvel
spergilkáli, spínati eða
steinselju.
Lífræn jógúrt
Gott er að fá sér líf-
ræna, hreina jógúrt
af og til. Hægt er
að setja út í hana
dálítið af hunangi,
möndlur, hnetur, ber,
fræ og örfáar rúsínur.
Kennir landanum
að bæta líf sitt
Í Heilsubók Jóhönnu
er farið ítarlega í
það hvernig bæta
má líf sitt með réttu
mataræði.
Egg eru frábær
morgunmatur
Egg með smá grænmeti og
lárperusneiðum eða gróf brauð-
sneið með eggjum, síld, lárperu-
sneiðum og grænmeti (gúrku,
lauk, tómat, papriku) getur einnig
verið ágæt tilbreyting. Þá er ekki
úr vegi að hefja daginn á góðu
salati og eggi og jafnvel fiski, þótt
einhverjum kunni að finnast það
alveg út í hött.