Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2013, Qupperneq 26
Íslenskir keppendur við æfingar Það eru öllu saklausari mótmælin gegn keppni í íslenskri fegurð. Í Indónesíu er óttast um öryggi keppenda í Miss World. 26 Fólk 9. september 2013 Mánudagur One Direction-ilmvatnið slær í gegn E kkert lát virðist ætla að verða á velgengni drengjanna í strákabandinu One Direction en ilmvatn úr þeirra smiðju er talið hafa halað inn meira en 3,6 milljónir punda á einni viku. Sú upphæð jafngildir um 686 milljón- um íslenskra króna. Ilmurinn, sem fór í sölu í Harrods í London þann 25. ágúst síðastliðinn, kallast Our Moment og á fyrstu tveimur dögunum seld- ust yfir þrjú þúsund flöskur auk þess sem fjölmargir aðdáendur drengjanna höfðu pantað sér ilm- vatnið áður en það kom í búðir. Talið er að á fyrstu vikunni hafi um 180 þúsund ilmvatnsflöskur selst í Bretlandi en framleiðendur telja söluna í Bandaríkjunum þó eiga eftir að verða enn meiri. Drengirnir í One Direct- ion slógu í gegn í breska sjón- varpsþættinum The X Factor árið 2010 og eru nú einir vinsælustu tónlistar menn heims. Þó svo að samningur drengjanna við ilmvatns framleiðandann sé trúnaðarmál telja sér- fræðingar að drengirn- ir fái sjálfir um tvö pund fyrir hverja selda flösku af ilmvatninu, en það jafngildir tæp- um 400 íslenskum krónum. Séu áætl- aðar sölutölur rétt- ar ættu þeir því nú að hafa grætt um 360 þúsund pund, eða um 68,6 milljónir króna. n n 180 þúsund glös seldust fyrstu vikuna Ríkustu konur jarðar 1 Liliane Bettencourt Franski viðskiptamógúllinn Liliane Bettencourt er ríkasta kona jarðar en eiginfé hennar er metið á um 30 milljarða Bandaríkjadala. Faðir hennar stofnaði snyrtivörufyrirtækið L‘Oréal og á Bettencourt nú yfir 30 prósenta hlut í fyrirtækinu. 2 Christy Walton Christy Walton er ekkja John Walton en hann var sonur Sam Walton, stofnanda bandarísku verslunarkeðjunnar Wal-Mart. Þegar John lést árið 2005 erfði Christy hans hlut í fyrirtækinu og er eiginfé hennar nú metið á 28,2 milljarða Bandaríkjadala. 3 Alice Walton Alice Walton er dóttir fyrrnefnds Sam Walton en hún erfði dágóðan hlut í Wal-Mart er faðir hennar lést. Alice hefur verið meðal ríkasta fólks heims undan- farin ár en eiginfé hennar er metið á um 26,3 milljarða Bandaríkjadala. 4 Iris Fontbona Fontbona er ekkja chíleska kaupsýslumannsins Andrónico Luksic en hann var einn ríkasti maður Chile. Fontbona og fjölskylda stýra einu stærsta koparnámufyrirtæki í heimi og er eiginfé hennar metið á um 17,4 milljarða Bandaríkjadala. 5 Georgina Rinehart Ástralska námu- drottningin og kaup- sýslukonan Georgina Rinehart hefur um nokkuð skeið verið meðal ríkasta fólks jarðar en eiginfé hennar er metið á um 17 milljarða Bandaríkjadala. topp 5 Fanning komin með kærasta Bandaríska leikkonan Dakota Fanning er komin með kærasta. Sá heppni heitir Jamie Strachan og er 32 ára fyrirsæta frá Bretlandi. Parið hefur sést víða saman í New York undanfarnar vikur og virðist ástfangið upp fyrir haus. Fanning hefur ekki oft verið við karlmann kennd en leikkonan unga hefur sagt í viðtölum að það sé henni ekki mikið kappsmál að eignast kærasta. One Direction Strákarnir hafa eignast aðdáend- ur um allan heim sem virðast nú ólmir í að kaupa ilmvatnið þeirra. Óttast um öryggi keppenda n Ungfrú heimur flutt um set vegna hótana harðlínumúslima F ögur fljóð sem keppa um tit- ilinn Ungfrú heimur þurfa ekki að óttast mótmæli harð- línumúslima þegar þær koma til Indónesíu. Keppnin hefur verið flutt frá höfuðborginni Djakarta, til eyjunnar Balí til að tryggja öryggi keppenda. Þar er and- rúmsloftið öllu friðsælla og minni ítök harðlínumúslima á eyjunni. Lady Gaga hótað Áður höfðu skipuleggjendur keppn- innar reynt að friða öfgamennina með því að breyta umgjörðinni á þann hátt að keppendur koma fram í sarong í stað bikinís. Sú ákvörðun dugði ekki til og vænlegast þótti að flytja keppnina. Meirihluti íbúa Indónesíu er ís- lamstrúar og friðsamur. Það er að- eins örsmár hluti þeirra sem er öfga- menn í trú, en sá hluti er hávær og ofbeldishneigður og því fyllsta ástæða til að sýna aðgát. Í fyrra þurfti Lady Gaga að hætta við að halda tón- leika í landinu vegna mikilla mót- mæla múslima. Henni þótti ekki óhætt að koma til landsins enda var henni líkt við sjálfan skrattann og all- ar líkur á að ofbeldismenn gerðu að henni aðsúg. Harðlínumúslimarnir hótuðu að kveikja í tónleikastaðnum og stofna þannig lífi tónleikagesta í hættu. Þrátt fyrir að berjast ötullega fyrir mannréttindum þá gafst Lady Gaga upp gagnvart þessari ógn. Saklaus mótmæli á Íslandi Keppnin verður haldin 28. sept- ember næstkomandi. Feg- urðarkeppnum er mótmælt á mörgum vígstöðvum. Fegurðar- samkeppnin Ungfrú Ísland verður endurvakin í ár. Skiptar skoðanir eru um réttmæti slíkr- ar keppni og fólk er almennt klofið í afstöðu sinni til hennar. Öllu saklausari voru mótmæli gegn keppninni á Íslandi. Keppn- in sem hefur legið í dvala undan- farin ár var gagnrýnd snemma í sumar og skráði mikill fjölda kvenna sig til keppni í mót- mælaskyni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, var ein þeirra sem skráðu sig í keppnina, ásamt Guðrúnu Jónsdóttur, forstöðukonu Stígamóta, og Hildi Lilliendahl. „Vona að ég komist í keppnina. Ég þarf að byggja upp sjálfstraustið eftir kosningaósigurinn!“ sagði Sigríð- ur um skráningu sína. Óhefðbundin mótmæli Íslenskir femínistar hafa áður beitt óhefðbundnum aðferðum til að mótmæla. Í desember árið 1971 mótmæltu þeir fegurðarsamkeppn- um og kröfðust þess að hætt yrði að nota líkama kvenna í auðgunar- skyni og í auglýsingum. Mótmælin voru tíð eftir þessi mótmæli og frægt varð þegar kýr var teymd inn á keppnisstað. Mótmælin báru betri árangur en þau sem íslenskar konur höfðu uppi í ár en fegurðarsamkeppnir lögðust af hér á landi í nokkur ár, meðal annars vegna mótmæl- anna. Búið er að velja keppendur í Ungfrú Ísland sem verður haldin 14. september næst- komandi og eru keppendur við undirbúning og æfingar um þessar mundir. n Líkt við skrattann Tónlistarkonan Lady Gaga er upptekin af mannréttindum og berst ötullega fyrir þeim. Hún gafst hins vegar upp fyrir harðlínumúslimum í Indónesíu sem hótuðu að kveikja í tónleikstaðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.