Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Qupperneq 8
Tóku 55 plöntur Lögreglan kallaði til lásasmið til að opna dyrnar en mikil kannabislykt barst úr íbúðinni í Flétturima. Mynd PhoTos K arlmaður á þrítugsaldri var í vikunni dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir fíkni- efnalagabrot í Héraðsdómi Reykjavíkur. Um er að ræða ræktun og vörslu á kannabisplöntum sem ræktaðar voru í dreifingarskyni samkvæmt dómsniðurstöðu. Maðurinn játaði sök í málinu en neitaði því að ræktunin hafi verið ætluð til annars en einkanota. Hann staðhæfði að hluti af efn- inu hafi verið ætlaður til jólagjafa. Í dóminum segir að lögreglunni hafi upphaflega borist ábending um að ólögleg ræktun færi fram í íbúð á þriðju hæð í Flétturima í Grafar- vogi í desember í fyrra. Lögregla fór á staðinn samdægurs og segir í skýrslu að mikil lykt af kanna- bis hafi komið frá íbúðinni. Var hún í kjölfarið opnuð með aðstoð lásasmiðs. Samkvæmt lögregluskýrslu var hald lagt á samtals 55 kannabis- plöntur ásamt átta ljósalömpum, gróðurhúsatjöldum og loftsíum sem notaðar voru til ræktunarinn- ar. Var íbúðin nánast öll lögð und- ir ræktunina. Í yfirheyrslu kvaðst maðurinn hafa kynnt sér aðferð við kannabisræktun á netinu þegar hann var atvinnulaus um skeið. Þar sem magn plantna var talsvert sagðist maðurinn hafa ætlað að gefa kannabisefni í jólagjöf ásamt því að nota það sjálfur. Héraðsdóm- ur komst hins vegar að þeirri niður- stöðu að augljós ásetningur hefði verið að koma efnunum í dreifingu og hlaut því maðurinn sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi auk þess sem honum var gert að greiða allan sakakostnað í málinu eða rúmar 700.000 krónur. Maðurinn hefur tvívegis áður verið dæmdur fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. n svala@dv.is E ignarhaldsfélag í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, bróður hans Ólafs og föður hans, Sigurðar Aðalsteinssonar, flutti inn tæp- ar 50 milljónir króna í gegnum fjár- festingarleið Seðlabanka Íslands til að stunda fasteignaviðskipti hér á landi. Félagið heitir Stellar ehf. Þetta kemur fram í yfirliti yfir skuldabréfaútgáfur á vef Verðbréfaskráningar Íslands þar sem útgáfa Stellar ehf. er dagsett 18. september síðastliðinn. Gylfi á 20 pró- sent í félaginu, faðir hans 20 prósent og bróðir hans 60 prósent. Félagið var stofnað í ársbyrjun 2013 og er skilgreint sem fasteigna miðlun. Stellar er skráð til heimilis hjá Ólafi Sigurðssyni, bróður Gylfa, og er hann framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Ólaf- ur er þekktur kylfingur og golfkennari og er skráður fyrir nokkrum fyrirtækj- um sem stunda smásölu. Þá kemur hann einnig að útgerð föður síns. hefur áður flutt inn fé Líkt og DV hefur fjallað um margoft geta fjárfestar sem eiga fé erlendis flutt peninga til landsins og fengið 20 prósenta afslátt af íslenskum krón- um í gegnum fjárfestingarleið Seðla- banka Íslands. Gylfi Þór og skyldmenni hans hafa áður nýtt sér þessa aðferð við fjár- magnsflutninga til landsins, meðal annars í desember síðastliðinn í gegn- um félagið Blikaberg. Faðir Gylfa, Sig- urður Aðalsteinsson, er útgerðarmað- ur og hefur meðal annars átt og rekið Lotnu á Flateyri og hefur Gylfi stund- að þær fjárfestingar með honum, eða lagt fé til þeirra. Stellar ehf. er hins vegar ekki útgerðarfyrirtæki. Á fjórar fasteignir Félag Gylfa og félaga hefur frá því í febrúar síðastliðinn keypt fjórar fast- eignir í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Um er að ræða fjórar íbúð- ir í umræddum sveitarfélögum – tvær í Kópavogi, eina í Hafnarfirði og eina í Reykjavík – sem keyptar hafa ver- ið. Síðasta íbúðin, sem er í Ásakór í Kópavogi, var keypt á 29 milljónir króna í lok ágúst síðastliðinn. Íbúðir eru allar um og yfir 100 fermetrar að stærð og er kaupverð þeirra á bilinu 25 til 35 milljónir. Nokkur hugur virð- ist því vera í eigendum félagsins. Með hálfan milljarð í laun Gylfi Sigurðsson ætti hins vegar ekki að eiga í vandræðum með um- rædda fjármagnsflutninga til Íslands og íbúðakaupin sem Stellar stendur í. Kaupverð íbúðanna er í kringum hundrað milljónir króna sem nemur um 1/5 hluta af árstekjum Gylfa. Knattspyrnumaðurinn er með um hálfan milljarð króna í árslaun – um tíu milljónir króna á viku. Fá 20 prósenta afslátt Kaup á fasteignum hér á landi geta verið góðar fjárfestingar enda hafa ýmsir sérfræðingar haldið því fram að húsnæðisverð á Íslandi sé enn of lágt og það eigi eftir að hækka. Fag- fjárfestar hafa í auknum mæli byrj- að að stunda fasteignaviðskipti til að ávaxta sitt pund og er fjárfestasjóður sjóðsstýringarfyrirtækisins GAMMA besta og þekktasta dæmið um slíkt en sá sjóður hefur keypt upp vel á annað hundrað íbúðir. Slíkar fjárfestingar í fasteignum eru svo auðvitað sérstaklega hag- stæðar fyrir aðila sem eiga fé erlendis um þessar mundir þar sem þeir geta nýtt sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og fengið 20 prósenta afslátt af íslenskum krónum. Þetta samsvarar því í raun að fjárfestarnir fái eignirnar sem keyptar eru á 20 prósenta af- slætti sem einnig getur hjálpað þeim að komast yfir eignirnar þar sem þeir geta þá yfirboðið aðra áhugasama aðila í kapphlaupi um tilteknar eignir. Ekki náðist í Ólaf Sigurðsson við vinnslu fréttarinnar. n „Félag Gylfa og fé- laga hefur frá því í febrúar síðastliðinn keypt fjórar fasteignir í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Gylfi Þór flutti fé til landsins n Eignarhaldsfélag hans í skuldabréfaútboði n Hefur keypt fjórar íbúðir Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Kaupir íbúðir Eignarhaldsfélag sem að hluta til er í eigu Gylfa hefur keypt fjórar íbúðir á Íslandi það sem af er árinu. Gylfi átti ótrúlegan leik með Tottenham um síðustu helgi þar sem hann skoraði bæði mörk liðsins. Mynd reuTers Kannabis í jólapakkann n Maður á þrítugsaldri dæmdur vegna kannabisræktunar í Grafarvogi 8 Fréttir 20.–22. september 2013 helgarblað Hrækti og sparkaði í lögreglu Héraðsdómur Suðurlands dæmdi á fimmtudag konu til sex mánaða fangelsisvistar fyrir að hrækja í andlit lögreglumanns og sparka í andlit annars lögreglu- manns. Konan játaði brot sín sem áttu sér stað þegar hún neitaði að hlýða fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa íbúð á Selfossi þann 14. júní árið 2012. Í kjölfar handtöku veittist hún að öðrum lögreglumanninum sem var við skyldustörf og hrækti í andlit hans. Þegar búið var að færa hana í lögreglubifreið spark- aði hún í andlit hins lögreglu- mannsins sem var einnig við skyldustörf með þeim afleiðing- um að hann hlaut roða og bólgu á vinstra kinnbeini neðan við auga. Ákvað dómarinn að dæma konuna til sex mánaða fangelsis- vistar og þótti ekki efni til að skil- orðsbinda refsinguna. Menningar- legur Árbær Sunnudaginn 22. september hefjast menningardagar í Árbæ og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í hverfinu alla næstu viku. Þar verður margt um að vera, svo sem íþróttaviðburðir, tónleikar, myndlistarsýning og sundlaugapartí í Árbæjarlaug. Margir koma að viðburð- um og standa saman að því að gera þá sem veglegasta, þar eru á meðal annarra Árbæjarkirkja, Fylkir, grunnskólar hverfisins, Árbæjarlaug, Félagsmiðstöðin Hraunbær og Árbæjarsafn. Ár- bæingar eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima og ganga á alla viðburði menningardaganna, en dagskrána má nálgast á vef Reykjavíkurborgar. Dúnsængur og koddar fyrir veturinn Ítölsk rúmföt frá Bellora Laugavegi 87 - Sími: 511 2004 Fermingargjöfin í ár er Dúnsæng frá Dún og Fiður Laugavegi 87 l sími 511-2004 FERMINGARTILBOÐ D V E H F. 2 01 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.