Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Qupperneq 14
14 Fréttir 20.–22. september 2013 Helgarblað Börnin gjalda fyrir ástandið Þ etta er mjög slæmt frá báðum hliðum og mín skoðun er að vandinn liggi í verðtryggingunni og íbúðalánunum. Það sem gerist er að lánin hækka og hækka og þess vegna hækkar leigan,“ segir Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kom á fót undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á stjórnvöld að gera úrbætur á leigumarkaði sem fyrst. Hún bendir á að vandamál- ið sé vissulega ekki nýtt af nál- inni, hvorki hvað lánin né leigu- markaðinn varðar. Henni þyki það hins vegar orðið ansi þreytandi að stjórnvöld og aðrir sem að þess- um málaflokki koma bendi sífellt á hvert annað. Í umfjöllun DV á mánudag um leigumarkaðinn kom fram að ný hagsmunasamtök leigj- enda telji að samkvæmt lögum eigi sveitar félögin að taka á vandan- um. Jóhann Már Sigurbjörnsson, einn forsvarsmanna samtakanna, vísaði þar í fimmtu grein húsnæð- islaga þar sem fram kemur að sveit- arstjórnir beri ábyrgð á því að leysa húsnæðisþörf fólks. Vill sjá þak á leiguverði Jóhanna er í þeirri stöðu að bæði eiga íbúð sem hún leigir út og vera sjálf á leigumarkaðnum. Hún þekk- ir því bæði hlið leigusala og leigu- taka. Íbúðin sem hún leigir og býr í er bæði minni og ódýrari en sú sem hún á sjálf. Hún segir það vissulega vera ágreiningsmál hvort leigjandi eigi að standa undir öllum lánakostn- aði, eða hvort leigusalar eigi að borga með íbúðum sínum að ein- hverju leyti. Það sé þó ekki á færi allra. „Mér finnst reyndar að það eigi líka setja þak á það hve leigan má vera mikið umfram afborganir af viðkomandi húsnæði.“ Sumir leigusalar stórgræða Hún segir að miðað við það hve leiguverð á mörgum íbúðum sé hátt þá séu eigendur í einhverjum tilfellum að stórgræða á leigunni. „Leiguverð á þriggja herbergja íbúðum er að skríða hratt yfir 200 þúsund krónurnar og jafnvel kom- ið upp í 300 þúsund krónur sums staðar. Og miðað við það þá þyrftu lánin sem leigusalinn er að borga af að vera 30 til 40 milljónir. Það getur bara ekki staðist í raunveruleikan- um miðað við fasteignamarkaðinn. Þrátt fyrir að afborganir af lánum fari hækkandi þá eru skemmd epli á markaðnum sem eru bara í þessu af eintómri græðgi.“ Jóhanna telur því að ef þak yrði sett á það hve hátt leiguverð má vera umfram afborganir á húsnæði þá myndi það strax hafa jákvæð áhrif á leigumarkaðinn. Margir hálfpartinn á götunni Jóhanna hefur sjálf verið tiltölu- lega heppin með húsnæði en á sama tíma hefur hún þurft að horfa á eftir vinum sínum lenda hálfpart- inn á götunni vegna húsnæðis- skorts. Hún segir að fólk sé jafnvel búið að leita að húsnæði upp undir ár, án árangurs. Sumir hafi tök á því að fá inni hjá vinum og ættingjum en aðrir ekki. „Fólk er þá að leita til gistiheimila og skrifstofuhúsnæðis.“ Hún segir marga vera í virkilega erfiðri stöðu og það hafi neikvæð áhrif á fjölskyldulífið. „Það veldur rosalegum kvíða að vera alltaf að flytja. Þetta er sérstaklega erfitt fyrir börnin. Þau upplifa mikið öryggis- leysi að vera að flytja endalaust og þetta getur haft áhrif á þau fram á fullorðinsár.“ Til stendur að afhenda undir- skriftalistann og áskorun til stjórn- valda formlega þegar hagsmuna- samtök leigjenda hafa tekið til starfa, en þau verða formlega stofnuð þann 21. september næstkomandi. Aðgerðir skoðaðar Eftir miklar umræður síðustu vikur um stöðuna á leigumarkaðnum hefur einhver hreyfing komist á málið. Bæjarstjórn Kópavogs hef- ur til að mynda falið embættis- mönnum að kanna hvernig hægt er að efla leigumarkaðinn í sveitarfé- laginu. Þá hefur bæjarstjórnin sam- þykkt tillögu minnhlutans um að bærinn skoði mögulegar ívilnanir vegna lóðaúthlutana til þeirra sem hyggjast byggja leiguíbúðir í bæn- um. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur einnig lagt fram þingsályktun á Alþingi um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkaðinn. Þar er meðal annars kveðið á um að ríkisstjórnin gangist fyrir samkomulagi við sveitarfélögin og aðila vinnumark- aðarins um veitingu stofnstyrkja til leigu félaga sem skuldbinda sig til langtímareksturs á leiguhúsnæði. Sem og að Íbúðalánasjóði verði gert að koma íbúðum í útleigu eða selja þær til leigufélaga sem fyrst. n n Jóhanna vill sjá þak á leiguverði n Kom af stað undirskriftasöfnun Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Sumir stórgræða Jóhanna segir mörg skemmd epli á leigumark- aðnum. Mynd: Sigtryggur Ari Safnar undirskriftum Jóhanna er orðin þreytt á því enginn taki ábyrgð á vandanum á leigumarkaðnum. „Þrátt fyrir að af- borganir af lán- um fari hækkandi þá eru skemmd epli á markaðn- um sem eru bara í þessu af eintómri græðgi. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Bakkabraut 9, Kópavogi LAGERSALA MÚRBÚÐARINNAR Sturtusett Flísar SalerniSturtuhorn Handlaugar Olíufylltir rafmagnsofnar Panelofnar 20% afsláttur Ljós Baðkör Vegna mik illar eftirspurna r til 20. septem ber eða á með an birgðir end ast! Opið kl. 8- 18 Krefur þing- mannsson um milljón Egill Einarsson krefur Inga Krist- ján Sigurmarsson, son fyrrverandi þingmannsins og ráðherrans Álf- heiðar Ingadóttur, um milljón í skaðabætur vegna myndar sem hann deildi á netinu. Á hana var búið að skrifa ásökun á hendur Agli sem lögmaður hans telur refsiverða. „Egill sakar Inga Kristján um að hafa vegið með alvarlegum hætti að æru sinni með uppátæk- inu og þegar ljósmyndin og mynda- textinn séu metin heildstætt sé ljóst að í þeim felist aðdróttanir þess efnis að hann sé sjálfur antikristur, aumingi sem nauðgi konum,“ segir í umfjöllun Kjarnans um málið. Á myndinni, sem dreift var á Instagram, var teiknaður kross á hvolfi á enni Egils og skrifað orðið „aumingi“ þvert yfir andlit hans yfir myndatextanum: „Fuck you rapist bastard.“ Þess er krafist að mynd- textinn verði dæmdur dauður og ómerkur. Þá er þess krafist að Ingi Kristján verði dæmdur til að greiða Agli eina milljón króna í miska- bætur og 150 þúsund krónur til að kosta birtingu forsendna og niður- stöðu dóms í málinu í dagblaði auk alls málskostnaðar. Lokað fyrir umferð Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu lokaði fyrir umferð að Alþingishúsinu á fimmtu- dag vegna opinberrar heim- sóknar Knuds Bartels, hers- höfðingja og formanns hermálanefndar Atlantshafs- bandalagsins NATO. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, var þetta hefðbund- inn viðbúnaður lögreglu vegna opinberra heimsókna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.