Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Síða 19
Þjóðarleiðtoga stendur ekki á sama um njósnir Fréttir 19 n Tekst mannkyninu að bjarga sér? Helgarblað 20.–22. september 2013 n Forseti Brasilíu frestar heimsókn til Washington vegna njósna Bandaríkjamanna Þ að gerist ekki á hverjum degi að þjóðarleiðtogi hafnar því að hitta forseta Bandaríkjanna en slíkt átti sér þó stað í vikunni þegar forseti Brasilíu, Dilma Rousseff, frestaði fyrirhugaðri opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Ástæðan er upplýsingar þær sem Edward Snowden gerði opinber- ar um miklar njósnir Bandaríkja- manna um helstu vinaþjóðir en þar kom fram að leyniþjónustan NSA hafi um langt skeið njósnað um brasilíska stjórnmálamenn og brasilísk stórfyrirtæki. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt gerist og hefur vakið verðskuld- aða athygli og sitt sýnis hverjum. Í heimalandinu eru mun fleiri sam- mála þessari ákvörðun forsetans enda mikið verið fjallað um njósnir Bandaríkjamanna í þarlendum fjölmiðlum. Gögn frá Snowden sýna ekki aðeins að NSA hafi njósnað um háttsetta embættis- menn í landinu heldur líka vaktað ríkisolíufyrirtækið Petrobras. Ekkert traust í samskiptum ríkjanna Njósnirnar á Petrobras hafa, ef eitt- hvað er, vakið meiri óhug innan- lands en hleranirnar hjá embætt- ismönnum landsins sökum þess að ekki er langt síðan miklar nýjar olíulindir fundust undan strönd- um Brasilíu og framundan er útboð til leitar og vinnslu á þeim svæðum sem um ræðir. Nú óttast menn að hafi Bandaríkjamenn hlerað inn í innsta kjarna ríkisolíufyrirtækisins sem séð hefur um útboðið þá sé ekki útilokað að þeir deili þeim upplýsingum með bandarískum olíufyrirtækjum. Þau bandarísku gætu þannig búið yfir upplýsing- um umfram önnur olíufyrirtæki og hagað tilboðum sínum samkvæmt því þegar þar að kemur. Umrædd- ar olíulindir eru afar stórar og tug- milljarðar dollara í húfi fyrir það fyrirtæki sem hnossið hlýtur. Misráðið að mati Bandaríkjamanna Vestanhafs í Bandaríkjunum hefur hver sérfræðingurinn á fætur öðrum stigið fram og lýst yfir hversu misráðið það sé af brasil- íska forsetanum að fresta heim- sókninni. Mál sem þessi sé væn- legast að leysa með samtölum og því sé Rousseff að gera illt verra með slíkum viðbrögðum. En á það hefur verið bent að njósnastofn- unin NSA neiti að gefa nokkrar upplýsingar og hafi neitað öllum þeim þjóðum sem falast hafa eft- ir því. Í Þýskalandi er mikil pressa á Angelu Merkel að krefjast allra upplýsinga sem NSA hefur safnað saman á ólögmætan hátt. Þar var hið sama uppi á teningnum sam- kvæmt gögnum Snowden. Njósn- að var um margar helstu stofnanir í Þýskalandi og sömuleiðis stærstu fyrirtæki landsins. Mál sem dregur dilk á eftir sér Eftir því er þó tekið að Dilma Rouss- eff er ekki hætt við heimsóknina um- ræddu heldur voru formleg skilaboð þau að henni hefði verið frestað – frestað meðan gengið væri úr skugga um hvaða gögn nákvæmlega NSA hafi safnað um Brasilíu og brasil- ísk fyrirtæki. Ekkert bendir til þess að NSA verði við þeirri beiðni enda sagði Edward Snowden sjálfur þegar hann opinberaði sín gögn að þar væri aðeins um lítinn hluta gagna að ræða sem stofnunin hefði orðið sér úti um. Þeir sem til þekkja segja úti- lokað að NSA verði við þeirri beiðni því þá þurfi einnig að svara sams konar beiðnum frá öðrum þjóðum heims. Jafnvel þó það yrði gert mun aldrei gróa um heilt í samskiptum vinaþjóða því NSA mun seint geta sannað hundrað prósent að stofn- unin hefði látið öll gögn af hendi. Staðan á Íslandi Í gögnum Snowden komu ekki fram upplýsingar um hvort Bandaríkjamenn hefðu njósnað um íslensk stjórnvöld, stofnan- ir eða fyrirtæki. Fáir leiðtogar hafa haft þor til að krefjast upp- lýsinga opinberlega og til dæmis var njósnamálið ekki sérstaklega til umræðu á fundi Barack Obama með leiðtogum Norðurlandanna fyrir skömmu. Fram hefur þó komið að Persónuvernd er í sam- starfi við aðila í Evrópu til að fá úr því skorið hvort Bandaríkjamenn hafi stundað njósnir eða hleranir hérlendis. n Forseti sem lætur ekki vaða yfir sig Dilma Rousseff er fyrsti leiðtoginn sem frestar fundi með Bandaríkjaforseta eftir að ljóstrað var upp um miklar njósnir leyniþjónustunnar NSA meðal velflestra vinveittra þjóða. Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Grensásvegi 8 - Sími 553 7300 Opið mánudaga – fimmtudaga 12–18 föstudaga 12–19 og laugardaga 12–17 SOHO/MARKET Á FACEBOOK 6 litir í boði Verð aðeins 9.990 kr. Vinsælu dúnúlpurnar eru komnar aftur M annkynið hefur að minnsta kosti 1,7 billjón- ir ára til að bjarga sér frá tortímingu og flytja annað því á þeim tíma- punkti verður að líkindum óbyggi- legt á jörðinni sökum hita frá sól- inni. Þá verður jörðin komin inn í svokallað hitabelti sólarinnar og svo heitt verður eftir það að höf jarðar munu gufa upp og vatns- laust endist mannkynið stutt. Þetta hafa vísindamenn við háskólann í East Anglia í Bretlandi reiknað út þó reyndar 1,7 billjónir ára séu lág- markið en mannkynið hafi mögu- lega 3,2 billjónir ára til undirbún- ings. Þessar spár taka þó ekki tillit til hlýnunar jarðar sem talið er að geti gert líf á jörðinni óbærilegt löngu fyrir þann tíma. n Jörðin óbyggileg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.