Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Blaðsíða 22
Sandkorn R eyndu að ímynda þér líf án tungumáls, tjáningar og skiln­ ings á umhverfinu. Líf þar sem þú getur ekki tekið þátt í sam­ skiptum við annað fólk eða tjáð hug þinn, greint frá reynslu þinni, upp­ lifun eða líðan. Líf í þögn – ærandi þögn, alltaf. Ímyndaðu þér svo hvernig það væri að vera innilokaður í þessari þögn inn­ an um aðra sem ættu sér sameiginlegt tungumál sem gerði þeim kleift að skilja hver annan. Ímyndaðu þér hvernig það væri að standa hjá og fylgjast með, án þess að eiga nokkra möguleika á því að taka þátt í samræðunum eða skilja það sem fram fer. Hefur þú einhvern tímann lent í að­ stæðum þar sem þú gast hvorki skil­ ið stakt orð sem sagt var eða gert þig skiljan legan vegna tungumálaörðug­ leika? Ef þú hefur einhvern tímann lent í því þá getur það kannski hjálpað þér til þess að reyna að skilja hvernig lífið væri ef við hefðum ekki tungumálið til þess að tjá okkur. Það væri ansi dapurt. Íhugaðu svo stöðu heyrnarlausa, sem var meinað að nota íslenskt táknmál fram yfir 1980, tungumál sem hvort eð er enginn kunni, ekki einu sinni foreldrar þeirra eða kennarar. Þeir áttu að lesa af vörum og læra að tala, jafnvel þótt þeir væru heyrnarlausir og gætu það ekki. Þegar tungumálið var tekið af þeim urðu þeir einangraður hópur sem bjó við verulega skert lífsgæði og var varnarlaus gagnvart misnotkun og kúgun. Heyrnar­ lausir voru ekki hluti af samfélaginu, þeir voru mállausir og utangarðs. Rödd þeirra var tekin af þeim. Fyrir utan hættuna sem skapast við slíkar aðstæður þá eru börn sem geta ekki tjáð sig líklegri til þess að búa við skapbræði, einbeitingarskort og ein­ angrun. Börn sem skilja ekki tungumálið eiga líka erfiðara með að skilja umhverf­ ið, læra reglurnar og fylgja fyrirmælum. Um leið er erfiðara að mynda tilfinn­ ingaleg tengsl, öðlast öryggi og sjálfs­ skilning – hvernig er hægt að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd ef þú skilur hvorki þig né aðra? Seinna varð íslenska táknmálið viðurkennt sem tungumál sem er jafn­ rétthátt íslenskunni, en enn þurfa heyrnarlausir að berjast fyrir rétti sínum. Takmörkuð túlkaþjónusta útilokar þá frá þátttöku í ýmsum þáttum daglegs lífs og þeir hafa nú sent frá sér ákall um að þessi þjónusta verði ekki skert, enda úti­ lokað að hægt sé að ganga á rétt þeirra með þeim hætti og viðhalda þannig fé­ lagslegri einangrun sem hefur þegar við­ gengist allt of lengi. Einmanaleiki er tilfinning sem margir úr þessum hópi þekkja, en í rannnsókn frá árinu 2005 kom fram að heyrnar­ lausir karlmenn eiga erfiðara uppdráttar en heyrnarlausar konur, að menntunar­ stig heyrnarlausra var lægra en almennt gengur og gerist, þeir voru oftar ein­ hleypir og höfðu meiri samskipti innan hópsins en við sem heyrum. Aðskilnaðurinn er skiljanlegur í ljósi þess að íslenska táknmálið er framandi flestum heyrandi og aðeins á færi þeirra sem hafa lagt sig fram um að læra það. Heyrnarlausir eru því háðir túlkum á meðan hér búa tveir hópar sem skilja ekki hvorn annan vegna tungumála­ örðugleika. Heyrnarlausir geta ekki lært tungumál meirihlutans, eins og börn með annað móðurmál læra íslensku, en meirihlutinn getur lært táknmál. Er einhver fyrirstaða fyrir því að ís­ lensk börn læri táknmál líkt og þau læra ensku og dönsku í skóla? Heyrnarlaus­ ir eru vissulega fámennur hópur en það hlýtur að vera leiðin að réttlæti, jöfnuði og sanngirni að þeir geti tjáð sig milli­ liðalaust. n Stefán Hafnfirðingur n Hinn góðkunni trúmaður og verkalýðsforkólfur Stefán Einar Stefánsson er fluttur í Hafnarfjörðinn ásamt maka sínum sem ólst upp í bænum. Lítið hefur spurst til Stefáns Einars, sem er kristilegur íhaldssmaður, síðan hann hrökklaðist frá völdum í VR eftir erfiða tveggja ára veru hjá stéttar­ félaginu. Pæla Hafn­ firðingar nú í því hvort Stef­ án Einar hyggi á framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinnn í bænum en talið var að hann liti á formannsstöð­ una í VR sem stökkpall út í pólitík áður en babb kom í bátinn. „Blaðurfulltrúi“ beraður n Jónas Kristjánsson bloggari hjólaði í Björn Inga Hrafnsson, útgefanda Eyjunnar og Pressunnar, á heimasíðu sinni á mið­ vikudaginn. Hélt Jónas því fram að Björn Ingi skrifaði nafn­ lausar greinar á Eyjuna og Pressuna sem væru hag­ stæðar Framsóknarflokkn­ um og Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni. Jónas kallaði Björn Inga „blaðurfulltrúa í felum“ en eftir því hefur ver­ ið tekið um langt skeið hve umræddar nafnlausar grein­ ar eru yfirleitt heppilegar fyrir Framsókn, gamla flokk­ inn hans Björns Inga. Frá Nova til Símans n Vilji er nú innan lífeyris­ sjóðanna til að koma Orra Haukssyni, fram­ kvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, í forstjórastól Skipta í stað Steins Loga Björnssonar sem rekinn var á dögun­ um. Skipti er móðurfélag Símans. Í Kjarnanum á fimmtudag kom fram að Helga Magnús- syni, stjórnarformanni Líf­ eyrissjóðs verslunarmanna, væri sérstaklega umhugað um þetta. Ef Orri verður forstjóri býr hann að þekk­ ingu sem hann aflaði sér í starfi hjá öðru símafyrirtæki, nefnilega Nova, en hann og Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigandi þess símafyrir­ tækis, eru góðir vinir líkt og DV hefur greint frá. Öllum hann- yrðum fylgir ró Sá illa í kjölfarið Tinna Þóru Þorvaldsdóttir gaf út heklbók. – DV Bergþór Pálsson datt af hjóli á Laugaveginum. – DV Þögnin„Þeir voru mállausir og utangarðs. Rödd þeirra var tekin af þeim. V ið þurftum því miður að láta aflífa hundinn okkar, Erró, fyrir skömmu. Það var afar sár reynsla, ekki bara fyrir okk­ ur hjónin heldur alla í fjölskyldunni. Þrátt fyrir að börnin séu löngu flutt að heiman þá var Erró einn af fjöl­ skyldunni. Barnabörnin höfðu líka tekið ástfóstri við þessa stóru loðnu skepnu. Erró varð því miður ekki nema tæplega sex ára gamall. Erró var afar duglegur hundur og mikill göngu­ og fjallagarpur. Hann var af þýsku fjárhundakyni og þurfti mikla hreyfingu og krefjandi verk­ efni til að fást við. Hann var til dæmis meistari í sporaleit og óralangar gönguskíðaferðir í Bláfjöllum og Heið­ mörk voru í miklu uppáhaldi hjá hon­ um. Þýski fjárhundurinn hefur genetískt sterkt varðhundaeðli. En þrátt fyrir að Erró gelti hátt og mikið um leið og einhver nálgaðist húsið okkar, var hann í raun mikið ljúfmenni. En þegar hann brá sér í hlutverk varðhunds­ ins fannst fólki hann hins vegar ekki sérlega árennilegur. Erró hafði þá kol­ röngu sýn á tilveruna að raðhúsalengj­ an sem við búum í og næsta nágrenni tilheyrði honum einum og fjölskyldu hans. Þetta svæði fannst honum að hann yrði að vernda. Ég veit að elsku­ legir nágrannar mínir þurftu stundum að taka á honum stóra sínum þegar þeir komu heim til sín og Erró stóð geltandi og gólandi, eins og þeir væru einhverjir innbrotsþjófar. Frægur hundur Þess á milli var Erró mikill öðlingur og mjög hændur af mannfólki. Hann vildi helst helst kúra þétt að eigendum sín­ um uppi í sófa eða liggja á gólfinu við fætur þeirra. Hann elskaði líka að fá að fara með í bílinn því þá gat verið ná­ lægt húsbændum sínum. Erró var nokkuð frægur af hundi að vera, en sem betur fer af góðu einu. Myndir af honum hafa birst bæði í dagblöðum og tímaritum og hann kom meira að segja fram í sjónvarpsþættin­ um Sjálfstætt fólk hjá Jóni Ársæli. En hvað gerðist? Af hverju þurfti að svæfa þennan góða vin. Erró var stór. Hann slagði hátt í 50 kíló. Fyrir nokkrum mánuðum fórum við að taka eftir því að hann var orðinn haltur. Dýralæknirinn úrskurðaði að hann væri með slitið liðband og hann fór í stóra aðgerð þar sem gert var við meiðslin. Eftir aðgerðina fylgdu sannkallaðir hundadagar fyrir Erró, því þessi mikli höfðingi var drag­ haltur og kvalinn eftir aðgerðina, og þurfti auk þess að burðast með stór­ an „lampaskerm“ um höfuðið til þess að koma í veg fyrir að hann sleikti sárið. Hann gat sig lítið hreyft því lampaskermurinn rakst alls staðar utan í og lá að mestu fyrir. Samt fór hann daglega í göngutúra til endur­ hæfingar en þeir máttu bara vera mjög stuttir. En svo kom annað áfall. Rúmum sex vikum eftir uppskurðinn, þegar vinstri löppin var farin að jafna sig þá brást liðbandið á hægri fæti. Líklega hefur hann ekki þolað álagið af því að þurfa að bera þetta stóra dýr á meðan vinstri löppin var ónothæf. Nú var Erró orðinn afturlappalaus og gat ekki gengið. Tómlegt í húsinu Það voru þung spor að fara með Erró upp á Dýraspítalann í Víðidal. Það hjálpar þó við þessar aðstæður að starfsmenn þar eru alveg yndis­ legt fólk og sannir dýravinir. Erró var brenndur og aska hans hvílir nú í garðinum hér heima. Það er afskap­ lega tómlegt hér í húsinu. Búið er að pakka saman öllum þeim eigum sem tilheyrðu Erró. Ótal hálsólum, sér­ stakri jólaól, hundamat og skálum, hundasjampóum og hundamottum, auk búrsins sem hann svaf alltaf í og er risastórt. Þar fann hann til öryggis og svaf vært allar nætur. Eina litla sögu má ég til með að segja af Erró svona því hann var svo gáfaður. Hann skildi mjög mörg töluð orð. Það orð sem hafði hvað mest áhrif á hann var „bíll“. Þegar hann heyrði það þá spenntist hann upp af gleði og lét ófriðlega þar til að eigendurnir voru tilbúnir. Það gat verið mjög óþægilegt að hafa þetta 50 kílóa, yndislega, loðna flykki flaðrandi upp um mann þegar maður var að hafa sig til, með öllum hárunum og hunda­ slefinu sem því fylgdi. Því var oft brugðið á það ráð að nota ensku, til að plata hann svolítið, svo að allt myndi ekki um koll keyra. „We are going to car“ sögðum við og Erró var hinn ró­ legasti, en ef við sögðum „við erum að fara í bílinn“ þá varð hann hams­ laus af gleði og tilhlökkun. Blessuð sé minning okkar fallna félaga. Fallinn félagi Leiðari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 22 20.–22. september 2013 Helgarblað Sviðsett mynd. Aðsent Elín Hirst „Erró var nokkuð frægur af hundi að vera, en sem betur fer af góðu einu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.