Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Side 32
H armsaga er nýtt leikrit eftir rithöfundinn og ritstjórann Mikael Torfason. Verkið fjallar um ung hjón sem eru föst í vítahring átaka sem ætla engan enda að taka. Þetta er fyrsta leikrit Mikaels í Þjóðleikhús- inu en hann hefur áður sent frá sér fimm skáldsögur og bíómynd. Hann segist ekki aðskilja blaðamennskuna og starf rithöfundarins. Hann vilji rannsaka samfélagið og mannlegar tilfinningar. Hver var kveikjan að Harmsögu? „Mig hefur lengi langað til að skrifa leikrit sem væri eins konar óður til rifrildisins. Rifrildi eru bæði ótrú- lega dramatísk en á sama tíma fyndin. Leikritið fjallar um rifrildi sem fer gjörsamlega úr böndunum. Um leið og það getur í sjálfu sér verið tragí kómískt er það fyrst og fremst tragískt. Við sjáum í fréttun- um nokkrum sinnum á ári fréttir um alvarlegt ofbeldi í garð kvenna og stundum eru þessi mál svo hrikaleg að þau enda á morði. Og mér hefur alltaf fundist það forvitnilegt hvar þessi spírall tortímingar hefst. Mig langar ekki bara að skoða hvað skilur okkur frá svona fólki heldur líka hvað við eigum sameiginlegt með því. Það er erfitt að eiga í nánu tilfinninga- sambandi. Maður getur orðið sár og afbrýðisamur – maður segir hluti sem maður sér eftir, maður þarf að bæta sig og biðjast afsökunar. Þegar maður skoðar þessa ástríðuglæpi þá sér maður ofboðslega margt sem maður sjálfur á sameiginlegt með því fólki sem þar á í hlut.“ Ungir leikarar í aðalhlutverkum Leikstjóri Harmsögu er Una Þor- leifsdóttir. Hún stundaði nám í leik- stjórn í Bretlandi, hefur síðustu ár starfað sem kennari við leiklistar- deild Listaháskóla Íslands og unnið að uppbyggingu námsins Fræði og framkvæmd. Una hefur leikstýrt lokaverkefnum hjá nemendum í leiklistardeild en þetta er hennar fyrsta leikstjórnarverkefni hér heima í atvinnuleikhúsi. Harmsaga var upprunalega flutt sem útvarpsleikrit á síðasta ári í Út- varpsleikhúsinu. Þá voru Vignir Rafn Valþórsson og Sara Dögg Ásgeirs- dóttir í hlutverki parsins. Nú leikur Elma Stefanía Ágústsdóttir konuna og Snorri Engilbertsson manninn. Bæði eru þau ungir leikarar þó Snorri hafi getið sér gott orð fyrir leik í kvik- myndum auk þess sem hann hef- ur verið fastráðinn hjá Þjóðleikhús- inu frá útskrift og lék á síðasta leikári stórt hlutverk í Englum alheimsins, Dýrunum í Hálsaskógi og Jerúsalem. Elma Stefanía er nýútskrifuð og er þetta hennar fyrsta hlutverk í Þjóð- leikhúsinu. Hún er einnig eiginkona leikskáldsins Mikaels Torfasonar. Gekk ritun verksins þér nærri? „Nei, alls ekki. Ég kláraði fyrsta upp- kast að verkinu daginn fyrir brúð- kaup okkar Elmu Stefaníu. Það var í raun miklu frekar eins konar hreinsun. Eftir að hafa skrifað svona leikrit verður næsta rifrildi fárán- lega fyndið. Maður ætlar kannski að byrja á einhverjum reiðilestri og þá heyrir maður í sjálfum sér og hugsar: djöfull er ég hallærislegur. Þetta var eiginlega ákveðin frelsun fyrir mig, uppgjör mitt við tilfinningabeyglur inni í mér. Að því leytinu til er þetta persónulegt verk – eins og reyndar öll mín verk eru en ég tek samt fram að það er líka alveg ótengt mér og mínu lífi. Ég notast við aðferðir „New Journalism“. Ég lagði fyrir mig fullt af alvöru málum sem hafa verið í frétt- um – bara nú síðast í febrúar í fyrra í Hafnarfirði þar sem maður varð unn- ustu sinni að bana. Þar hefur rifrildið eignast sitt eigið líf, sturlunin verður algjör. Ég hef í starfi mínu sem blaða- maður kynnst fjölda svona mála en svo býr maður til eitt mál, eina sögu sem er týpísk, eins konar steríótýpa af svona máli. Ég held að hver kyn- slóð sem sjái leikritið muni finna sitt mál og tengja við það. Og svo getur maður tengt við eigin raunveruleika og reynslu og þá skiptir kyn næst- um því engu máli. Ég held að margir karlmenn geti upplifað sig í stöðu konunnar í Harmsögu og öfugt.“ Geturðu útskýrt „nýju blaðamennskuna“ nánar? „New Journalism gengur út á að beita atriðum rannsóknarblaðamennsku og rannsóknar við skáldskap. Ég get tekið sem dæmi fyrstu bókina mína. Falskan fugl. Hún kom út árið 1997 og fjallar um dópsala í Grafarvog- inum. Margir tóku bókinni sem al- gerri fantasíu og hrósuðu henni sem slíkri meðan aðrir litu á hana sem raunsæis verk. Í mínum huga er hún fyrst og fremst dæmi um New Journa- lism skáldskap. Ég var að vinna með heim sem var á þeim tíma tiltölulega óþekktur – en við þekkjum samt vel í dag. Ég var að fjalla um handrukk- arana, smákrimmana, útlitsdýrk- unina, gæja sem keyrðu um á stoln- um bílum og seldu dóp. Ein ástæðan fyrir því að bókin er enn lesin í dag og orðin hálfgert költ er að hún birti mynd af heimi sem þá var fólki hul- inn. Og í bókinni var falin rannsókn af minni hálfu, í stað þess að skrifa fréttaseríu bjó ég til skáldverk og til- búnar persónur. Þarna var samfélag- ið að breytast, gamlir tímar að hopa fyrir nýjum og mér fannst New Jo- urnalism-tólið hið rétta til að fjalla um þessar breytingar.“ Greinir þú á milli blaðamanns- ins Mikaels og rithöfundarins? „Nei, mér finnst þetta algjörlega sami maðurinn. Það fer í taugarnar á mér að við erum alltaf að hólfa fólk nið- ur. Þessi er blaðamaður og þessi er myndlistarmaður og svo fram vegis. En tökum mann eins og William Blake. Hann var myndlistarmað- ur, skáld og líka blaðamaður. Hann vildi færa okkur tíðindi. Hann sagði okkur hvernig litla stráknum líður sem var að þrífa skorsteina. Sama er að segja um rómantísku skáldin, Shelley og Byron, þau voru líka að færa okkur tíðindi, lýsa aðstæðum og hugmyndaheimi. Það er það sem ég vil gera í blaðamennsku. Sem blaða- maður er ég rithöfundur og sem rit- höfundur er ég blaðamaður. Mér finnst þessi hlutverk jafn mikilvæg.“ Heppinn með samstarfsfólk Harmsaga er frumsýnd nú um helgina og segist Mikael spenntur að sjá frumburðinn lifna við á sviði. Hann segir hópinn sem stendur að sýningunni glæsilegan. Tónlistar- maðurinn John Grant semur tón- list við leikritið, Eva Signý Berger hannar sviðsmynd og leiklistar- fræðingurinn Halldór Halldórsson er dramatúrg verksins. Hver er munurinn á að skrifa leikrit eða bók? „Þetta eru tveir aðskildir heimar. Í leikhúsi skiptir ferlið öllu máli. Maður þarf að treysta öðru fólki Óður til rifrildisins 32 20.–22. september 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Kjánaleg yfirstétt“ „ Falleg þroskasaga“ Blue Jasmine Woody Allen The Kings of Summers n Beitir aðferðum „nýju blaðamennskunnar“ til að skrifa leikrit um rifrildi sem leiðir til morðs Leikhús Símon Birgisson simonb@dv.is „Sem blaðamaður er ég rithöfundur og sem rithöfundur er ég blaðamaður. Mér finnst þessi hlutverk jafn mikil- væg. „Þetta var eigin- lega ákveðin frels- un fyrir mig, uppgjör mitt við tilfinningabeyglur inni í mér. Mikael Torfason Byggir leikritið á raunverulegum fréttum úr íslenskum samtíma. Vítahringur átaka Snorri Engilbertsson og Elma Stefanía í hlutverkum sínum í Harmsögu. Mynd eddi Nóbelskjóll Elísabetar„ Á bókmenntahátíðinni í síðustu viku hitti ég nefndarmann í Nóbels- nefndinni, ég sagði honum frá því þegar ég var lítil stelpa að labba í skólann á morgn- ana var mig alltaf að dreyma um Nóbelsverðlaunin, og svo þegar fram liðu stundir fékk ég mér Nóbelskjól svo ég vissi nú í hverju ég ætti að vera þegar ég fengi Nóbelsverðlaunin og þyrfti ekki að hugsa meira um það, svo gaf ég nefndarmanninn Bænabókina af því ég hafði aldrei hitt neinn í nefndinni. - Ég mun sýna hana hinum í nefndinni, sagði hann. Þakka þér fyrir, sagði ég og sá fyrir mér Bænabókina ganga manna á meðal í Nóbelsnefndinni. Hefur eitthvað komið út eftir þig á sænsku, sagði hann. Nei því miður, sagði ég, en það er búið að þýða heilmikið. Ég skil, sagði hann, Nóbelsverð- launin gætu kannski hjálpað uppá það. elísabet Jökulsdóttir lætur sig dreyma. – Facebook Samhengislaust og seigfljótandi„ Nóg er um uppákomur og hamagang í kringum fjöl-skylduna. Of mikið í raun þar sem sagan teygir sig í ýmsar áttir og fjórmenn- ingarnir þurfa allir sitt pláss. Myndin verður því seigfljótandi og samhengislaus þótt góðir brandarar á stangli fleyti manni í gegn- um hana framan af. Besson nær síðan upp ágætis spennu í lokin þegar félagar De Niros frá New York mæta til leiks, gráir fyrir járnum, í hefndarhug. Þá sleppir Besson fram af sér beislinu í byssubardögum, sprengingum og sæmilega ruddalegu ofbeldi. Hann hefði bara þurft að hafa línurnar skarpari og hafa miklu meira jafnvægi á milli gríns og spennu. Þá hefði hann mögulega sloppið fyrir horn. Þórarinn Þórarinsson um nýjustu mynd Luc Besson Malavita. – Svarthöfði Prjón er líka menning„ Prjónamenning lifir góðu lífi á netinu þótt hún sjáist ekki á yfirborðinu. Fjöldi prjónablogga er til vitnis um það en þau eru ekki skráð á blogggáttina og af því lítið er um upphrópanir og garg þegar prjón ber á góma er þeim heldur ekki deilt á Facebook í stórum stíl. (Sé samt alveg fyrir mér fyrirsögnina: „Segir engu máli skipta hvernig slétt lykkja snýr!“ og meðfylgjandi gargið í „virkum í athugasemdum“ … en er dálítið fegin að prjón skuli ekki teljast til hitamála.) Á Facebook eru stórir og virkir umræðuhópar prjónenda sem ræða málin án þess að skerist nokkru sinn í odda með þeim; þar fer allt fram í fullkomnu systrerni. Harpa Hreinsdóttir skrifar um íslenska prjónamenningu. – Bloggsíða Hörpu Sigur Rós í Malasíu„ Sigur Rósar aðdáendur í Malasíu eru hressir. Þar er stöndugt fyrirtæki sem heitir Sigur Ros. Ætli strákarnir viti af þessu? doktor Gunni skrifar um dularfullt fyrir- tæki í Malasíu. – Blogg Doktor Gunna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.