Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Síða 33
og líta á sig sem auðmjúkan þjón sýningarinnar. Ég naut þess að vinna með Unu og þetta er fyrsta sýningin hennar í Þjóðleikhúsinu og ég þurfti líka að þjóna henn- ar sýn og öllum þeirra sem koma að verkinu. Ég hef verið ótrúlega heppinn með samstarfsfólk, leik- myndin er flott, tónlistin eftir John Grant er frábær, svöl og algjörlega í hans stíl. Það er allt annað að vinna með svona stórum hóp af skapandi fólki en að vera lokaður einn inni í eigin heimi með skáld- sögu. Ég er orðinn 39 ára gamall og kannski var ég bara fyrst núna tilbúinn að sleppa tökunum og vinna af auðmýkt með öðru fólki að svona verki. Maður verður að vera auðmjúkur því á einhverj- um tímapunkti er þetta ekki bara sýningin „manns“. Þetta er sýning hópsins, allra sem koma að henni og ef ég hefði verið einn við stjórn- völinn og ráðið öllu þá væri loka- niðurstaðan ekki svona stórkost- leg.“ n Óður til rifrildisins Menning 33Helgarblað 20.–22. september 2013 „Náhirðin fær á baukinn“ „Að elska og eldast“ „Leynist ófreskja undir rúminu?“ Maður að mínu skapi eftir Braga Ólafsson Before Midnight Joyland Stephen King n Beitir aðferðum „nýju blaðamennskunnar“ til að skrifa leikrit um rifrildi sem leiðir til morðs Harmsaga Höfundur: Mikael Torfason Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Tónlist: John Grant Leikarar: Elma Stefanía Ágústsdóttir, Snorri Engilbertsson Frumsýnt í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 20. september. S ýningin Íslensk vídeólist frá 1975–1990 var opnuð í Hafnarhúsinu í vikunni og má finna þar verk eftir ís- lenska listamenn sem flest voru frumsýnd hér á landi á ní- unda áratugnum. Steina og Woody Vasulka eru oft talin vera brautryðj- endur í vídeólist á alþjóðlegum skala en þau voru með þeim fyrstu til að sýna vídeólist opinberlega í galler- íinu The Kitchen sem þau stofnuðu í New York árið 1971. Fleiri frum- kvöðlar þessarar stefnu tengjast Ís- landi – bandaríska vídeólistakonan Joan Jonas sem tók upp Volcano Saga hér á níunda áratugnum, víd- eóverk sem byggt var á Laxdælu með Tildu Swinton í aðalhlutverki. Nam Jun-Paik, kóresk-bandaríski flúxus- listamaðurinn sem oft er kallaður „faðir vídeólistarinnar“ kom fram í Reykjavík á vegum íslenska raftón- listarhópsins Musica Nova árið 1965 og vakti mikinn usla meðal sóma- kærra Íslendinga. „[Hann] kom hér í fylgd með kvenvélmenni rétt fyrir miðjan 7. áratuginn og hélt músík- „happening“ í Lindarbæ […]. Mælt- ist þessi uppákoma misjafnlega fyrir eins og lög gera ráð fyrir,“ ritaði Ólaf- ur Lárusson í Þjóðviljann árið 1979. Beint framhald af málaralist Ólafur er einnig frumkvöðull í vídeó- list en hann er fyrsti íslenski lista- maðurinn til að taka upp gjörning á vídeó, svo vitað sé. Það var gjörn- ingurinn Regnbogi 1 sem tekinn var upp í Gallerý SÚM árið 1978 en stillur af því myndskeiði má sjá á sýningunni. Íslensk vídeólist hefur nefnilega frá upphafi gjarnan teygt sig yfir í aðra miðla, til dæmis inn- setningar og gjörninga. Mörg verk- anna á sýningunni, til að mynda Allvision og Vestrið eftir Steinu Vasulka eða Skortur eftir Þór Elís Pálsson, eru slík að vídeóin standa ekki ein og sér. Í miðju innsetningar- innar Allvision er róterandi apparat með tveimur myndavélum á hvor- um enda sem beinast báðar að speg- ilkúlu í miðjunni. Umhverfið endur- speglast í kúlunni og hvor helmingur rýmisins sést síðan á tveimur skerm- um. Í Skorti er einnig unnið með þessar aukavíddir sem miðillinn býður upp á. Menningin fer í hringi Það hefur ekki verið auðvelt að stunda vídeólist á Íslandi í upp- hafi, þótt margir þessara listamanna hafi notið vinsælda innan brans- ans. Ekki hjálpaði heldur til áhuga- leysi og tækjaskortur á Íslandi, enda lærði stór hluti þessara Íslendinga í Hollandi og framleiddi sín fyrstu vídeóverk þar. Eins og flestir vita fer menningin oft í hringi og nú er mið- illinn kominn aftur í tísku hjá ung- um listamönnum þrátt fyrir að vera orðinn á margan hátt úreltur tækni- lega séð. Menn eru að átta sig aftur á því að þær brenglanir sem stafa af VHS fikti skapa oft lífræna áferð og fegurðin verður að miklu leyti til af óvæntum bjögunum og brenglunum. Í rauninni hefur miðillinn verið að ganga í gegnum endurnýjunarskeið í nokkur ár. Þannig tók leikstjórinn frægi Harmony Korine upp kvik- mynd í fullri lengd á VHS árið 2009, Trash Humpers, og fjölmörg tónlist- armyndbönd eru tekin upp á VHS nú til dags. Þetta stafar kannski líka af því að ungir listamenn eru nú á þeim aldri að miðillinn vekur upp ákveðna nostalgíu hjá þeim. Þurr og leiðinleg? Vídeólist hefur lengi haft það orð á sér að vera þurr og leiðinleg, sam- anber íslenskan blaðamann sem spurði eitt sinn Steinu Vasulka á blaðamannafundi í Hollandi á ní- unda áratugnum: „En af hverju þarf þetta að vera svona leiðinlegt?“ All- ar listaspírurnar í herberginu rang- hvolfdu vafalaust augunum en að mati blaðamanns er þetta góð og gild spurning – vídeólist getur nefni- lega verið ótrúlega leiðinleg. Hins vegar fá þessir fyrstu íslensku vídeó- listamenn grænt ljós þar sem mið- illinn var á frumstigi og bauð ekki endilega upp á þá fjölmörgu tækni- legu möguleika sem stafræn tækni býður upp á í dag. Sjálfur „faðirinn“ Nam June-Paik, orðaði þetta í raun manna best: „Tilraunasjónvarpið mitt er ekki alltaf áhugavert og held- ur ekki alltaf hið gagnstæða: það er eins og náttúran, sem er falleg ekki af því að hún breytist fallega, held- ur einfaldlega vegna þess að hún breytist.“ Hellamannagenin virkjuð Á sýningunni Brunnar eftir litháíska listamanninn Žilvinas Kempinas er einnig unnið með VHS en þó á gjör- samlega ólíkan hátt. Verkin, sem eru átta talsins, eru skúlptúrar þar sem gólfviftur hafa verið lagðar flat- ar á jörðina og blása löngum ræmum af segulbandi til hliðanna. Böndin bylgjast og flökta í stanslausri rás fram og aftur. Samkvæmt Kempinas vildi hann „virkja rýmið í herberginu“ og hafa verkin sannarlega tilskilin áhrif. Virkni þessara „ready-made“ hluta úr hversdagsleikanum skapa nýjan heim sem er gjörsamlega dáleiðandi. Hugsanlega kveikir verk- ið á hellamannagenunum og minna bylgjurnar þá kannski á sjávar bylgjur eða hreyfingar eldsins. Hellislíkingin og „hyperrealité“ Annar litháískur listamaður, Tomas Martišauskis er með sýninguna Vera og á hún það sameiginlegt með hin- um sýningunum að hún fæst einnig við þær aukavíddir sem stafræn og hliðræn (e. analog) tækni býður upp á. Það mætti segja að verkið væri myndræn útfærsla á „simulacrum“ hugtaki franska póstmódernistans Baudrilliards í listrænu samhengi en simulacrum er eintak af einhverj- um hlut sem annaðhvort hefur alltaf verið óraunverulegur eða hefur ekki lengur frumeintak. Þessi „vera“ var sköpuð fyrir ákveðið rými og fæst sýningin við samband hlutarins og rýmisins þegar hlutnum hefur verið skipt út fyrir „simulacrum“ hans. Ekkert segulband er að finna á sýningunni heldur stendur sýningin föstum fótum í hinni stafrænu nútíð þar sem kenningar Baudrilliards um „hyperréalité“ og jafnvel Hellislíking Platóns hafa sjaldan verið jafn við- eigandi. Það er áhugavert að fá innsýn inn í litháíska nútímalist sem er greini- lega frjósöm og hugmyndarík og blaðamaður sendir hlýjar kveðjur til vina okkar í austri. n Simulacra og segulbönd n Íslensk vídeólist og litháísk nútímalist í Hafnarhúsinu Brunnar eftir Žilvinas Kempinas Unnið með segulbandið á nýstár­ legan hátt. Mynd SigTryggur Ari Allvision og Vestrið eftir Steinu Vasulka Í miðju innsetningarinnar Allvision er róterandi apparat með tveimur myndavélum á hvorum enda sem beinast báðar að spegil­ kúlu í miðjunni. Mynd SigTryggur Ari Myndlist Þórður Ingi Jónsson thordur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.