Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2013, Page 41
Stöð 3 Afþreying 41Helgarblað 20.–22. september 2013 DiCaprio leikur forseta n Woodrow Wilson var einn áhrifamesti maður 20. aldar S íðasta mynd Leonardo DiCaprio, The Great Gatsby, skilaði fram- leiðendunum Warner Bros gríðarlegum tekjum og það er því ekki að undra að þeir séu æstir í að halda í DiCaprio. Þeir hafa nú hafið undirbúning að mynd um Woodrow Wilson, 28. for- seta Bandaríkjanna, og fengið DiCaprio til að taka að sér að- alhlutverkið. Myndin er byggð á bók A. Scott Berg og heitir einfaldlega Wilson. Áður en Wilson varð for- seti hafði hann verið rektor við Princeton-háskóla frá 1902– 1910 og síðan ríkisstjóri í New Jersey í tvö ár. Hann var fram- bjóðandi demókrata í forseta- kosningunum árið 1912, og sigraði ríkjandi forseta, Robert Taft, og fyrrverandi Bandaríkja- forseta, Theodore Roosevelt. Wilson var framfarasinnað- ur á fyrsta kjörtímabili sínu og vann með naumindum endur- kjör árið 1916 með slagorðun- um He kept us out of war. Wilson sá til þess að Banda- ríkjamenn slógust í hóp með bandamönnum í heimsstyrj- öldinni fyrri og í lok stríðsins þrýsti hann á um friðarsamn- inga sem fólu í sér að Banda- ríkjamenn myndu slást í hóp með með friðarbandalagi þjóða. Bandaríkjaþing, sem var stjórnað af repúblikön- um á þeim tíma, neitaði hins vegar að fullgilda samn- inginn. Þegar hann átti eitt ár eftir af kjörtímabilinu fékk hann heilablóðfall og síðari eiginkona hans, Edith, tók við stjórnartaumum. Nú hundrað árum eftir að hann tók við völdum er hann enn einn af áhrifamestu mönnum 20. aldarinnar. n Laugardagur 21. september Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport 08.00 Morgunstundin okkar 08.01 Tillý og vinir (39:52) 08.12 Háværa ljónið Urri (14:52) 08.23 Sebbi (26:52) (Zou) 08.34 Úmísúmí (Team Umizoomi) 08.57 Abba-labba-lá (7:52) 09.10 Litli Prinsinn (20:27) 09.33 Kung Fu Panda - Goðsagnir frábærleikans (23:26) 09.56 Robbi og Skrímsli (2:26) 10.19 Skúli skelfir (25:26) 10.30 Útsvar (Borgarbyggð - Hornafjörður). e. 11.35 360 gráður (17:30) e. 12.10 Með okkar augum (5:6) e. 12.40 Kastljós Endursýndur þáttur. 13.05 Golfið e. 13.35 Mótorsport (1:3) e. 14.05 Kiljan e. 14.50 Útúrdúr e. 15.40 Popppunktur 2009 (14:16) (Buff - Jeff Who?) e. 16.30 Á allra vörum Endursýnt 17.30 Táknmálsfréttir 17.40 Bombubyrgið (3:26) e. 18.10 Ástin grípur unglinginn 18.54 Lottó 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.40 Ævintýri Merlíns (4:13) (The Adventures of Merlin V) Breskur myndaflokkur um æskuævintýri galdrakarlsins fræga. Meðal leikenda eru John Hurt, Colin Morgan og Bradley James. 20.30 Hljómskálinn (80’s) Þáttaröð um íslenska tónlist fleytifull af skemmtilegheitum og fjöri. Sig- tryggur Baldursson og félagar fara yfir víðan tónlistarvöll og yfirheyra goð og garpa íslenskr- ar tónlistarsögu. Að þessu sinnii verður kveikt á vindvélunum og axlapúðarnir látnir standa fram úr ermum því að þátturinn er helgaður tónlist níunda áratugarins. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 21.05 Hraðfréttir Benedikt og Fannar líta yfir atburði liðinnar viku. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e. 21.15 Indiana Jones og síðasta krossferðin 8,3 (Indiana Jones and the Last Crusade) Hér á garpurinn Indiana Jones á í útistöðum við nasista sem hafa rænt föður hans. Leikstjóri er Steven Spielberg og í helstu hlutverkum eru Harrison Ford, Sean Connery, Denholm Elliott, Alison Doody og John Rhys- Davies. Ævintýramynd frá 1989. 23.20 Lestarránið 6,4 (The Taking of Pelham 1 2 3) Vopnaðir menn ræna jarðlest á Manhattan og krefjast lausnargjalds fyrir far- þegana. Venjulegur vinnudagur hjá járnbrautarstarfsmanninum Walter Garber breytist í einvígi við höfuðpaur ræningjanna. Leikstjóri er Tony Scott og meðal leikenda eru Denzel Washington, John Travolta, Luis Guzmán, John Turturro og James Gandolfini. Bandarísk bíómynd frá 2009. e. 01.05 Bifurinn 6,6 (The Beaver) Maður sem er þjakaður af sálarmeinum tjáir sig eingöngu með aðstoð handbrúðu. Leikstjóri er Jodie Foster og meðal leikenda eru Mel Gibson, Jodie Foster, Anton Yelchin og Jennifer Lawrence. Bandarísk bíómynd frá 2011. e. 02.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Strumparnir 07:25 Villingarnir 07:50 Hello Kitty 08:00 Algjör Sveppi 09:30 Elías 09:40 Lukku láki 10:05 Scooby-Doo! Mystery Inc. 10:25 Loonatics Unleashed 10:45 Young Justice 11:05 Big Time Rush 11:30 Bold and the Beautiful 11:50 Bold and the Beautiful 12:10 Bold and the Beautiful 12:30 Bold and the Beautiful 12:50 Bold and the Beautiful 13:10 Ástríður (1:10) 13:40 Heimsókn 14:00 Um land allt 14:25 Sjálfstætt fólk (1:15) 15:00 ET Weekend 15:45 Íslenski listinn 16:15 Sjáðu 16:45 Pepsí-mörkin 2013 18:00 Ávaxtakarfan - þættir 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir 18:55 Lottó 19:05 Ísland í dag - helgarúrval 19:20 Næturvaktin 19:45 Beint frá messa Tónleikaröð í umsjá Bubba Morthens þar sem valinkunnir tónlistarmenn halda tónleika í messa skipa. Skipin eru hvaðanæva af landinu og hljómsveitirnar jafn ólíkar og þær eru margar. 20:30 Veistu hver ég var? Laufléttur og stórskemmtilegur spurninga- þáttur í umsjá Sigga Hlö og mun andi níunda áratugarins vera í aðalhlutverki. 21:10 The Watch 5,6 Geggjuð gam- anmynd með Ben Stiller, Jonah Hill og Vince Vaughn. Fjórir nágrannar í dauflegu úthverfi ákveða að stofna nágranna- vörslu, aðallega til að geta komist út á kvöldin, en þeir hafa hver um sig sína eigin ástæðu til að vilja sleppa út af heimilum sínum á kvöldin, eða a.m.k. eitt kvöld í viku. 22:50 Fast Five 7,3 Hörkuspennandi mynd um fyrrum löggan Brian O/Connor sem fer að vinna með fyrrum tugthúslimnum Dom Toretto, á öfugum enda laganna. Allt síðan Brian og Mia Toretto hjálpuðu Dom að flýja úr fangelsi, þá hafa þau farið yfir mörg landamæri til að sleppa undan réttvísinni. Nú eru þau komin með bakið upp að vegg í Rio De Janeiro í Brasilíu, og þau verða að ljúka einu verkefni í viðbót til að öðlast frelsi. Með aðalhlutverk fara, Vin Diesel, Paul Walker, Dwayne Johnson og Jordana Brewster úr Dallas. 00:55 Blue Crush 5,5 Rómantísk mynd um unga konu sem lifir fyrir brimbrettasvif og ákveður að ferðast til Suður Afríku uppfylla þar draum látinnar móður sinnar um að heimsækja hina rómuðu brimbretta- strönd,Jefferys Bay og prófa öldurnar þar. 02:40 Death Sentence 6,8 Mögnuð glæpamynd með Kevin Bacon í aðalhlutverki. 04:25 War, Inc. 5,6 Gamanmynd með John Cusack, Hilary Duff, Dan Akroyd í aðalhlutverkum. 06:10 Fréttir Fréttir Stöðvar 2 e. 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:35 Dr.Phil 12:15 Dr.Phil 12:55 Dr.Phil 13:40 Gordon Ramsay Ultimate Cookery Course (6:20) 14:10 Gordon Behind Bars (2:4) Í þessum skemmtilegu þáttum bregður Gordon Ramsey sér bakvið lás og slá í þeim tilgangi að kenna föngum að elda alvöru mat án þess að það kosta of miklu til. 15:00 Design Star (2:13) Skemmti- legir þættir þar sem hönnuðir fá erfið verkefni og sá sem færastur er stendur uppi sem sigurvegari. 15:50 Judging Amy (5:24) 16:35 The Office (24:24) Skrifstofu- stjórinn Michael Scott er hættur störfum hjá Dunder Mifflin en sá sem við tekur er enn undarlegri en fyrirrennari sinn. Nýr eigandi lítur dagsins ljós í þessum lokaþætti af The Office. 17:00 Family Guy (22:22) Ein þekktasta fjölskylda teikni- myndasögunnar snýr loks aftur á SkjáEinn. Peter Griffin og fjöl- skylda ásamt hundinum Brian búa á Rhode Island og lenda í ótrúlegum ævintýrum þar sem kolsvartur húmor er aldrei langt undan. 17:25 America’s Next Top Model (2:13) Bandarísk raunveruleika- þáttaröð þar sem Tyra Banks leitar að næstu ofurfyrirsætu. Verkefnin eru ólík og stúlkurnar margar en aðeins ein mun standa eftir sem næsta súpermódel. 18:10 The Biggest Loser (13:19) Skemmtilegir þættir þar sem fólk sem er orðið hættulega þungt snýr við blaðinu og kemur sér í form á ný. 19:40 Secret Street Crew (3:6) Ofurdansarinn Ashley Banjo stjórnar þessum frumlega þætti þar sem hann æfir flóknar dans- rútínur með ólíklegasta fólki. 20:30 Bachelor Pad (2:7) Sjóðheitir þættir þar sem keppendur úr Bachelor og Bachelorette eigast við í þrautum sem stundum þarf sterk bein til að taka þátt í. 22:00 Along Came a Spider 6,2 Frábær kvikmynd byggð á bók James Patterson um lögreglumanninn Alex Cross. Aðalhlutverk leika Morgan Freeman og Monica Potter. 23:40 Rookie Blue (6:13) Skemmti- legur þáttur um líf nýliða í lögreglunni sem þurfa ekki aðeins að glíma við sakamenn á götum úti heldur takast á við samstarfsmenn, fjölskyldu og eiga um leið við eigin bresti. Svo virðist sem eftirhermumorðingi gangi laus eftir að í ljós koma líkindi við eldra sakamál. 00:30 Murdoch (1:2) Fjölmiðlamó- gúllinn Rupert Murdoch hefur alltaf verið umdeildur. SkjárEinn sýnir nú tveggja þátta heim- ildamyndaröð um fjölmiðlaveldi hans og umdeildar ákvarðanir í gegnum tíðina, skoðanir hans á samfélagi og völd fjölmiðla í nútímanum. 01:20 Murdoch (2:2) 02:10 Men at Work (10:10) 02:35 Excused 03:00 Pepsi MAX tónlist 09:55 Formúla 1 2013 - Æfingar Beint 11:00 Meistaradeild Evrópu 12:50 Formúla 1 2013 - Tímatak Beint 14:40 Meistarad - meistaramörk 15:10 Meistaradeild Evrópu 17:00 Evrópudeildarmörkin 17:50 Spænski boltinn 2013-14 (Rayo Vallecano - Barcelona) B 19:55 La Liga Report 20:25 Pepsí-mörkin 2013 21:40 Evrópud. (Valencia - Swansea) 01:05 Spænski boltinn 2013-14 e. 06:00 Eurosport 08:10 Tour Championship 2013 (2:4) 12:40 Inside the PGA Tour (38:47) 13:05 PGA Tour - Highlights (36:45) 14:00 Tour Championship 2013 (3:4) 19:30 Tour Championship 2013 (3:4) 00:30 PGA Tour - Highlights (36:45) 01:25 Eurosport SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing 21:00 Stjórnarráðið 21:30 Skuggaráðuneytið 22:00 Árni Páll 22:30 Tölvur ,tækni og kennsla. 23:00 Veiðin og Bender 23:30 Á ferð og flugi 00:00 Hrafnaþing ÍNN 07:55 The Jewel of the Nile 09:40 African Cats 11:10 The Notebook 13:10 Dear John (Kæri John) 14:55 The Jewel of the Nile 16:40 African Cats 18:10 The Notebook 20:15 Dear John (Kæri John) 22:00 The Double 23:35 Submarine 01:10 I Am Number Four 03:00 The Double Stöð 2 Bíó 08:00 Swansea - Liverpool 09:40 Match Pack 10:10 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 11:05 Enska úrvalsdeildin - upphitun 11:35 Norwich - Aston Villa Beint 13:35 Laugardagsmörkin 13:50 Liverpool - Southampton Beint 16:00 Laugardagsmörkin 16:15 Chelsea - Fulham Beint 18:30 West Ham - Everton 20:10 WBA - Sunderland 21:50 Newcastle - Hull 23:30 Fulham - WBA Stöð 2 Sport 2 15:00 The X-Factor US (3:26)(4:26) 17:05 The Amazing Race (2:12) 17:50 Offspring (1:13) 18:35 The Cleveland Show (2:21) 19:00 Jamie’s American Road Trip 19:50 Raising Hope (3:22) 20:15 Don’t Trust the B*** in Apt 23 20:40 Cougar Town (3:15) 21:05 Golden Boy (2:13) 21:50 Intruders 23:25 The Vampire Diaries (2:22) 00:05 Zero Hour (2:13) 00:50 Jamie’s American Road Trip 01:45 Raising Hope (3:22) 02:05 Don’t Trust the B*** in Apt 23 02:30 Cougar Town (3:15) 02:55 Golden Boy (2:13) 18:45 Seinfeld (11:13) 19:10 The Big Bang Theory (5:23) 19:35 Two and a Half Men (2:24) 20:00 KF Nörd (KF Nörd) 20:35 Pressa (1:6) 21:20 Entourage (6:12) (Viðhengi) 21:50 Fringe (14:20) (Á jaðrinum) 22:40 KF Nörd (KF Nörd) 23:15 Pressa (1:6) 00:00 Entourage (6:12) Stöð 2 Gull Tryggvagötu 11 · 101 Reykjavík · Sími 512 7000 · www.dv.is Síðustu ár í lífi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa verið afdrifarík. Hún var utanríkisráðherra þegar hrunið reið yfir. Nokkrum mánuðum síðar barðist hún við alvarleg veikindi. Hún venti kvæði sínu í kross haustið 2011 og tók við starfi yfirmanns Kvennahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Þar hefur hún vaknað við sprengingar og oftar en einu sinni þurft að flýja í sprengjuvirki. Lífið sem hún lifir í dag er óvenjulegt en að sama skapi hefur hún lært mikið. Verkefninu fer senn að ljúka en Jón Bjarki Magnússon er staddur í Kabúl og ræddi við hana um lífið þar. Ég hitti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á Flower Street Café í miðborg Kabúl. Planið er að heimsækja búðir Sameinuðu þjóðanna sem eru í næsta nágrenni höfuðborgarinnar, en þar býr hún og starfar þessa dagana. Eftir smá hvíld frá heitri eyðimerkursólinni undir trjám í garði kaffihússins leggjum við í hann. Hér í Kabúl ferðast Ingibjörg um í brynvörðum bíl merktum Sameinuðu þjóðunum og það fyrsta sem hún gerir þegar við komum inn í bílinn sem bíður fyrir utan er að kynna mig fyrir bílstjóranum sínum. „Þetta er samlandi minn frá Íslandi, hann er blaðamaður. Nú verður þú að segja honum hvað ég er frábær yfirmaður,” segir Ingibjörg og bílstjórinn hlær, greinilega vanur slíku gríni hjá yfirmanni sínum. Skrifstofa í henglum Áður en við höldum áleiðis í gegnum rykuga borgina biður Ingibjörg bílstjórann um að koma við í bakaríi við vegkantinn til að kaupa „besta brauðið í bænum“ eins og hún orðar það. Afganskir hermenn með alvæpni eru á hverju götuhorni og brynvarðir hertrukkar þjóta fram úr okkur á fullu spani svo sandurinn og drullan þyrlast upp í kringum þá. „Þetta er vegurinn til Jalalabad, hættulegasti vegurinn í Kabúl,“ segir Ingibjörg þar sem við þeysum fram hjá afgönskum leirhúsum sem standa lágreist við veginn. Talandi um hætturnar sem leynast í landinu, þá segir Ingibjörg mér frá því að nýlega hafi fólk sem hún kannaðist við, starfsfólk Sameinuðu þjóðanna, látist í sprengjuárás. „Það var ákveðið sjokk. Þótt ég geti kannski ekki sagt að ég venjist því að heyra um sprengjuárásir hér og þar, þá er það allt öðruvísi þegar maður kannast við fólkið sem á í hlut, það verður allt svona nálægara og raunverulegra.“ Skemmtilegt að ögra sér Ingibjörg hóf störf sem yfirmaður UN Women í Afganistan í nóvember 2011 og hefur verið hér í landinu síðan. Hún vissi þá þegar að hún ætti erfitt verk fyrir hönd- um: „Svo það sé bara sagt eins og það var; skrifstofan var í algjörum henglum.“ Vegna mannskæðrar árásar sem gerð var á gistiheimili starfsfólks Sameinuðu þjóðanna í október 2009 hættu nærri allir alþjóðastarfsmenn UN Women – sem þá kallaðist UNIFEM – störfum og yfirgáfu landið. Í kjölfarið þurfti að ráða nýja starfsmenn. „Mér fannst sem sagt áhugavert að byggja upp þessa skrifstofu og orðspor samtakanna.“ Ingibjörg vann mikið fyrsta árið og hún segir að þessi uppbygging á stofnuninni hafi algjörlega haldið henni uppi til að byrja með. „Núna er þetta komið á frekar gott skrið,“ segir hún og tekur fram að afar gott og fært starfsfólk starfi nú með henni á skrifstofunni. „Þetta er búið að vera rosalega töff og ögrandi verkefni en að sama skapi skemmtilegt. Það er alltaf skemmtilegt að byggja eitthvað upp.“ Hún segir þetta alltaf vera spurningu um að færa út sín eigin landamæri. „Þetta er svolítið skrýtið líf.” „Ég hringdi í öryggisvörðinn okkar og hann sagði bara: „Bönker!”“ Vaknaði upp við sprengingar í Kabúl Ingibjörg Sólrún Ingibjörg vinnur sex daga vikunnar en verkefni hennar snúa að því að bæta stöðu kvenna í Afganistan. Fáðu meira með netáskrift DV 790 krónurá mánuði* n Ótakmarkaður aðgangur að DV.isn Aðgangur að DV á rafrænu formi *fyrstu þrjá mánuðina. Eftir það kostar mánuðurinn 1.790 kr. Uppáhalds í sjónvarpinu „Nýi tónlistarþátturinn Útúrdúr, á sunnu- dagskvöldum á RÚV. Mjög fræðandi og skemmtilegur þáttur um hluti sem ég hafði ekki minnstu hugmynd um.“ Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á RÚV Leonardo DiCaprio Mun túlka Woodrow Wilson, 28. forseta Bandaríkj- anna, í nýrri mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.