Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 6
Helgarblað 6.–9. desember 20136 Fréttir
Léttburafæðingum fjölgaði
n Hrunið setti strik í reikninginn n Álagstengdir viðburðir hafa áhrif
L
éttburafæðingum fjölgaði á Ís-
landi í kjölfar efnahagshrunsins
samkvæmt nýrri rannsókn Mið-
stöðvar í lýðheilsuvísindum við
Læknadeild Háskóla Íslands.
Rannsóknina vann Védís Helga
Eiríksdóttir, doktorsnemi í lýðheilsu-
vísindum, í víðtækri samvinnu við
innlenda og erlenda vísindamenn og
birtust niðurstöður þeirra í vísinda-
tímaritinu PLoS One á miðvikudag.
Í tilkynningu frá heilbrigðisvís-
indasviði Háskóla Íslands kemur
fram að fyrri rannsóknir bendi til
þess að álagstengdir viðburðir geti
haft áhrif á framvindu meðgöngu
og útkomu fæðinga en börn fæðast
of létt eða fyrir tímann eru í aukinni
áhættu hvað varðar nýburadauða
auk ýmiss konar heilsufarsvanda-
mála þegar fram líða stundir.
Í rannsókninni könnuðu Védís
og samstarfsfólk hennar tíðni létt-
bura- og fyrirburafæðinga fyrir og
eftir efnahagshrunið á Íslandi. Með
léttburafæðingum er átt við börn
sem eru léttari en 2.500 grömm við
fæðingu, fyrirburar teljast þau börn
sem fæðast fyrir 37. viku meðgöngu.
Rannsóknin náði til allra lifandi
fæddra einbura á Íslandi frá byrjun
árs 2006 til loka árs 2009 þar sem
tíðni léttbura- og fyrirburafæðinga
eftir efnahagshrunið í október
2008 er borin saman við tíðni slíkra
fæðingaútkomna á fyrri hluta rann-
sóknartímabilsins.
Rannsókn Védísar leiddi í ljós
að léttburafæðingar voru mark-
tækt fleiri í kjölfar efnahagshruns-
ins en árin á undan, sérstaklega
meðal mæðra undir 25 ára aldri og
mæðra sem voru ekki á vinnumark-
aði. Fjölgunin var mest afgerandi sex
til níu mánuðum eftir hrunið. Hins
vegar fjölgaði fyrirburafæðingum
ekki í kjölfar hrunsins. n
einar@dv.is
Léttburar Léttburafæðingar voru mark-
tækt fleiri í kjölfar efnahagshrunsins en árin
á undan. Mynd PHotos.coM
„Það var
heldur
napurt“
Heitavatnslaust á Akranesi
„Já, það var heldur napurt en
við vissum af þessu fyrir fram
og gerðum það sem mögulegt
var að gera til að bregðast við
þessu. Þetta hefur ekki skapað
vandamál en auðvitað valdið
óþægindum því frostið er í
meira lagi,“ segir Guðjón Brjáns-
son, forstjóri Heilbrigðisstofn-
unar Vesturlands á Akranesi.
Sem kunnugt er var heita-
vatnslaust á Akranesi á mið-
vikudagskvöld vegna bilunar. Á
miðvikudag hafði verið unnið
að viðgerð á aðveituæð heita
vatnsins frá Deildartunguhver
og lauk henni undir kvöld.
Þegar hleypt var á að nýju kom
í ljós önnur bilun. Um tíu leytið
á miðvikudagskvöld var við-
gerð lokið og byrjað að hleypa
vatni á lögnina en sökum þess
hversu langan kafla í lögninni
þurfti að tæma var ekki búist við
að fullur þrýstingur yrði kom-
inn á vatnið á Akranesi fyrr en
um miðja nótt. Ekki bætti úr
skák að frostið slagaði hátt í
tíu stig á miðvikudagskvöld og
var því víða orðið ansi napurt á
heimilum þegar á leið kvöldið.
Þurftu meðal annars einhverjir
að grípa til þess ráðs að ganga í
úlpum og ullarpeysum innan-
dyra.
Starfsmenn Orkuveitunnar
höfðu samband við sjúkrahúsið
og dvalar- og hjúkrunarheimilið
á Akranesi og fleiri aðila með
viðkvæma starfsemi þegar síð-
ari bilunin kom upp til að vara
þá við.
Guðjón segir að á sjúkrahús-
inu hafi ekki þurft að grípa til
sérstakra ráðstafana en reynt
hafi verið að halda hitanum inni
og hita á sjúklingum og starfs-
fólki. „Við vonum bara að hitinn
stígi. Hér inni og úti líka. Við
þolum ekki mikið lengri tíma.“
Endurráðning Páls er
háð lagalegri óvissu
Á næstunni kemur í ljós hvort Páll Magnússon getur haldið starfi sínu sem útvarpsstjóri
N
okkrum klukkustundum eftir
að mótmælaganga hafði far-
ið fram við Útvarpshúsið
í Efstaleiti þar sem með-
al annars var krafist að út-
varpsstjóri viki gerði stjórnarformað-
ur RÚV þá tillögu að gerður yrði nýr
ráðningarsamningur við hann. Þetta
gerðist á stjórnarfundi á fimmtu-
daginn í síðustu viku. Stjórnarfor-
maður RÚV er Ingvi Hrafn Óskars-
son. Ólga hefur verið á RÚV síðustu
daga vegna fjöldauppsagnanna í síð-
ustu viku og var mótmælagangan við
útvarpshúsið til að mótmæla þeim.
Sú staðreynd að tillöguna bar upp
á þessum tiltekna stjórnarfundi er
hins vegar tilviljun þar sem stjórn-
inni ber að gera ráðningarsamning
við útvarpsstjóra, Pál Magnússon,
samkvæmt bráðabirgðaákvæði nýrra
laga um RÚV sem samþykkt voru á
Alþingi í vor.
Ingvi Hrafn segir í samtali við
DV að lögin um RÚV kveði á um að
þessi samningur skuli gerður við út-
varpsstjóra á skipunartíma þessarar
stjórnar RÚV. „Það er kveðið á um
það í lögunum að það skuli gera
ráðningarsamning við útvarpsstjóra.
Það er ekki búið að ganga frá því.“
Skipunartími þessarar stjórnar RÚV
rennur hins vegar út í byrjun næsta
árs og því er ekki mikill tími til stefnu.
ný lög – breytt landslag
Ingvi Hrafn segir að lögin kveði á
um að ráðningarsamningurinn skuli
vera til fimm ára. Í nýju lögunum
um RÚV, sem staðfest voru á Alþingi
í vor, segir orðrétt: „Útvarpsstjóri
skal ráðinn til fimm ára í senn og
er heimilt að endurráða hann einu
sinni.“ Páll Magnússon hefur nú stýrt
RÚV í átta ár en ef hann yrði endur-
ráðinn til ákveðið margra ára myndi
starfstími hans hjá RÚV fara yfir tíu
ár í heildina eða í samtals þrettán.
Hins vegar hefur Páll aldrei verið
endurráðinn út frá þessu lagaákvæði
þar sem það er nýmæli í lögum um
ríkisútvarpið eins og segir í greinar-
gerð með lögunum: „Nýmæli er að
kveðið sé á um að útvarpsstjóri skuli
ráðinn til fimm ára og að einungis
sé heimilt að endurráða hann einu
sinni.“
starf útvarpsstjóra skal auglýst
Stjórnin hefur því heimild til að
endurráða Pál samkvæmt lögunum
en spurningin er hvort ákvæðið
um að hver útvarpsstjóri skuli að-
eins sitja í tíu ár vegi þar upp á móti
sem og annað ákvæði um að störf
stjórnenda RÚV skuli auglýst. „Stöð-
ur stjórnenda Ríkisútvarpsins skulu
auglýstar opinberlega.“
Þar af leiðandi er ákveðinn vafi
í málinu um að stjórnin hafi í raun
heimild til að endurráða Pál. Spurn-
ingarnar sem eru upp í málinu eru
því þessar: Má endurráða Pál án
auglýsingar? Má endurráða Pál þrátt
fyrir að endurráðningin myndi þýða
að hann yrði útvarpsstjóri í meira en
tíu ár?
Sökum þessarar lagalegu óvissu
í málinu mun stjórnin leita til lög-
manns eftir lagalegu áliti á málinu.
„Þetta verður á borði stjórnar núna
á næstunni. Niðurstaðan um þetta
þarf að liggja fyrir áður en skipunar-
tíma þessarar stjórnar lýkur. Þannig
skil ég lögin. Það er skylda okkar að
klára þetta mál áður en ný stjórn er
kosin,“ segir Ingvi Hrafn.
tillaga í skugga uppsagna
Stjórnarfundinn þar sem tillagan
var lögð fram bar upp eftir nokkra
erfiðustu daga í sögu RÚV hing-
að til. Niðurskurður hjá stofnuninni
leiddi til fjöldauppsagna á meira
en 40 starfsmönnum og kastaðist í
kekki á milli Páls Magnússonar og
Helga Seljan dagskrárgerðarmanns
á starfsmannafundi sem haldinn
var hjá RÚV í síðustu viku. Ekki er
ofsagt að mikil ólga, sárindi og reiði
hafi verið innan stofnunarinnar síð-
ustu dagana vegna þessa. Umræð-
an um niðurskurðinn og tengd mál
hefur því alls ekki verið auðveld fyrir
stjórnendur og starfsmenn RÚV.
Við þessa umræðu bætist sú laga-
lega óvissa sem er uppi um áfram-
haldandi ráðningu útvarpsstjóra. n
Óvissa Óvissa er uppi um
hvort stjórn RÚV geti gert
ráðningarsamning við Páll
vegna ákvæða í nýjum lögum
um stofnunina. Mynd sigtryggur Ari
„Það er kveðið á um
það í lögunum að
það skuli gera ráðningar-
samning við útvarpsstjóra.
ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is