Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Blaðsíða 25
Helgarblað 6.–9. desember 2013 Fréttir 25
Kröfuhafarnir
munu vígbúast
Slitastjórn Glitnis hefur gefið það út að hún telji bankaskattinn ólögmætan
N
ei,“ segir einn af heimildar
mönnum DV þegar hann
er spurður að því hvort
kröfuhafar föllnu íslensku
bankanna muni borga
bankaskattinn sem ríkisstjórnin ætl
ar að leggja á þá til að fjármagna
skuldaniðurfellingar sínar sem
kynntar voru á laugardaginn og í kjöl
farið sleppa því að höfða mál til að
láta reyna á lögmæti skattheimtunn
ar. Ríkisstjórnin ætlar að leggja sér
stakan bankaskatt á þrotabú sem eru
í slitameðferð hér á landi, Glitni og
Kaupþing, upp á samtals 80 milljarða
króna. Þessi upphæð bætist við 13,5
milljarða bankaskatt sem ríkisstjórn
in er nú þegar búin að gefa út að hún
ætli að innheimta frá búunum.
Reynt að semja
Áður en til slíkra dómsmála kemur
munu eiga sér stað viðræður á milli
kröfuhafanna og ríkisstjórnarinnar.
Þær viðræður eru enn ekki hafnar
samkvæmt heimildum en einn að
ili sem er tengdur kröfuhöfunum
sagði að vissulega væri samnings
vilji fyrir hendi hjá þeim til að koma
í veg fyrir að málið fari fyrir dóm.
„Mun nást samkomulag á milli
kröfuhafanna og ríkisins eða ekki?“
spyr einn af heimildarmönnum DV.
Alveg óljóst er því hvað muni koma
út úr slíkum viðræðum. Þrotabú
bankanna munu því borga skattinn
og láta svo reyna á lögmæti hans.
Erfitt er hins vegar að sjá hvern
ig niðurstaða ætti að geta fengist í
málið utan dómstóla þar sem kröfu
hafarnir munu væntanlega ekki
sætta sig við svo háan skatt. Bæði
slitastjórn Glitnis og Kaupþings
telja sig einfaldlega ekki hafa heim
ild til að greiða þennan bankaskatt.
Munu fara út fyrir landsteinana
Heimildarmaðurinn segir að ef
samkomulagið náist ekki þá muni
kröfuhafarnir fara í mál við íslenska
ríkið. „Nú ef samkomulagið næst
ekki þá bara „súa“ þeir íslenska rík
inu samkvæmt íslenskum lögum.
Svo fara þeir með þetta til alþjóð
legra dómstóla ef svo ber undir […]
Eftir því sem meira er „pönkast“ á
þeim mun líklegra er það.“
Annar heimildarmaður DV segir
að hugsanlegt sé að kröfuhafar
muni geta sætt sig við að gefa eftir
einhverja fjármuni, íslenskar krón
ur, sem eru í búunum til að liðka til
fyrir nauðasamningum hjá þrota
búunum. Ríkisstjórnin hefur hins
vegar ekki viljað setjast niður til við
ræðna um samninga við kröfuhafa
bankanna. Líklegt má samt telja að
einhverjar viðræður fari fram á milli
ríkisstjórnarinnar áður en til dóms
mála kemur.
Telja frumvarpið ólögmætt
Bankaskatturinn sem innheimta á
til að fjármagn skuldaniðurfellingu
ríkisstjórnarinnar upp á 80 millj
arða króna er sami skattur í eðli
sínu og kynntur var í október til
að fjármagna fjárlagagatið. Ríkis
stjórnin kynnti þá að innheimta
ætti 13,5 milljarða króna inn í ríkis
kassann með innheimtu sérstaks
bankaskatts á fjármálafyrirtæki í
slitameðferð.
Slitastjórn Glitnis, fyrir hönd
kröfuhafa bankans, fékk lagafrum
varpið til umsagnar í október frá
efnahags og viðskiptanefnd Al
þingis. Þann 28. október skilaði
slitastjórnin umsögn um frum
varpið. Í þeirri umsögn kemur skýrt
fram að kröfuhafarnir telji skattinn
ólögmætan. „Það er mat Glitnis að
frumvarpið sé haldið verulegum
annmörkum sem geti valdið því að
fyrirhuguð álagning bankaskatts
á fjármálafyrirtæki í slitameðferð
verði talin ólögmæt fyrir dómstól
um,“ segir í bréfinu sem Steinunn
Guðbjartsdóttir ritaði.
Í bréfinu telur Steinunn upp
hvað lög og reglur slitastjórnin tel
ur að bankaskatturinn brjóti en
meðal annars er um að ræða brot
á jafnræðisreglu stjórnarskrárinn
ar sem og eignarréttarákvæði henn
ar. Í niðurlagi bréfsins segir orðrétt:
„Með vísan til framangreinds telur
Glitnir ljóst að verulegir annmark
ar séu á frumvarpinu eins og það
liggur nú fyrir Alþingi. Nauðsynlegt
er að efnahags og viðskiptanefnd
taki framangreindar athugasemdir
Glitnis til skoðunar, enda nauðsyn
legt að réttarstaðan verði skýrð
frekar í ýmsum veigamiklum atrið
um. Færi svo að frumvarpið yrði
samþykkt óbreytt telur Glitnir fulla
ástæðu til þess að látið verði reyna
á grundvöll og lögmæti skattheimt
unnar fyrir stjórnvöldum og dóm
stólum.“
Miðað við viðbrögð heimildar
manna DV við skuldatillögum ríkis
stjórnarinnar, og þeim skýru orðum
sem komu fram í bréfi Steinunnar
Guðbjartsdóttur frá því í október, þá
er nokkuð ljóst að málið mun fara
fyrir dóm. Ef kröfuhafarnir munu
hafa betur í því máli gæti svo far
ið að íslenska ríkið – íslenskir skatt
greiðendur – muni þurfa að borga
milljarða til baka til þrotabúa bank
anna með vöxtum og einnig skaða
bætur og málskostnað. Skulda
tillögurnar eru því ekki án áhættu. n
„Nú ef
samkomu-
lagið næst ekki
þá bara „súa“
þeir íslenska rík-
inu samkvæmt
íslenskum lögum
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Telja sig ekki geta
greitt skattinn
Nánast má fullyrða að
kröfuhafar Glitnis muni
fara í mál við íslenska
ríkið. Mynd SIgTRygguR ARI
Sparnaðurinn gæti
horfið í steinsteypu
gæti gleypt lífeyrinn
Aðgerðin sem kynnt var um síð
ustu helgi hefur þann tilgang að
veita hópi skuldara einhvers kon
ar réttlætisbætur fyrir verðbólgu
síðustu ára. Eins og flestir vita
hækkar verðbólga verðtryggðar
skuldir og er það einmitt það sem
ríkisstjórnin vill reyna að bæta
fólki, greiða til baka hluta verð
bótanna með niðurfærslu og
skattafslætti. Eins og áður hefur
verið fjallað um eiga 80 milljarð
ar að koma úr ríkissjóði til beinn
ar lækkunar skulda en afganginn
eiga skuldarar sjálfir að greiða
með áðurnefndri séreignar
lífeyrissparnaðarleið.
Undanfarin tíu ár hefur verð
bólga nær aldrei verið undir eða
í nánd við verðbólgumarkmið
Seðlabanka Íslands. Bankinn
stefnir að því að halda verðbólgu
í 2,5 prósentum á ári. Vikmörk
upp á 1,5 prósent í hvora átt
eru á þessu markmiði og er því
ásættan legt að verðbólgan fari
upp í fjögur prósent á ári að mati
stjórnvalda. Markmiðið hefur
verið í gildi síðan í mars árið 2001
þegar bankinn og ríkisstjórnin
sendu frá sér sameiginlega yfir
lýsingu um markmiðin. Mark
miðin eru þó ekki meira en bara
markmið sem stefnt er að en ekki
er bundið í lög að verðbólgan
megi eða geti ekki farið umfram
þessi mörk.
Bjuggu til sitt eigið viðmið
Sérfræðingahópurinn sem ríkis
stjórnin fékk til að útfæra leiðir
til að standa við kosningaloforðið
um stórfelldar skuldaniðurfell
ingar vegna forsendubrests mið
aðist ekki við verðbólgumark
mið Seðlabankans þegar ákveðið
var hvað ætti að fella mikið
niður. Nefndin horfði þess í stað
á tímabilið frá því að markmið
ið var sett árið 2001 til ársloka
2007 og kannaði hver meðaltals
verðbólga hefði verið á þessum
tíma. Niðurstaðan var sú að 4,8
prósenta verðbólga á ári, sem
var meðaltalsverðbólga á þessu
tímabili, væri eitthvað sem lán
takendur ættu að búast við. Það
er því viðmiðið þegar bæta á fólki
upp forsendubrestinn.
Áætlað er að leiðréttingin
nemi 13 prósentum af vísitölu
neysluverðs til verðtryggingar á
tímabilinu sem um ræðir. Aðeins
er horft til tímabilsins desember
2007 til ágúst 2010 þegar kemur
að leiðréttingunni en það er mat
hópsins og stjórnvalda að þá hafi
orðið forsendubrestur frá því sem
lántakendur verðtryggðra fast
eignalána bjuggust við að þurfa
að greiða til baka. Hámark er þó
á þessu og getur verið að í ein
hverjum tilfellum nemi leið
réttingin minna en þessum þrett
án prósentum en ríkisstjórnin
fullyrðir að hámarkið hafi að
eins áhrif á um tíu prósent þeirra
sem rétt eiga á leiðréttingu. Sér
eignarsparnaðarleiðin kemur
svo til viðbótar við þetta. Þeir
sem eiga rétt á fullri niðurfærslu
og geta veitt árlega hálfri milljón
króna geta því notað 5,5 milljón
ir til að minnka skuldir hjá sér. n