Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Page 40
40 Lífsstíll Helgarblað 6.–9. desember 2013
„Það eru
allir að
flýta sér!
Tólgin og
kertin okkar
Meðfylgjandi mynd er af blóði
úr ungum manni með allt of háa
blóðfitu, blóðprufan hafði staðið
á rannsóknarborðinu í nokkrar
klukkustundir. Á þeim tíma nær
fitan að setjast ofan á og storkna.
Fita sem ýmist er komin frá
meltingarveginum beint eftir
fituríka máltíð, eða frá lifrinni
síðar. Það þarf ekki mikið ímynd-
unarafl til að áætla hvað þessi
fita getur gert líkamanum.
Harða fitan er einmitt fitan
sem bráðnar aðeins við hátt
bræðslustig og sem brennur
reyndar best sem tólgarkerti.
Eins sem gefur líka stökku
áferðina og brúna litinn á
frönsku kartöflunum, kleinunum
og jafnvel laufabrauðinu nú yfir
jólin eftir, djúpsteikingu.
Góða fitan
er tær
Góða fitan,
þar á meðal
omega-fitu-
sýrurnar, helst
hins vegar tær
og fljótandi niður
undir frostmark og eins og hún
gerir í fiskinum í djúpum hafsins.
Fiskfita sem getur virkað eins og
yngingarmeðal fyrir ofalda þjóð
og sem hefur sýnt sig gera gegn
æðabólgu, æðakölkun, gigt, elli-
glöpum, krabbameinum, athygl-
isbresti og þunglyndi. Í fiskin-
um okkar og lýsinu felst því ekki
aðeins afkoma okkar sem þjóðar,
heldur bestu sóknartækifærin til
bættrar heilsu. Unnar kjötvörur
ýmiss konar, innihalda hins vegar
mikið af harðri fitu, oft meira en
líkami okkar ræður við með góðu
móti. Hugsum okkur eitt andartak
að meðfylgjandi blóðprufa hafi
einmitt verið tekin eftir máltíð á
skyndibitastað þar sem á boðstól-
um var hamborgari
með frönskum
kartöflum og
majónesi.
Mikið hef-
ur verið rætt
um offituvand-
ann að undan-
förnu og vaxandi
tíðni sykursýki. Þróun sem á fyrst
og fremst rætur að rekja til neyslu-
venja okkar þar sem Íslendingar
standa illa að vígi.
Varnaðarorð
Oft öfunda ég veðurfræðingana
sem spáð geta óveðri og flestir
taka mark á. Eftir mikla snjókomu
og spáð er stormi og rigningu með
asahláku. Fólk hvatt til að gera
ráðstafanir heima við og moka frá
niðurföllunum svo ekki fari illa. Af
hverju er ekki tekið mark á okkur
heilbrigðisstarfsfólkinu þegar við
spáum aðeins lengra fram í tím-
ann og að æðarnar munu stíflast í
okkur sjálfum við óbreytt ástand?
Að velja frekar tólg í stað góðra
kolvetna sem uppistöðu í fæð-
unni er stórhættulegt og stuðlar
að allt annars konar bruna en er
okkur ætlaður.
Vilhjálmur
Ari Arason
Af sjónarhóli
læknis
Sipp er skemmtilegt og fjölbreytt
Sipp er góð styrktaræfing að sögn íþróttafræðingsins Kjartans Orra
A
llir geta sippað,“ sagði Kjartan
Orri Sigurðsson, þrekþjálfari
hjá knattspyrnuliðinu
Kristian stad DFF í Svíþjóð,
við blaðamann. Að sippa er alhliða
æfing sem tekur á mörgum þáttum.
Orri, eins og hann er jafnan kallaður,
útskýrði það nánar.
„Í fyrsta lagi er sipp mjög góð leið
til að taka svokallaða lotuþjálfun,
en það er líklega áhrifaríkasta leiðin
sem fólk getur tekið til að þjálfa
hjarta og lungu,“ sagði Orri, sem er
íþróttafræðingur að mennt. „Í öðru
lagi er það góð styrktaræfing.“
Sippið vinnur einnig með jafn-
vægi, samhæfingu og styrkir bein-
in. Í íþróttabúðum má finna ódýr
sippubönd og þarf ekki nema smá
rými þar sem hátt er til lofts til þess
að æfingin geti farið fram. Sipp er því
ódýr leið til þess að þjálfa
upp þol og vinna með
líkamann.
„Það skemmti-
lega við sippið er
einmitt að það er
svo fjölbreytt,“ sagði
Orri. „Það er hægt
að setja sér ótal mark-
mið eins og að ná yfir 60
sippum á mínútu eða ná
20 tvöföldum snúningum í röð,
hoppa fram og til baka, til hliðar, á
öðrum fæti. Möguleikarnir eru ótelj-
andi,“ sagði Orri og mælir eindregið
með þessari krefjandi líkamsrækt. n
Góð
æfing
Sipp er ekki
aðeins fyrir
boxara.
Lék körfubolta með Val
Kjartan Orri starfar við þrek-
þjálfun í Svíþjóð.
Staður þar sem
kraftaverkin gerast
n Gefur út sína fyrstu bók eftir miklar vinsældir á vefnum
Þ
etta er matur fyrir alla,“
segir Berglind Guðmunds-
dóttir, matarbloggari
og hjúkrunarfræðingur,
þegar blaðamaður slær á
þráðinn til hennar. Hún heldur úti
síðunni Gulur-Rauður-Grænn &
Salt og sendi nýverið frá sér sína
fyrstu bók, Fljótlegir réttir fyrir sæl-
kera, með girnilegum uppskrift-
um. „Þetta er fjölbreytt og fljótlegt.
Ekkert ofurhollt, bara venjulegur
matur.“
Berglind vann sem hjúkrunar-
fræðingur á BUGL frá árinu 2009
en lét af störfum þar í sumar. Bókin
er tileinkuð börnunum sem koma
þangað og rennur hluti af ágóða
hennar til styrktar BUGL. Í dag
heimsækir Berglind gamla vinnu-
staðinn sinn og færir þeim fyrsta
hagnaðinn, 100 þúsund krónur.
Kraftaverkastaðurinn BUGL
„Þetta er staður þar sem krafta-
verkin gerast. Ég ber rosalega
mikla virðingu fyrir þessum stað
og þetta er einn besti vinnustaður
sem ég hef unnið á,“ segir Berglind
sem vildi vekja athygli á málefn-
um krakkanna sem þangað þurfa
að fara. Hún segir krakkana vera
hæfileikaríka og ekki frábrugðna
öðrum í þjóðfélaginu.
„Ég fékk flott fyrirtæki í lið með
mér sem vildu ólm hjálpa til,“ segir
Berglind. „IKEA gefur sængur og
kodda og Nói Siríus mun gefa jól-
anammi fyrir alla krakkana. Ég er
síðan að vinna að því að fá spil fyrir
þau,“ en Berglindi er mikið í mun
að þeir sem dvelji þar yfir jólin geti
haft það notalegt.
Einfalt fyrir fólk í tímaþröng
Í bókinni Berglindar má finna alls
kyns uppskriftir að mat fyrir alla
daga vikunnar og einnig barnvæn-
an mat. Hráefnin eru fá og flækju-
stigin eru tekin út.
„Það eru engin hráefni sem
maður þekkir ekki og þarf að fara
í fimm búðir til þess að finna,“ út-
skýrir Berglind. „Ég vildi hafa þetta
einfalt. Þetta er tilvalið fyrir fólk
sem er að stíga sín fyrstu skref í
eldhúsinu og líka fyrir fólk sem
er í tímaþröng,“ bætir hún við en
hún þekkir það af eigin raun. Hún
Ingólfur Sigurðsson
ingosig@dv.is
Síauknar vinsældir
Berglindar Matar-
bloggið hefur vaxið
hratt frá stofnun þess
fyrir rúmu ári.
Kúlugott
Hnetusmjör er svo miklu
meira en bara álegg. Hér
rennur það saman við Rice
Krispies og fleira gúmmelaði og
verður að gómsætu konfekti, eftirrétti –
eða bara hvenær-sem-er-rétti! Stökkt,
mjúkt og svo ólýsanlega gott. Þetta verður
jólakonfektið í ár!
35 litlar kúlur
Eldunartími 20 mínútur
n 260 gr hnetusmjör
n 50 gr Rice Krispies
n 300 gr flórsykur
n 30 gr smjör, brætt
n 300 gr suðusúkkulaði
1. Látið öll hráefnin saman í hrærivél
og hrærið þar til allt hefur blandast vel
saman. Hnetusmjör hefur mismunandi áferð
þannig að ef kúlurnar eru of blautar bætið
þá meiri flórsykri saman við, ef þær eru of
þurrar, bætið meira hnetusmjöri saman við.
2. Hnoðið litlar kúlur úr deiginu. Dýfið þeim
í brætt súkkulaðið og geymið á ofnplötu
hulda smjörpappír, þar til súkkulaðið hefur
harðnað lítillega.
segist alltaf í tímaþröng og yfirleitt
sein fyrir.
„Mest lesið á síðunni minni eru
fljótlegu uppskriftirnar. Það eru
aðrir í sömu sporum. Það eru allir
að flýta sér!“ segir Berglind að lok-
um og skellir upp úr. n