Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Blaðsíða 22
22 Fréttir Helgarblað 6.–9. desember 2013
ábyrgð. „Það er varla leggjandi á
fjölskylduna að standa í svona því
fylgir svo mikil reiði,“ segir Anna
Jóna. „Fyrst að ríkið getur gert þetta,
þá finnst mér sjálfsagt að það geri
það.“
En bæði Sigríður og Anna Jóna
eru reiðar yfir því að enginn skyldi
hafa haft samband við þær til að
ræða ástand Sævars, sérstaklega
undanfarnar vikur. Þær höfðu þó
báðar margreynt að koma sínu
sjónarmiði á framfæri. Öll þeirra
samskipti við þá sem komu að máli
hans fóru fram að þeirra frum
kvæði. „Það var aldrei hringt í
okkur aðstandendur til að spyrja
okkur að því hvernig okkur litist á
hlutina,“ segir Anna Jóna. „Kannski
kom okkur það ekki við, enda var
hann með sitt sjálfræði. Það eru
líka erfið leikarnir í þessum málum.
Það var lítið hlustað á okkur,“ segir
hún.
Þurfti vin
Upplýsingagjöf til þeirra systra
barst seint og illa. Um tíma voru
þær báðar búsettar á Akureyri,
en Sævar var í Reykjavík. Sím
töl til þeirra sem fara með mál
ið voru mörg og báðu þær um að
einhver reyndi að nálgast Sævar á
jafningjagrundvelli. „Hann þurfti
einhvern sem hafði mikla þolin
mæði og gat nálgast hann af hlýju
og skilningi,“ segir Anna Jóna. Það
gekk hins vegar ekki og Sævar var
mikið einn.
Glaður að sjá þær
Það hefur gengið á ýmsu í sam
skiptum Önnu Jónu og Sigríðar
við Sævar, en þegar þær heimsóttu
hann á geðdeild varð hann glaður
að sjá þær. Þær reyndu að færa
honum eitthvað og fara með hann
út af spítalanum. „Ég held að hann
hafi verið mikið einn þar og lítið far
ið út nema þegar við heimsóttum
hann,“ segir Sigríður.
En Sævar var reiður. Hann var
ósáttur við aðstæður sínar, en veik
indunum fylgdi líka sú trú hans að
fólk væri að reyna að hrella hann
og bregða fyrir hann fæti. „Hann
var virkilega ósáttur og heiftin var
mikil,“ segir Sigríður.
Hótaði systrum sínum
Systurnar höfðu ekki heyrt í Sævari
um nokkurt skeið þegar hann lést.
Síðustu samskipti hans við Önnu
voru á þann veg að allur heimur
inn væri á móti Sævari og hann var
mjög æstur og reiður. „Það voru all
ir að taka frá honum eða gera hon
um eitthvað,“ segir Anna. Sævar átti
það til að skrifa henni bréf sem voru
mjög ljót og hún segist hafa hent.
Í bréfunum komu fram hugarórar
Sævars, sem taldi alla vera á móti
sér og hótaði Önnu öllu illu.
Fyrir skemmstu hótaði hann svo
að drepa þær systur. „Hann hafði í
hótunum við okkur og sagðist ætla
að koma norður og skjóta okkur.
Það var mjög sárt, en hann var bara
fárveikur,“ segir Anna.
Lögreglu var gert kunnugt
um hótanirnar, en þær voru ekki
kærðar og þar með var ekkert að
hafst frekar í málinu.
Vissu af byssunni
Systkinin fréttu, líkt og aðrir lands
menn, af umsátursástandinu í fjöl
miðlum. „Ég var búin að marg
segja lögreglunni frá því að hann
væri með byssu í íbúðinni,“ seg
ir Sigríður og telur að hægt hefði
verið að bregðast við miklu fyrr.
Hún hefur fengið upplýsingar um
að lögreglan hafi þurft að hafa af
skipti af Sævari margoft og jafn
vel þurft að taka af honum vopn.
Ekki liggur fyrir hvaðan byssan sem
hann hafði undir höndum kom eða
hversu mörg skot hann hafði til
umráða. Sævar var ekki með byssu
leyfi.
Skortur á kærleika
Saga Sævars er víti til varnaðar.
„Það var aldrei hlustað. Hann var
þrár og erfiður, en auðvitað var
hægt að vinna hann á sitt band. En
þetta einkenndist mikið af úrræða
leysi og var sem enginn hlustaði
á það sem við vorum að reyna að
segja,“ segir Anna Jóna.
„Þjónustan við hann var engin.
Þó að maður væri að reyna að fá
fólk til að nálgast hann af kærleika
var það aldrei gert. Ég lagði mikla
áherslu á að það yrði gert, að ein
hver reyndi að vinna hann yfir á
sitt band og að Sævar gæti treyst
viðkomandi. Þá gæti hann treyst
þeim og farið með þeim út og gert
eitthvað,“ segir hún og telur að það
hefði eflt lífsgæði hans. „Eins og
alltaf er verið að tala um, að efla
lífsgæði fólks, en hafa þau ekki bara
í hrúgu uppi í sófa.“
Vildi vera venjulegur
Gunnar veltir því fyrir sér hvort að
þetta verði til þess að geðheilbrigðis
kerfinu verði gefinn meiri gaum
ur. „Þetta snýst allt um Excelskjöl
en ekki fólk. Skjölin stýra öllu. Gott
og vel, en hvort ætlum við að setja
pening næst í heilbrigðiskerfið eða
sérsveitina?“ spyr Gunnar og seg
ir að fyrir mann í sömu stöðu og
Sævar var í hafi ekkert minna dug
að en öryggisdeild. Gunnar segist
vona að þessi hörmulegi atburður
verði til þess að hér skapist um
ræða um veikustu einstaklinga
geðheilbrigðis kerfisins og þjónustu
við þá. „Af hverju gefst kerfið upp
á svona veikum einstaklingum.
Dæmin eru miklu fleiri. Hvernig
gat það gerst að hann var ekki und
ir meira eftirliti,“ spyr Gunnar. Ég
held að þetta séu spurningar sem
verði að svara. Anna Jóna segist
vona að kerfið hafi ekki verið búið
að gefast upp á Sævari, en segir að
þegar hann var í innlögn á Kleppi
hefði hann þurft á því að halda að
einhver reyndi að vinna hann á
sitt band og nálgast hann. „Hann
saknaði venjulega lífsins. Ég fann
það oft að það lá þungt á honum
hvernig hann hafði farið með líf
sitt,“ segir Anna Jóna. n
Þ
etta eru bæði viðkvæm
og erfið mál sem snúa að
einstaklingum sem glíma við
mikla erfiðleika og þau eru
átakanleg þegar þau koma upp,“
segir Kristján Þór Júlíusson heil
brigðisráðherra. Kristján segist
ekki geta tjáð sig um einstök mál,
en greinir frá því í samtali við DV
að velferðarráðuneytið hafi um
nokkurt skeið verið með mál geð
fatlaðra til skoðunar.
Vinna vel saman
„Við höfum verið að vinna með
þessi mál í nokkurn tíma í ráðu
neytinu og höfum þá verið að reiða
okkur á geðsvið Landspítalans og
þá fagþekkingu sem þar er til stað
ar í þeirri vinnu,“ segir Kristján og
segir að þar hafi Páll Matthíasson,
áður framkvæmdastjóri geðsviðs
LSH, nú forstjóri spítalans, farið
fyrir vinnunni. Þá hefur verið sam
starf milli innanríkis og velferðar
ráðuneytisins við að fara yfir og
samræma aðgerðir lögreglu, réttar
kerfis og heilbrigðis og félagsþjón
ustunnar. Einnig hafa mál fanga
sem glíma við geðraskanir komið
til skoðunar innan ráðuneytisins.
„Almennt get ég sagt að vel
ferðarþjónustan í landinu, lög
gæslan og geðheilbrigðis þjónustan
vinna vel saman,“ segir Kristján,
sem gefur ekki upp hvort mál
Sævars Rafns verði skoðað sérstak
lega í ráðuneytinu.
Erfið lögræðismál
Á Íslandi hefur það almennt verið
talið rétt að reyna að vinna með
einstaklinga í samfélaginu og finna
þeim viðeigandi úrlausnir þar. Það
samræmist einnig þingsályktunar
tillögu sem liggur fyrir á Alþingi,
þar sem fram kemur að þjónusta
verði samræmd og tryggja eigi rétt
geðfatlaðra einstaklinga til sjálf
stæðs lífs. Þó kemur fyrir að svipta
þarf einstakling lögræði og eru þau
mál nánast undantekningarlaust
mjög erfið.
Kristján segir að oftast sé
erfitt að ákveða hvernig haga eigi
ákvörðunum um lögræði og svipt
ingu þess. „Það sem gerir þetta
kannski erfitt er þessi spurning
um lögræðislögin. Það er að segja
hvert frelsi borgaranna á að vera.
Öll aðför að frelsi einstaklingsins
í þessum efnum er mjög umdeild
og ákvarðanatakan er þess vegna
erfið. Það er í sjálfu sér engin lausn
að vega að frelsi einstaklinga,“ segir
Kristján. Hann segir að í þeim til
fellum sem það sé gert sé ströng
um reglum þar að lútandi fylgt til
þess að reyna að komast hjá mikl
um skaða. „Í þessum efnum mun
ég reiða mig á það sem fagfólkið
segir,“ segir Kristján.
astasigrun@dv.is
„Mun reiða
mig á fagfólk“
Geðheilbrigðismál til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu
Viðkvæm mál Þó ráðherra tjái sig ekki
um einstök mál, líkt og mál Sævars, segir
hann að geðheilbrigðismál hafi verið til
skoðunar innan ráðuneytisins undir hand-
leiðslu fagfólks. Mynd SiGtryGGur Ari
„Hann réð
ekkert við
þetta og alls ekki
að búa einn
Málið verður
rannsakað
Ríkissaksóknari hefur hafið rannsókn
á atvikum og aðgerðum lögreglu í
Hraunbæ 20 morguninn sem Sævar
Rafn Jónasson lést. Í tilkynningu frá
embættinu er það tekið fram að við
rannsókn sína muni ríkissaksóknari,
með aðstoð lögreglumanna við
embætti sérstaks saksóknara, taka
skýrslur af lögreglumönnum sem voru
á vettvangi. Farið verður yfir aðgerðir
lögreglu með hliðsjón af almennum
hegningarlögum, lögreglulögum og
verklagsreglum ríkislögreglustjóra
þegar um beitingu skotvopna er
að ræða. Þá hafa vopn sérsveitar-
mannanna verið tekin til hliðar í þágu
rannsóknarinnar. Það verður hins
vegar lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu sem rannsakar allt sem varðar
forsögu Sævars, handhöfn og meðferð
hans á skotvopni, sem og annað er
hann varðar að sögn ríkissaksóknara.
Systir Sævars hefur hitt lögregluna
vegna málsins og bíður fjölskylda hans
niðurstöðu rannsóknarinnar.
Sævar rafn Sævar þótti efnilegur
drengur á sínum yngri árum. Sigríður segir
að eftir að hann fór á sjóinn hafi allt farið í
vitleysu og hann leiðst út í óreglu.
Skaut út um glugga Sævar mun hafa skotið á lögreglu og bíla út um glugga íbúðarinnar.
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
sunnudaginn 8. desember kl. 16
og mánudaginn 9. desember kl. 18
í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg
Bragi Á
sgeirsson
Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna
svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna.
Jólauppboð
í Gallerí Fold
Forsýning alla helgina í Gallerí Fold
föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–15,
mánudag kl. 10–17 (einungis þau verk sem boðin eru upp á mánudag)
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is