Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Blaðsíða 13
Helgarblað 6.–9. desember 2013 Fréttir 13
„Ég var í helvíti“
n Verður aldrei samur eftir Landakotsskóla n Ósáttur við viðbrögð kirkjunnar n Kallar eftir ábyrgð ríkisins
og stundi nafnið mitt með munninn
alveg upp við eyrað á mér svo minn-
ingin um sígarettulyktina, andardrátt-
inn og fingurna situr eftir. Hann stundi
og fór síðan afsíðis til að runka sér.
Kom svo, hneppti upp skyrtunni, setti
á sig kragann og greiddi sér. Síðan fór-
um við aftur fram og ég fór aftur í tíma
en mér leið alveg fáránlega. Á þessum
árum vissi ég samt ekkert hvað sjálfs-
fróun var og gat ekki gert mér grein
fyrir því sem hann var að gera, enda
gerði ég það ekki fyrr en seinna.
Það sama gerði hann inni á skrif-
stofunni sinni, sem var lítið herbergi
á milli kennarastofunnar og bekkjar-
stofunnar á jarðhæð. Þar var hann var
með fæturna undir borðinu á meðan
ég sat við hlið hans og hann káfaði á
andlitinu á mér og efri hluta líkamans.
Ég man hvað hann var alltaf sveittur
og hvernig hann stundi nafnið mitt
fnæsandi og hvað neglurnar á honum
voru gular.“
Án þess að muna það nákvæm-
lega telur Valgarður að hann hafi verið
sex til átta ára þegar þessi atvik átti sér
stað.
Kvaddi með kökkinn í hálsinum
Seinna fór hann í sumarbúðir í Riftúni
þar sem séra Georg og Margrét voru.
Þá var hann níu til ellefu ára.
Þar átti séra Georg það til að leika
sama leikinn og í prestsbústaðnum.
Einu sinni reiddist Valgarður og
spurði hvað hann væri eiginlega að
gera þarna með honum, hvort hann
hefði gert eitthvað af sér. Þá fóru þeir
aftur fram.
„Ég fór tvisvar í Riftún og átti að
vera þar í þrjár vikur. Í annað skiptið
lögðu þau mjög hart að mér að vera
áfram í þrjár vikur til viðbótar því það
væri miklu skemmtilegra. Mér fannst
þetta skrýtið og alla daga langaði mig
bara að komast burt frá þessum stað.
En þegar foreldrar mínir komu að
sækja mig stóðu þau yfir mér á með-
an ég sagði foreldrum mínum með
grátkökkinn í hálsinum að ég vildi
vera áfram í Riftúni. Foreldrar mín-
ir voru mjög hissa en kvöddu án
mín og ég varð þar eftir næstu þrjár
vikurnar.
Frá þeim tíma á ég minningar sem
ég hef aldrei skilið. Mér var oft gefin
flóuð mjólk fyrir svefninn og tel að mér
hljóti að hafa verið byrluð lyf. Því ég
átti þessa minningu sem ég áttaði mig
aldrei á og hélt að væru bara draumar,
þegar séra Georg var að halda á mér
á náttfötunum yfir bílaplanið á Rif-
túni og bera mig aftur í rúmið mitt í
svefnskálanum. Ég skildi samt ekki af
hverju mig var alltaf að dreyma sama
drauminn aftur og aftur og þess-
ar minningar hafa alltaf fylgt mér. Ég
er alveg viss um að ég hafi verið mis-
notaður á meðan ég svaf, enda var ég
að glíma við mikil óþægindi varðandi
endaþarminn á þessum tíma og missa
saur.“
Valgarður sagði fyrst frá reynslu
sinni í DV í júní 2011. Í rannsóknar-
skýrslunni lýsti annar maður svipaðri
upplifun á Riftúni. Reyndar segist Val-
garður hafa veitt því eftirtekt að fleiri
drengir voru teknir úr svefnskálanum:
„Ég man að þau tóku alltaf einn strák-
inn úr svefnskálanum á nóttunni. Ég
vissi ekkert af hverju en eftir á þá var
það mjög skrýtið.“
Heila önn í skammarkrók
Valgarður segir að á síðasta árinu í
barnaskóla hafi honum risið hold og
þá hafi séra Georg tekið hann upp að
töflu til að sýna bekknum bunguna
á buxunum, gera grín að honum og
niðurlægja hann. „Þá var ég farinn að
útiloka hann. Þá lét hann mig sitja í
skammarkrók heila önn, sem var mjög
niðurlægjandi. Þá sat ég á borði sem
var upp við vegginn og hinir krakkarn-
ir sátu allir annars staðar í stofunni og
gangur á milli okkar. Ég man að einn
kennarinn leyfði mér stundum að sitja
með hinum krökkunum en fékk bágt
fyrir.
Á þessum tíma reyndi ég að gera
grín að þessu en seinna áttaði ég mig
svo á því hvað þetta var mikið niður-
brot. Ég taldi alltaf að ég hlyti að hafa
gert eitthvað af mér en vissi aldrei
hvað. Í raun var ég mjög prúður nem-
andi og aldrei til vandræða. Enda
hafði ég aldrei lent í skammarkrókn-
um fram að þessu. Þetta var bara
svívirðilegt.“
Valgarður segir að félagar hans í
bekknum hafi reynt að standa saman
og styðja hvern annan í gegnum
skólagönguna. „Ég held að það hafi
margir lent verra í því en ég. En við
ræddum það aldrei.“
Alltaf upplifað sig utangarðs
Foreldrum sínum sagði Valgarður
aldrei frá ofbeldinu. „Mamma var
veik. Það er víst eitthvað sem þeir gera,
meðvitað eða ómeðvitað, að sigta
út börn sem eiga foreldra sem eru
að glíma við erfiðleika. Ég var ekkert
að fara að tala um eitthvað svona
við mömmu mína þegar hún glímdi Framhald á næstu síðu
ásökunum og þeir funda með séra Georg
sem neitar sök
→ B fer í prestshúsið og segir þar nokkrum
prestum frá kynferðisofbeldi sem séra
Georg og Margrét beittu hann á árunum
1978–1983. Áður hafði hann reynt að ræða
þetta við skriftir
→ C segir Jolsson biskupi
frá kynferðisofbeldi sem
séra Georg beitti hann á
árunum 1956–1958
1990–1996 Starfs-
maður fræðsluskrifstofu
segir að kvartað hafi verið
undan harðræði Margrétar.
Fræðslustjóri kannast ekki við málið.
2001 Móðir kvartar við Hjalta skóla-
stjóra og skólanefnd undan harðræði
Margrétar. Hún reynir árangurslaust að fá
áheyrn Gisjen biskups og tilkynnir málið til
fræðsluyfirvalda
1994–1995 Séra Georg stýrir biskups-
umdæminu á meðan það er biskupslaust
1998 Jóhannes Gijsen biskup leggur
til við Páfagarð að Georg verði veitt
viðurkenning
2000 eða þar um bil. Afi og
amma segja Gisjen biskupi að
barnabarn þeirra geti ekki verið í
skólanum vegna Margrétar
2003 Amma kvartar við séra
Hjalta undan einelti Margrétar gagnvart
barnabarninu
→ Foreldrar barns í 8 ára bekk kvarta við
aðstoðarskólastjóra þar sem barnið er
komið með kvíða- og streitueinkenni.
Barnið lauk námi utan skóla
→ Margrét hættir kennslu
2007 A segir séra Davíð Tencer frá
ofbeldinu
2008 Séra Georg fellur frá og Margrét
fyrirfer sér með því að kasta sér niður úr
turni Landakotsskóla
2010 C segir Pétri Bürcher bisk-
upi frá ofbeldinu
→ E segir Pétri frá kynferð-
isofbeldi sem séra Georg og
Margrét beittu D. Um leið
segir hann að annar kaþólskur
prestur hafi misnotað hann á
fullorðinsárum.
2011 Að minnsta kosti fjórir kæra kyn-
ferðisbrot til lögreglu
→ apríl Pétur biskup er boðaður á fund
innanríkisráðherra sem hefur þá
upplýsingar um tvö mál innan
kirkjunnar, en fundinn sitja einnig
ráðuneytisstjóri, fulltrúi lögreglu
og Barnaverndarstofu
→ 16. júní Umfjöllun um ofbeldi
innan kaþólsku kirkjunnar og í Landa-
kotsskóla hefst í fjölmiðlum
→ 29. ágúst Rannsóknarnefnd
kaþólsku kirkjunnar er skipuð.
2012 2. nóvember Skýrsla
rannsóknarnefndar kaþólsku
kirkjunnar kemur út. Hún telur
að kaþólska kirkjan hafi gerst
sek um vanrækslu og þöggun
→ 5. nóvember Pétur biskup skipar
fagráð kaþólsku kirkjunnar. Um fagráðið
gilda ekki sérlög líkt og um
nefndir sem könnuðu vist- og
meðferðarheimili fyrir börn.
Hlutverk fagráðsins er
að veita álit um bótarétt
þolenda og leggja fram
tillögur að úrbótum
2013 8. janúar Fagráðið
kallar eftir kröfugerðum vegna
hvers kyns ofbeldis eða misgjörða af
hálfu kirkjunnar
→ 30. ágúst Fagráðið leggur skýrslu fyrir
biskup, sem verður ekki gerð opinber.
→ 14. nóvember Stjórnendur kirkjunnar
sendir út bréf til þolenda þar sem hún
segist ekki hafa bótaskyldu gagnvart
þeim, að einu tilfelli undanskildu.
við þunglyndi og ástandið var erfitt
heima. Ég var ekki í neinni aðstöðu til
að ræða þetta og reyndi bara að láta
lítið fyrir mér fara,“ segir Valgarður.
Það var fyrst eftir að fjallað var um
ofbeldið innan veggja skólans í fjöl-
miðlum að Valgarður greindi fjöl-
skyldunni frá því sem kom fyrir hann
í æsku. „Þá var ekki mikið um að fólk
hringdi í mig. Enda held ég að fólki
hafi fundist þetta of mikið og það hafi
ekki vitað hvernig það ætti að takast á
við þetta. Þannig að ég einangraðist
og var svolítið einn með þetta. Seinna
heyrði ég samt að mínir nánustu
hefðu verið í rusli yfir þessu en það
var aldrei talað um það. Fólk veit ekki
hvað það á að segja.
Þó að þetta hafi verið erfitt hefur
mér þótt gott að fara í gegnum þetta,
því núna sé ég betur hvar ýmislegt
byrjaði.
Ég var orðinn kvíðinn, þunglyndur
og einrænn í gagnfræðaskóla. Ég hef
alltaf átt erfitt með að treysta fólki án
þess að skilja af hverju. Eins hefur mér
Þolendum misboðið
Gagnrýna vinnubrögð kirkjunnar og skammarlega lágar bætur
Ég er brotinn maður eftir sem
áður,“ sagði Ísleifur Friðriksson
í viðtali við Kastljósið. Árið
2011 lýsti hann því í viðtali við
Fréttatímann hvernig hann
var viðstöðulaust beittur
ofbeldi í Landakotsskóla.
Allt frá sjö ára aldri var hann
látinn taka þátt í athöfnum
sem hann vissi ekkert um en
misnotkunin stóð yfir þar til
hann varð þrettán ára. Hann
var beittur grófu kynferðis-
ofbeldi í Landakotsskóla og
tekinn úr svefnskálanum á
Riftúni. Ísleifi voru boðnar 170
þúsund krónur frá kaþólsku kirkjunni sem hann afþakkaði
á þeim forsendum að hugur fylgdi ekki verki og að fagráðinu hefði aðeins verið ætlað
að fegra kirkjuna. Frá upphafi hefði legið fyrir að þolendur ættu ekki bótakröfurétt en
kirkjan hefði engu að síður óskað eftir því að þolendur gerðu kröfu um bætur. Síðan
hefði komið á daginn að engin vilji var til þess að mæta þeim kröfum. „Ég vildi bara að
kirkjan bæri ábyrgð á þessu. Ég ætlaði að fá smá frið í hjartað.“
„Eins og verið sé
að hrækja á mig“
„Ég upplifi þessar bætur eins og það sé
verið að hrækja í andlitið á mér. Upphæðin
er svo svívirðilega lág að henni hefði betur
verið sleppt,“ sagði maður sem var við nám
í Landakotsskóla á árunum 1970–1977.
Hann upplifði þar andlegt og líkam-
legt ofbeldi og hefur glímt við
alkóhólisma, þunglyndi, reiði
og sjálfsvígshugsanir mest-
an part af lífi sínu. Hann
fékk 82.170 krónur í bætur
og í samtali við Morgun-
blaðið sagði hann að hann
hefði varla treyst sér til
að rifja þetta upp þegar
fagráðið óskaði eftir
kröfum frá þolendum.
„Það er svo ömurlegt að standa
í þessu einn og óstuddur og
ég vildi glaður vera að gera
eitthvað allt annað.
Eftir að fréttir fóru að
berast af þessu þá lét séra
Hjalti Þorkelsson, sem tók við
skólastjórn af séra Georg, hafa
eftir sér ummæli þar sem hann
gerir lítið úr því sem gerðist í skólanum.
Hann sagðist aldrei hafa orðið var við
neitt. Mér finnst hræðilegt að upplifa
að okkur sem vorum í skólanum sé ekki
trúað.
Ég reiddist þessum ummælum og
ákvað því að setja sögu mína á blað og
sendi hana til fagráðs.“
Hvatti hann aðra til þess að segja
sögu sína svo málið yrði ekki þaggað í
hel. „Mér finnst líka að ríkið hafi sloppið
ótrúlega vel frá þessu máli. Íslenska
ríkið borgaði kaþólsku kirkjunni fyrir að
mennta þessi börn, en það er eins og rík-
ið beri enga ábyrgð á því hvernig komið
var fram við börnin. Þó að við séum orðin
fullorðin höfum við áfram þörf fyrir vörn
gegn kaþólsku kirkjunni,“ sagði hann og
kallaði eftir frekari stuðningi frá ríkinu.
Mikil vonbrigði
„Kaþólska kirkjan hefur reynst mér illa
í gegnum tíðina og núna sýndi hún það
virkilega að hún kann ekki að iðrast,“
sagði maður í samtali við mbl.is. Hann
var beittur grófu ofbeldi í Landakots-
skóla sem stóð yfir í fjögur ár og hófst
þegar hann var sjö ára. Minningarnar
úr æsku eru manninum nánast
óbærilegar en hann var sóttur
í tíma og farið með hann
inn á skrifstofu til séra
Georg sem fróaði sér
þar. Hann var líka látinn
veita Margréti Müller
munnmök. Á Riftúni var
hann nokkrum sinnum
látinn verja nóttinni með
séra Georg þegar hann var
átta og níu ára gamall
þar sem Georg hafði
við hann endaþarms-
samfarir eða nuddaði
sér upp við hann.
Maðurinn sagði bæði
nunnu og presti frá
ofbeldinu þegar hann
var ellefu ára, en ekkert
var aðhafst. Hann hlaut
varanlegan andlegan skaða
af ofbeldinu. Hann fékk 300 þúsund í
bætur og sagði að það væri eins og að
fá blauta tusku í andlitið. „Ég var ekkert
að biðja um tugi milljóna en auðvitað
vænti maður þess að fá einhverja viður-
kenningu á því að ég hafi verið misrétti
beittur. Þetta eru mikil vonbrigði,“ segir
maðurinn. „Okkur var gert afskaplega
erfitt fyrir í öllu þessu langa ferli.
Nálgunin var sú að maður þurfti alltaf að
biðja um allt. Ég þurfti að biðja um fund,
biðja um viðtal og biðja um bætur. Allt
frestaðist þetta um einhverja mánuði,
og þetta er svo það sem maður uppsker.“
Sagði hann að bæturnar væru ekki
einu sinni plástur á sárið. „Ég er afskap-
lega hryggur og leiður og mér er skapi
næst að skila þessu bara.“
„Það er það
ljótasta í þessu
máli, að svona illmennum
hafi verið leyft að brjóta á
börnum í friði.
Verulega ósáttur við niðurstöðuna
Valgarður bendir á að kirkjan hafi sjálf kallað
eftir kröfugerðum með nánum lýsingum á
atvikum. Það sé erfitt að fara í gegnum minn-
ingarnar og því skjóti skökku við að kirkjan
ætli sér ekki að axla ábyrgð. Mynd Sigtryggur Ari