Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Blaðsíða 49
Skrýtið Sakamál 49Helgarblað 6.–9. desember 2013
Gripinn eftir 27 ár
V
art mátti á milli sjá hvort
Stafford Spicer ágirntist
meir; Joanne Marie Jones,
23 ára fyrirsætu sem
einnig starfrækti ferða-
skrifstofu, eða bíl hennar, glæsi-
legan, bláan Chevrolet Camaro
árgerð 1978. Spicer fannst hvort
tveggja bíllinn og eigandi hans sexí
og fantasíur Spicers um Joanne
tengdust ávallt bílnum.
Tíðum hafði Spicer fylgst með
Joanne þegar hún yfirgaf íbúð
kærasta síns að morgni til er hún
fór til vinnu á ferðaskrifstofu sinni
á Long Beach í Kaliforníu í Banda-
ríkjunum – alltaf glæsileg og vel til
höfð.
Spicer sá fyrir sér hvernig
sítt, liðað hár Joanne bylgjaðist
sem foss yfir bak leðursætisins í
Camaro-inum þegar hann gerði
hvað sem hann langaði við hana –
slíkar voru fantasíur hans.
Slíkar fantasíur voru engin
nýlunda hjá Spicer og tæpum ára-
tug áður hafði hann látið undan
einni slíkri, brotist inn í íbúð á
Long Beach og misþyrmt kynferð-
islega konunni sem þar bjó. Henni
hafði tekist að komast undan og
hafa samband við lögregluna.
Með öllu grunlaus
Lítið vissi Joanne, að morgni dags
29. apríl, 1985, að kynferðisleg-
ur öfuguggi fylgdist með henni.
Slæða mengunar lá yfir borginni
og deyfði fyrstu geisla sólar, enda
klukkan rétt um hálf sex. Joanne
gekk rösklega að Camaro-inum,
þetta var mikilvægur dagur því
fyrir lá, ef allt gengi eftir, að landa
stórum samningi á ferðaskrifstof-
unni.
Spicer beið ekki boðanna
og síðar sagði öryggisvörður í
nærliggjandi byggingu að hann
hefði heyrt háan hurðarskell og
síðan hefði Spicer „skotist eins og
eldibrandur“ út á götu.
Spicer gerði sér grein fyrir að
hann hefði hugsanlega hlaupið á
sig, vakið of mikla athygli, en hann
hreinlega réð ekki við sig. Joanne
var ein á ferð og hann ákvað að
grípa gæsina meðan hún gafst. Í
pússi sínu hafði hann hníf – sem
hann taldi nauðsynlegt verkfæri á
Long Beach.
Horfin af yfirborði jarðar
Víkur nú sögunni til Toms, kærasta
Joanne. Um hádegisbil hringdi
hann á ferðaskrifstofuna til að
forvitnast um samninginn stóra.
En svörin sem hann fékk voru
önnur en hann vænti. „Joanne hef-
ur ekki komið hingað og við höfum
ekkert heyrt í henni,“ sagði vinnu-
félagi Joanne og var ekki laust við
að undrunar gætti í rómnum.
Eðlilega var Tom brugðið og
hringdi hann í ættingja Joanne, en
þeir höfðu ekkert heyrt. Þeim leist
ekkert á blikuna og höfðu sam-
stundis samband við lögregluna.
Það var engu líkara en Joanne
hefði horfið af yfirborði jarðar og
innan skamms hófst rannsókn á
hvarfi hennar sem og viðamikil
leit.
Ófullnægjandi vísbendingar
Þremur dögum síðar var Tom á
ferð um Long Beach. Sá hann þá
ekki nema bláa Camaro-inn og
þekkti hann eins og skot. Við stýr-
ið sat maður á fertugsaldri og lék
á als oddi í félagsskap þriggja far-
þega.
Tom fylgdi bílnum eftir eins
lengi og honum var mögulegt og
hafði samband við lögregluna
sem náði í skottið á bílstjóranum á
bílastæði við stórmarkað. Við stýr-
ið sat Stafford Spicer og voru hann
og félagarnir teknir til yfirheyrslu.
Spicer harðneitaði að þekkja
nokkuð til Joanne og fullyrti að
hann hefði keypt bílinn af manni
sem hann hefði hvorki séð fyrr né
síðar.
Þrátt fyrir að ósamræmis gætti
í framburði Spicers var lögreglan
ekki með nóg í höndunum til að
hafast frekar að hvað hvarf Joanne
áhrærði – jafnvel þótt hann væri
skráður kynferðisbrotamaður.
Spicer var ákærður fyrir að stela
bílnum og síðan sleppt.
Illa farið lík
Sex vikum síðar var nokkrum
stangveiðimönnum gengið fram
hjá vegaræsi í grennd við þjóðgarð
Los Angeles og lagði óbærilegan
fnyk fyrir vit þeirra. Þegar þeir
könnuðu málið nánar fundu þeir
nakið og rotnandi lík Joanne og var
það svo illa farið að meinafræðing-
um tókst ekki að finna nokkuð sem
vísað gæti á morðingja hennar.
Eina sem hægt var að fullyrða
með einhverri vissu var að hún
hafði verið stungin til bana.
Næstu 23 ár söfnuðu málsskjöl-
in ryki en eins og oft vill verða
með gömul óleyst mál var þessu
máli komið í hendurnar á Steve
nokkrum Davis, rannsóknarlög-
reglumanni, og varð þess skammt
að bíða að hann fengi nýjar vís-
bendingar sem hann gat fylgt.
Enda hafði tækninni fleygt fram,
ekki síst hvað varðaði DNA-sýni.
Þriggja ára leit
Í ljós kom að blóðsýni sem tekin
höfðu verið af mottu úr farangurs-
rými Camaro-ins og glasahaldara
innihéldu lífsýni úr Joanne og
þannig var búið að tengja bílinn
morðinu á henni. En DNA-sýni
sýndu einnig að Spicer hafði kom-
ið þar nærri.
Það tók Steve Davis þrjú ár að
finna Spicer. Hann fannst að lok-
um á hosteli í Las Vegas – atvinnu-
laus flækingur.
Þrátt fyrir hetjulegan málflutn-
ing verjanda Spicer, þegar réttað
var í málinu, efaðist kviðdómur
ekki um sekt Spicer og sextugur að
aldri var hann dæmdur til að eyða
því sem eftir lifði ævinnar á bak við
lás og slá.
Ekki er fráleitt að ætla að hann
hefði komist upp með morð, en sí-
fellt meiri tækni sem lögregla beit-
ir við rannsókn mála kom í veg
fyrir. n
„Spicer sá fyrir sér
hvernig sítt, liðað
hár Joanne bylgjaðist
sem foss yfir bak leður-
sætisins í Camaro-inum
þegar hann gerði hvað
sem hann langaði við
hana.
Myrt í blóma
lífsins
Lík Joanne
Marie fannst
illa farið sex
vikum eftir
morðið.
Morðinginn Stafford
Spicer naut frelsis í 27
ár eftir morðið á Joanne
Marie.
n Joanne Marie var myrt 1985 n Spicer taldi sig hafa komist upp með morð
Drepinn vegna
Playstation 4
Tuttugu og eins árs Bandaríkja-
maður, Ronnie Collins, hefur ver-
ið handtekinn vegna gruns um að
hafa orðið 22 ára manni, Ikenna
Uwakah, að bana í San Francisco í
vikunni. Uwakah og Collins höfðu
mælt sér mót en sá fyrrnefndi
hafði auglýst Playstation 4-leikja-
tölvu sem hann átti til sölu. Þegar
viðskiptin áttu að fara fram er talið
að Collins hafi dregið upp byssu
og skotið Uwakah nokkrum sinn-
um. Að því búnu fjarlægði hann
tölvuna úr bifreið Uwakah og yfir-
gaf vettvanginn. Uwakah var úr-
skurðaður látinn á sjúkrahúsi.
Playstation 4-leikjatölvan kom
í almenna sölu í Bandaríkjunum
þann 15. nóvember síðastliðinn og
hefur selst í yfir tveimur milljón-
um eintaka.
Morð ekki færri
frá árinu 1965
Morðum í Chicago, þriðju fjöl-
mennustu borg Bandaríkjanna,
hefur fækkað mikið það sem af
er ári miðað við undanfarin ár.
Haldi þessi þróun áfram út des-
embermánuð verða liðin 48 ár
síðan jafn fá morð voru framin í
borginni. Fyrstu ellefu mánuði
ársins voru 380 myrtir í borginni
en til samanburðar voru 474
myrtir fyrstu ellefu mánuði ársins
2012. Skotárásum hefur fækkað
um 25 prósent frá síðasta ári og
öllum glæpum, allt frá minnihátt-
ar eignaspjöllum til morða, hefur
fækkað um 15 prósent í borginni.
Lögregluyfirvöld borgarinnar
hafa staðið fyrir miklu átaki gegn
glæpum á árinu og lagt mikla
áherslu á að taka á ólöglegri
meðferð skotvopna. Fyrstu ellefu
mánuði ársins voru 6.372 byssur
haldlagðar af lögreglu.
Svívirðilegt
brot gegn
hálfsystur
Tuttugu og fimm ára Norðmaður
hefur verið dæmdur í eins og
hálfs árs fangelsi fyrir að mis-
nota hálfsystur sína kynferðis-
lega. Maðurinn átti sér engar
málsbætur en áður en hann mis-
notaði stúlkuna gaf hann henni
drykk sem hann hafði blandað út
í amfetamíni og metamfetamíni.
Fyrir dómi kom fram að mað-
urinn hefði ítrekað boðið stúl-
kunni kannabisefni en hún ávallt
neitað. Þegar stúlkan bragðaði
á fíkniefnakokteilnum og spurði
hálfbróður sinn út í vont bragð
sagði hann að hann hefði bland-
að vítamínum út í drykkinn.