Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 6.–9. desember 2013
Ríkislögreglustjóri
er þögull um CIA
n Heimilt að taka við upplýsingum sem njósnastofnanir afla um Íslendinga
G
reiningardeild ríkislög-
reglustjóra neitar að svara
ítrekuðum fyrirspurn-
um DV um eðli samstarfs
greiningardeildarinn-
ar við bandarískar leyniþjónustu-
og njósnastofnanir á skýran hátt.
Spurningum um eðli samstarfs-
ins, hvort greiningardeildin hafi
átt frumkvæði að því að biðja um
upplýsingar um íslenska borgara,
eða móttekið slíkar upplýsingar frá
bandarískum yfirvöldum, er ekki
svarað með skýrum hætti.
Þó kemur fram í svörum grein-
ingardeildarinnar að skýr lagaheim-
ild sé fyrir því að taka við upplýs-
ingum um íslenska ríkisborgara
sem bandarískar njósnastofnanir
hafi aflað. Þá sé greiningardeildinni
einnig heimilt að deila upplýsingum
sem hún hefur aflað um íslenska rík-
isborgara með bandarískum njósna-
stofnunum. Reikna má með því að
slíkum lagaheimildum hafi verið
beitt, þó greiningardeildin vilji ekki
svara því með skýrum hætti.
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum að undanförnu er Ísland á
lista yfir þær þjóðir sem eiga í hvað
nánustu samstarfi við Þjóðarör-
yggisstofnun Bandaríkjanna, NSA.
Uppljóstranir Edwards Snowden
hafa sýnt hvernig sú stofnun hefur
safnað ítarlegum upplýsingum um
fólk í ýmsum löndum Evrópu, meðal
annars með því að fylgjast með net-
notkun óbreyttra borgara og hlera
símtöl þeirra. Þá hefur verið upplýst
að NSA hafi hlerað símtöl Angelu
Merkel, kanslara Þýskalands.
Áleitnar spurningar
Kristinn Hrafnsson, talsmaður
WikiLeaks, segir þennan skort á
svörum frá greiningardeildinni gera
það að verkum að ákveðnar spurn-
ingar verði nú áleitnari en áður.
„Varðandi það hvort þeir hjá grein-
ingardeildinni séu í einhverju virku
sambandi við bandarísk yfirvöld
um upplýsingaöflun um Íslendinga
eða séu viðtakendur slíkra upplýs-
inga, spyr ég hvort það sé virkilega
svo að ef slík samskipti séu til stað-
ar í dag – að það sé innan lagaheim-
ilda?“
Director of National Itelligence,
DNI, heldur utan um starf allra
leyniþjónustu- og njósnastofnana
bandaríska ríkisins. Þannig má ljóst
vera að NSA hefur aðgang að þeim
upplýsingum sem leyniþjónusta
Bandaríkjanna, CIA, aflar, en grein-
ingardeildin hefur greint frá því í
skýrslu að hún eigi í nánu samstarfi
við CIA í miðlun trúnaðarupplýs-
inga. Kristinn segir að ef grein-
ingardeildin sé í beinu samstarfi við
DNI sé ekki hægt að líta öðruvísi á
það en að hún sé í samstarfi við all-
ar njósnastofnanir Bandaríkjanna,
þar á meðal NSA.
Ríkislögreglustjóri fyrir
þingnefnd
Ekkert hefur komið fram sem stað-
festir að greiningardeildin eigi í
beinu samstarfi við DNI, en eins
og DV hefur greint frá á hún hins
vegar í samstarfi við bandarískt
hulduapparat sem gengur undir
dul nefninu GRPO, en það kem-
ur fyrir í yfir 200 sendiráðsskjölum
WikiLeaks. Þrátt fyrir að samstarf-
ið sé skjalfest í skjali bandaríska
sendiráðsins á Íslandi frá árinu
2009 hefur ríkislögreglustjóri neit-
að að kannast við GRPO.
Ríkislögreglustjóri var kallað-
ur fyrir stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd í síðustu viku. Þar munu
þingmenn hafa spurt hann út í eðli
þess samstarfs sem greiningar-
deildin á við CIA og nýlegar fregn-
ir þess efnis að Ísland sé á meðal
þeirra landa sem eigi í hvað nán-
ustu samstarfi við NSA.
Gríðarlega alvarlegt
Jón Þór Ólafsson, þingmaður
Pírata, sagði frá því í ræðu á þingi
að ríkislögreglustjóri hefði með-
al annars verið spurður út tækni-
búnað sem sagt er að staðsettur
sé á Íslandi og notaður til að safna
upplýsingum á Íslandi. Þá munu
þingmenn einnig hafa spurt hann
út í samstarfið við GRPO. Ekkert
hefur komið fram um það hver
svör ríkislögreglustjóra við spurn-
ingum þingmannanna voru.
Í ræðu sinni á þinginu sagði
Jón Þór að það væri gríðarlega
alvarlegt ef íslensk lögregluyf-
irvöld væru mögulega að safna
saman upplýsingum hér á landi
og deila þeim með erlendum yf-
irvöldum. „Og þegar ég spurði
[ríkis lögreglustjóra] um það hvaða
eftirlit sé með því að greiningar-
deildin fari ekki umfram sínar
heimildir, þá er eftirlitið, virðist
það vera tiltölulega takmarkað, og
það er eitthvað sem þarf að bæta,“
sagði Jón Þór.
Loðin svör
DV spurði greiningardeildina
hvort hún hefði heimild til þess að
fá upplýsingar um íslenska ríkis-
borgara sem erlendar leyniþjón-
ustur hefðu aflað? Í svari Jóns F.
Bjartmarz hjá greiningardeildinni
kom fram að fyrir því væri „skýr
lagaheimild.“ Þá spurði
blaðamaður hvort kann-
að hefði verið hvort öflun
þessara upplýsinga myndi
teljast í samræmi við inn-
lend lög, væri þeirra aflað
af íslenskum löggæsluað-
ilum, og hvort að grein-
ingardeildin hefði farið
fram á slíka upplýsinga-
öflun.
Jón F. Bjartmarz svaraði
þessari fyrirspurn með því
að vísa í lagaheimildir ís-
lensku lögreglunnar sem
hann sagði að væru skýrar: „Laga-
heimildir íslensku lögreglunnar
eru skýrar og vísa í því sambandi
til sakamálalöggjafar, lögreglu-
laga, almennra hegningarlaga,
laga um framsal sakamanna og
aðra aðstoð í sakamálum, reglu-
gerðina um greiningardeild, reglu-
gerð um meðferð persónuupp-
lýsinga hjá lögreglu, reglugerð
um sérstakar aðferðir og aðgerð-
ir lögreglu við rannsókn sakamála
og reglugerð um vernd trúnaðar-
upplýsinga, öryggisvottanir og ör-
yggisviðurkenningar á sviði örygg-
is- og varnarmála.“
Þegar DV ítrekaði fyrirspurn-
ina og bað um skýr svör svar-
aði Jón á þessa leið: „Eins og ég
hef þegar svarað þér þá eru skýr-
ar lagaheimildir fyrir starfsemi
greiningardeildar sem fer að lög-
um í starfsemi sinni.“ Þegar DV
ítrekaði fyrirspurnina aftur svaraði
Jón með eftirfarandi hætti: „Emb-
ætti ríkislögreglustjóra hefur svar-
að öllum spurningum sem þú hef-
ur beint til embættisins.“ n
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Ríkislögga fyrir þingnefnd
Haraldur Johannessen er ríkislög-
reglustjóri en hann var kallaður
fyrir þingnefnd á dögunum til þess
að svara fyrir samstarf greiningar-
deildar ríkislögreglustjóra við
bandarískar njósnastofnanir.
Höfuðstöðvar
CIA Greiningardeild
ríkislögreglustjóra er
meðal annars í sam-
starfi við CIA þegar
kemur að miðlun
trúnaðarupplýsinga.
Þingmaður spyr Jón Þór Ólafsson,
þingmaður Pírata, var einn þeirra sem
spurði ríkislögreglustjóra út í samstarfið við
bandarískar njósnastofnanir. Mynd SIGtRyGGuR ARI
„Embætti ríkislög-
reglustjóra hefur
svarað öllum spurningum
sem þú hefur beint til
embættisins.
talsmaður WikiLeaks Kristinn Hrafns-
son segist velta því fyrir sér hvort það sé
virkilega svo að lagaheimild sé fyrir miðlun
upplýsinga um íslenska ríkisborgara.
15. 11. 2013
Dró sér fé frá
góðgerða-
samtökum
Gjaldkeri Aflsins á Akureyri,
samtaka gegn kynferðis- og
heimilisofbeldis fékk síðastliðin
október fjörutíu og fimm daga skil-
orðsbundinn fangelsisdóm fyrir að
draga sér fé. Samkvæmt dómin-
um hafði hann frá febrúarmánuði
2012 til janúar þessa árs dregið sér
rúmlega þrjú hundruð og fimm-
tíu þúsund krónur. „Við fáum þetta
allt til baka. Þetta er bara eins og
gengur og gerist,“ segir Anna María
Hjálmars dóttir, formaður Aflsins,
í samtali við DV. Hún segir að hún
muni læra af þessu. „Ég er búin að
læra að vera gjaldkeri, þannig að
þetta er bara jákvætt,“ segir Anna
María.
Viðurkenndi brotið
Í dómi yfir gjaldkeranum kemur
fram að hún hafi viðurkennt brot
sitt skýlaust. Hann er sagður hafa
millifært rúmlega 357 þúsund
krónur yfir á eigin bankareikning
af reikningum félagsins. Auk þess
tók hann peninga út af reikning-
um þess og notaði í eigin þágu sem
og tók við söfnunarfé og skilaði
ekki til félagsins. Aflið er styrkt af
íslenska ríkinu en samtökin treysta
þó á söfnunarfé til
geta sinnt þeim
verkefnum
sem það hef-
ur á sínum
snærum.
Anna Mar-
ía segist hafa
uppgötvað fjár-
dráttinn þegar hún
skoðaði ársreikninga félagsins og
hafi hún þá lagt fram kæru. „Þetta
er bara skólabókardæmi, hún átti
erfitt og byrjaði að fá lán og skil-
aði aftur, svo fékk hún aftur lán og
ætlaði að skila því aftur, svo gerð-
ist það ekki. Hún ætlaði sjálfsagt
að skila þessu áður en þetta komst
upp,“ segir hún. Þó þessi upp-
hæð sé ekki mjög há þá er þetta
talsverður skerfur af fjármagni
samtaka sem vaða ekki í pening-
um. Anna María segist þó vera
ánægð með að allt féð muni skila
sér til baka að lokum. „Við höfum
þetta sem sjóð þegar þetta kem-
ur til baka. Það fer í það að byggja
kvennaathvarf,“ segir hún.
Stóð einn að fjárdrættinum
Anna María minnist á gróusögu
sem farið hefur víðan völl þess
eðlis að gjaldkerinn hafi ekki stað-
ið einn að fjárdrættinum og hafi
stjórnendur samtakanna verið
með í svikunum. „Hún mætti þá
vera rosalega fórnfús ef hún væri
til í að taka skellinn fyrir þetta. Við
yrðum ekki rík ef við ætluðum að
skipta þessu fé á milli okkur,“ segir
hún. Anna María telur líklegast að
sögusagnirnar hafi hafist hjá þeim
sem vilja koma höggi á samtökin.
„Ég hef oftar en einu sinni fengið
morðhótun. Þetta er náttúrulega
mjög erfitt starf og margir ekki sátt-
ir sem eru gerendur.
Anna María segir að þetta „leiðin-
lega atvik“ muni ekki setja strik í
reikninginn hjá samtökunum og
segir hún að framtíðin sé björt hjá
Aflinu. Stefnan er sett hátt og vilja
þær koma á fót kvennaathvarfi á
Akureyri. „Þetta veltur á húsnæði,
okkur vantar húsnæði sem er á
viðráðanlegu verði,“ segir hún.
Hún segir verulega þörf á kvenna-
athvarfi utan Reykjavíkur; bæði sé
heilmikið mál fyrir konur að flýja
suður bæði vegna starfs og barna,
sem og geti það verið gott fyrir
sumar konur frá Reykjavík að kom-
ast frá öllum aðstæðum.