Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 6.–9. desember 2013 Allar sjúkraskrár fara á einn stað n Gagnagrunnar tengdir saman n Umræðan ekki kláruð G agnagrunnar sem inni- halda sjúkraskrár lands- manna verða samkeyrðir á næstu mánuðum. Verið er að prufukeyra tengingar á milli gagnagrunna úr ólíkum landshlutum en þegar því verður lokið munu lækn- ar hvar sem þeir starfa á landinu hafa aðgang að öllum sjúkraskrám lands- ins. Ingi Steinar Ingason, verkefnis- stjóri rafrænnar sjúkraskrár hjá emb- ætti landlæknis, segist vonast til þess að samkeyrsla þessara gagnagrunna verði klár snemma á nýju ári. Þá seg- ir hann frá því að í framhaldinu sé stefnt að því að tengja sjúkraskrár frá einkaaðilum, eins og til að mynda frá Sjúkrahúsinu Vogi, inn í þetta mið- læga kerfi. Hörður Helgi Helgason, settur for- stjóri Persónuverndar, segir ákveðin sjónarmið rekast á þegar kemur að slíkri tengingu á milli mismunandi gagnagrunna. Hagsmunum sjúklinga geti verið betur borgið þegar til dæm- is upplýsingar um ofnæmi sjúklinga séu aðgengilegar öllum læknum á landinu. Það sé hins vegar spurn- ing hvort hvaða læknir sem er eigi að hafa aðgang að upplýsingum um lýta- aðgerðir sjúklinga svo dæmi sé tekið. Þetta sé umræða sem hafi í rauninni ekki verið tekin á Íslandi. Á tilraunastigi „Í dag er þetta þannig að það er einn grunnur í hverju heilbrigðis- umdæmi,“ segir Ingi Steinar í sam- tali við DV. Norðurland sé með einn grunn, Austurland annan og þannig koll af kolli. „Það sem við erum að gera núna er að við erum að tengja þessa grunna saman,“ segir Ingi sem tekur dæmi af manni sem slasar sig á Akureyri á meðan sjúkrasaga hans sé að mestu skráð á höfuðborgarsvæð- inu. „Eftir þessar breytingar myndu læknar til dæmis sjá ef sjúklingur væri með ofnæmi fyrir sýklalyfjum og þannig geta komið í veg fyrir einhver mistök í tengslum við það.“ Hann segir verkefnið vera á til- raunastigi eins og er. „Við erum núna að prófa að keyra saman Vesturland og Suðurnes og þegar það er allt orðið tilbúið kemur Suðurland næst inn.“ Þannig muni gagnagrunnar fleiri landshluta verða keyrðir saman á næstu mánuðum þar til þeir verða all- ir samtengdir. Ingi segir fyrsta skrefið vera tengingu gagnagrunna opin- berra heilbrigðisstofnana en gert sé ráð fyrir því að upplýsingar frá einka- aðilum verði hluti að netinu á endan- um. „Já, þetta verður allt samkeyrt á endanum og einkaaðilunum verður boðið að taka þátt í þessu.“ Í því sam- hengi nefnir Ingi gagnagrunna SÁÁ sem dæmi, en samtökin reka meðal annars Sjúkrahúsið Vog en þangað fer fólk í áfengis- og vímuefnameðferðir. Að mörgu að huga Aðspurður út í persónuverndar- sjónarmið segir Ingi að þeir einstak- lingar sem vilji ekki að slíkum upplýs- ingum um þá sé deilt á milli stofnana geti farið fram á að það verði stopp- að. „Þá þarftu náttúrulega að skrifa undir einhverja klásúlu um að þú sért þar með hugsanlega að ógna þínu lífi.“ En fari fólk ekki fram á neitt slíkt verði sjúkraskrár þeirra hvaðanæva af landinu aðgengilegar öllum læknum. Búið er að tilkynna þessar fyrirætlanir til Persónuverndar. Sem fyrr segir telur Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Persónu- verndar, að mörgu að huga þegar kemur að slíkum tengingum á milli gagnagrunna. Það sé auðvitað að mörgu leyti gott mál að hægt sé að fletta sjúkrasögu sjúklings frá Akur- eyri upp á Landspítalanum. „En ef þú ferð til dæmis til lýtalæknis í Kópa- vogi og leggst svo inn á Landspítal- ann, er þá eðlilegt að allir þar geti farið að fletta upp einhverju sem þú hélst að væri þitt einkamál með lækni uppi í Kópavogi? Þetta rekst svolítið á hvert annað.“ Umræðan aldrei kláruð Hann segir alla aðila vera að reyna að finna ákveðið millistig í þessu. „Það gengur ekki alveg upp að allir hafi að- gang að öllum upplýsingum alls stað- ar. Þannig að millistigið sem menn eru að velta fyrir sér núna er að vinna að því að búa til sameiginlegt viðmót, sameiginlegan aðgang að gagna- grunnunum sem eru þá áfram haldn- ir á hverri sjúkrastofnun fyrir sig.“ Þar yrði allur aðgangur skráður og rafræn skilríki nauðsynleg til þess að komast í skrárnar. Hörður segir þessa umræðu tengj- ast vísindarannsóknum á heilbrigðis- sviði en þær byggi auðvitað fyrst og fremst á aðgangi lækna og vísinda- manna að upplýsingum fengnum úr heilbrigðiskerfinu. Þar takist á hags- munir samfélagsins annars vegar og einstaklingsins hins vegar. „Við sem þjóðfélag erum ekkert búin að eiga þessa umræðu almennilega, sem hófst í kringum gagnagrunn á heil- brigðissviði á árunum 1997–1998. Við erum ekki búin að ákveða hvort við viljum láta þessa þjóðfélagslegu og samfélagslegu nauðsyn um að við sinnum vísindarannsóknum á heil- brigðissviði ganga fyrir, eða hvort við ætlum að láta það ganga fyrir að einstaklingar fái að njóta friðhelgi um sínar sjúkraskrárupplýsingar og hafi eitthvað með það að segja hvað þær eru notaðar í.“ n „Það gengur ekki alveg upp að allir hafi aðgang að öllum upplýsingum alls staðar. Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Gagnagrunnar tengdir Geir Gunnlaugsson er land- læknir en embætti hans vinnur nú að því að tengja saman gagnagrunna um sjúkráskrár þannig að þeir verði aðgengi- legir öllum læknum. Lítil umræða Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Persónuverndar, segir Íslendinga í raun ekki hafa tekið umræðuna um það hversu langt megi ganga í að samkeyra upplýsingar innan úr heilbrigð- iskerfinu. Mynd LAndsLöG Vildi 750.000 vegna handtöku Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabóta- kröfu manns sem var handtekinn vegna gruns um sölu fíkniefna. At- vikið átti sér stað í desember 2011 en lögregla hafði ítrekað fengið upplýsingar um að maðurinn stundaði sölu og dreifingu fíkni- efna. Hafði maðurinn áður orðið uppvís að fíkniefnamisferli og hafði lögregla lagt hald á fíkniefni við húsleit á heimili hans í október 2010. Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi brugðist illa við húsleitinni í desember 2011. Hann hafi gripið til farsíma sem hann hefði neitað að láta af hendi og var hann af þeim sökum færður í handjárn. Ekki þótti ástæða til að fara með manninn á lögreglustöð og var hann leystur úr járnunum. Engin fíkniefni fund- ust í húsleitinni. Þess vegna taldi maðurinn sig eiga rétt á bótum vegna húsleitar- innar og þeirrar staðreyndar að hann var settur í járn meðan á henni stóð. Þá hafi hann haft stöðu grunaðs manns í sjö mánuði eftir húsleitina enda lagði lög- regla hald á tölvugögn í umræddri húsleit. Að þessum sjö mánuðum liðnum var honum tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Að mati dómara var ekkert óeðli- legt við framgang lögreglu í mál- inu. Maðurinn fór fram á að fá 750 þúsund krónur í bætur. Fallið frá hækkunum Akureyrarbær hefur ákveðið að falla frá fyrirhugaðri hækk- un á vistunargjöldum í leik- skólum og gjöldum vegna félagsþjónustu sem áttu að koma til framkvæmda um ára- mót. Þetta var ákveðið á fundi bæjarráðs á fimmtudag. Með þessu vill bæjarráð leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að stemma stigu við verðbólgu og vinna að stöðugleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.