Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Síða 12
Helgarblað 6.–9. desember 201312 Fréttir
„Ég var í helvíti“
n Verður aldrei samur eftir Landakotsskóla n Ósáttur við viðbrögð kirkjunnar n Kallar eftir ábyrgð ríkisins
M
ér finnst ég svo lítilsvirtur,“
segir Valgarður Braga-
son, 42 ára, einn úr hópi
þeirra sem lögðu fram
kröfu á hendur kaþólsku
kirkjunni vegna ofbeldis sem þeir
sættu í Landakotsskóla. Valgarður
fékk greiddar 82.170 krónur í bætur
og segir: „Nú eru tvær vikur síðan ég
fékk bæturnar og síðan hef ég reynt að
halda ró minni. Af því að mig langar
ekki til þess að standa í einhverjum
leiðindum, vera reiður og sár. Ég hef
nóg annað að gera við tíma minn, en
þetta er bara svo glatað að ég get ekki
sætt mig við þessa framkomu. Ég finn
það æ betur eftir því sem tíminn líður.“
Kallað eftir kröfum
Ásakanir um ofbeldi og kynferðislega
misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar
á Íslandi komu fram í júní 2011. Í kjöl-
farið skipaði biskup rannsóknarnefnd
kaþólsku kirkjunnar þann í ágústlok
2011 og var henni falið að rannsaka
þessar ásakanir. Það var svo þann um
miðjan nóvember 2012 sem biskup
stofnaði fagráð kaþólsku kirkjunnar.
Fagráðið kallaði eftir kröfum frá þeim
sem töldu að á sér hefði verið brotið,
óháð því hvort viðkomandi teldi að
brotið væri fyrnt gagnvart lögum. Var
óskað eftir upplýsingum um tengsl
viðkomandi við kirkjuna á Íslandi á
þeim tíma sem atburður átti sér stað,
gerendur, lýsingar á atvikum og gögn-
um er viðkomandi taldi styðja mál sitt.
Alls lýstu 22 einstaklingar kynferð-
is- eða ofbeldisbrotum vígðra þjóna
eða annarra starfsmanna kaþólsku
kirkjunnar. Fagráðið tók tíu kröfugerð-
ir til greina sem vörðuðu kynferðis-
lega misnotkun af hálfu séra Georgs,
fyrrverandi skólastjóra Landakots-
skóla og fulltrúa biskups, og Margrétar
Müller, kennara við skólann, á árun-
um 1959–1984. Fagráðið tók til greina
sex aðrar kröfugerðir varðandi and-
legt eða líkamlegt ofbeldi af hálfu séra
Georgs og Margrétar. Ein kröfugerðin
varðaði kynferðisleg samskipti tveggja
fullorðinna einstaklinga.
Valgarður gerði kröfu um 6 milljónir
í skaða- og miskabætur vegna kynferð-
islegrar misnotkunar og ofbeldis sem
hann mátti sæta sem barn. Samkvæmt
lögmanni hans var ofbeldið gagnvart
honum bæði svæsið og niðurlægjandi
líkt og fram kemur í greinargerð sem
lögð var fyrir fag ráðið. Við kröfugerðina
var stuðst við viðmið um sanngirn-
isbætur vegna miska á stofnunum á
vegum ríkisins. Valgarður gerði einnig
kröfu um að faðir hans fengi skóla-
gjöldin endurgreidd, alls 2,7 milljón-
ir króna og að hann fengi 300 þúsund
krónur fyrir málskostnaði. Hann fékk
hins vegar 82.170 krónur í bætur, sem
nær ekki einum þriðja af málskostnaði.
Til samanburðar voru greiddar
sanngirnisbætur úr ríkissjóði til þeirra
sem urðu fyrir varanlegum skaða af
illri meðferð eða ofbeldi á vist- og
meðferðarheimilum.
Við ákvörðun sanngirnisbóta var
litið til alvarleika ofbeldis eða illrar
meðferðar, meðal annars með til til-
liti til tímalengdar vistunar og alvar-
leika afleiðinga. Hæstu bætur voru sex
milljónir króna.
Misnotaður frá sjö ára aldri
Foreldrar Valgarðs tóku trúna þegar
hann var þriggja ára og hann um leið,
en hann er sonur þeirra Braga Krist-
jónssonar bóksala og Nínu Bjarkar
Árnadóttur skálds. Foreldrar hans
tóku þátt í kirkjustarfi á uppvaxtarár-
um hans og sjálfur þjónaði Valgarður
til altaris í messum og tók þátt í barna-
starfi kirkjunnar.
Sex ára hóf hann nám í Landa-
kotsskóla þar sem hann var til tólf ára
aldurs. Öll þessi sex ár lifði Valgarður
í ótta. „Stundum gengu þau aftan að
mér og rifu í hnakkadrambið á mér,
hölluðu sér upp að mér og hvísluðu
í eyra mitt að ég ætti að vera rólegur.
Það var margt skrýtið þarna sem ég
áttaði mig ekki á að væri rangt, þó að
það væri auðvitað vont að verða fyrir
því.
Í raun þá vissi maður aldrei í
hvernig skapi þau væru. Stundum lá
vel á þeim og þá var allt í lagi en aðra
daga var þetta verra. Ég var alltaf að
reyna að lesa í aðstæðurnar og reyna
að átta mig á hverju ég átti von. Ég
var alltaf á tauginni, alltaf á varðbergi.
Mér leið alltaf illa í Landakotsskóla.
Það var svo þegar ég var sjö ára
sem séra Georg byrjaði að atast í
mér. Þá náði hann í mig í tíma eða
fór með mig beint úr frímínútum
inn í gamla prestsbústaðinn þar sem
hann lét mig setjast við borð, tók af sér
prestskragann, fiktaði í hárinu á mér
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
„Þetta var eins
og ég hefði
verið beðinn afsök-
unar og sleginn utan
undir strax á eftir
1954 Margrét Müller kemur
til Íslands
1956 Séra Ágúst Georg
kemur til landsins og
hefur kennslu við Landa-
kotsskóla
1961 Séra Georg tekur við
sem skólastjóri Landakotsskóla
1962 Margrét hefur kennslu í Landa-
kotsskóla
1963 A, 13 ára stúlka, greinir foreldrum
sínum frá ofbeldi sem hún hafði ítrekað
sætt á árunum 1960–1963. Faðir hennar
fer á fund kirkjunna en fær þau svör að
stúlkan hafi fjörugt ímyndunarafl
→ Nemandi yfirgefur skólanum vegna
rangra sakargifta af hálfu Margrétar
1964 Sumarbúðir reknar á Riftúni í
Ölfusi fram til ársins 1997
1968 Móðir kvartar við kirkjuna
undan harðræði séra Georg og Mar-
grétar gagnvart barninu
1969 A segir séra Alfons Mertens frá
ofbeldinu
→ Séra Georg verður staðgengill biskups
1970–1980 Foreldri kvartar undan
einelti Margrétar. Barnið er á endanum
tekið úr skólanum
1974–1975 Fermingarpiltur segir séra
Oremus frá harðræði og vanrækslu.
1975–1980 Fermingar-
pilturinn segir abbadísinni
í Hafnarfirði og fleiri
nunnum frá ofbeldinu.
Hún segist ekki hafa skilið
orð hans.
1976–1989 Faðir fer á
fund séra Georgs og kvartar
undan framkomu Margrétar gagn-
vart barni. Séra Georg eys yfir hann fúk-
yrðum. Faðirinn fer einnig á fund biskups
sem lofar betrun og iðrast aðgerðarleysis
á dánarbeðinum
1983 Móðir kvartar við séra Georg und-
an andlegri hörku og hótunum Margrétar.
Tvö eldri börn hennar hætta í sunnudaga-
skólanum af sömu sökum. Biskup Jolson
lofar rannsókn en ekkert gerist
1985 A segist hafa sagt séra Hjalta
Þorkelssyni frá ofbeldinu og
hann sagt: „æ, æ, æ, æ, þetta er
agalegt“. Hjalti neitar því að hafa
fengið vitneskju um ofbeldið
1985–1988 Séra Georg stýrði
biskupsumdæminu á meðan það
var biskupslaust
1988 A greinir nunnu frá of-
beldinu. Nunnan leggur til að þær
biðji fyrir séra Georg
1989 Séra Patrick segir að A hafi
greint sér frá reynslu sini
→ Móðir kvartar við séra Georg og
síðar við Jolson biskup vegna harðræðis
Margrétar. Hún flytur úr hverfinu og lætur
barnið skipta um skóla
1989–1990 Starfsmaður fræðslu-
skrifstofu segir að kvartað hafi verið við
fræðsluyfirvöld vegna harðræðis Mar-
grétar eftir að barn var slegið með flötum
lófa. Fræðslustjóri kannast ekki við málið
sem var ekki skráð
1990 Nemandi er heima í
nokkra daga eftir að Margrét
hæðist að honum og rífur
stíl sem hann skrifaði
→ A segist hafa fengið
heimsókn frá séra Hjalta
og líklega séra Patrick Breen
og greint frá ofbeldinu. Þeir
neita báðir að Hjalti hafi verið
með í för. Patrick segir Jolson biskupi frá
Sagan öll