Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 18
Helgarblað 6.–9. desember 201318 Fréttir
Kært vegna leka
n DV hefur óformlegt minnisblað um hælisleitendur undir höndum
D
V hefur óformlegt minnis
blað um hælisleitendurna
Tony Omos og Evelyn Glory
Joseph undir höndum.
Minnisblaðið sem ber tit
ilinn Minnisblað varðandi Tony
Omos er í punktaformi og byggir á
skjölum innanríkisráðuneytisins
um málsmeðferð hælisleitendanna.
Skjalið var sent á valda fjölmiðla en
innanríkis ráðuneytið hefur ekki af
hent lögmönnunum það þrátt fyrir
formlega beiðni þess efnis. DV fékk
það frá ónafngreindum heimildar
manni og hafði þannig aðgang að því
án þess að réttargæslumenn fólks
ins hefðu fengið tækifæri til þess að
sjá það. Minnisblaðið virðist komið
í almenna dreifingu því nú þegar
hafa bloggararnir Eva Hauksdóttir og
Einar Steingrímsson fjallað um efni
þess á vefsvæðum sínum.
Upplýsingar úr skjalinu birtust í
fréttum Fréttablaðsins, Vísis og Mbl.
is eftir að fjöldamótmæli höfðu verið
skipulögð fyrir utan innanríkisráðu
neytið í kjölfar fréttaflutnings um
brottvísun Tonys úr landi. Í umrædd
um fréttum var því meðal annars
haldið fram að Tony væri grunaður
um aðild að mansalsmáli, en í skjal
inu kemur fram að vísa eigi honum
úr landi á grundvelli Dyflinnarreglu
gerðarinnar meðal annars vegna þess
að hann sé ekki lengur til rannsókn
ar vegna málsins. Í frétt Mbl.is var
minnisblaðið sagt óformlegt og með
uppruna úr innanríkisráðuneytinu.
Viðmælendur DV, sem hafa gegnt
ábyrgðarstöðum innan stjórnsýsl
unnar, segja ekkert hafa komið fram
sem bendi til annars en að skjalið sé
beint frá ráðuneytinu komið.
Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður
Tonys, staðfestir í samtali við DV að
hann muni á næstu dögum leggja
fram kæru vegna leka persónuupp
lýsinga um skjólstæðing hans til fjöl
miðla. Lögmaður Evelyn hefur sagt
að slíkt sé til skoðunar. Þá hefur DV
heimildir fyrir því að óbreyttir borg
arar hafi kært lekann til lögreglu. Jón
Þór Ólafsson, fulltrúi Pírata í stjórn
skipunar og eftirlitsnefnd, hefur lagt
fram beiðni um að Hanna Birna Krist
jánsdóttir innanríkisráðherra verði
kölluð fyrir nefndina til að svara fyrir
málið. Fleiri fulltrúar nefndarinnar
hafa tekið undir þessa kröfu.
Punktar úr skjölum
Aðstoðarmaður innanríkisráðherra,
Gísli Freyr Valdórsson, sagði í sam
tali við DV þann 21. nóvember síð
astliðinn að minnisblað um hælisleit
endurna væri ekki til á málaskrá hjá
ráðuneytinu. Þá vildi hann gera sér
stakan greinarmun á minnisblaði
annars vegar og vinnuskjali hins
vegar, og leiddi um leið líkur að því
að um „óformlegt vinnuskjal“ væri að
ræða. Gísli Freyr sagði enn fremur að
ekki væri útilokað að óbreyttir starfs
menn hefðu lekið umræddum upp
lýsingum á fjölmiðla í einhvers konar
punktaformi: „Einhverjir gætu verið
að búa til einhverja punkta hjá sér.“
Eins og fyrr segir byggir minnis
blaðið á punktum um málsmeðferð
Tonys og Evelyn sem fengnir eru úr
skjölum innanríkisráðuneytisins.
Hanna Birna Kristjánsdóttir inn
anríkisráðherra hefur síðustu daga
haldið því fram, bæði í morgunút
varpi Rásar 2 og á Alþingi, að ekkert
bendi til þess að umræddu skjali hafi
verið lekið úr ráðuneytinu. Þá hefur
hún vísað til þess að aðrar stofnanir
geti borið ábyrgð á lekanum þar sem
gögn sem tengjast málum hælis
leitenda fari víða „á milli stofnana, á
milli lögmanna og annarra aðila.“ Sé
minnisblaðið sem fjölmiðlar byggðu
fréttir sínar á og DV hefur nú undir
höndum óformlegt eins og allt bend
ir til, getur það ekki hafa endað hjá
öðrum stofnunum, enda kveða upp
lýsingalög skýrt á um að skrá beri öll
skjöl sem send eru á milli stofnana –
en við það verða þau formleg.
Ekki á málaskrá
Miðað við þær upplýsingar sem
fram hafa komið bendir allt til þess
að minnisblaðið sé upprunnið úr
innanríkisráðuneytinu. Þá er það
skilgreint sem óformlegt enda ekki
skráð í málaskrá ráðuneytisins.
Viðmælendur DV, sem hafa gegnt
ábyrgðarstöðum innan stjórnsýsl
unnar, segja útilokað að skjal sem
sent hafi verið á aðrar stofnanir inn
an stjórnsýslunnar teljist óformlegt,
enda eigi að skrá allar slíkar gagna
sendingar. Slík skráning sé eðli
málsins formleg og við hana verði
gögnin sjálf formleg. Hafi minnis
blaðið verið sent eftir óformlegum
leiðum á Útlendingastofnun og það
an á fjölmiðla sé ljóst að farið hafi
verið á svig við lög.
Viðmælendur benda í þessu
samhengi á að upplýsingalög kveði
skýrt á um að skrá beri öll gögn sem
send séu á milli stofnana í mála
skrá. Í 6. grein upplýsingalaga eru
vinnugögn undanþegin upplýsinga
lögum en í 8. grein sömu laga kem
ur jafnframt fram að séu slík gögn
afhent öðrum stofnunum teljist þau
ekki lengur til vinnugagna sem þýðir
að skrá beri þau í málaskrá. Þar sem
hið óformlega minnisblað sé ekki
til inni í málaskrá, samkvæmt að
stoðarmanni ráðherra, bendi ekkert
til annars en að það hafi verið sent
eftir óformlegum leiðum frá ein
hverjum úr innanríkisráðuneytinu.
Ályktun minnisblaðsritara
Allt bendir til þess að minnisblaðið
hafi verið útbúið sérstaklega í kjöl
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Hvöss orðaskipti á þingi
Spurði ráðherra um muninn á leka ráðuneytis og leka Vodafone
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata,
spurði innanríkisráðherra út í lekann
í óundirbúnum fyrirspurnartíma á
þriðjudaginn: „Mig langar að spyrja
hæstvirtan innanríkisráðherra hvort
hann sjái einhvern mun á því að
viðkvæmum persónuupplýsingum
var lekið og komið á framfæri við
fjölmiðla úr hennar eigin ráðuneyti og
að viðkvæmum persónuupplýsingum
var dreift víða um netið úr Vodafone-
lekanum. Talað er um að kalla þá sem
dreifa þessum persónulegu upplýsing-
um til ábyrgðar, jafnvel með ákæru.
Hver er eðlismunurinn á þessum
tveimur aðgerðum í huga hæstvirts
ráðherra?“
Hanna Birna svaraði á þá leið að
ekkert benti til þess að lekinn kæmi
úr ráðuneytinu: „Til að girða fyrir þá umræðu sem ég heyri að hæstvirtur þingmaður
ætlar að fara hér með þegar hún vísar til leka úr innanríkisráðuneytinu vil ég segja
að það er ekkert sem bendir til þess.“ Þá vísaði hún á aðrar stofnanir sem gætu borið
ábyrgð á lekanum: „Ég minni líka þingheim á að þau gögn sem koma við í ráðuneytum,
til dæmis rökstuðningur er varðar svona mál, og það þekkja þingmenn mjög vel, fara
víða á milli stofnana, á milli lögmanna og annarra aðila sem tengjast málunum.“
Þá virtist ráðherra hissa á því að þingmaðurinn skyldi láta sér detta í hug að lekinn
kæmi úr ráðuneytinu: „Það að hæstvirtur þingmaður leyfi sér að fullyrða úr ræðustól
að leki hafi orðið úr ráðuneyti án þess að nokkuð bendi til þess finnst mér ansi bratt.“
Ekkert kom fram fram í svari ráðherra sem bendir til þess að ráðuneytið hyggist láta
rannsaka málið frekar.
far fjölmiðlaumfjöllunar um málið
enda er upplýsingum um Evelyn og
Tony skeytt saman að því er virðist
til þess að leiða að fyrirframgefinni
niðurstöðu – þeirri ályktun minnis
blaðsritara að rannsóknargögn gefi
til kynna að Tony sé að beita Evelyn
þrýstingi um að hún segi hann vera
barnsföður sinn. Ekki er vísað frekar
í hvaða rannsóknargögn það séu.
DV hefur grafist fyrir um þetta at
riði en miðað við upplýsingar þeirra
sem þekkja til málsins er ekkert sem
bendir til þess að þessa ályktun sé að
finna í formlegum skjölum um mál
ið.
Þess má geta að í 27. grein upp
lýsingalaga kemur fram að stjórn
völdum beri að skrá upplýsingar „um
málsatvik sem veittar eru munnlega
eða viðkomandi fær vitneskju um
með öðrum hætti.“ Í skýringum við
greinina er sérstaklega tekið fram að
veita skuli aðgang að vinnuskjölum ef
í þeim eru upplýsingar sem ekki er að
finna í öðrum gögnum málsins. Í 26.
grein sömu laga er fjallað um skrán
ingu mála, skjalaskrár og aðra vistun
gagna og upplýsinga. Í skýringu við
26. greinina segir eftirfarandi: „Til að
upplýsingarétturinn sé virkur, bæði
samkvæmt upplýsingalögum, stjórn
sýslulögum og eftir atvikum öðrum
réttarreglum um slík réttindi borgar
anna, er ákaflega mikilvægt að stjórn
völd, og aðrir sem skylt er að afhenda
gögn samkvæmt lögum þessum,
haldi vel og skipulega utan um mál og
gagnasöfn.“
Tony og Evelyn eru skjól
stæðingar innanríkisráðuneytisins
þegar kemur að hælisumsókn þeirra
og ráðuneytið hefur aðgang að upp
lýsingum um þau í krafti þess. DV
sendi fyrirspurn á ráðuneytið eftir að
það fékk minnis blaðið í hendurnar á
þriðjudag. Blaðamaður spurði hvort
ráðuneytið hefði lagt fram kæru til
lögreglu vegna dreifingar minn
isblaðs sem inniheldur persónu
upplýsingar um skjólstæðinga ráðu
neytisins og er sagt eiga uppruna
sinn úr ráðuneytinu. Þegar ekkert
svar hafði borist við fyrirspurninni á
fimmtudag hafði blaðamaður sam
band við ráðuneytið og fékk þau við
brögð frá upplýsingafulltrúa að við
bragða af hálfu ráðuneytisins væri
að vænta eftir tvo til þrjá klukku
tíma. Þegar blaðamaður reyndi að
hafa samband að þeim tíma liðn
um náði hann ekki sambandi við
nokkurn mann innan veggja ráðu
neytisins. n
Túnaðargögnum lekið Í „óformlega
minnisblaðinu“ sem lekið var á fjölmiðla eru
viðkvæmar persónuupplýsingar um bak-
grunn Evelyn Glory Joseph. Mynd SigTryggur Ari
Punktar aðstoðarmanns Gísli Freyr Val-
dórsson, aðstoðarmaður ráðherra, sagði hugs-
anlegt að einhverjir innan ráðuneytisins væru
að taka niður punkta og senda á fjölmiðla.
Vísar á aðra Hanna
Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra hefur
vísað til þess að aðrar
stofnanir geti borið
ábyrgð á lekanum.
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Vestmannaeyjum Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Fyrir bílinn
Rúðuvökvi -18°C 4 lítrar
690
Deka Tjöru- og olíu-
hreinsir 4 lítrar
1.890
1/2” slanga 15 metra
með stút og tengjum
1.690
Þrýstiúðabrúsi , 1 líter
495
Bíla & gluggaþvotta-
kústur, gegn um rennandi
116>180cm, hraðtengi
með lokun
2.490