Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Síða 20
20 Fréttir Helgarblað 6.–9. desember 2013 „Hann á alltaf stað í Hjarta mínu“ n Systkini segja sorgarsögu Sævars Rafns Jónassonar n Höfðu varað við því að Sævar væri með byssu n Sævar var ekki í aðstöðu til þess að afþakka aðstoð H ans saga var í rauninni bara sorgarsaga,“ segir Anna Jóna Jónasdóttir, systir Sævars Rafns Jónas­ sonar. Sævar Rafn var átján ára þegar hann réð sig á fragtskip og sigldi út í heim. Hann snéri ekki aftur til Íslands fyrr en eftir síðustu aldamót og þá hafði hann brennt allar brýr að baki sér í Noregi og Danmörku. Hann hafði verið í stopulu sambandi við fjölskyldu sína á Íslandi, sem heyrði lítið og sjaldan frá honum. Á mánudag lést Sævar eftir at­ burðarás sem á sér engin fordæmi hérlendis. Systkini Sævars telja að hana hefði mátt forðast ef gripið hefði verið inn í aðstæður fyrr og honum skapaðar viðunandi að­ stæður og lífsgæði. Ljúfur, hlýr og góður Systkini Sævars, þau Anna Jóna, Sigríður Ósk og Gunnar Kr. Jónasarbörn, lýsa honum öll sem góðum bróður sem missti tökin á lífi sínu um tvítugt. Sævar var ljúfur, hlýr og list­ rænn unglingur. Hann ólst upp í stórum hópi systkina og ekkert benti til annars en að fram und­ an væri björt og góð framtíð. Þegar Sævar fór á sjóinn breyttist hins vegar allt og hann missti fótanna í tilverunni. Sævar ánetjaðist áfengi og eitur lyfjum og átti eftir að berjast við fíknivanda það sem eftir var sem og geðsjúkdóma. Sú barátta hefur verið löng og ströng. Sigríður og Anna Jóna hafa undanfarin ár reynt að berjast fyrir því að Sævari væru búnar viðun­ andi aðstæður hér á landi, en segja að úrræðaleysi hafi einkennt með­ ferð hans. Gunnar ákvað fyrir mörgum árum að þeir bræður ættu ekki samleið og sleit öll samskipti við Sævar. Hann hefur þó fylgst með bróður sínum úr fjarlægð og fékk reglulega fréttir af honum. „Ég vonaði alltaf að það myndi birta til,“ segir hann. Þá fór allt í vitleysu En sem barn og unglingur var Sævar venjulegur ungur drengur. „Hann var ósköp yndislegur bróðir, sem vildi allt fyrir alla gera. En svo lendir hann í þessum hörmung­ um, að byrja að nota eiturlyf,“ seg­ ir Anna Jóna. Hún reyndi að fylgja bróður sínum eftir og berjast fyrir hagsmunum hans undan farin ár, en það var þó ekki alltaf auðvelt. „Hann á alltaf stað í hjarta mínu. Hann lenti hins vegar, eins og svo margir aðrir, út af beinu braut lífsins og hann náði aldrei að koma sér aftur á réttan kjöl. Sem unglingur var hann snillingur í því sem hann tók sér fyrir hend­ ur. Hann var mjög listrænn, hlýr og góður,“ segir hún. Þau Sigríður og Gunnar taka í sama streng og segja að tíminn á sjónum hafi orðið honum að falli. „Þá fer allt í vitleysu hjá hon­ um. Hann fer að drekka og það verður mikil óregla á honum,“ seg­ ir Sigríður. „Þetta er sorgarsaga sem sýnir afleiðingar af dóp­ og áfengis neyslu,“ segir Gunnar. Vissu af honum „Við vitum ekkert alveg hvað hann var að gera í Noregi eða þegar hann var erlendis,“ segir Sigríður og um tímann sem hann dvaldi á Norðurlöndunum er því margt á huldu. Fjölskyldan fékk fréttir af honum stöku sinnum og Sævar skrifaðist á við Ásgeir bróður sinn á árum áður, nokkuð stopult þó. Þá liggur það fyrir að Sævar var í fang­ elsi í Svíþjóð undir lok áttunda áratugarins og var vísað frá Noregi eftir að hann ógnaði lögreglu­ manni í Ósló með skotvopni árið 1986. En Sævar fór fljótlega aftur út enda vildi hann helst vera þar. Honum var svo vísað frá Dan­ mörku árið 2001 og frá þeim tíma hefur hann verið á Íslandi. Tengdist norsku gengi Í Noregi var Sævar meðlimur í norsku gengi eða glæpasamtökum. Bróðir hans, Gunnar, heimsótti Sævar þegar hann var sjálfur á ferðalagi í Noregi og fékk að heyra stórkarlalegar sögur af fíkniefna­ viðskiptum Sævars. Gunnar bað bróður sinn að koma heim með sér, enda sá Gunnar að aðstæð­ ur Sævars voru svo bágbornar að hann var að feta hættulega braut. „Ég hef aldrei orðið svona hræddur í lífinu,“ segir Gunnar um heimsóknina. „Ég bað hann um að koma með mér heim og bauðst til að borga undir hann farið. Ég var að vona að hann gæti náð áttum.“ Sævar vildi það ekki heldur dró fram stórt peningabúnt og sagði Gunnari að hann væri vel stæður og þyrfti ekki á honum að halda. „Svo var þarna svartur ruslapoki með hríðskotabyssum. Ég kólnaði bara niður, bara um margar gráður. Ég varð svo hræddur,“ segir Gunnar. Vildi vera í útlöndum „Honum leið betur í útlöndum og vildi helst vera þar, þess vegna fór hann alltaf aftur þrátt fyrir að hafa verið vísað úr landi,“ segir Anna Jóna. Þegar Sævari var vísað frá Dan­ mörku árið 2001 kom hann til Ís­ lands og var hér allar götur síðan. „Þegar hann er sendur heim er eins og enginn hafi verið látinn vita og hér tekur enginn við honum,“ segir Anna og Sigríður tekur undir þetta. Sævar leitaði á náðir Hjálpræðis­ hersins um tíma eftir heimkomuna, en þar fór allt á versta veg. „Þá gerir hann eitthvað af sér þar, sem end­ ar með því að hann er lagður inn á geðdeild og sviptur sjálfræði. Síðan hefur sagan hans verið sorgarsaga,“ segir Anna Jóna. Sviptur sjálfræði Í kjölfar atburðanna hjá Hjálp­ ræðishernum var Sævar því sviptur sjálfræði, í janúar 2002. Sævar var á Kleppi um tíma en fór þaðan á áfangaheimili. Síðar fékk hann íbúð á vegum Reykjavíkurborgar á Barónsstíg. Sævar hafðist við í íbúðinni um tíma, en byrjaði að missa tökin á ný. Á Barónsstígnum kom bersýni­ lega í ljós söfnunarárátta hans og fljótlega var íbúðin full af alls kyns dóti. „Það var þvílíkur hryllingur að koma þangað inn. Það var varla hægt að ganga um íbúðina,“ segir Anna Jóna sem segir að þetta hafi verið góð vísbending um ójafn­ vægi hans. „Hann réð ekkert við þetta og alls ekki að búa einn.“ Verður alltaf veikari Sigríður segir að Sævar hafi þurft mikla athygli og alúð, en að hann hafi ekki náð að tengjast þeim, sem að hans máli komu, slíkum bönd­ um. Veikindi Sævars ágerðust og hófst hringrás þar sem Sævar var vistaður á Kleppsspítala. Þegar vistinni þar lauk hætti hann að taka lyf og varð sífellt veikari og veikari. „Þá fer bara allt í vitleysu. Maður sá alveg hvað var að gerast þegar hann var hættur á lyfjunum,“ segir Sigríður. Reiðin og hótanirnar beindust sérstaklega gegn lögreglunni og kerfinu og svo fjölskyldunni. Hættir að taka lyf Sævar var 59 ára er hann lést á mánudag. Hann var búsettur í félagslegri íbúð í Hraunbæ í Árbæ og hafði búið þar í hálft ár. Hann hafði áður búið um nokkurt skeið í Starengi, búsetuúrræði fyrir einstaklinga með geðraskanir. Stuttu áður en á Starengi var komið hafði Sævar verið vistaður á Kleppsspítala þar sem hann fékk geðlyf með sprautum. „Hann fór frá Kleppi án lyfja, vegna þess að þeir urðu að sprauta hann með þeim,“ segir Anna Jóna. Þetta þýðir að í eitt og hálft ár tók Sævar engin lyf við andlegum veikindum sín­ um og hitti ekki geðlækna. Flutn­ ingurinn í Árbæ markaði því upp­ hafið að endinum að mati þeirra systkina. Hissa á flutningum „Ég fékk þær upplýsingar þegar hann flutti úr Starengi að hann hefði sjálfur viljað flytja því ein­ hver annar sem þar bjó var að áreita hann. Nú hefur mér hins vegar verið sagt að hann hafi flutt þaðan vegna þess að þau réðu ekki við hann. Hann var of erfiður,“ segir hún. „Þá er hann settur einn í blokkaríbúð þar sem fullt af fjöl­ skyldum eru nálægt.“ Systkinin eru öll hissa á að Sævar hafi verið fluttur í blokk­ ina í Árbænum. Þau eru öll sam­ mála um að Sævar hafi ekki haft neina burði til þess að búa einn eða sjá um sig sjálfur. Gunnar telur að hann hefði átt að vera vistaður Góður bróðir Anna Jóna segir að Sævar Rafn eigi alltaf sess í hjarta hennar. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Úttekt „Ég vonaði alltaf að það myndi birta til Sævar Rafn Jónasson F. 17.04. 1954 D. 2.12. 2013 Reiður „Hann var virki- lega ósáttur og heiftin var mikil,“ segir Sigríður um bróður sinn. Vill svör Sigríður segir mörgu ósvarað um lögregluaðgerðina á mánudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.