Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 26
Helgarblað 6.–9. desember 201326 Fréttir Erlent
Græða á sögu
kókaínbaróns
n Blendnar tilfinningar í garð Pablos Escobar í Kólumbíu
F
íkniefnabaróninn Pablo
Escobar, sem skotinn var
til bana af lögreglunni fyrir
hartnær tuttugu árum, hef-
ur hlotið vissa uppreisn æru
í seinni tíð í heimalandi sínu Kól-
umbíu. Á götuhornum í Medellín,
heimabæ hans , má sjá götusölu-
menn selja boli og límmiða prýdda
andlitsmyndum af Jesú Kristi,
Hello Kitty, Che Guevara og Pablo
Escobar. Í samtali við BBC sagði
einn götusölumannanna varning
með ásjónu Escobars vera langvin-
sælastan. Ættingjar fórnarlamba
Escobars segja persónudýrkun
hans í dag jafnast á við kjaftshögg.
Græða á sögu fjöldamorðingja
Götusölumenn er þó fjarri lagi þeir
einu sem græða á ímynd Escobars,
sem var á hátindi sínum talinn
vera sjöundi ríkasti maður verald-
ar með um áttatíu prósenta hlut
alls kókaíns sem neytt var í Banda-
ríkjunum. Í helstu verslunarhverf-
um Medellín má finna ævisögur
og DVD-myndir sem segja sögu
hans. Flestir heimamenn vísa enn
til hans með gælunafninu Pablito,
sem hefur frekar jákvæðan tón
en hitt. Í huga margra kann þessi
persónudýrkun á eiturlyfjakóngin-
um að orka tvímælis. Svo virðist
sem heimamenn hafi gleymt því
að glæpasamtök Escobars stóðu
fyrir ýmsu öðru en einungis fram-
leiðslu og dreifingu eiturlyfja; allan
áttunda og fyrri hluta níunda ára-
tugar var öllum þeim sem stóðu
í vegi fyrir Escobar ýmist mútað,
rænt eða þeir myrtir. Talið er að
fjöldi þeirra sem liggja í valnum
eftir áralangt blóðbað Escobars
sé á bilinu fjögur til fimm þúsund
manns.
Sápuópera um Escobar
vinsælasta sjónvarpsefnið
Í fyrra hófst á kólumbísku sjón-
varpsstöðinni Caracol sýning
hálfgerðrar sápuóperu um ævi
Esco bars. Þættirnir hafa notið
vægast sagt mikillar velgengni og
hefur endurútgáfa þeirra verið seld
til alls sextíu og sex landa, þar á
meðal Norður-Kóreu. Sjónvarps-
stöðin hefur ekki birt tölur um
gróða stöðvarinnar af sjónvarps-
þáttunum en ýmislegt bendir til
þess að hún sé arðbærasta þátta-
röð í sögu Kólumbíu. Sé geng-
ið um markaði Medellín má finna
fjöldann allan af götusölumönn-
um sem selja DVD-útgáfu þáttar-
aðarinnar ólöglega. David Busta-
mante, einn sölumannanna, segist
í samtali við BBC ekki fyrirverða sig
fyrir að selja vöru sem hyllir blóði
drifna sögu Escobars. „Hví ætti ég
að hafa áhyggjur af því, ég var að-
eins barn þegar hann var í stríði
sínu gegn stjórnvöldum. Það hafði
engin áhrif á mig,“ segir hann í
samtali við BBC.
Börn fórnarlamba ósátt
Ekki eru þó allir Kólumbíumenn á
eitt sáttir með þá ímynd sem birt-
ist af Escobar daglega í Kólum-
bíu. Einn þeirra er Rodrigo Lara
Restrepo en faðir hans, sem var
dómsmálaráðherra, var myrtur
af böðlum Escobars árið 1984.
„Þessi þróun er í raun gott dæmi
um það hvernig viðhorf Pablos
Esco bar hafði yfirhöndina, það að
græða þrjá dollara sé mikilvægara
en nokkuð annað,“ segir Restrepo.
Annar sem tekur í sama streng og
hann er Federica Arellano sem
sömuleiðis missti föður sinn í stríði
Escobars. Hann lést er Escobar
sprengdi farþegaflugvél í þeim til-
gangi að myrða forsetaframbjóð-
andann Cesar Gavira. Gavira var
þó ekki um borð, en hundrað og
sjötíu saklausir borgarar voru um
borð. „Það að sjá andlit Escobars,
hér um bil daglega, í sjónvarpinu
er móðgun, það er sem daglegt
kjaftshögg,“ segir Arellano. n
Glamúrlíf fjöldamorðingja Hér má sjá eitt dæmi um þann varning sem seldur er á
götuhornum Kólumbíu; albúm með svipmyndum úr ævi Pablos Escobar.
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
„Það að sjá andlit
Escobars, hér um
bil daglega, í sjónvarpinu
er móðgun, það er sem
daglegt kjaftshögg.
Eyrun stóðu upp úr rústunum
Hundurinn Dexter lá fastur undir braki í níu daga
N
íu dögum eftir að hvirfil-
bylur lagði heimili Jocobs
Montgomery í rúst, fannst
hundur hans á lífi í rústun-
um. Eyrun stóðu upp úr þungu
braki, þar sem hann hafði hírst, í
meira en heila viku frá því hvirfil-
bylur skók Illinois í Washingtonfylki
í Bandaríkjunum.
Montgomery varð viti sínu fjær
af gleði þegar í ljós kom að Dexter
var, eftir allt sem á undan var geng-
ið, á lífi. „Það kom í ljós að hann
hélt kyrru fyrir í íbúðinni eftir að
þakið og veggirnir hrundu,“ segir
eigandinn. Af frásögn Orange News
að dæma gat hundurinn eitthvað
hreyft sig um. „Ég veit ekki hvernig
hann fór að því en hann lifði þetta
af,“ sagði maðurinn í geðshræringu
við dagblaðið Sun Times. Þakið fauk
upp og hrundi yfir íbúðina, ásamt
veggjunum, þann 17. nóvember
síðastliðinn. Dexter er sex mánaða
gamalla pitbull. Hann fannst, liggj-
andi á gólfinu, skinhoraður og illa
á sig kominn, hjá eldhúsvaskin-
um – eða þar sem hann hafði end-
að í hamförunum. Randy Wheat,
yfirmaður sveitar sem sérhæfir sig
í að bjarga dýrum, bjargaði Dexter.
„Maður gat talið í honum rifbeinin.
Að öðru leyti var hann ómeiddur.
Hann hafði ekkert getað drukkið en
gat innbyrt snjó í einhvern tíma.
Montgomery, sem er í
heimavarnarliði Illinois, var ekki
heima þegar hvirfilbylurinn skall
á. Hann var úrkula vonar um að
finna Dexter. Það voru því fagnaðar-
fundir þegar þeir vinirnir hittust
aftur. „Hann hefur greinilega lést
töluvert á þessum tíma en er byrj-
aður að fitna aftur,“ er haft eftir
Montgomery. „Hann var með
nokkrar rispur en þær eru að gróa.
Honum virðist líða vel núna.“ n
baldur@dv.is
Dexter Hundurinn át snjó
í nokkra daga, en hafði
ekkert annað að nærast á í
níu heila daga.
Glæpamenn
fá ekki að
koma aftur
Þeir glæpamenn sem brotið
hafa af sér í Noregi, eru sendir úr
landi en af einhverjum ástæðum
ákveða að snúa til baka eiga ekki
von á góðu. Norska þingið mun á
næstu vikum kjósa um frumvarp
þess efnis að allt að margfalda
refsingu erlendra brotamanna
sem vísað hefur verið úr landi
en snúa aftur til Noregs. Sam-
kvæmt frumvarpinu geta þess-
ir aðilar átt von á að tveggja ára
fangelsisdómi í stað 35 daga eins
og lögin kveða á um nú. Talið er
nær öruggt að frumvarpið verði
samþykkt enda nýtur það stuðn-
ings allra flokka. Á undanförnum
árum hafa fjölmargir glæpamenn
ákveðið að snúa aftur til Noregs
þótt þeir megi það ekki lögum
samkvæmt. Fjölmennastir í þess-
um hópi eru afbrotamenn frá
Rúmeníu og Nígeríu.
Margir vilja
vinna í IKEA
Mikill fjöldi fólks er án atvinnu
á Spáni og þegar ný störf eru
auglýst er gjarnan mikil ásókn
í þau. Þetta kom berlega í ljós á
dögunum þegar störf voru aug-
lýst vegna nýrrar IKEA-verslunar
sem opnuð verður í Alfafar í Val-
encia-héraði í austurhluta Spán-
ar. Áhugasamir voru hvattir til
að sækja um á vef verslunarinn-
ar en ekki vildi betur til en svo að
svo margir sóttu um að vefurinn
hrundi. Þegar tuttugu þúsund
umsóknir höfðu borist hrundi
vefurinn en 400 störf voru aug-
lýst. Atvinnuleysi á svæðinu er 28
prósent og hafa margir verið án
atvinnu lengi.
Tuttugu
kreppuár í
viðbót
Enn af efnahagsástandinu á
Spáni. Greiningarfyrirtækið PwC
segir í nýrri skýrslu að tuttugu ár
gætu liðið þar til spænska ríkið
jafnar sig fullkomlega af efna-
hagsniðursveiflunni sem hófst á
haustmánuðum 2008. Er áætlað
að spænska ríkið verði ekki
búið að ná jafnvægi fyrr en árið
2033. Á þeim tuttugu árum sem
til stefnu eru er áætlað að verg
landsframleiðsla aukist um 42
prósent – það er meira en vænst
er í Þýskalandi og Frakklandi.
Atvinnuleysi er sem fyrr segir
mjög mikið á Spáni og talið er að
fimmtán ár muni líða þar til það
fer undir 10 prósent. Í dag eru
26,7 prósent Spánverja án vinnu.