Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Qupperneq 29
Umræða 29
N
ú vappar rokið yfir land og lýð
og lætur alveg einsog brjáluð
kelling, það hefur náð að
skemma heilan helling, með
hegðun sinni minnir það á stríð. Og
trampólín um götur fara greitt og
gömul þök á húsum tolla varla, svo
heyrist vel í gnauði grátur karla sem
geta ekki nokkra björg sér veitt. Við
skrifborðið ég á þann klára kost að
klæða mig í ullarföt og frakka og fyrir
skjólið þúsundfalt ég þakka því það er
komið fjórtán gráðu frost.
Þökk sé yndislegum pípara, fyrir
allt heita vatnið sem fyllir ofna mína
og þökk sé samfélaginu fyrir fróð-
legar fréttir, útblásna umræðu og villi-
mannslegar vangaveltur. Ég hef nóg
að gera við það eitt að ná áttum í því
kraðaki sem samfélag mitt er.
Í kuldanum er gott að hafa Ríkis-
útvarpið og á meðan jólalögin hljóma
og svanasöngur góðrar dagskrárgerð-
ar fer um öldur ljósvakans, hugsa ég
hlýtt til þeirra radda sem þar hafa yljað
mér um langa hríð. Og ég er svo já-
kvæður, að ég trúi því að allt muni fara
vel eftir næstu búsáhaldabyltingu.
Ef við viljum að RÚV sé rekið einsog
kampavínsklúbbur heldri borgara og
dagvist fyrir dillibossa íhaldsins, þá
erum við á réttri leið. En ef við viljum
bara venjulegt ríkisútvarp sem sinnir
sínum skyldum, þá þarf virkilega að
opna glugga í Efstaleitinu og hleypa
húsasóttinni út. Ég er svo jákvæður.
Í desember er ég svo jákvæður
að ég eyði ekki dýrmætu plássi í
umfjöllun um óþarfa. Í dag ætla ég að
ræða um yndi lífsins. Ég ætla að ræða
um vonina sem býr í brjósti hvers ein-
asta Íslendings; vonina sem fær okkur
til að trúa því að til sé réttlæti. Þessi
von er einsog stjarna sem einungis er
til í sögum, en er engu að síður leiðar-
ljós allra sem leyfa sér að láta bjartsýni
ná tökum á sálartetrinu. Ég er að tala
um ljósið í myrkrinu; glætuna sem er
alltaf í fjarska, glætuna sem stjórn-
málamenn skála fyrir, glætuna sem
er einungis til sem gagnrýnin hugsun
hvers einstaklings. Hugsun sem tengir
okkur öll í eina órofa heild ef við leyf-
um okkur þann munað að vera með-
vituð um ástandið einsog það er.
Í síðustu viku ómuðu fagnaðarlæti
framsóknarmanna, þeim hafði nefni-
lega tekist með kænsku að prjóna enn
einn lygavefinn. Loforðin lifa enn! Og
það sem gefur loforðunum neista, er
vinna sem ríkisstjórn Jóhönnu stóð
fyrir. Á grunni starfa fyrri stjórnar á að
láta okkur halda að núverandi stjórn
sé að vinna áfangasigur. En ef við
skoðum nánar það sem á að gera til
að rétta hlut fólksins í landinu; hinna
svokölluðu skuldugu heimila, þá eiga
þeir – sem Jóhanna er búin að hjálpa
– ekki að fá neitt. Þetta merkir það,
á mannamáli, að allt sem sópranó-
strákarnir sögðu í aðdraganda kosn-
inga, var hrein og klár lygi. Ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur var á réttri
leið en vítisenglar Framsóknar vildu
bara fá stærri sneið af kökunni fyrir sig
og sína.
Við skulum gæta þess vel, kæru
vinir, að reyna ekki að sjá í gegnum
lygavefinn, það er svo erfitt að vera
leiðinlegur … svona rétt fyrir blessuð
jólin. n
Við fáum öll að fylgjast með,
frekar illa gefin,
en þó er gott að geta séð
í gegnum lygavefinn.
Helgarblað 6.–9. desember 2013
Spurningin
Hvað er í matinn á
aðfangadag?
Hann var ekki maður
til að vera faðir
Það gætu alveg
verið fleiri systkini
Ónefnd barnsmóðir Hermanns Gunnarssonar um hann. – DV Hendrik Hermannsson trúir ýmsu upp á föður sinn sáluga. – DV
Ráðherra stendur þétt með
útgerðarmönnum
Jón Steinsson um svar Sigurðar Inga við spurningu hans um hvort makrílkvóti geti verið boðinn upp. – DV
Þ
rátt fyrir að forsætisráð-
herra sé andsnúinn gagn-
rýnni umræðu um störf
sín og þau mál sem ríkis-
stjórn hans leggur fram. Þá
ætla ég nú samt að leggja hér nokk-
ur orð inn í umræðuna um nýkynnt-
ar tillögur um lækkun skulda heim-
ilanna í landinu því ég beið eins og
flestir aðrir eftir „heimsmetinu“ sem
átti að slá. Ekki er ég nú viss um að
Guinness hafi rifið upp símann til
að fá að skrásetja það sem þjóðinni
var kynnt í Hörpu s.l. laugardag þó
að taka megi viljann fyrir verkið og
fagna því að niðurstaða sé komin
í málið. Það eru nokkur atriði sem
hafa birst okkur s.l. viku eða frá því
að tillögurnar voru kynntar sem mig
langar að koma inn á.
Réð mannvonska för?
Í fyrsta lagi staðfesta þessar tillögur
að málið er ekki eins einfalt og
Sigmundur Davíð og félagar lýstu
því fyrir kosningar þegar minnsta
mál átti að vera að hefja lækkun
skulda heimila nú í sumar á kostn-
að hrægamma. Töfralausnin var til
á Excel-skjali og eina ástæða þess
að ekki hafði verið meira gert á liðnu
kjörtímabili var mannvonska vinstra
liðsins. Þessar tillögur sýna það svart
á hvítu að ekki réð mannvonska för
heldur var í hverju skrefi gengið eins
langt og efnahagslegt svigrúm leyfði.
Líkt og menn telja sig vera að gera nú
– því ekki eru tillögurnar upp á 300
milljarða sem eiga að koma beint
frá hrægömmum í skuldaniður-
færslur heldur 80 milljarða sem eiga
að koma frá ríkissjóði á næstu árum
eftir því sem aukinn skattur á fjár-
málafyrirtæki mögulega skilar sér.
Ef hann skilar sér. 70 milljarða mega
íbúðareigendur svo færa niður með
sínum eigin framtíðarlífeyri.
Skýrslan góð kynning
Í öðru lagi er með hinu hóflega um-
fangi aðgerðanna viðurkennt að
þónokkuð hafi verið gert í málefnum
skuldugra heimila á síðasta kjör-
tímabili og áfram er byggt á þeim
aðgerðum í þessum tillögum. Þannig
voru skuldir heimilanna 1. júní 2009
um 131% af landsframleiðslu en voru
orðnar 108% af landsframleiðslu 1.
júní 2013 þegar Sigmundur og fé-
lagar koma inn í stjórnarráðið. Þetta
er meira en 300 milljarða króna lækk-
un á skuldum heimilanna sem skipt-
ast gróflega svona: um 150 milljarðar
króna hafa verið afskrifaðir vegna
gengistryggðra skulda heimilanna,
þá hafa lán verið færð niður um
tæpa 60 milljarða króna vegna 110%
leiðarinnar og sértækrar skulda-
aðlögunar og þá skulum við ekki
gleyma yfir 20 milljörðum sem komu
úr ríkissjóði í hækkun vaxtabóta og
með sérstökum vaxtabótum. Að auki
hafa mörg heimili greitt inn á sín lán
með t.d. séreignarsparnaði. Þessi
skýrsla sem starfshópurinn skilaði er
ein besta kynning á aðgerðum fráfar-
andi ríkisstjórnar sem ég hef séð og
fyrir það má þakka.
Fúllyndur partígestur?
Í þriðja lagi er fjármögnunin lík-
lega veikasti hlekkurinn í þessum
tillögum. Já, ég veit að einhverjir
dæsa núna í stjórnarráðinu vegna
þessa fúllynda partígests sem þetta
ritar. En þannig er það bara og það
er áhyggjuefni ef við munum síðan
bera kostnaðinn af þessu með hærri
vaxtagreiðslum ríkissjóðs og hærra
vaxtaálagi á aðila sem þurfa að fjár-
magna sig erlendis s.s. orkufyrir-
tækin sem enda í fangi okkar neyt-
enda. Þessi óskýrleiki er ekki bara
minn hugarburður því líkur má leiða
að því að töluverð veiking á skulda-
tryggingaálagi síðan á Hörpudaginn
megi rekja til þessa. Því er afar mikil-
vægt að þessi fjármögnun verði skýrð
hið allra fyrsta.
Ég veit það að enn eru margir í
vanda vegna skulda sem flugu upp
úr þakinu í kjölfar hrunsins og mun
ekki liggja á liði mínu við að styðja
aðgerðir til þeirra. Mér er hins vegar
meinilla við það þegar loforð um
stórkostlegar tilfærslur fjármuna til
heimila frá vondum köllum í útlönd-
um eru gefin án þess að menn hafi
fullvissu fyrir því að geta staðið við
það. Og eins þegar það er gert með
upphrópunum um aðgerðaleysi
annarra – án þess að nokkur fótur
sé fyrir því – eins og skýrsla forsætis-
ráðherra sýnir okkur. n
Hringdi Guinness?
Katrín Júlíusdóttir
þingmaður
Kjallari
Kristján Hreinsson
Skáldið
skrifar
Frost á Fróni
„Hamborgarhryggur, kartöflusalat og
þetta venjulega. Klassískt“
Erla Fillipía Haraldsdóttir
23 ára nemi
„Ég fer til bróður míns og hann hefur
hamborgarhrygg“
Einar Marteinn Sigurðsson
41 árs atvinnulaus
„Yfirleitt einhvers konar kjöt. Í fyrra
var það lambakjöt“
Josué Ballesteros
26 ára vísindamaður
„Hangikjöt og uppstúf með öllu
tilheyrandi“
Ketill Sigurðarson
17 ára nemi
„Rjúpur, og hamborgarhryggur fyrir
krakkana sem borða ekki rjúpu“
Ragnar Steinn Sveinsson
17 ára nemi
1 „Öll sund voru að lokast“ Gunnhildur Svava Guðmundsdóttir afplánar sjö og hálfs
árs dóm í Tékklandi.
2 Banaslys á veitingastað við Lauga-veg Maður féll í stiga og lenti á höfðinu á
veitingahúsi á miðvikudagskvöld.
3 Þjófarnir notuðu líklega lyftara og vörubifreið Þvottakar og aðgerðar-
borð hvarf frá fiskverkunarfyrirtæki á
Suðurnesjum.
4 Framsókn bætir við sig fylgi En Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur, samkvæmt
könnun Félagsvísindastofnunar.
5 Money for nothing (I want my IPA) Gulla pressan á DV tekur Gunnar Braga
Sveinsson utanríkisráðherra fyrir.
6 Vilhjálmur gekk á dyr: „Ég er miður mín“ Hitafundur um kjarasamninga.
Mest lesið á DV.is
Myndin Jólaundirbúningurinn Jólatré er að sjálfsögðu ómissandi hluti af jólahátíðinni og mikilvægt að þannig sé um hnútana búið að það fjúki ekki um koll. mynd SiGtRyGGuR aRi