Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Síða 32
Helgarblað 6.–9. desember 201332 Fólk Viðtal
Missti heimilið og vinnuna
Guðni Már Henningsson var fyrir um tuttugu
árum með nýfætt stúlkubarn í fanginu þegar hann
fékk atvinnutilboð lífs síns frá RÚV. Fyrir honum var
útvarpshúsið eins og musteri. Guðni hefur staðið
næturvaktir og hlustendur hans eru vinir hans. Sjó-
menn láta hann vita hvar þeir eru staddir, bændur og
verkafólk í sveit ræðir við hann um líf sitt. Margir hafa
engan annan að tala við. Guðni var einn þeirra sem
var rekinn frá RÚV og hann er afskaplega sorgmædd-
ur yfir því að þurfa að ganga úr musterinu. Það var
ógæfudagur hjá Guðna sem missti ekki bara vinnuna
heldur heimili sitt líka. Kristjana Guðbrandsdóttir
ræddi við Guðna Má um musterislífið, atvinnumissinn
og vinina sem hann hefur eignast um allt land.
G
uðni Már situr við borð á
Hamborgarabúllu Tómasar
í austurborginni í Reykjavík.
Kántríslagari ómar í útvarp-
inu. Guðni er á leið á hljóm-
sveitaræfingu með hljómsveit sinni,
Svörtuloftum. Við ætlum að borða
kvöldmat saman og á meðan ætlum
við að ræða nýlega uppsögn hans
hjá RÚV. Hann er enn sleginn eftir
uppsögnina. Í sorg eins og búast má
við. Útvarpshúsið við Efstaleiti var
eins og hans annað heimili. Fréttir
af fjöldauppsögnum á Ríkisútvarp-
inu komu sem reiðarslag yfir alla þá
sem láta sig þá stofnun varða. Guðni
Már vissi ekki af fréttum dagsins
þennan miðvikudag þegar vinur
hans Bjartmar Guðlaugsson hringdi
í hann.
Grátandi samstarfsfélagar
„Ég er sorgmæddur, það er vont
að vera sagt upp. Þetta var svolítið
skrýtið. Bjartmar vinur minn Guð-
laugsson hringdi í mig og spurði
mig: „Lentir þú í þessu?“ Ég var
nývaknaður og vissi ekkert hvað
var í gangi. Svo hringdi Magnús R.
Einarsson í mig um hádegi og bað
mig um að hitta sig. Þá vissi ég hvað
þetta var. Þá hugsaði ég: ætli þetta sé
í síðasta sinn sem ég ek þessa leið?
Og þegar ég gekk inn þá hugsaði ég
með mér hvort þetta yrði í síðasta
sinn sem ég gengi inn í þetta hús?
Þegar ég loksins kom í hús þá var
ég sleginn að hitta þar samstarfs-
félaga mína. Þeir voru margir grát-
andi, ég hef aldrei komið inn í hús
nema kirkju þar sem allir eru grát-
andi. Ég er ekki að ýkja neitt. Ef fólk
var ekki grátandi þá stóð það graf-
kyrrt og gat sig hvergi hrært.
Það bjóst enginn við þessu.
Uppsagnirnar komu öllum á óvart,
engan óraði fyrir þessu. Við höfum
gengið í gegnum svona hrinur áður.
Þrisvar sinnum áður höfum við
gengið í gegnum uppsagnir. Maður
hélt að þetta væri búið. Ég reiknaði
alls ekki með þessu.
Þetta var svakalega erfitt. Ég grét
samt ekki. Maggi er ótrúlega góður
drengur. Hann réð mig fyrir tuttugu
árum og þurfti að segja mér upp.
Hann sagði við mig: „Þetta er það
versta sem ég hef þurft að gera.“
Ég sagði við hann að ég hefði verið
óskaplega feginn að það var hann
sem gerði þetta en ekki einhver ann-
ar.“
Meira á RÚV en eigin heimili
Guðna Má var ekki gert að yfirgefa
vinnustaðinn með hraði eins og
sumum vinnufélögum hans.
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
„
Frelsið og álagið
„Fyrsta lagið sem ég
spilaði á næturvaktinni
eftir að mér var sagt
upp var, I Feel Free,
með Cream. Kannski
var eitthvað að gerjast
í mér varðandi álagið
sem hefur verið á mér öll
þessi ár.“ MyndiR siGtRyGGuR aRi