Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Síða 33
Helgarblað 6.–9. desember 2013 Fólk Viðtal 33 Missti heimilið og vinnuna „Ég er ennþá að vinna þarna. Mér var ekki gert að yfirgefa vinnu­ staðinn strax. Standa upp frá vinnu minni og fara og koma aldrei aftur. Það er ljót framkoma að láta fólk fara svona. Fólki sem þykir vænt um vinnuna og vinnustaðinn. Ég hef verið á RÚV meira en á mínu eigin heimili. Ég byrjaði á næturvöktum, svo vann ég í mörg ár í Popplandi með Óla Palla og tók næturvaktirnar með. Eftir 40 tíma vinnuviku fór ég á næturvaktina um helgar. Svona var vinnuálagið árum saman meirihluta starfsævinnar. Ég brann fyrir starfið. Það var bara fyrir nokkrum árum sem ég fann að ég þyrfti að minnka við mig. Ég ræddi þá við Sigrúnu Stefánsdóttur, þáver­ andi dagskrárstjóra, og tjáði henni að ég vildi hætta með næturvakt­ irnar, hún sagði: „Það kemur ekki til greina.“ Þá vildi ég fá frí á mánudegi eða föstudegi. Hún vildi koma til móts við mig en bað mig þó um að mæta á sunnudögum til viðbótar. Hlustunin var núll og hún vildi mann til að hífa hana upp. Ég spurði hana: „Viltu þá að ég vinni hér alla daga, og um næturnar um helgar og sunnudaga líka?“ Það gekk ekki. En það varð úr að ég tók næturvaktirnar og hætti í Popplandi.“ Guðni Már gerir hlé á máli sínu og fær sér einn bita af kjúklinga­ borgaranum sem hann hefur pant­ að sér. „Fyrsta lagið sem ég spilaði á næturvaktinni eftir að mér var sagt upp var, I Feel Free, með Cream. Kannski var eitthvað að gerjast í mér varðandi álagið sem hefur verið á mér öll þessi ár.“ Hann segir niðurskurðinn hafa byrjað í haust. Þá missti hann þriðjudagsþáttinn sinn. „Þá hugsaði ég nú með mér, það verða þá tíu ár í viðbót. En það verður ekki. Upp­ sagnirnar verða ekki teknar aftur. Skaðinn er skeður. Trúnaðar­ bresturinn er svo mikill. Það er búið að taka af fólki svo mikið, sem ekki er auðvelt að færa því aftur.“ Þverskurður þjóðar Þættir Guðna, Næturvaktin svokall­ aða á Rás 2, á hug og hjarta margra landsmanna. Í þættinum spjallar hann við hlustendur og spilar fyrir þá óskalög. „Ég hugsa að hlustendur séu þverskurður af þjóðinni. Hlustendur eru allt frá börnum sem er ekki svefnsamt til háaldraðra. Ein af mörgum dásamlegum minningum er þegar það hringdi í mig maður af Hrafnistu í Reykjavík. Hann var um nírætt og saknaði þess að fá aldrei að heyra í Lady Gaga. Í sama þætti hringdi 10 ára strákur og hann bað um Johnny Cash. Svo hef ég iðulega tekið nætur­ vaktir á gamlárskvöld. Um alda­ mótin hringdi í mig maður frá Bandaríkjunum. Hann er ennþá staddur í 1999. Það var magnað. Ég á svo margar góðar minningar, þær koma til mín núna við þessi tíma­ mót og það er svolítið erfitt.“ Falleg alþýðumenning sem gleymist Hann segir þáttinn einstakan að því leyti að hann sé sá eini á RÚV þar sem fólk getur hringt inn. „Nætur­ vaktin hefur tekið svolítið við af Þjóðarsálinni. Þjóðarsálin er farin, þótt að hún hafi verið endurstofn­ uð í tilefni 30 ára afmælisins. Svo fylgir meiri bónus á Næturvaktinni sem er tónlistin. Þetta er fjögurra tíma nætur vakt með spjalli og óskalögum. Þetta er í rauninni eini þátturinn á RÚV þar sem fólk getur hringt inn. Eini þátturinn sem er opinn hlustendum og þeir geta talað um það sem þeir vilja. Nú verður engin dagskrá lengur fyrir þetta fólk. Því nú er Næturvaktin að hætta, held ég. Ég veit ekki annað. Við eigum fasta og trygga hlust­ endur sem við erum að þjóna. Það eru sjómenn, fólkið sem er að keyra á þessum tíma. Hvort sem það eru vörubílstjórar eða dráttarbílstjórar, bændur og fólk úti á landi í sjávar­ þorpum. Þetta er okkar fólk, án þess að ég sé að gera eitthvað lítið úr hlustendum á suðvesturhorninu sem við eigum líka mikið af. Eitt sem mér finnst svolítið vont í þessari umræðu, þegar talað er um menn­ ingarstarfsemina, þá hefur Rás 2 gleymst í þessu sambandi og þessi fallega alþýðumenning sem er svo mikils virði. Menn einblína á Rás 1. En það er engin stöð til í heiminum eins og Rás 2. Hún er einstök.“ Stuðpúði í átta tíma Vaktirnar eftir uppsögnina reyndust Guðna Má erfiðar. Það fann hann þó ekki fyrr en á sunnudeginum þegar hann vaknaði örþreyttur á sálinni. „Síðustu tvær næturvaktir voru þær allra erfiðustu sem ég hef staðið. Þetta var eini möguleikinn fyrir fólk hvar sem var á landinu til þess að tjá sig um það sem var að gerast. Ég veit ekki hversu mörg símtöl ég tók þessi tvö kvöld, þau hafa verið á milli 20– 30. Það voru allir sorgmæddir, þeir sem voru það ekki, voru reiðir. Ég var stuðpúðinn fyrir þetta fólk í átta klukkutíma þessa tvo daga. Ég var á sama tíma að ganga í gegnum upp­ sögnina og í sorg. En þetta var alveg sjálfsagt. Ég gerði þetta vel og fann svo sem ekki fyrir þessu fyrr en á sunnudaginn þegar ég vaknaði. Þá var ég eins og undin tuska. Ég fatt­ aði þá í hverju ég var búinn að vera og fannst ég aldrei geta brosað aftur. Það væri ekkert að brosa yfir. En þá kom þriggja ára dóttir mín gangandi til mín skælbrosandi og sneri þeirri hugsun við á örskotsstund. Víst hefði ég margt til að brosa yfir.“ „Á nýju ári verður hljóð“ Síðasta vakt Guðna Más verður á gamlárskvöld. Hann ætlar að standa hverja vakt með glæsibrag. Höfn­ unartilfinningin er sterk en hann trúir að hún hljóti að dvína með tímanum. „Ég verð til áramóta. Hver vakt þangað til verður kveðjuvakt. Ég tek líka aukavinnu í desember til þess að drýgja tekjurnar og nýta tímann sem er eftir sem mest. Ég verð með jólaþátt og verð á gamlárskvöld það verður mín síðasta vakt. Svo veit ég ekki hvað verður. Á nýju ári verð­ ur bara hljóð. En ég ætla að hafa nætur vaktirnar og sunnudagana sem flottasta. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að hafa þetta með stæl. Höfnunarkenndin er enn til staðar, vonandi líður hún hjá. Ég trúi því. En það hjálpar ekki að það er fullt af spurningum sem er ósvar­ að. Mig langar að vita af hverju mér var sagt upp. Fyllilega. Ég er búinn að horfa á þennan hóp sem var sagt upp. Ég sé engin rök fyrir uppsögn­ unum, ekkert samhengi, þær virðast vera handahófskenndar en ég er viss um að sú er þó ekki raunin. Kannski af því ég trúi því ekki. Þær eru of grimmdarlegar, það er verið að segja upp manni sem er búinn að vinna síðan 1967 og fleirum sem höfðu unnið á RÚV meirihluta ævinnar. Það var ljótt að reka þá. Það var ekki farið eftir starfsaldri og ekki eftir hlustun. Ég veit ekki eftir hverju var farið.“ Fær sendar pönnukökur og jólagjafir Hann telur þrennt til þegar hann er spurður hvað hann kunni mest að meta eftir allan þennan tíma; sam­ starfsfólk sitt, listamennina sem hann hefur kynnst og hlustendur. Margir hlustenda hafa fylgt honum svo lengi að þá telur hann til vina. Hann fær sendar til sín pönnukökur og fisk, myndir og ótal margt fleira sem gefur til kynna væntumþykju hlustenda. „Hlustendur Rásar 2 eru alveg ótrúlegir. Tryggir hlustendur og tónlistaráhugafólk upp til hópa. Það heyrir tónlist hjá okkur sem það heyrir ekki annars staðar. Það heyrir í fyrsta sinn tónlist hjá okkur svo heldur það áfram og leitar eftir meiru. Ég kalla þetta oft trúboðs­ starf, ég tek alltaf undir með mann­ inum sem sagði, það er bara til tvenns konar tónlist, skemmtileg og leiðinleg. Ég hef kynnst fólki vel. Sjómennirnir á Helgafellinu segja mér hvar þeir eru hverju sinni og senda mér myndir. Ég fæ stund­ um sendan fisk og ófáir hafa sent mér pönnukökur á vaktina og meira að segja hef ég fengið jólagjafir. Ég er vinur þeirra. Sumt af þessu fólki hefur engan til að tala við. Það er ekkert verra. Ég veit af fólki sem bíð­ ur í viku eftir því að ná inn. Ef það nær ekki inn þá er það eyðilagt.“ Hetjurnar í útvarpinu Guðni Már hlustaði mikið á útvarp­ ið í æsku. Hann er alinn upp að mestu hjá ömmu sinni og saman hlustuðu þau á útvarpið. „Þegar ég mætti fyrst þá fannst mér svo skrýtið að sjá andlitin á bak við raddirnar. Þetta voru hetjurnar mínar. Ég er úr brotinni fjölskyldu og ég ólst mikið upp hjá ömmu minni. Við hlustuðum mikið á útvarpið á kvöldin. Að koma inn í útvarpið sjálft var miklu meira í mínum huga en Hvíta húsið og Bessastaðir til samans. Þetta var musteri og ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna þarna. Ég er búinn að starfa með frá­ bæru fólki, hetjunum mínum sem ég hlustaði á heima hjá ömmu. Ég náði að kynnast Jóni Múla, Jónasi Jónassyni, Pétri og Gerði Bjarklind. Ég hef lært ótrúlega mikið af þeim. Starfið hefur lyft mér í þroska.“ Nýbakaður faðir og atvinnutilboð lífsins Hann var nýkominn heim af fæðingardeildinni með dóttur sína þriðja maí árið 1994 þegar hann fékk atvinnutilboð lífs síns. „Magnús R. Einarsson réð mig sama dag og dóttir mín fæddist. Ég var að koma heim af fæðingar­ deildinni þegar síminn glumdi og þá var það hann sem var að bjóða mér vinnu. Maggi kenndi mér allt sem ég kann í útvarpi. Hann sagði mér hvað útvarp fjallaði um. Það er honum að þakka að ég fór að taka símann. Ég gleymi ekki fyrstu „Ég vildi að þau væru enn eftir, þessi tíu ár í musterinu mínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.