Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 34
Helgarblað 6.–9. desember 201334 Fólk Viðtal útsendingunni. Hún átti að byrja klukkan tíu. Mér var sagt að koma klukkan korter í tíu og Andrea Jóns myndi sýna mér hvernig takkarnir virka. Andrea kom og fálmaði eitt- hvað í kringum takkana. „Svo ger- ir þú bara svona og svona og svo bara gúddbæ,“ sagði hún og skildi mig eftir. Og ég sat þarna í fjóra tíma og vissi ekkert hvað ég var að gera. Andrea er held ég ekki enn búin að læra á takkana,“ segir hann og gerir að gamni sínu. „En þetta gekk sem betur fer.“ Olnboginn á Ian Anderson Í starfi sínu hefur hann kynnst lista- mönnum og suma þeirra á hann að góðum vinum. „Allir þessir stór- kostlegu listamenn sem ég hef blessunarlega fengið að kynn- ast. Nokkrir þeirra eru bestu vinir mínir í dag, Bjartmar Guðlaugsson og Rúnar Þór, þeir eru mjög góðir vinir mínir og fleiri get ég nefnt en ég vil nefna þessa tvo. Stórkostleg- ir menn. Tryggir og gerðir úr gulli. Meira að segja heimsfrægir tón- listarmenn hafa komið til okkar. Menn sem ég hef hlustað á í 40 ár. Eins og Ian Anderson sem ég sat og spjallaði við. Ég get sagt þér sögu af Ian, en þegar ég heilsaði hon- um þá rétti hann mér olnbogann og við nudduðum þeim saman. Það fannst mér auðvitað svolítið skrýtið en ég komst að því að hann var ekki svona sýklahræddur eða sérlundaður. Hann hafði hins vegar hitt stóran og sterkan íslenskan mann sem tók svona líka hressi- lega í höndina á honum að hann gat ekki spilað á eftir. Svo hafa fleiri stjörnur orðið á vegi mínum, en suma vildi ég ekki hitta. Eins og Ray Davis sem er á topp fimm listanum hjá mér. Ég gat ekki hugsað mér að tala við hann. Maður á ekki að tala við stjörnurnar sínar, maður á að hafa þær áfram á stalli hjá sér.“ Atvinnu- og heimilislaus Það er sárhryggilegt að hugsa til þess að daginn sem Guðni Már missti vinnuna hafði hann þegar þungar áhyggjur af stöðu fjöl- skyldunnar. Hann og eiginkona hans, Mariya Lebedeva, höfðu fengið þær fregnir að þau hefðu misst húsnæðið sem þau búa í á Vogum á Vatnsleysuströnd og ekkert gekk að finna annað hús- næði. Guðni Már og Mariya eiga saman þriggja ára dóttir og litla fjölskyldan var ráðþrota gagnvart húsaleigumarkaðnum. Leigusalar vildu ekki leigja Guðna Má sem er á vanskilaskrá vegna nauðungar- uppboðs 2008. Daginn sem hann fékk uppsögnina gerði hann sér grein fyrir því að hann væri bæði atvinnu- og húsnæðislaus. „Á þessum sama tíma og upp- sögn er yfirvofandi misstum ég og Mariya konan mín og dóttir húsið okkar sem við leigðum. Svo fór ég á stúfana að leita að annarri íbúð fyrir. Þar sem ég hafði misst íbúðina mína á nauðungaruppboði 2008 þá er ég á vanskilaskrá hjá Íslands- banka sem þeir halda alltaf við. Þeir endurnýja kröfuna á tveggja ára fresti svo hún fyrnist ekki. Líta á þetta sem eign sem þeir geta haldið til haga á reikningum sínum. Þetta er skelfingarsaga sem margir Íslendingar þekkja. Við keyptum íbúðina á sínum tíma á 20 milljónir. Bankinn yfirtók hana á sjö milljónir, selur hana svo aftur dýru verði. Fólk var flutt í hana nokkrum vikum eftir nauðungar- uppboðið. Samt heldur bankinn áfram að rukka mig. Skráning á vanskilaskrá þýddi að ég fékk ekki inni hjá Ásbrú og ekki á Íbúðalánastofnun. Mariya mín er ekki á neinum svörtum lista. Það var hringt í hana á fimmtudaginn og við fengum að skoða íbúð. Við bara tókum hana. Mariya, sem er rússnesk og búin að búa hér í stutt- an tíma, fékk íbúðina. Ég er búin að búa hér í 60 ár, borga skatt og reyna mitt besta en er núna á jaðri sam- félagsins í þessum efnum.“ Hugsar norður í skjólið Hlustendur reyndu að koma Guðna Má til hjálpar þegar þeir fregnuðu af aðstæðum hans og hann fékk boð um íbúð fyrir norðan. Hann hefði þegið hana, hefði María ekki feng- ið íbúð nærri heimahögum. Hann segist þó ekki ætla að búa við þetta óöryggi til lengri tíma. Hann vill ekki vera í lausu lofti og hugsar til skjóls- ins í æsku sem hann átti hjá ömmu sinni á Dalvík. „Hlustendur höfðu samband við mig á Facebook, einn þeirra bauð mér íbúð fyrir norðan. Við vorum á leiðinni til Siglufjarðar fyrir viku. Ég var farinn að undirbúa flutninginn þegar við fengum íbúðina í Njarð- vík. Ég ætla ekki að búa við þetta óöryggi alla tíð. Við vorum í lausu lofti. Höfðum ekki húsnæði ekki vinnu eða neitt og með lítið barn. Ég á rætur norður í landi, mamma er ættuð frá Dalvík. Við vor- um að tala um það, við Mariya, síð- ast í dag að okkur langar einhvern tímann að flytja norður. Miðkotið í Dalvík var mér paradís sem litlum dreng. Þangað fékk ég að fara í skjól. Það lifir ennþá í mér. Mér var fyrst hugsað til Dalvíkur í þessum erf- iðleikum. Þarna veit ég að er skjól. Þangað förum við – en ekki strax.“ Útlendingaeftirlitið vildi koma í veg fyrir ástina Guðni Már og Mariya kynntust í gegnum tónlistarspjallsíðu. Hann er rétt rúmlega sextugur og hún er 28 ára. Þrátt fyrir aldursmuninn ná þau vel saman. Í upphafi kynna kom hún honum rækilega á óvart með yfirgripsmikilli þekkingu sinni á íslenskri tónlist. Ástin lét á sér kræla og hann fór til Pétursborgar fyrir nokkrum árum að hitta hana. Þar áttu þau góða daga og ákváðu að eyða ævinni saman. Það liðu þó þrjú ár þar til Mariya fékk að koma til Íslands. Útlendingaeftirlitið stóð í veginum. Nú eru þau gift og eiga saman litla dóttur. „Við kynntumst í gegnum tón- listarnetsíðu. Það eru stórir hópar Rússa sem hafa ódrepandi áhuga á íslenskri tónlist. Hún kom mér á óvart og vissi meira en ég sem var þá búinn að vinna að tónlist í út- varpi í 15 ár. Ég ætlaði að toppa hana en hún sló mig út af laginu með þekkingu sinni á Múm, Mugi- son og fleiri böndum. Ég ákvað að kynnast henni betur og var ánægð- ur þegar hún sýndi sama hug. Hún bjó í Moskvu en er frá Múrmansk, nyrst í Rússlandi, og ég fór út til að hitta hana. Við hittumst í Pétursborg, sem er falleg borg, alger draumur. Þar felldum við endanlega hugi saman og áður en ég fór heim þá bauð ég henni til mín til Íslands. Útlendingaeftirlitið hindraði komu hennar til landsins á þeim forsendum að það væri of mikil hætta á því að hún vildi setjast hér að. Kærði úrskurðinn Auðvitað var hætta,“ segir Guðni Már og fórnar höndum. „ Hættan var sú að við vorum ástfangin og vildum eyða ævinni saman. Ég þurfti að kæra úrskurð þeirra tvisvar, hún fékk ekki einu sinni að koma hingað sem túristi. Mátti ekki fara til Húsavíkur að skoða hvali. Ég sendi þeim þvílík bréf að ég gæti ekki skrifað þau í dag. Ég notaði öll mín orð sem ég kunni, ástfangni maðurinn. Ég hringdi í ráðherra og ég veit ekki hvað og hvað. Bjartmar vinur minn hélt mér á lífi þessa mánuði og eftir síðustu kæruna þá fékk hún að koma, þá voru liðin tæplega þrjú ár. Nú eigum við barn, hún er tveggja ára. Mariya er 28 ára en það eldist af henni,“ segir hann og hlær. Guðni Már brúar nokkur kyn- slóðabil í lífi sínu. Hann er óhefð- bundinn í meira lagi. „Eldri dóttir mín á hálfbróður sem er á fimm- tugsaldri. Barnsmóðir mín átti son þegar hún var 18 ára. Svo ekki aftur fyrr en hún var nærri fertug. Þetta er alveg dásamlegt. Svo er ég afi líka,“ segir hann glaðhlakkalegur. Óráðin framtíð Framtíðin er óráðin. Eftir síðustu vaktina á RÚV á gamlárskvöld rennur upp nýtt ár. Þann fyrsta janúar flytja hann og Mariya í nýja íbúð og reyna að fóta sig í öðrum veruleika. Guðni Már þarf að huga að heilsunni. Næturvaktirnar hafa verið slítandi og hann hefur strítt við veikindi síðustu misseri. „Hvað tekur við, ég veit það ekki? Ég hef ekki hugmynd um það. Eftir gamlárskvöld eru tímamót runnin upp í mínu lífi. Það eina sem ég veit er að ég ætla að fara til læknis bráðlega og fá örorkumat. Síðasta ár hefur verið erfitt hjá mér. Það er ár síðan ég fékk blæðandi magasár og missti fjóra lítra af blóði af nokkrum sekúndum. Ég beið í þrjá daga og var út úr heiminum, aldrei sofið betur. Ég hef örugglega verið í léttu kóma. Birgir vinur minn kom og náði í mig og fór með mig á spítala. Vinir mínir á RÚV tóku vaktir fyrir mig í þrjár vikur. Sex mánuðum seinna veikist ég snar- lega aftur. Ég vissi ekki hvað var í gangi. Fór aftur upp á bráðadeild og þá var ég kominn með blóðtappa í bæði lungun og þá var ég lagður inn í tíu daga. Eftir veikindin kom svo í ljós að bakið er ónýtt. Það eina sem ég get gert er að sitja á stól og tala við fólk. Það er ekki í boði lengur. Mig langar samt ekki að hætta að vinna. Mig langar að gera útvarpsþætti. Ég vildi að þau væru enn eftir, þessi tíu ár í musterinu mínu. En nú er hús- næðið komið og þá kemur vinnan bara seinna.“ n „Að koma inn í út- varpið sjálft var miklu meira í mínum huga en Hvíta húsið og Bessa- staðir til samans „ Áfall Þegar Guðna var sagt upp höfðu Guðni og eiginkona hans, Mariya Lebedeva, fengið þau tíð- indi að þau hefðu misst húsnæði sitt á Vogum á Vatnsleysuströnd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.