Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Blaðsíða 37
Helgarblað 6.–9. desember 2013 Fólk Viðtal 37 Trúbrot sem varð súpergrúppa. En Björgvin, Arnar, Karl og Sigurjón Sighvats voru ekki með. Þeir stofn- uðu sveitina Ævintýri. Sem söngvari þeirrar sveitar varð Björgvin stór- stjarna. Hápunktur sveitarinnar var í Laugardalshöll þegar 4.500 manns mættu og völdu hann sem popp- stjörnu ársins og Hljómsveitina Ævin týri sem popphljómsveit ársins þann 1. október 1969. „Við erum bara sætir strákar að syngja cover-lög í Tónabæ, eða Lídó eins og staðurinn kallaðist í gamla daga. Svo er haldin þessi fræga popp- hátíð sem var einskonar Idol-keppni þess tíma. Við unnum keppnina og Poppstjörnuna. Eftir það var vegur- inn beinn og breiður. Það hlýtur að hafa verið kreppa og gengisfelling og allt í steik. Gúrku- tíð,“ segir hann og gerir lítið úr þessu. „Við héldum bara áfram, ég hef ekk- ert litið til baka síðan.“ Of mikið Björgvin varð súperstjarna, fékk sendibréf frá ungum stúlkum og þau voru tíð símtölin á heimili for- eldra hans í Hafnarfirðinum. Hann var dáður og dýrkaður og áttaði sig eina nótt á Akureyri á að hann þyrfti að taka hlutverk sitt alvarlega og af ábyrgð. „Það varð allt vitlaust, ég fékk mikið af sendibréfum. Í bréfunum var ég ef til vill beðinn um að senda mynd og í þeim var ég lofaður í hástert. Þetta eru orðnar fullorðnar konur í dag, og þessi bréf eru ennþá til í einhverri skúffunni. Það var ekk- ert internet og ekkert Facebook eða tölvupóstur, því var hringt og svona á heimili foreldra minna. Eftir þessa popphátíð þá sprakk allt upp í loft. Við spiluðum einu sinni á Akur- eyri, á Sjallanum með Ingimar Eydal. Við vorum á hóteli beint á móti Sjallanum. Við fórum út á sval- ir og sáum þá að Geislagatan var full af fólki og við stóðum þarna og veif- uðum fjöldanum. Eftir það þá fattaði ég að þetta væri of mikið. Ég áttaði mig á því að ég þyrfti að taka þetta alvarlega, þetta væri ábyrgðarhlutverk. Ég vissi að það væri mikilvægt að gleyma ekki uppruna mínum. Að ég væri bara strákur úr Hafnarfirðinum. Það hjálpaði mér að takast á við þetta.“ Fer í skápinn og nær í söngvarann Björgvin fann strax þá þörf hjá sér að passa upp á einkalífið. Sér í lagi þegar kjaftasögurnar fóru á kreik. „Ég fann að það var alltaf verið að horfa á mig og tala um mig. Svo ég tók fljótlega upp á því að passa upp á einkalífið. Þegar ég er að spila og koma fram, þá fer ég inn í skápinn að ná í söngvarann og hann er send- ur út af örkinni. Ég þekki marga sem hafa farið illa á því að höndla frægðina. Sér- staklega úti í hinum stóra heimi. Þegar fólk verður frægt og ríkt, þá tapar það sjálfu sér. Það er list að vera ríkur og frægur. Sjáðu bara hana Miley Cyrus. Fólk á það til að leggjast í eiturlyf og brennivín eða sturlast. Það er mikið ábyrgðarhlut- verk af fjölmiðlum að setja fólk í svona aðstöðu, að setja það á stall. Ekki má gleyma ábyrgðarhlutverki fræga fólksins heldur.“ Nýi guðinn Björgvin rifjar upp eina af mörgum forsíðum frá þessum árum. „Ég man eftir einni forsíðu, þar sem ég stend upp á hamri með kött í fanginu. Fyrirsögnin var „Nýi guðinn“, segir hann og hlær. Hann missti sig aldrei í öllum látunum. „Ég djamm- aði ekki meira en gengur og gerist. Ég er enginn bindindismaður, en þegar þú ert stóran part ævinnar á dansleik – alltaf í glaumi og gleði innan um vín og stuð – þá finnst þér voðalega gott að taka það rólega. Þú þarft að vera allsgáður á meðan hin- ir eru ölvaðir. Mér finnst óþægilegt að hugsa til þess að missa stjórnina með því að deyfa mig.“ Hefði lært viðhald á skrifstofutækjum Ef Björgvin hefði ekki fallið fyrir tón- listinni telur hann líklegt að hann hefði orðið tölvunarfræðingur. Blaðamaður hváir. Tölvunar- fræðingur? „Já, eða einhver svona græjukarl. Ef ég hefði ekki farið í tónlistina þá hefði ég lært viðhald á skrif- stofutækjum,“ segir Björgvin glott- andi. „Eldri bróðir minní nam í Iðn- skólanum þar sem hann lagði stund á prentiðn. Sigurgeir skólameistari sagði mér að ég þyrfti að læra ein- hverja iðn og vildi endilega að ég færi í viðhald á skrifstofuvélum, þar lægi framtíðin. Hann hafði nú rétt fyrir sér í því. Ætli ég væri ekki ein- hvers lags tölvunarfræðingur, það hefði nú átt vel við mig. Ég er mikill tölvukarl og kynni mér allt í þeim efnum til hins ítrasta.“ Saknar sálufélagans Björgvin er hamingjusamlega giftur Ragnheiði Björk Reynisdóttur. Þau eru enn jafn ástfangin og þegar þau hittust fyrst og í næstu viku fagna þau 35 ára brúðkaupsafmæli. „Það var fyrir fjörutíu árum sem við fundum hvort annað. Við vissum af hvort öðru og eigum sameigin legan vinahóp. Ég vissi af henni og hún vissi af mér. Við hittu- mst í partíum og eitt leiddi af öðru. Það sem hreif mig var hversu glæsileg og skemmtileg hún var. Hún er það enn. Við höfum alltaf getað talað saman og verið góðir vinir. Við erum mikið saman hjón- in, okkur finnst gaman að ferðast. Við höfum ofsalegan áhuga á kvik- myndum og slíku, borða góðan mat og hitta góða vini. Hún er sálu- félaginn minn. Mín mesta gæfa í líf- inu er fjölskyldan og heilsan. Ég er grasekkill núna, hún er úti í Los Angeles hjá henni Svölu og kemur á föstudaginn. Ég er búinn að sakna hennar svolítið. Hana lang- aði að fara í smá sól, ég komst ekki með henni því ég þurfti að undirbúa tónleikana og fleira. Svala kemur með henni til landsins því hún mun syngja á tónleikunum, það verða fagnaðarfundir skal ég segja þér.“ Ekki tilbúinn til að verða faðir Björgvin á þrjú börn. Elstur er Sigurður Þór og þá Svala og Krummi yngstur. Sigurð á hann frá fyrra sambandi áður en hann hitti eigin- konu sína. Hann var ekki tilbúinn til að takast á við ábyrgðina sem fylgdi föðurhlutverkinu. „Ég varð vinur elsta sonar míns þegar hann var kominn til vits og ára. Hann heitir Sigurður Þór og er framkvæmda- og markaðsstjóri hjá Innes. Ég er orðinn afi og á þrjú barnabörn. Ég er ríkur. Hann er al- gjör gullstrákur. Hann söng og var í hljómsveit sem hét Kórak og mjög músíkalskur. Dóttir hans og afa- stúlkan mín, hún Þórunn Lea, er með í krakkahópnum í Jólagestum og hefur mikinn áhuga á söng. Svo eru það þau Svala og Krummi. Þau eru ekki komin með barnabörn ennþá. En kannski koma þau seinna. Krummi er náttúrulega líkur pabba sínum, hann er ekki giftur og lifir fyrir listina. Svala hefur nóg að gera í Los Angeles, með eigið tískumerki, Kali, sem er að slá í gegn og gerir líka tónlist. Hún og Einar, maðurinn hennar, reka nokkurs konar listhús. Krummi er að gera bæði myndverk og tónlist. Þau standa öll undir sínu og Sigurður líka. Mér finnst þetta æðislega gaman og ég reyni að hjálpa þeim eftir fremsta megni. Þá eru ekki í skugga mínum, því er frekar öfugt farið.“ Blómstrar í afahlutverkinu Björgvin segir þau hjón hafa veitt börnum sínum ákaflega mikið frelsi. Hann myndi gera betur í dag enda býr hann yfir meiri þroska. „Við vorum hippar og mjög frjálslynd. Börnin fengu að gera allt sem þau vildu og við studdum allt. Þau eru náttúrulega alin upp við tónlist og mikinn umgang listamanna á heim- ilinu. Þau völdu sinn vettvang sjálf og eru að fíla það. Eitt er á hreinu, mað- ur er miklu þroskaðri og maður veit meira en maður vissi. Maður var ekki alveg tilbúinn að eiga börn á þessum árum. Núna veit maður alveg ná- kvæmlega hvernig þetta á að vera og ég get blómstrað í afahlutverkinu.“ Á erfitt með skapið En hvernig er hann heima hjá sér? Hver er þessi Björgvin sem Íslendingar þekkja ekki? „Þú verður að spyrja kisurnar,“ segir hann og brosir út í annað. „Mér líður vel í eigin skinni, það er víst. Ef ég sé eftir einhverju þá er það hversu erfitt ég á með skapið í mér. En það er betra en það var. Þráðurinn er of stuttur. Ég get æst mig upp og er sem betur fer fljótur niður aftur. Oft er ástæða til. En það sem er leiðinlegast er að stundum eru þetta smáatriði sem engu máli skipta. Það er ýmislegt í samskiptum við fólk sem er leiðin- legt. Ég hef nú fengið á baukinn fyrir að vera of hreinskilinn. Ef að ég á eitthvað vantalað við fólk þá segi ég það bara. Sannur vinur segir þér sannleikann. Hann er ekki að segja eitthvað af því hann sé að setja sig á hærri stall. Heldur af því að hon- um þykir vænt um þig. Ég tel mig nú þrátt fyrir skapið vera nokkuð sann- gjarnan í samskiptum samt og reyni það yfirleitt.“ Björgvin er líka haldinn full- komnunaráráttu og vill hafa allt upp á tíu. „Það verður alltaf að vera tipp topp. Þegar ég er að gera tónlistina. En maður nær aldrei að vera full- kominn. Fullkomnun er dauði. En maður er samt alltaf að reyna og það getur stundum farið í taugarnar á sumum. En ég fæ svo mikið út úr því að keppa við sjálfan mig og geta stundum sagt, þetta var gott hjá þér. Bara ansi gott.“ Kettirnir eiga mig Björgvin er alþekktur dýravinur og hefur stundað góðgerðastarf í þágu katta um árabil. Nú er hann með fjóra ketti á heimilinu. „Aðalgæinn minn er dáinn, hann Jökull Ljóns- hjarta Í staðinn fengum við okk- ur æðislegan kött, Markús Árelíus. Þá er ég með tvo dvergpersa, þau Sheilu og Elvis, sem Svala skildi eftir hjá okkur þegar hún flutti til Los Angeles og hana Emmu sem er ís- lenskur köttur. Mér er mjög annt um ketti og velferð dýra almennt. Kettirnir eru eins og kóngar heima hjá mér. Kettirnir eiga mig, ég á þá ekki. Þeir eru svo sjálfstæðir. Nú, á meðan eiginkonan er fjarri, þá skríða kettirnir í bólið. Um daginn var haglél, þetta viðtal verð- ur alltof væmið,“ segir hann og glott- ir. „Sko þeir skriðu allir upp í, ég svaf einn í rúminu með öllum fjórum.“ Dýravinur í góðgerðastarfi Björgvin býður samtökunum Dýrahjálp að dreifa upplýsingum um samtökin á tónleikum sínum. Fyrir nokkru safnaði hann milljón fyrir Kattholt á tónleikum í Fríkirkj- unni ásamt fleiri listamönnum og kattavinum. „Þeir sem komu fram voru all- ir kattaeigendur eða kattavinir. Það gáfu allir vinnu sína og komust færri að en vildu til að skemmta á tónleik- unum. Allur ágóði tónleikanna rann óskertur til Kattholts. Þá vantaði búr og fleira til að bæta aðstöðuna. Ég ætla að efna til annarra tónleika á næsta ári. Þá býð ég alltaf stelpunum í Dýrahjálp að dreifa miðum um starf- semina á tónleikunum. Ég hef miklar skoðanir á dýrahaldi. Það þarf að taka þessi mál algjörlega í gegn. Eigendur þurfa að gelda fressin og ræktunar- mál á Íslandi eru í miklu óefni. Aðal- lega finnst mér að það þurfi að tak- marka dýrahald, það eiga ekki allir að fá að halda dýr. Ef þú tekur að þér dýr, þá þarftu að búa þeim heimili og vera vinur þeirra þangað til þau deyja.“ Dapur um áramót Framtíðin er blómleg. Björgvin hlakkar til jólanna. Þá er fjölskyldan sameinuð og hann fær að njóta sín í eldamennskunni sem er eitt hans aðaláhugamál. „Ég er alltof mikill sælkeri, mér finnst gaman að búa til góðan mat. Ég á ofsalega mikið af matreiðslu- bókum. Ég geri samt ekki mikið af því þegar við erum bara tvö í húsinu en hlakka til jólanna þegar ég get farið að taka til hendinni með fjöl- skylduna alla sameinaða.“ Honum þykja áramótin hins vegar alltaf ljúfsár. Eftir annir jól- anna grípur hann tómleikatilfinning og örlítil eftirsjá. „Upp úr áramótum þá verð ég stundum svolítið dapur. Ég fyllist ljúfsárri eftirsjá þegar upp- hefst nýtt ár. Þegar ég þarf að snúa við plötunni og veit ekki hvað er á hinni hliðinni.“ n Gullvagninn Gullvagninn inniheldur 88 lög frá einstaklega farsælum ferli Björgvins Halldórssonar og er skyldueign aðdáenda. Nýjasta platan Dúett 3 er ný plata frá Björgvini í ár. Björgvin í Eurovision Björgvin keppti í Eurovision árið 1995 með lagið Núna. Björgvin og Jökull Ljónshjarta Björgvin er mikill dýravinur, hér er hann með ketti sem hann átti um árafjöld, Jökli Ljónshjarta. Vinsæl Platan átti eftir að verða mest selda plata ársins. Með strákunum í Ævintýri Björgvin sló í gegn með strákunum í Ævintýri, þeir voru dýrkaðir og dáðir hvar sem þeir sáust. Græjukarl Björgvin er mikill græjukarl og á meira en 40 gítara. Feðgin Hér syngja þau saman, feðginin Björgvin og Svala. Poppstjarna ársins Björgvin kosinn poppstjarna ársins á stórtónleikum í Laugardalshöll þar sem vinsælustu hljóm- sveitir landsins komu fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.