Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 38
38 Neytendur Helgarblað 6.–9. desember 2013 Jólagjöfin í ár er ekki lífsstílsbók n Álitsgjafar velja jólagjöfina í ár n Föt og íslensk menning góð í jólapakkann Í slensk bók er á toppnum yfir jólagjafirnar í ár samkvæmt álitsgjöfum sem DV leitaði til en allir nefndu þeir bækur sem góða gjöf. „Íslenskar bækur, að undanskildum lífsstílsbókum, eru nauðsynlegar öll jól,“ segir einn þeirra en Rannsóknasetur verslun- arinnar útnefndi lífsstílsbækur jóla- gjöfina í ár. Álitsgjafar nefndu ýmsa bókar titla þar á meðal Mánasteinn eftir Sjón, Guðni – Léttur í lund, Lygi eftir Yrsu og Eftirréttabók Kristu. „Ég legg mikið upp úr að gefa eigu- legar bækur sem takmarkast ekki við einn lestur. Matreiðslubækur eða til dæmis spennubók sem fleiri í fjölskyldunni geta deilt,“ segir annar álitsgjafi. Önnur íslensk menning var einnig ofarlega því viðmælendur nefndu líka íslenska myndlist en í því samhengi má benda á að oft selja myndlistarmenn plaköt með verk- um sínum. Þau eru sniðug leið til að eignast falleg verk fyrir miklu lægri upphæð en annars væri. Þá nefndu viðmælendur góða geisladiska, ís- lenska hönnun, handverk eða bíó- myndir á dvd. Flíkur voru einnig ofarlega á lista álitsgjafa. „Síð peysa með munstri er „möst“ fyrir konur. Snilld við kjól eða buxur.“ Annar segist iðu- lega fá föt í jólagjöf og þau komi sér alltaf vel. „Skinn eru tímalaus eign sem hlýjar og fegrar, hvort sem er á höfuð eða herðar. Þau eru falleg yfir kjóla og peysur eða kápur og jakka.“ Það getur verið nokkur vandi að velja jólagjöf sem hittir í mark. Gott ráð er að fylgjast vel með því hvað fólk kaupir sér sjálft og eins að reyna að fylgjast með áhuga málum fólks og athuga hvað gæti fallið á kramið því tengt. Gott ráð getur ver- ið að spyrja aðstandendur og vini um hvað þeir telji að myndi hitta í mark en þeim ráðum verður þó að taka líka með ákveðnum fyrirvara og meta sjálfur. Á síðunni má sjá fleiri atriði sem viðmælendur nefndu sem jólagjöf- ina í ár. n Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Jólagjöfin í ár Álitsgjafar DV eru sammála um að íslenskar bækur séu góð gjöf. Mynd Sigtryggur Ari Græjur fyrir áhugamálið„Hvort sem það er útvist, skíði, hand- verk, módelsmíði, púsl, veiðar – það er alltaf hægt að bæta við græju eða flík. Fjölskyldan getur slegið saman ef það er dýr hlutur eins og bakpoki fyrir útvistarmann- eskjuna. Spil„Allt sem ýtir undir heilbrigða afþr- eyingu og samverustundir er vel séð í jólapakkann. Umhverfisvæn upplifun„Ostasmökkunarnámskeið eða gott matreiðslunámskeið svo fólk geti not- ið aðeins lífsins saman og án þess að hlaða upp meira drasli heima hjá sér, það er ekki umhverfisvænt. Heimalagað og heimagert„Konfekt, sultur, sokkar, húfa, grafið kjöt eða lax – möguleikarnir eru óþrjótandi. Power Bank- varaaflstöð„Viðbótarrafmagn fyrir gemsann fyrir fólk sem er á þönum og þarf alltaf að vera í sambandi. iPad mini„Algjör snilld í vinnu, skóla eða fyrir áhugamálin. Ég nota hann undir punkta á fundum, sjónvarpsþætti o.fl. Það er líka hægt að kaupa pínulítið lyklaborð á hann – og allt passar þetta í veskið. Jólagjöf fyrri ára Samkvæmt rannsóknasetri verslunarinnar n 2013: Lífsstílsbók n 2012: Íslensk tónlist n 2011: Spjaldtölva n 2010: Íslensk lopapeysa n 2009: Jákvæð upplifun n 2008: Íslensk hönnun n 2007: GPS-staðsetningartæki n 2006: Ávaxta- og grænmetispressa Álitsgjafar DV n Silja Bára Ómarsdóttir - stjórnmálafræðingur n Hans Orri Kristjánsson - verkefnastjóri á Jónsson & Le'macks n Þórhildur Ólafsdóttir - fréttamaður á RÚV n Anna Pála Sverrisdóttir - formaður Samtakanna 78 n Ásmundur Einar daðason -þingmaður Framsóknarflokksins og aðstoðarmaður forsætisráðherra n tobba Marinós - ritstjóri vefmiðla Skjás Eins n Þórhallur Heimisson - sóknarprestur Geit eða brunnur„Gjöf sem gefur. Eitthvað sem hjálpar fjölskyldu eða þorpi í vanda. Nuddtímar„Gjafakort í nudd er góð gjöf enda eitthvað sem allir geta notið þó fæstir láti það eftir sér. „ Íslenskar bækur, að undanskildum lífsstílsbókum, eru nauðsynlegar öll jól. „Síð peysa með munstri er „möst“ fyrir konur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.