Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Síða 44
44 Lífsstíll Helgarblað 6.–9. desember 2013 Farðu á fjall Fjallganga getur verið með ýmsu móti. Það eru ekki aðeins þeir sem eru í frábæru líkamsformi sem geta gengið á fjöll. Einstak- lingar sem eru ekki í toppformi geta líka farið á fjöll. Fólk velur einfaldlega lítið fjall til þess að ganga á, eins og til dæmis Helgafell í Hafnarfirði. Fjallganga er úrvals útivist, endurnærandi fyrir sálina og auk þess ertu um- vafinn náttúrunni. Kjörið er að taka vin með sér og rækta vinátt- una í leiðinni en einnig er hægt að fara einn með sjálfum sér og njóta einverunnar. Safnaðu stigum Einhverjum þykir markmiðasetn- ing leiðinleg og finnst sem hún tendri ekki sigurviljann til þess að ná lokatakmarkinu. Þá eru góð ráð dýr. Skemmtileg lausn til þess að vinna bug á þessu vandamáli er að setja sér markmið um að safna til dæmis 30 stigum í gegn- um mánuðinn. Síðan er hægt að gera lista yfir leiðir til að safna stigunum. Tvö stig fyrir að fara í heimsókn til ömmu og afa, þrjú stig fyrir að fara í jógatíma, fimm stig fyrir að lesa bók og svo fram- vegis. Listinn er ótæmandi og ímyndunaraflið leikur þar stórt hlutverk. ford.is Ford Fiesta, bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. CO2 losun 99 g/km. Ford Fiesta, EcoBoost bensín 100 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. CO2 losun 114 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. BEINSKIPTUR FRÁ SJÁLFSKIPTUR FRÁ FORD FIESTA 2.450.000 KR. 2.790.000 KR. KOMDU OG PRÓFAÐU FORD FIESTA ER BESTI SMÁBÍLLINN ÁRIÐ 2013 Ekki enn sannfærð/ur? Hér eru fleiri staðreyndir um Ford Fiesta: Hiti er í framsætum og 3,5 tommu upplýsingaskjár í mælaborði. Farangursrýmið er einstaklega rúmt (290 lítra). CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Ford MyKey, brekkuaðstoð og EasyFuel er staðalbúnaður. Öryggispúðarnir eru óvenju margir eða 7 talsins, þar af einn fyrir hné ökumanns. Sérstakt hitaelement er í miðstöð og er bíllinn því mjög fljótur að hitna sem er afar hentugt á köldum vetrarmorgnum! Ford Fiesta var valinn besti smábíllinn árið 2013 af sérfræðingum eins vinsælasta bílablaðs heims, Auto Express. Hann er útbúinn sparneytinni EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn Engine of the Year, tvö ár í röð. Síauknar vinsældir Fiesta koma ekki á óvart því nýtt útlit hans er sérstaklega rennilegt, hann er útbúinn snilldarbúnaði og svo er hann bara svo flottur. Ford_Fiesta_5x18_25.11.2013.indd 1 4.12.2013 09:58:08 Mínijóla-Eurovision V erkefnið Geðveik jól gengur út á starfsmenn fyrirtækja taka áskorun um að velja eða semja jólalag og fram- leiða myndband því til stuðnings. „Þetta er svona mínijóla- Eurovision-keppni,“ segir Bjarney S. Lúðvíksdóttir, verkefnisstjóri Geð- veikra jóla 2013. Um er að ræða skemmtilega keppni á milli fyrir- tækja sem sýnd verður í tveimur þáttum á RÚV í desember. „Í grunninn er þetta geðræktará- tak sem snýst um geðheilsu á vinnu- stöðum. Það er skorað á íslensk fyrir- tæki að næra geðheilsuna og svo fá þau líka áskorun um að semja eða fá lánað jólalag og gera myndband því til stuðnings og keppa svo í góðlát- legri keppni um titilinn Geðveikasta jólalagið 2013,“ segir Bjarney. Geðveikasta jólalagið kynnt „Og þetta er ekki síst skemmtilegt vegna þess hve margt hæfileika- ríkt fólk kemur í ljós. Þarna fá ama- törarnir að láta ljós sitt skína.“ Þættirnir Geðveik jól verða sýnd- ir á RÚV dagana 12. og 19. desember næstkomandi. Í fyrri þættinum verða myndböndin spiluð en í þeim seinni verða úrslitin um Geðveikasta jóla- lagið 2013 tilkynnt. Skorið verð- ur úr um ágæti laganna af Geð- veiku dómnefndinni, en hana skipa þau Pétur Ben, Agnes í Sykri, Lára Rúnars, Felix Bergsson, Sóley, Eyþór Ingi, Sigtryggur Baldursson, Valdi- mar og Óskar Jónasson. Auk þess geta áhorfendur haft áhrif á úrslitin með því að kjósa sitt uppáhaldslag á vefsíðu átaksins og styrkt þannig í leiðinni gott málefni. Í ár er ver- ið að styrkja Vin athvarf, Hlutverka- setur og Hugarafl og mun upphæðin sem safnast deilast niður á þessi þrjú málefni. Laddi skellir sér í sveinkabúning Það er Laddi sem skellir sér í jóla- sveinsbúning til styrktar Geðveikum jólum þetta árið. Jólasveinn þessi hefur fengið nafnið GEÐgóður. Á síðasta ári var það Jón Gnarr, borgar- stjóri Reykvíkinga, sem gegndi þessu hlutverki. Fjölmargir þekktir einstaklingar hafa lagt málefninu lið síðustu daga, útvarpsmennirnir Gunna Dís og Andri Freyr tóku sér frá útvarp- inu og tóku að sér hlutverk kynna. Þá tók Sólveig Eiríksdóttir á Gló þátt og gerði tónlistarmyndband á dögunum með aðstoð listamannsins Snorra Ásmundssonar og Gunnars Nelson bardagakappa og fleiri þrek- inna kollega hans úr Mjölni. n n Keppt um geðveikasta jólalagið n Afraksturinn verður sýndur á RÚV Jólasveinninn geðgóði Jólasveinninn geðgóði er einn þeirra sem mun birtast áhorfendum í Geðveikum jólum. Mynd ÞorMar ViGnir Kynnarnir Gunna Dís og Andri tóku sér frí frá útvarpinu um stund til að leggja málefninu lið. Góð dómnefnd Skorið verður úr um ágæti laganna af Geðveiku dómnefndinni, einn meðlima hennar er tónlistarmaðurinn geðþekki Valdimar. Mynd Gunnar Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.