Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Síða 48
Helgarblað 6.–9. desember 201348 Skrýtið K önnunarleiðangur að flaki dráttarbáts undan strönd Nígeríu í maí breyttist í björgunarleiðangur þegar í ljós kom að einn meðlimur tólf manna áhafnar var á lífi í flak- inu, þremur dögum eftir að báturinn sökk. Maðurinn, Harrison Okene, var kokkur um borð en hann náði á ótrúlegan hátt að finna loftpytt í bátnum. „Þegar báturinn sökk voru þrír menn fyrir framan mig og ég sá hvernig þeim skolaði í burtu þegar sjórinn flæddi inn. Ég vissi að þeir voru dánir um leið,“ sagði Harrison við fjölmiðla eftir að honum hafði verið bjargað. Húð hans var farin að flagna af vegna saltvatnsins og þá hafði hann ekkert til að drekka nema kóladrykki. „Það var niðamyrkur og ég var viss um að nú væri komið að leiðarlokum. Ég beið eftir því að sjór- inn fyllti rýmið en það gerðist aldrei. Það var niðamyrkur en samt gat ég séð móta fyrir líkum skipsfélaga minna. Það var megn lykt af þeim og svo komu fiskar sem borðuðu líkin. Ég heyrði það vel, hljóðin voru hryll- ingur.“ „Hann er lifandi!“ Kafarinn sem bjargaði Harrison, Nico Van Heerden, tók myndband af leiðangrinum en þar heyrist einnig í samstarfsmanni hans, Col- by Werrett, sem leiðbeindi Nico frá yfirborðinu. Kafarinn synti um flakið og sagði við Colby að hann hefði fundið það sem hann hélt vera lík eins úr áhöfninni. Hann teygði sig í hönd þess en varð þá gríðarlega brugðið og öskraði í talstöðina. Colby reyndi að róa hann niður og spurði hvað gengi á. „Hann er lifandi, hann er lifandi,“ öskraði Nico, ekki viss um hvað væri að gerast. Colby talaði við hann, róaði Nico og bað hann um að gera slíkt hið sama fyrir Harri- son. Nico rétti upp þumalinn og sagði við Harrison að allt yrði í lagi, auk þess að klappa á öxl hans. Eft- ir smá tíma hóf Nico að undirbúa kokkinn, sem var einungis í nær- buxum. „Þú mátt ekki missa stjórn á þér, þú verður að hlusta á mig,“ sagði Nico við Harrison áður en hann setti á hann öndunargrímu og björgunarbúnað. Á leiðinni upp ræddu bæði Colby og Nico við Harrison, til þess að halda honum rólegum og við meðvitund. Mikil hætta var á því að hann myndi þjást af köfunarveiki ef of hratt yrði farið með hann upp, þar sem hann hafði verið svo lengi djúpt neðan- sjávar. Til þess að koma í veg fyrir slíkt var hann settur í þrýstijöfn- unarhylki áður en hann fór alla leið upp á yfirborðið. Tveir loftpyttir tengdir saman Síðar meir fóru menn að velta því fyrir sér hvernig Harrison gat lifað svo lengi í flakinu, þar sem rým- ið sem hann var í var frekar lítið og í hvert skipti sem hann andaði frá sér, jók hann magn koltvíoxíðs í loftinu. Í tilfellum sem slíkum er það frekar aukið magn þess sem dregur fólk til dauða, heldur en skortur á súrefni. Í tilfelli Harrison virðist vatnið hafi spilað sinn þátt, þar sem koltvíoxíð leysist hrað- ar upp í vatni. Eðlisfræðingurinn Maxim Umansky, velti þessu vel fyrir sér. Rýmið sem Harrison var í var of lítið til þess að súrefnið dygði honum og komst Maxim að þeirri niðurstöðu að rýmið hefði á ein- hvern hátt verið tengt við annan loftpytt. „Sú útskýring er sú skyn- samlegasta hvað varðar þessa ótrú- legu björgun.“ n rognvaldur@dv.is Heimilislaus með námskeið Mike Momamy frá Seattle í Bandaríkjunum ákvað að láta ekki deigan síga þótt hann hafi orðið heimilislaus, heldur leit það jákvæðum augum. Hann hefur ákveðið að sýna fólki hvernig hann fer að því að lifa af á götunni með því að bjóða upp á námskeið. Þátttakendur munu klæðast eins og þeir séu heimilislausir, hanga fyrir utan bókasafnið í Seattle eða fá sér blund í almenningsgarði. Nám- skeiðið kostar litla tvö þúsund dollara, rúmlega tvö hundruð þúsund krónur, en fjórðungur upphæðarinnar rennur til góð- gerðamála. Enn sem komið er hefur þó enginn sótt námskeiðið og viðbrögðin hafa verið mjög misjöfn. Sendir eftir- myndir af sjálfum sér Sænskur ljósmyndari í leit að atvinnu ákvað að fara frekar óhefðbundna leið til að vekja athygli viðskiptavina. Með hverri ferilskrá sem hann send- ir fylgir með lítil stytta sem er eftirmynd af honum sjálfum. „Listrænir stjórnendur og yfir- menn auglýsingastofa hafa nóg á sinni könnu. Maður verður því að gera hlutina öðruvísi til að vekja á sér athygli. Það þarf meira en nokkur blöð til þess, en á endanum eru það auðvitað ljósmyndirnar mínar sem fólkið vill skoða,“ segir maðurinn. Ólst upp hjá rangri fjölskyldu Mistök á fæðingardeildinni uppgötvuð sextíu árum seinna S extugur japanskur karlmaður fékk nýlega fréttir sem munu breyta lífi hans til frambúðar. Í ljós kom að mistök urðu á fæðingardeildinni þar sem maður- inn kom í heiminn og tók röng fjöl- skylda hann heim. Hann höfðaði mál gegn spítalanum og fékk bætur upp á rúmlega 37 milljónir króna. Ástæðan er sú að hans líffræðilegu foreldrar voru efnaðir en sú fjöl- skylda sem ól hann upp bjó við fá- tækt og erfiðleika. Fósturmóðir hans ól hann ein upp frá tveggja ára aldri eftir að fósturfaðir hans lést, auk tveggja eldri barna sinna. Þau bjuggu í tveggja herbergja íbúð þar sem útvarp var þeirra helsti munað- ur. Maðurinn vann í verksmiðju og fór í skóla á næturnar í von um betra líf. „Það var eins og fósturmóður minni hefði verið ætlað að eiga erfitt líf,“ sagði maðurinn en konan er nú látin. Þá hefur maðurinn aðstoðað eldri börn hennar frá því að hún lést. Hefði hann farið heim með réttri fjölskyldu hefði hann fengið einka- kennslu og notið þeirra forréttinda sem því fylgja að eiga ríka foreldra. Hann á þrjá yngri bræður en þeir eru ástæðan fyrir því að mistökin komu í ljós. Þegar foreldrar þeirra létust fóru þeir fram á að DNA-sýni yrði tekið af elsta bróður þeirra. Hann var ekki líkur þeim í útliti og sýnið, ásamt skýrslum frá spítalanum, leiddi í ljós að hann var ekki líffræðilegur bróðir þeirra. Bræður hans halda að móður þeirra hafi stundum grunað hvernig í pottinn var búið, vegna mismun- andi útlits bræðranna. Þá mundu þeir eftir því að hún hafði stundum talað um að barnið hefði verið fært henni á fæðingardeildinni í röngum fötum. n rognvaldur@dv.is Fóru heim með rangt barn Móðir mannsins talaði um að barnið hennar hefði ekki verið í réttum fötum á fæðingar- deildinni. Mynd úr saFni Eru simpansar persónur? Samtök um réttindi dýra hafa farið fram á að dómstóll í New York viðurkenni að simpans- inn Tommy verði viðurkenndur sem persóna. Markmið sam- takanna er að simpansar hljóti þá viðurkenningu almennt. Vilja samtökin að Tommy verði sleppt úr búri sínu og telja að prísund hans standist ekki lög og vilja að hann kom- ist í griðland fyrir prímata. Í kærunni segir einnig að hann eigi rétt á því að geta hreyft sig eðlilega og vera í friði. Fastur í skips- flaki í þrjá daga Könnunarleiðangur að skipsflaki breyttist skyndilega í björgunaraðgerð Fastur í flakinu Harrison Okene var þrjá daga fastur í skipsflaki. Hann komst í loftpytt sem bjargaði lífi hans. Harrison Okene Húð hans flagnaði af og hann þjáðist af miklum vökvaskorti. Mynd reuTers

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.