Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2013, Side 53
Menning 53Helgarblað 6.–9. desember 2013
Þ
egar Guðmundur Kamban
var skotinn til ólífis af dönsk
um frelsisliða á veitinga
húsi við Uppsalagötu í Kaup
mannahöfn á frelsisdaginn
5. maí 1945 ríkti upplausn í borginni.
Hópar andspyrnumanna gengu um
götur til þess að gera upp sakir við þá
sem vitað þótti að hefðu átt eitthvað
undir Þjóðverjum á hernámstíman
um í Danmörku. Fjöldi manns var
handtekinn þennan dag og ýms
ir létu lífið í viðureign við frelsisliða.
Kamban var einn þeirra – tekinn af lífi
án dóms og laga án þess að handtaka
næði fram að ganga. Skjótið – sagði
hann – sama er mér! Á þeirri stundu,
líkt og víða í verkum Kambans, steytti
stórlæti á mótlæti … með fjörbrotum.
Hefði átt að verða
óskasonur þjóðar
Vegna þessa atburðar, sem og hins
meinta og að líkindum misskilda
samstarfs Kambans við Þjóðverja,
hefur óþægilega lítið verið fjallað um
þennan afkastamikla rithöfund, leik
skáld, leikstjóra, ljóðskáld og sögu
skáld sem vann sér frægð á erlendri
grundu með skáldverkum sem þýdd
voru á fjölda tungumála og færð upp í
helstu leikhúsum Norðurlanda. Hann
hefði átt að verða einn af óskasonum
þjóðarinnar á bókmenntasviðinu.
Þess í stað hefur hann að ýmsu leyti
legið óbættur hjá garði. Máli hans var
ekki fylgt eftir að heitið geti af íslensk
um stjórnvöldum. Banamaður hans
var aldrei dreginn til ábyrgðar fyrir
verknaðinn. Fræðimenn forðuðust
jafnan að fjalla um lífshlaup hans og
ritstörf með þeim hætti sem vert hefði
verið. Orðrómurinn um nasistadaður
Kambans hefur legið eins og myrkur
skuggi yfir minningu skáldsins sem
fyrir vikið hefur tæpast notið sann
mælis. Þar til nú að Sveinn Einarsson
kemur fram á sjónarsviðið með mikið
rit, Kamban, líf hans og starf, sem
sannarlega fyllir upp í margar eyður
varðandi skáldið og manninn Guð
mund Jónsson sem síðar tók sér
skáldheitið Kamban, og var – eftir
því sem best verður séð af lestrin
um – í senn stórbrotinn persónuleiki
og næmt skáld. Einhverjum kunna
að koma á óvart vísbendingar um að
Kamban hafi í reynd verið andsnúinn
þjóðernishyggju og vopnafram
leiðslu. Jafnvel femínisti ef grannt er
skoðað (201), a.m.k. „einn fremsti
kvenlýsandi í bókmenntum okk
ar“ (205). Nokkuð önnur mynd en
áður hefur verið dregin
upp af þessum stórláta
en um leið viðkvæma
manni.
Öguð efnistök
Augljóst er af efnis
tökum að Sveinn
Einarsson er á heima
velli í þessari bók,
sjálfur mikill leikhús
maður og leikhús
stjórnandi um áratugi,
hefur margt ritað um
þau efni og rannsakað
ævi og ritstörf Kam
bans um árabil. Bókin
ber þessu glöggt vitni,
svo vönduð sem hún
er, 451 blaðsíða með ítarlegum heim
ilda, mynda og nafnaskrám. Þung í
hendi – þung á metum – en liðug af
lestrar og áhugaverð fyrir alla sem
láta sig varða íslenska menningar og
bókmenntasögu.
Sveinn fjallar um skáldið og mann
inn Guðmund Kamban af skilningi og
virðingu fyrir viðfangsefninu án þess
þó að séð verði að neitt sé dregið und
an sem komið gæti óþægilega við
minningu hans eða mannorð. Efnis
tök eru öguð og víða leitað fanga í
heimildum. Yfirburðaþekking Sveins
á leiklistarsögu Norðurlanda kemur
hér að góðu gagni og gerir alla um
fjöllunina áhugaverðari og trúverð
ugri en ella væri. Æviferillinn er rak
inn sem og skáldferillinn. Gerð er góð
grein fyrir skáldverkum Kambans,
efni þeirra rakið sem og viðtökurn
ar sem þau fengu. Þetta á ekki síst við
um hið umdeilda verk Vítt sé ég land
og fagurt, sem löngum hefur verið
dregið fram sem vitnisburður um að
Kamban hafi verið hallur undir þjóð
ernishyggju. Nokkuð sem tileinkun
verksins („hugrekki og háleitum
krafti“ hins norræna manns) gæti
vissulega gefið til kynna, en er engu
að síður einföldun, eins og Sveinn
bendir á:
„Kamban hafði mjög eindregnar
hugsjónir um fjölmenningarlegt og
nútímalegt borgarsamfélag á Íslandi,
hann var einbeittur heimsborgari og
mjög í nöp við alla þjóðernisstefnu
sem hann áleit undirrót allra illra
átaka í Evrópu – og nú vildi hann reisa
hinum norræna manni bautarstein.
Hann vissi sem var að utan Íslands
lásu ekki aðrir Íslendingasögur en
fræðimenn og þeir heldur fáir.“ (232)
Skyggnst inn fyrir ytra byrðið
Bókin um Kamban er þakkarvert og
merkilegt innlegg í bókmenntasögu
okkar Íslendinga. Hér er dregin upp
trúverðug mynd af sérstæðum manni
og fjölhæfu skáldi sem þrátt fyrir góð
ar gáfur átti við sjálfan sig að stríða í
vissum skilningi. Skyggnst er inn fyrir
ytra byrðið um leið og fjallað er um
hann í samhengi við sögulegar að
stæður, stefnur og strauma samtíðar
hans og mat lagt á framlag hans til
menningarsögunnar. Leikskáldið,
sagnaskáldið og leikhúsmaðurinn
Guðmundur Kamban hafa hér fengið
tímabæra og verðuga umfjöllun, svo
vart verður betur gert í bráð. n
Kamban –
Líf hans og starf
Höfundur: Höfundur Sveinn Einarsson
Útgefandi: Mál og menning
Ólína
Þorvarðardóttir
Bækur
„Hugrekki og
háleitur kraftur“
n Óskasonurinn Kamban endurreistur n „Bókin er stórvirki“
Grimm örlög
Kamban var tekinn
af lífi án dóms og
laga án þess að
handtaka næði
fram að ganga.
Skjótið – sagði hann
– sama er mér! Á
þeirri stundu, líkt
og víða í verkum
Kambans, steytti
stórlæti á mótlæti
… með fjörbrotum.
Opnar á sölu
Illugi Gunnarsson mennta og
menningarmálaráðherra er til
í að skoða hugmyndir um sölu
á útvarpsstöðinni Rás 2. Þetta
kom fram á Beinni línu á DV.is
á fimmtudag þar sem hann var
spurður hvort það kæmi til greina
að selja stöðina. Illugi sagði það
ekki vera neitt lögmál að ríkið
sinni útbreiðslu og kynningu á ís
lenskri tónlist, sem þó væri mik
ilvægt. „Ef hægt er með sannfær
andi hætti að sýna fram á aðrar
aðferðir sem tryggja að sami ár
angur náist, þá er ég reiðubúinn
til að hlusta á allar slíkar hug
myndir,“ sagði hann.
Ekki mikill maður, en mikilmenni
F
æstir virðast ánægðir með
WikiLeaksmyndina. Stuðn
ingsmönnum Assange þykir
hún heldur harðorð í garð
hans, og gagnrýnendum hans ekki
nógu harðorð. En það er einmitt
einkenni góðra fjölmiðla að vera
gagnrýndir frá hægri jafnt sem
vinstri, og mögulega dregur Fifth
Estate upp raunsanna mynd af
manninum sem breytti heiminum.
Assange er hér hugsjónamaður
sem á það til að fá fólk til að vilja
fylgja honum en á svo erfitt með
að fást við aðra þegar til kastanna
kemur. Hann segist hafa hlotið
brotið uppeldi hjá sértrúarsöfnuði
og kann að vera á mörkum þess að
vera einhverfur, sem hugsanlega
útskýrir hæfileika hans jafnt sem
skapgerðarbresti, en margt er enn
á huldu. Og þó Svíþjóðarákærurn
ar liggi utan sögusviðsins kemur
fram að áhersla hans á sannleik
ann á ekki alltaf við um hann sjálf
an.
Myndin hefur verið gagnrýnd
fyrir að einbeita sér um of að sam
bandi Assange við aðstoðarmann
inn Berg og í fyrstu hljóma þess
ar innri skærur eins og fundur hjá
Borgarahreyfingunni, en þau mál
efni sem tekist er á um eru raun
veruleg. Assange vill birta allt órit
skoðað án þess að velta fyrir sér
afleiðingum gjörða sinna, en Berg
hugsar skrefinu lengra.
Vafalaust hefði verið hægt að
gera betri mynd um WikiLeaks,
en myndin veitir þó örlitla inn
sýn í nýjan heim þar sem engin
leyndarmál eru lengur örugg og
hefðbundnir fjölmiðlar eru varla
lengur til, heim sem við öll búum
í en fæstir skilja. n
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmyndir
The Fifth Estate
Leikstjóri: Bill Condon
Leikstjóri: B. Cumberbatch og Daniel Brühl
Leikstjóri: Josh Singer
Gaffigan gant-
ast á Íslandi
Bandaríski uppistandarinn Jim
Gaffigan kemur til landsins á
næsta ári. Hann verður með
uppistand í Háskólabíói þann
4. apríl næstkomandi. Gaffigan
hefur vakið athygli fyrir að gera
óspart grín að samlöndum sínum
frá Bandaríkjunum vegna venja
þeirra og menningu. Hann lætur
ekkert stoppa sig og gerir óspart
grín að hamborgaraáti á McDon
ald's, beikonvæðingu þjóðar
innar og trúmálum. Í tilkynn
ingu frá Senu, sem stendur fyrir
komu Gaffigan til landsins, segir
að aðeins verði um eina sýn
ingu að ræða þar sem hann fer
strax til Bretlands í kjölfarið til að
vera með uppistand í Leicester
Squareleikhúsinu í London.
Jólavættir um
alla borg
Litlum jólaskógi frá Skógræktar
félagi Reykjavíkur hefur verið
komið upp í Listasafni Reykja
víkur – Hafnarhúsi þar sem allar
jólavættir verða gestir í desem
ber. Jólavættunum er ætlað að
kynna sérstöðu borgarinnar fyrir
innlendum og erlendum gestum
en þær birtast nú jafnframt ein
af annarri á húsveggjum víðs
vegar um borgina. Á sama tíma
fer af stað ratleikurinn Leitin að
jólavættunum sem byggist á að
finna vættirnar og svara spurn
ingum um þær. Nálgast má leik
inn í Hafnarhúsi og í öðrum
söfnum borgarinnar, í verslun
um í miðbænum og á vefnum
christmas.visitreykjavik.is.
Innsýn í nýjan heim Vafalaust hefði verið hægt að gera betri mynd um WikiLeaks, en
myndin veitir þó örlitla innsýn í nýjan heim.